Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 j Ast er ... M1 ... hin rétta efna- ' hlanda. TM Reg U.S. Pat. Ott.-ali r»gh'.s reserve<í © I986 los Anoetes Times Synlicate Halló. — Þú þarna bakvið glug'g-atjöldin, tannlæknir- inn cr tilbúinn! HÖGNI HREKKVlSI UL 3 \J i m y& ,í 7 //VA! ita e-s. ♦-*«. / j j.V" m ( j ii" igU Ws z-« í 'A JÍoANIKHAK Oo SK JlPASKÉFIN.'’ Ömmu mislikar vopnaskak i sjónvarpinu og hvetur fréttamenn til þess að reyna í auknu mæli að draga jákvæðar fréttir fram í dags- ljósið. Starfsmaður ríkis- sjónvarpsins miðaði á landsmenn Af hverju ertu ekki í bílbelti mamma? Ég get ekki orða bundist leng- ur vegna háværra radda gegn bílbeltum og sektum. Vona ég að svo sannarlega að það komist í gegn hjá háttvirtum alþingis- mönnum að beita sektum, vegna þess að það er það eina sem dug- ir til þess að fólk fari að nota belti almennt. Ég á lítin 6 ára strák sem sest aldrei upp í bílinn án þess að spenna beltin og er að sjálfsögðu alltaf í aftursætinu. Þó að lítill sé veit hann að ef við lendum í árekstri er hætta á ferð- um ef beltin hanga ónotuð. Um daginn skruppum við stutta vegalengd, ég setti ekki á mig beltið, þá heyrðist í þeim stutta: Mamma, af hveiju ertu ekki með bílbelti? Ef einhver keyr- ir á okkur þá getur þú dáið og þá á ég enga mömmu. Hvar get ég þá verið? Ég var gjörsamlega orðlaus. Ilvað á maður að segja þegar barnið manns spyr svona? En eitt er víst að þetta er meira en marg- ur fullorðin hefði hugsað útí. Hér eftir keyri ég ekki einn einasta meter án þess að spenna á mig beltið! Hvers vegna heyrist aldrei í ykkur sem hafið bjargast, jafnvel frá dauða, af því að þið hafið verið í belti? Oft hef ég heyrt að fólk spenni eingöngu beltin þegar keyrt er úti á landi en ekki í inn- anbæjarakstri. Ég tel belti ekki síður nauðsynleg í bæjarsnatti, því það er einmitt í bæjarakstri sem aðallega eru beinar ákeyrslur og í þeim tilvikum eru beltin lífsnauðsynleg. Sektum þá sem ekki nota belti. Starfsfólki Umferðarráðs, lög- reglu, tryggingarfélögum svo og öðrum sem að umferðarmáhim starfa sendi ég baráttukveðjur. Takk fyrir, Hafnfirðingur Oft gengur ríkissjónvarj)ið fram af mér með smekkleysu og ómerki- legu vali á efni til sýningar á skjánum, en ekki hef ég fyrr orðið vitni að svo siðlausri hegðan ein- staks starfsmanns sjónvarpsins og ég varð 4. mars sl. er starfsmaður- inn í fréttatíma notaði skjáinn til að beina byssu inn á heimili iands- manna. Tel ég þetta háttalag fréttamannsins bæði óviðeigandi og viðbjóðslegt. Eða er kannski ekki nógu óhugn- anlegt að vita af því að óvandað fólk reynir að smygla skotvopnum, sem e.t.v. hefur átt að nota til of- bcldisverka, inn í landið? Eða eru ekki bæði fréttir og margskonar afþreyingarefni sem biitist í sjón- varpinu alla daga ágætis kennsla í ofbeldi? ()g því skyldu unglingar sem alist hafa upp við þessa of- beldismötun sjónvarjisins á liðnum árum ekki tileinka scr það líf eða lífsstíl sem þar hefur komið fram? Svo oft er hægt að sýna sálum í mótun það sem neikvætt er að sið- ferðiskenndin sljóvgast. Við vitum öll að síðan landsmenn fengu sjónvarp að þá cru undan- tekningarlaust „bang-bang“ þau orð sem litlir drengir læra að segja fyrst og mæður beijast (vonlítilli baráttu) við að innræta þeim að miða þó aldrei beint á fólk. Að lokum; tilmæli til fjölmiðla- fréttamanna: Reynið í auknu mæli að draga jákvæðar fréttir fram í dagsljósið. Góðar