Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Kveðjuorð:
Einar Jónsson
frá Einarsstöðum
Fæddur 5. ágúst 1915
Dáinn 24. febrúar 1987
Man ég hann á miðjum aldri
manndómsríkan, vaskan þegn.
Útþrá dró, en heimahagar
héldu fast og mæltu gegn.
Sigrar unnust, sorgir þyngdu.
Sólskinsdagar - eftir regn. (Jón Har.)
Þessi vísa sem afi okkar samdi
lýsir vel syni hans og elskulegum
frænda okkar sem við nú kveðjum
um stund með sárum söknuði. Það
er jafn erfitt okkur og öðrum að
sjá á bak eins hæfíleikaríkum og
dásamlegum manni og Einar var.
Okkur langar því að minnast hans
með nokkrum orðum.
Einar var sonur hjnanna Þóru
Sigfusdóttur og Jóns Haraldssonar
bónda á Einarsstöðum. Hann var
þriðji í röðinni af ellefu bömum
þeirra hjóna. Áhugi Einars beindist
fljótt að búskapnum og eftir daga
Þóru og Jóns stofnaði hann félags-
bú á Einarsstöðum ásamt tveimur
bræðmm sínum, Sigfúsi og Kristni.
Seinni árin sá Einar um fjárbúskap-
inn og var það því hans hlutverk
að vaka yfír fénu á vorin þegar
sauðburður stóð yfir. Á hveiju vori
á uppvaxtarárum okkar drifum við
systumar okkur því norður eins
fljótt og við gátum til að fylgjast
með og taka þátt í þeim störfum
með Einari. Þessi ár verða okkur
ógleymanleg og í dag þökkum við
fyrir að hafa fengið að vinna með
jafn einstökum manni og Einar
var. En það var einmitt þann tíma
sem við dvöldum í mikilli flarlægð
frá foreldmm okkar sem Einar
reyndist okkur sem besti faðir. Við
eigum því margar góðar minningar
um mann sem hafði þá einstöku
hæfileika að geta gert gott úr öllu.
Þegar eitthvað bjátaði á var alltaf
gott að leita til Einars og gat hann
þá á sinn einstaka hátt leyst úr
þeim vandamálum og áhyggjum
sem upp komu. Og þegar þannig
stóð á komu vel í ljós þessir ríku
hæfíleikar hans til að leysa vanda-
mál ungs fólks sem eftir smáspjall
við Einar reyndust lítil sem engin.
En Einar var líka mjög gamansam-
ur maður og gat komið öllum í
gott skap með frábærum frásagnar-
hæfileikum sínum.
Árið 1969 giftist Einar elsku-
legri konu sinni, Erlu Ingileifu
Bjömsdóttur. Má með sanni segja
að þar hafi Einar eignast einstaka
konu sem stóð sig vel í hlutverki
sínu sem eiginkona þessa mikils-
verða manns. Sama ár eignuðust
þau dótturina Olgu Mörtu. Erla
átti fyrir þijár dætur og reyndist
Einar þeim mjög vel. Það var öllum
sem til þekktu ljóst hversu mikils
virði þær mæðgur voru Einari. Ást-
ríki og einstaklega gott samband
þeirra á milli átti stóran þátt í því
að Einar gat sinnt störfum sínum
svo vel sem raun varð. Með sínu
hlýlega og elskulega viðmóti tók
Erla fullan þátt í starfi Einars og
allir sem leituðu til Einars eftir hjálp
urðu gestrisni og hlýju þessara
hjóna aðnjótandi. Einnig tóku
systkini Einars stóran þátt í þessu
starfi hans, af trú og vissu um að
þau gerðu skyldu sína. Allir vom
tilbúnir að leggja sitt af mörkum
til að Einar hefði þann tíma sem
hann þyrfti til að sinna starfi sínu.
