Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
23
Undirbúningur fjarkennslu hafin:
Skólar og atvinnulíf sam-
einist um fjarkennslu
- segir Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra
Morgunblaðið/Þorkell
Frá blaðamannafundi menntamálaráðherra. Frá vinstri: Jón Torfi
Jónasson dósent, Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri, Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra, Gunnar G. Schram formaður
fjarkennslunefndar og Reynir Kristinsson aðstoðarmaður ráðherra
Menntamálaráðherra mun á
næstunni skipa þriggja manna
nefnd til að hefja undirbúning
fjarkennslu hér á landi. Nefnd,
sem ráðherra skipaði fyrir rúmu
ári til að kanna hvort hagkvæmt
sé að hefja hér fjarkennslu, hef-
ur skilað skýrslu. Fyrirmyndin
af fjarkennslu er sótt til Bret-
lands, þar sem svokallaður opinn
háskóli hefur verið við lýði um
nokkurt skeið. Nefndin telur það
einnig mikið og brýnt réttlætis-
mál að veita þeim sem búa utan
Reykjavíkur sem best tækifæri
til þess að leggja stund á það nám
sem þeir óska.
Nefndin kannaði sérstaklega á
hvaða sviðum fjarkennsla væri
tímabær og æskileg og var hún
sammála um að fyrst skyldi heíjast
handa við móðurmálskennslu,
tölvufræðslu, vinnslu og meðferð
sjávarafla og við endurmenntun
fyrir grunn- og framhaldsskóla-
kennara og réttindanám kennara í
samvinnu við Háskóla íslands og
Kennaraháskólann. Á fjárlögum
hefur verið veitt til fjarkennslunnar
1.075.000 krónum, en ráðuneytið
sendi beiðni um tíu millj. kr.
Með fjarkennslu er átt við það
að nemandi geti stundað nám að
mestu fjarri skóla, ráðið námshraða
og náð jafn góðum árangri og væri
hann í skóla. Reynsla frá öðrum
löndum sýnir að þetta er vel fram-
kvæmanlegt, en námsgögn verða
að vera ítarlegri en almennt gerist
í skólastarfi. Nemendur verða einn-
ig að eiga greiðan aðgang að
leiðsögn þurfi þeir á henni að halda.
Menntamálaráðherra sagði á
blaðamannafundi í gær að fjar-
kennsla væri mikið byggðamál og
gerði mönnum kleift að stunda
námið heima hjá sér. Þar með væri
háskóli á Akureyri ekki úr sögunni
heldur gæti þar verið ákveðin
kennslumiðstöð fyrir fólk af Norð-
urlandi. Nútíma fjölmiðlatækni yrði
notuð til að koma þekkingu til fólks
og verður fjarkennslan í samráði
og samvinnu skóla og atvinnulífs.
í ráði er að bjóða upp á fjarkennslu-
nám til prófs og einnig nám sem
ekki miðaði að prófum.
Vísir að fjarkennslu hefur verið
í HÍ í vetur, hluti af réttindanámi
kennara. Jón Torfi Jónasson dósent
hefur haft það með höndum. Nefnd-
in telur æskilegt að sem fyrst verði
hafist handa um fjarkennslu í öld-
ungadeild einhvers framhaldsskól-
anna í dreifbýlinu svo reynsla fáist
af hve vel slíkar kennsluaðferðir
henta í slíku námi. Nefndin álítur
að leggja beri áherslu á gerð vand-
aðs kennsluefnis. Það efni yrði að
meginhluta tii sent í prentuðu formi
til nemenda, en einnig verði notast
við hljóðsnældur og útsendingu
myndefnis á snældum, meðal ann-
ars í sjónvarpi.
Nefndin vill forðast að gera
fræðslukerfíð enn flóknara og ljóst
er að mörg þeirra viðfangsefna sem
til greina koma heyra undir stofn-
anir sem fyrir eru. Ef þau væru
falin sérstakri stofnun leiddi það til
óeðlilegrar skörunar og tvítekning-
ar. Hinsvegar telur nefndin það
mjög mikilvægt á þessu stigi máls-
ins að einhver aðili hafi þá ábyrgð
að ýta undir fjarkennslu hvarvetna
þar sem hún gæti nýst vel og sá
hinn sami hafi aðstöðu til þess að
fylgja málinu eftir.
Morgunblaoið/fciinar fc alur
Margt var skrafað og skeggrætt á sjötugsafmæli Tímans. Frá vinstri: Ingólfur Margeirsson, rit-
stjóri Alþýðublaðsins, Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Kári Jónasson, fréttastjóri útvarps-
ins, Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Tímans, og Halldór E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra.
Tímimi70ára
DAGBLAÐIÐ Tíminn átti 70
ára afmæli í gær og var af því
tilefni opið hús á ritstjórnar-
skrifstofum blaðsins í Síðumúla
15 í Reylqavík þar sem tekið
var á móti gestum.
Fyrsta tölublað Tímans kom
út 17. mars 1917 og var blaðið
gefið út í tengslum við Framsókn-
arflokkinn sem stofnaður var árið
áður. Fyrsti ritstjóri var Guð-
brandur Magnússon og hann var
einnig í fyrstu stjórn blaðsins
ásamt Jónasi Jónssyni og Hall-
grími Kristinssyni.
Tíminn var vikublað fyrstu ára-
tugina en árið 1938 var útgáfan
aukin í þrjú blöð á viku. Árið
1947 var Tímanum síðan breytt
í dagblað. Árið 1984 var stofnað
sérstakt félag til að gefa blaðið
út, og um leið var nafni þess
breytt í NT, en í ársbyrjun var
nafni blaðsins breytt aftur í
Tíminn og Framsóknarflokkurinn
tók aftur við útgáfunni.
Sextán ritstjórar hafa starfað
við blaðið og átti Þórarinn Þórar-
innsson þar lengstan starfsaldur
eða frá 1938 til 1985. Núverandi
ritstjóri er Níels Ámi Lund. í
stjóm blaðsins sitja Kristinn Finn-
bogason formaður en hann er
jafnframt framkvæmdastjóri
blaðsins, Páll Pétursson alþingis-
maður, Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi, Alfreð Þorsteins-
son framkvæmdastjóri, Guð-
mundur Bjamason alþingismaður,
Jón Kristjánsson alþingismaður
og Hallur Magnússon nemi.
Besíu þakkir til ykkar, sem glödduö mig á 60
ára afmceli minu 11. mars sl. meÖ góÖum
óskum, hlýjum kveöjum, gjöfum og hugljúfri
tónlist. LifiÖ heil.
Árni Gunnlaugsson.
Viljum þakka öllum sem glöddu okkur meÖ
heimsóknum og skeytum á gullbrúÖkaupsdegi
okkar þann 14. mars sl.
Sigurþór Sæmundsson,
Ásta Laufey Gunnarsdóttir.
Hefur þú látið útbúa auglýsingu
fyrir viðskipti páskanna?
nuoLYsinonöŒ) 075154
Ódýr, snögg þjónusta
AÐALUMBOÐIÐ HF.
SÍMI 621738
Til sölu nýinnfluttur Ford Econoliner ár-
gerð 1983 með original 6,9 I vél og
sjálfskiptingu.
Blaðburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Þingholtsstræti o.fl.
Sóleyjargata
Laufásvegur 2-57
Hverfisgata 4-62
o.fl.
Laugavegur32-80
o.fl.
Grettisgata 37-63
Vitastígur
Ptiílfi0íWttl>fe^Iíb
Metsölublad á hverjum degi!