fréttir eru líka fréttir. Amma Eru mann- ré,ttindi virt á Islandi? Þegar við viljum fá kynferðisaf- brotamenn dæmda ættum við að líta okkur nær því dómskei-fið virð- ist bjóða upp á þennan viðbjóð. Við höfum skrifað undir mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna en búum við staðnað framsóknar- dómskerfi. Ég tel álíka heimskulegt að út- skrifa laganema úr Háskóla Islands eins og að kenna verkfræði úr 60 ára gömlum stærðfræðibókum. Því skora ég á fólk að skrifa til Am- nesty International og fá það á hreint hvoit mannréttindi séu virt á íslandi. Jónas Gunnarsson Af þessum útlistunum má ráða, að fyrir okkur hina venjulegu menn verði til lítils áð sitja sveittir yfír atkvæðatölum á kosninganóttina, okkur sé fyrir- munað að geta reiknað rétt með þessar t.ölur í höndunum. Þeim mun meira reynir líklega á reikni- meistara ljósvakamiðlanna og tölvur þeirra, sem hægt er að kenna að reikna rétt, þótt formúl- an sé flókin. Fijálsræði í útvarps- og sjón- varpsrekstri á eftir að setja verulegan svip á kosningabarátt- una að þessu sinni. Pólitískar auglýsingar í blöðum eru orðnar fastur þáttur í kosningaslag hér á landi. Síðustu dagana fyrir kosn- ingarnar verður hins vegar lítið um dagblöð vegna páskanna. Frá og með morgundeginum eiga eftir að koma út 29 tölublöð af Morg- unblaðinu fram til 25. apríl. Skírdagur er 16. apríl og frá þeim degi til 22. apríl verður hlé á blað- aútgáfu, Morgunblaðið kemur út 22., 23. og 25. apríl, en 23. er sumardagurinn fyrsti og ekkert blað kemur út daginn eftir hann. Víkverji Fyrir þá, sem haldnir eru þeirri áráttu að stunda morgunsund og sækjast eftir því að fara í lau- garnar, þegar þær eru opnaðar klukkan sjö, er það sérstakt fagn- aðarefni þessa dagana, að birting er nú fyrir kiukkan sjö í Reykjavík. Samkvæmt almanki Þjóðvinafélagsins er birting klukkan 6.50 í dag, 18. mars, og sólin rís klukkan 7.37. Nú birtir því álíka snemma og á fyrstu dögum októbermánaðar. I dag er sólarlag klukkan 19.36 og myrkur klukkan 20.24. Blessuð sólin er þannig á lofti hálfan sólarhringin um þessar mundir og birtan að ná yfirhöndinni yfir myrkrinu í ríki náttúrunnar. xxx Alþingi er að ljúka störfum og senn dregur að kosningum. Töluverðar umræður hafa orðið um framkvæmdahlið kosning- anna; bæði valið á kjördegi, 25. apríl, og hin nýju kosningalög. Sumir segja, að reglurnar urn það, hvernig með atkvæði okkar skrifar skuli farið, cftir að við höfum sett það í kjörkassana, séu svo flókn- ar, að um hreinan óskapnað sé að ræða. Víkveiji er ekki í aðstöðu til að dæma um það. Hitt er Ijóst, að alltof flóknar talningareglur, sem byggjast á ósamrímalegum óskum einstakra þingmanna og þingflokka og stangast á við heil- brigða skynsemi, eru ekki til þess fallnar að efla trúnaðartraust milli stjórnmálamanna og umbjóðenda þeirra. I umræðum á Alþingi nú á dög- unum komst Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandaiagsins, þannig að orði um hinar nýju út- reikningsreglur, að það sé „alveg útilokað fyrir hinn venjulega mann að reikna út hver úrslit hafa orðið í hveiju kjördæmi fyrir sig. Nógu erfitt var það nú áður. En ég held að þessi nýja útreikn- ingsregla, sem felur í sér að stöðugt þarf að reikna upp tölurn- ar í viðkomandi kjördæmi, geri útslagið með að það er vonlaust fyrir hinn venjulega mann að botna nokkuð í þessari úthlutun- araðferð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.