Einar vann sín bústörf sem skyldi,
en á hveiju kvöldi þyrptist að fólk
sem var hjálpar þurfi. Og aldrei lét
Einar neinn frá sér fara sem þurfti
hjálp hans. Á hveijum degi var
hann með símatíma þar sem hann,
Erla og Olga Marta skiptust á að
skrifa niður nöfn á fólki sem bað
um hjálp. Alls staðar var fólk sem
þráði að hitta þennan mann sem
valinn hafði verið til að vera millilið-
ur lækna sem famir voru af jörðinni
en vildu halda áfram að starfa við
að hjálpa fólki. Einar lagði alltaf
ríka áherslu á að sjálfur væri hann
enginn læknir, þekkti ekkert til
læknisfræði, heldur væri hann fýrst
og fremst bóndi. Hann auglýsti
aldrei sjálfan sig og sóttist ekki
eftir frægð. En það spurðist fljótt
út um bóndann fyrir norðan sem
valinn hafði verið til að vera tengi-
liður milli tveggja heima. Fjöldi
þess fólks sem leitaði eftir hjálp
Einars jókst stöðugt og nú seinni
árin kom hann nokkrar ferðir hing-
að suður til Reykjavíkur til að geta
sinnt þessum fjölda fólks sem bað
um hjálp. Á þessum ferðum sínum
dvaldist Einar hjá systur sinni í
Kópavogi og tók hún fullan þátt í
starfí hans ásamt hinum systk-
inunum sem flust höfðu suður til
Fyrirliggjandi í birgðastöð
SVARTAR OG
GALVANISERADAR
PIPUR
Samkv.:Din 2440
OOo
OOOoooO O O
Sverleikar: svart, 3/8 - 5“
galv., 3/8 - 4“
Lengdir: 6 metrar
SINDRA
STALHF
Borgartúni 31 sími 27222
Reykjavíkur. Alls staðar ríkti ein-
lægni og trú.
Hér í Reykjavík hélt Einar bæði
einka- og fjölmenna fundi. Gat
vinnudagur hans þá oft orðið langur
og erfiður en alltaf gat hann gefíð
sér tíma til að sinna og ræða við
okkur. Mikill fjöldi fólks lagði vinnu
sína í að þessir fundir gætu farið
fram. Allt á þetta fólk mikiar og
góðar þakkir skilið fyrir starf sitt
sem það vann af trú sinni á hæfí-
leika þessa manns. Af trú sinni á
að það aðhefðist að vilja Guðs og
góðra manna. Þann tíma sem Einar
dvaldi hér fyrir sunnan þurfti annað
fólk til að sinna bústörfum hans
og á það fólk allt sömu þakkir skii-
ið. Einar vann stórkostlegt og
óeigingjamt starf. Hann tók aldrei
borgun fyrir þá hjálp sem hann
veitti. Það vom aðrir hlutir sem
skiptu hann máli. Heimili hans og
fjölskylda var honum dýrmæstast
og efaðist hann aldrei um að þetta
starf hans væri frá Guði komið. Líf
hans snerist um þetta hjálparstarf.
Það sem einkenndi Einar var hans
hægláta og hlýlega viðmót, og sá
eiginleiki hans að halda ró sinni
þrátt fyrir það gífurlega mikla álag
sem á honum hvfldi.
Hann átti það til að hringja í
okkur svona rétt til að vita hvemig
við hefðum það, eða bara til að
heyra í okkur hljóðið eins og hann
orðaði það. Þegar við spurðum hann
hvemig gengi var svarið alltaf að
allt gengi vel, þrátt fyrir það vissum
við að hann var oft þreyttur eftir
erfíðan vinnudag. Svona var Einar,
jákvæður maður sem kvartaði aldr-
ei. Hann var skemmtilegur og góður
frásagnarmaður og em okkur ofar-
lega í huga þær kvöldstundir sem
við áttum með þeim hjónum á heim-
ili þeirra. Gleymdum við okkur þá
oft langt fram á nótt við að hlusta
á frásagnir hans frá hans yngri
ámm og gerði han þá óspart grín
að sjálfum sér. Með þessum orðum
viljum við kveðja þennan góða
frænda okkar í þeirri trú og vissu
að þegar okkar tími kemur munum
við verða samferða á ný. Þangað
til lifum við í minningu um einstak-
an man sem allir virtu og dáðu sem
vom svo lánsamir að fá að kynnast
honum. Elsku Erla og Olga Marta,
systkini, og aðrir aðstandendur,
megi Guð almáttugur vemda ykkur
og styrkja í þessum mikla söknuði.
Minning hans lifir á meðal okkar.
Þú, sera varst vorsins vinur og bam,
valdir þér hjarðmanns kjör.
Kættist, er vetrarins helkalda hjam
af heiðunum hvataði fór.
Syngjandi mættirðu sumarins önn,
þín sókn var þá djörf og ör.
í söngfór um vordag með sólbros á kinn
við sjáum þig öll í dag.
Heyrum og þeklgum hljóminn þinn,
er hækkar gleðinnar lag.
Hann minnir ekki á endi lífs,
heidur eilífan fagnaðarbrag. (Jón Har.)
Guðrún Jóna, Anna Þóra,
Lilja og Jóhanna Bragadætur
HalldórB. Hafíiða-
son — Kveðjuorð
Fyrir hönd Sundfélagsins Ægis
vil ég minnast fallins velunnara
félagsins. Það má með sanni segja,
að Halldór Backmann Hafiiðason
eða Dóri Back eins og við félagam-
ir kölluðum hann, að með honum
sé genginn á vit feðranna einn okk-
ar ötulasti og bezti félagi langt fyrir
aldur fram. Dóri Back gekk á bams-
aldri í Sundfélagið Ægi og var
virkur félagi allt sitt líf. Hann var
í keppnisliði félagsins frá ungl-
ingfsámm, fyrst sem sundmaður og
síðan sem aðalmarkvörður í sund-
knattleiksliði okkar, náði keppnis-
ferill hans yfír um það bil 40 ára
tímabil hjá Sundfélaginu Ægi, ör-
uggt er að slíkt er einsdæmi. Dóri
Back var eldhugi varðandi sund-
knattleik, árið 1967 er félagið varð
íslandsmeistari í sundknattleik eftir
langt skeið, minnist ég að Dóri
Back var ánægður, því liðin voru
20 ár frá því að hann varð síðast
íslandsmeistarí með félaginu eða
árið 1947, þá 19 ára. Það var okk-
ur félögunum í sundknattleiksliði
Ægfis, haukur í homi að hafa Dóra
Back í marki, því þar stóðst honum
enginn snúning.
Arið 1975 tók Halldór við for-
mennsku í Sundfélaginu Ægi og
gegndi henni til ársins 1980. Með
því að Halldór tók við formennsku
í félaginu, má segja að við taki
fyrsta virka stjómin hjá félaginu í
mörg ár. Hann tók við formennsk-
M
LENI rúllurnar eru þéttvafnari, endast lengur og því ódýrari.
Gerðu þinn eigin verðsamanburð.
««
ELDHUSRULLUR&
SALERNISPAPPIR
unni með þeirri vandvirkni og
snyrtimennsku er einkenndi öll þau
störf er hann leysti, hvort var við
vinnu eða á sviði félagsmála. Upp-
hófst nú eitt glæstasta tímabil í
sögu félagsins er það bar Ægis-
hjálm yfír öll önnur sundfélög og
sunddeildir hér á landi. Inn í stjóm-
ina með honum kom eiginkona
hans, Auður Einarsdóttir, sem nú
sér á eftir eiginmanni sínum. Það
var einkennandi fyrir þau' hjón,
hversu samhent þau vom og
minnist ég ávallt hversu notalegt
var að koma á stjómarfundi í Álf-
heima, heim til Auðar og Halldórs,
þar bar allt með sér hversu vinskap-
ur þeirra hjóna var einstakur og
hve vel Auður studdi Halldór og
stóð ávallt við hlið hans eins og
klettur. Það má geta sér þess til,
að lífið í Álfheimum 68 hefur snú-
ist mikið um og í kringum Sund-
félagið Ægi, því í dag er aðalþjálfari
félagsins sonur Halldórs, Hafliði,
sem eins og faðir sinn hefur verið
virkur félagi í Ægi frá bamsaldri.
Hér hef ég aðeins getað stiklað á
stóm varðandi afskipti Halldórs B.
Hafliðasonar og fjölskyldu af Sund-
félaginu Ægi. En að lokum vil ég
kveðja góðan dreng og votta fjöl-
skyldunni í Álfheimum 68 samúð
og þakka velvild í garð Sundfélags-
ins Ægis. Hafið þökk fyrir.
F.h. stjómar Sundfélagsins
Ægis, Hreggviður Þor-
steinsson.