Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Afmæliskveðja: Stefán Stefáns- son í Suðurvík í dag verður einn ágætur Skaft- fellingur 90 ára. Hann heitir Stefán og er Stefánsson. Heimili hans hefur verið nú um langan tíma í Vík í Mýrdal, nánar tiltekið í Suðurvík, því stóra rausnarheimili, sem eitt sinn var setið með fádæma höfðings- skap af Halldóri Jónssyni stórkaup- manni ásamt hans skylduliði, sem einatt f hans tíð hýsti um tvo tugi heimilisvina á öllum aldri, frá koma- bömum og til heillrar aldar ævidags. Fullyrða má, að í umsjá þessa stór- brotna héraðshöfðingja var aldrei gerður munur á ríkum og fátækum innan hans heimilisveggja og vel er munað enn í dag er varðar mat og drykk, hvað allir voru þar hafðir jafnir við matborðið er þetta varð- aði. Þetta heimili var eins konar paradís í samfélagi skaftfellskra þegna, sem allir lofuðu og virtu af hjartans einlægni. Nú í dag, eftir hálfrar aldar dánardægurs Halldórs Jónssonar stórkaupmanns og dannebrogsmanns í Suðurvík, er þetta virðulega hús að ytra útliti eins og það var þá. Hann var fluttur þaðan andvana í febrúar 1926 en sá er munurinn að þetta höfðingja- setur skýlir ekki tveim tugum einstaklinga heldur aðeins einum heimilisvin og hver hefði trúað því í þá daga að svona yrði þetta 1987; mér er næst að halda, ekki nokkur mannleg vera, svo óraunhæft var það er hinn stórbrotni bændahöfð- ingi sat staðinn og var fremstur allra þálifandi Skaftfellinga í raun og reynd. Þessi heimilisþegn, sem nú gistir einn á Suðurvík í Mýrdal, er Stefán Stefánsson Álftveringur að uppmna og í ættir fram. Hann er fæddur samkvæmt ritinu „Ættir Skaftfell- inga“ 18. mars 1897 í Hraungerði í Álftaveri. Foreldrar hans vom Stef- án Jónsson, fæddur 1861, og Guðlaug Einarsdóttir, fædd 1874. Stefán Stefánsson var í Hraun- gerði með foreldrum sínum til ársins 1906 en þá deyr faðir hans. Eftir það er Stefán hjá móður sinni og stjúpa, Helga Brynjólfssyni, sem hófu búskap í Holti í sömu sveit og þar elst hann upp til 1919 en flytur þá til Víkur ásamt móður sinni og er þar til heimilis ásamt stjúpa og móður til ársins 1950. Eftir það er Stefán engum háður og ræður sig til ýmiss konar starfa á nokkmm heimilum í Álftavershreppi en lög- heimili hans mun hafa verið alla tíð í Vík í Mýrdal þótt hann dveldi langtímum saman á öðmm stöðum. Þetta, sem ég hef skráð, er aðeins ramminn er varðar lífsskeið Stefáns Stefánssonar í Suðurvík. Á lífsfleti Stefáns em margir flet- ir sem gefa okkur samferðamönnum hans þægilega birtu og sterka þrá til endurlífs liðinna ára. Stefán er mikið fyrir tónlist af ýmsu tagi. Hann kann ógrynni af sönglögum og ljóðum sem falla þar undir. Eg man er ég var að alast upp hjá foreldmm mínum í Jórvík að Stefán var þar tíður gestur á heimilinu. Þá söng hann langar þul- ur sem hann hafði lært og tilheyrðu að efni til síldarútveginum á Siglu- firði og vitanlega söng hann fjöl- margt annað sem gaman var að. Hann var í raun og vem gaman- vísnasöngvari, sem allir höfðu yndi af að hlusta á. Og svo spilaði Stefán á harmóniku, einfalda, tvöfalda og þrefalda. í þeim leik var Stefán sannkallaður töframaður svo vel fórst honum það. Ef efnt var til samkvæmis í samkomuhúsunum í Álftaveri eða Skaftártungu var Stef- án ávallt talinn ómissandi gestur með nikkuna til að spila fyrir dansin- um og jafnvel til að leiða einraddað- an söng svona inn á milli. Það var ekki ósjaldan sem sást til ferða Stef- áns á milli sveita með hljóðfærið sitt á bakinu og þá vissu allir hvert erindið var, að sjálfsögðu til sam- komuhúsanna og það ferðalag var ekkert smáræði. Það var að þenja harmónikuna svo að segja stanslaust frá kvöldi til næsta morguns og fá að launum aðeins kaffisopa og með- læti. Á þennan máta lifði Stefán lífinu árum saman í Skaftafellssýslu og fyrir hönd sýslunganna segi ég kærar þakkir fyrir. Stefán er glaðsinna að eðlisfari og segir marga brandara. Það leiðist engum í návist Stefáns Stefánssonar í Suðurvík. Hann er heilsugóður og ber aldur sinn vel og aldrei skortir meðal vina gamansemina og spaugið en ávallt er það flutt þannig að eng- inn þarf að fara af þeim fundi særður í hjarta. Að lokum þetta. Innilega til ham- ingju með stórafmælið þitt, