Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Fulltrúi fólksms — um-
boðsmaður Alþingis
eftir Gunnar G. Schram
Fyrir nokkrum dögum voru sam-
þykkt á þingi lög um umboðsmann
Alþingis. Að minni hyggju er hér
um óvenju merkt og mikilvægt mál
að ræða og mikið réttlætismál fyrir
alla þegna þessa lands. En hvert
verður hlutverk þessa umboðs-
manns?
Misrétti leiðrétt
Kjarni þess máls er sá að allir
þeir, sem telja sig rangindum beitta
á einhvern hátt af yfirvöldum lands-
ins, geta leitað til umboðsmannsins
til að fá leiðréttingu mála sinna.
Með þessu er öllum þeim sem telja
á hlut sinn gengið af stjórnvöldum
sköpuð ný leið til að ná fram rétti
sínum gagnvart þeim. Lítilmagninn
í þjóðfélaginu hefur hér eignast
nýjan og áhrifaríkan talsmann. Það
er mikil framför frá því sem verið
hefur. Þess vegna fela hin nýju lög
í sér gleðileg tíðindi fyrir alla þá
sem telja sig órétti beitta af fulltrú-
um kerfisins, eins og það er
stundum kallað.
Virkara lýðræði
Með því að samþykkja þessi lög
hefur því Alþingi stigið mikilvægt
spor í þá átt að efla lýðræði og
mannréttindi hér á landi. Nú hefur
að vísu enginn efast um það að við
islendingar búum í lýðræðisþjóð-
félagi. En spurningin er hve virkt
það lýðræði er þegar á reynir.
Allir þekkja af eigin reynslu eða
vina sinna og vandamanna dæmi
um að menn telja sig hlunnfarna í
viðskiptum sínum við ráðuneyti,
stjómvöld og opinbera starfsmenn.
Dæmin geta verið margs konar.
Mönnum er synjað um leyfi eða
atvinnuréttindi, ranglega að því er
þeir telja. Mönnum er vikið úr stöðu
án nægilegs tilefnis. Réttindi og
bætur t.d. úr almannatryggingum
fást ekki, þrátt fyrir að umsækj-
andi telji sig eiga fullan rétt á þeim.
Bréfum er ekki svarað af hálfu yfir-
valda, afgreiðsla mála tafín
mánuðum saman og mönnum ekki
heimilað að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Einn umsækj-
andi er ranglega tekinn fram fyrir
annan, að því er talið er. Dæmin
eru mýmörg af þessu tagi.
Opin leið án kostnaðar
Fram til þessa hafa menn orðið
að leita til dómstólanna til þess að
ná fram rétti sínum, ef þeir telja
sig hafa verið hlunnfarna í skiptum
sínum við ríkið eða sveitarfélög, og
leiðrétting fæst ekki. Það er dýr
leið sem oft tekur langan tíma.
Nú mun Alþingi kjósa umboðs-
mann í haust sem tekur til starfa
um áramót. Til hans geta menn þá
leitað með kvartanir sínar og kærur
og til þess hafa allir rétt sem telja
stjómvöld hafa beitt sig rangindum,
eins og það er orðað í lögunum.
Þá tekur umboðsmaðurinn kvörtun-
ina til meðferðar og kannar til hlítar
efni hennar og það hvort hún sé á
rökum reist. Við það verk sitt getur
hann krafið stjómvöld um allar þær
Gunnar G. Schram
„Lítilmag’ninn í þjóð-
félaginu hefur hér
eignast nýjan og áhrifa-
ríkan talsmann. Það er
mikil framför frá því
sem verið hefur. Þess
vegna fela hin nýju lög
í sér gleðileg tíðindi
fyrir alla þá sem telja
sig órétti beitta af full-
trúum kerfisins, eins og
það er stundum kallað.“
upplýsingar sem hann telur nauð-
synlegar og krafist afhendingar á
skýrslum, skjölum og bókum og
öðrum gögnum sem málið varða.
Einnig getur hann krafist þess að
dómari kveðji mann fyrir dóm til
þess að bera vitni um atvik sem
máli þykja skipta.
Ef umboðsmaður telur kvörtun-
ina á rökum reista gefur hann út
álit um það hvort athöfn stjórn-
valdsins, sem kært er yfír, bijóti í
bága við lög eða hvort annars hafi
verið brotið gegn góðum stjórn-
sýsluháttum. Telji haiin að um sé
að ræða brot í starfí af hálfu yfir-
valdsins eða embættismannsins,
sem varða viðurlögum, skal hann
gera yfirmönnum hans viðvart svo
gi-ipið verði til réttra ráðstafana.
Þá segir einnig í hinum nýju lög-
um að ef umboðsmaður verður
áskynja stórvægilegra mistaka eða
afbrota stjórnvalda geti hann gefið
Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra
skýrslu um málið.
Úrskurðinum er fylgt
í framkvæmd
Á þennan hátt munu allir þeir
sem til umboðsmannsins leita fá
mál sitt rannsakað og úrskurð kveð-
inn upp um það hvort þeir hafi
verið rangsleitni beittir, eða að ekki
hafi verið farið að lögum eða réttum
stjórnarháttum við afgreiðslu máls
þeirra. Þegar slíkur úrskurður um-
boðsmannsins liggur fyrir er það
hlutverk ráðherra eða annars yfir-
valds að bæta hér úr þannig að
kærandi nái fram fullum rétti
sínum, ef um það er að ræða.
Reynslan af embætti umboðs-
manns á hinum Norðurlöndunum
sýnir að fullt tillit er tekið til álits
hans og úrskurðar og það ranglæti
leiðrétt sem hann telur hafa átt sér
stað.
Við þetta má bæta að það er
ekki aðeins sá sem telur sig rang-
indum beittan, sem getur borið upp
kvörtun við umboðsmanninn. Aðrir,
sem þekkja dæmi um rangsleitni í
stjórnsýslunni, sem ekki beinist að
þeim sjálfum, geta einnig vakið
athygli umboðsmannsins á málinu
og tekur hann það þá einnig til
rannsóknar. Að eigin frumkvæði
getur umboðsmaðurinn einnig tekið
mál til rannsóknar sem hann fær
vitneskju um, t.d. í gegnum fjöl-
miðla, dagblöð og útvarp.
Frumkvæði þing'manna
Tveir áratugir eru nú liðnir frá
því þessu merka máli var fyrst
hreyft á Alþingi sem nú er loks
komið í heila höfn.
Á síðustu tveimur þingum hefi
ég ásamt nokkrum öðrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, þeim
Pétri Sigurðssyni, Friðrik Sophus-
syni og Ellert B. Schram, borið fram
frumvarp um umboðsmanninn.
Síðar í vetur var lagt fram stjórnar-
frumvarp um málið nánast sam-
hljóða þingmannafrumvarpinu og
ákvæði beggja samræmd í meðferð
þingsins. Þegar nýkjörið þing kem-
ur saman í haust mun eitt af fyrstu
verkum þess vera að kjósa umboðs-
mann fólksins i landinu.
Það er spá mín að störf hans
eigi eftir að verða til góðs í íslensku
þjóðlífi.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjáifstæðisfiokks fyrir Reykjanes-
kjördæmi.
Tvær hliðar
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
í íslenskri stjórnmálaumræðu
er mikið flaggað orðaleppum
eins og félagshyggju/fijáls-
hyggju. Reynt er að stilla þessum
tveimur hugtökum upp sem ósætt-
anlegum andstæðum. Ræður fé-
lagshyggjuforkólfanna einkennast
af frösum eins og: Það vantar
meira af þessu eða hinu, meiri
peninga, meiri þjónustu, fleiri ríkis-
stofnanir, hærri styrki.. .
Fijálshyggjutrúboð talar á öðr-
um nótum: Ríkið á að gera minna
af þessu eða hinu, minni ríkisaf-
skipti, minni opinbera þjónustu
o.s.frv.
Smám saman er fólk farið að
trúa því, að þetta séu ósættanlegar
andstæður. Samt er það á mis-
skilningi byggt. Hér er um að ræða
tvær hliðar á sama máli. Umræð-
an einkennist um of af fordómum
og frösum í stað hugsunar.
Tvær hliðar á
sama máli
Stjórnmálaágreiningur er í eðli
sínu ágreiningur um leiðir. Stjórn-
málaumræða byijar þegar við
lýsum því, hvemig við ætlum að
ná fram því góða sem við viljum.
Sérstaða okkar jafnaðarmanna í
íslenskum stjómmálum er sú, að
við viljum takmarka afskipti ríkis-
valdsins af atvinnulífinu (binda
þar enda á sólund og bruðl), ein-
mitt af því að við viljum að ríkis-
valdið einbeiti starfskröftum
sínum og fjármunum að velferðar-
málum fólksins. Þetta er kjarni
málsins.
Hlutverk ríkisins
Við viljum skilgreina hlutverk
ríkisins upp á nýtt. Við viljum að
ríkið takmarki afskipti sín af at-
vinnulífínu við það að móta stefnu,
setja almennar leikreglur og
skapa atvinnulífinu stöðugleika og
vaxtarskilyrði til framtíðar.
Félagsleg þjónusta, sem við vilj-
um bæta, verður ekki bætt á
næstu árum nema á grundvelli
öflugs atvinnulífs, sem heldur
uppi hagvexti, en greiðir líka sinn
hlut til sameiginlegra þarfa.
Þess vegna þurfum við öflugra
markaðskerfi, meiri samkeppni,
minni ríkisíhlutun, minni einok-
un í atvinnulífínu. Af því að aukin
samkeppni örvar framleiðsluna,
lækkar verðið. og er forsenda
bættra lífskjara.
Þetta á ekkert skylt við fijáls-
hyggju. Þetta er þvert á móti
kjarninn í nútímalegri jafnaðar-
stefnu. Öflugt markaðskerfí, sem
lýtur félagslegri stjóm, er forsenda
velferðar. Þetta eru tvær hliðar
á sama máli.
Vinstrimenn eru allir sammála
um markmiðin, það góða sem við
viljum gera. Það er ágreiningur
um leiðirnar. Hægrimenn leggja
áherslu á fijálst framtak í at-
vinnulífínu.
En það fijálsa framtak má aldrei
verða að forréttindum í skjóli
ríkisvalds, eða snúast upp í ein-
okun. Og atvinnulífið verður að
skila sínum hlut til samneyslunn-
ar. Þetta eru grundvallaratriði.
Sérstaða
Alþýðuflokksins
Rikisstjórn sem Alþýðuflokk-
urinn á aðild að mun því taka upp
gerbreytta stefnu í hagstjórn,
atvinnulífi og félagsmálum. Það
verður ábyrg stjórn — í anda jafn-
réttis.
á sama máh
Jón Baldvin Hannibalsson
„Við j af naðarmenn
leggjum þunga áherslu
á sameiginlegan lífeyr-
issjóð fyrir alla lands-
menn og samræmd
lífeyrisréttindi. Við viljum
að lífeyrissjóðurinn verði
deildaskiptur eftir
landshlutum, að stjórn
fjármagns og ávöxtun
verði heima í héraði.“
Hvernig viljum við
leysa málin?
1. Rikisbúskapurinn:
Við leggjum fram tillögur um
heildarendurskoðun á ónýtu skatta-
kei’fí. Tillögur um staðgreiðslu
skatta varða aðeins innheimtufyrir-
komulag á sköttum launafólks.
Þær eru til bóta, svo langt sem þær
ná. En iaunamenn hafa alltaf stað-
greitt sína skatta. Aðalatriði er
að uppræta skattsvikin, það er
grundvallaratriði að menn séu jafn-
ir fyrir lögum.
Þiggja fyrirtæki og atvinnurek-
endur kannski ekki þjónustu frá
ríkinu? Reyndar. U.þ.b. þriðjungur
ríkisútgjalda, sem launþegar standa
undir, rennur til atvinnuvega og
fyrirtækja, ýmist í formi ókeypis
þjónustu eða í formi beinna fjár-
framlaga, sem við kennum við
niðurgreiðslur, millifærslur og
styrki af ýmsu tagi. Þetta þýðir að
fyrir milligöngu ríkisins eru færðar
til tekjur frá launþegum til hinna
efnameiri í þjóðfélaginu, þetta á
ekki að vera hlutverk ríkisvaldsins.
2. En hvað með ríkisútgjöldin?
Við viljum fækka útgjaldaliðum
fjárlaga; við munum bregða skurð-
arhnífnum á „velferðarkerfi
fyrirtækjanna", sem tekur í sinn
hlut allt að 1/3 ríkisútgjalda. Dæmi:
Við viljum að atvinnuvegir yfir-
taki stofnanir, sem nú eru haldið
uppi af ríkinu og er eingöngu í
þeirra þjónustu.
Við viljum gera rannsóknarstofn-
anir að sjálfseignarstofnunum
og gera þeim skylt að selja sér-
fræðiþekkingu sína og þjónustu
á framleiðslukostnaðarverði.
Við viljum að ríkið hætti að sól-
unda peningum skattborgara í
óverjandi hallarekstur í ijölda
fyrirtækja, sem væru betur rekin
af öðrum.
Við viljum draga úr styrkjum,
niðurgreiðslum, uppbótum og
millifærslum á kostnað skatt-
borgara til atvinnuvega og at-
vinnurekenda.
Þetta viljum við gera vegna þess
að við viljum veija þessum fjármun-
um betur í velferðarkerfi fólks-
ins.
Þessum róttæku kerfisbreyt-
ingum á ríkisbúskapnum viljum við
fylgja fram í áföngum samkvæmt
áætlun á kjörtímabili.
3. Við boðum nýja atvinnustefnu.
Hlutverk ríkisins er að tryggja
atvinnulífinu stöðugleika og festu
og almenn vaxtarskilyrði: Stöðugt
gengi, greiðan aðgang að lánsfé,
örvun við nýjungar, markaðsátak
og sölumennsku. Það á að móta
atvinnulífinu starfsumhverfí, setja
almennar leikreglur, koma í veg
fyrir einokunarverðmyndun, örva
samkeppni, framfarir.
Við viljum þess vegna meiri
markaðsbúskap, minni ríkisfor-
sjá í atvinnulífí. Nokkur dæmi:
Við viljum sveigjanlegt veiði-
leyfakerfi í útgerð, í stað kvóta
á hvert skip.
Við viljum frjálst fiskverð og
fiskmarkaði, staðbundna eða
fjarskiptamarkaði.
Með viðskiptasamningum við önn-
ur ríki á að tryggja háþróaðri
fiskréttaframleiðslu, greiðan
aðgang að mörkuðum og leysa
þannigkreppu frystiiðnaðarins.
Við viljum svæðaskipulag í land-
búnaðarframleiðslu, í stað
kvóta á hvert býli.
Við viljum fárstuðning til vöru-
þróunar og sölu afurða, en ekki
til framleiðsluaukningar.
Við viljum beita okkur fyrir
langtímaáætlun, gróðurvernd
og landgræðslu og skapa við það
ný störf.
Við viljum afnám ríkistryggðrar
einokunar á vinnslu og sölu land-
búnaðarafurða.
Við viljum frjálsa útflutnings-
verslun.
Við viljum rannsóknir í þágu
nýrra hátæknigreina og stuðn-
ing við smáfyrirtæki.
Þetta eru róttækar kerfisbreyt-
ingar, ekki nöldur um meira af
þessu eða hinu í óbreyttu kerfi.
Þetta viljum við gera fyrst og
fremst til þess að treysta undir-
stöður velferðarríkisins á íslandi,
sem er meginmarkmiðið með
pólitísku starfi jafnaðarmanna.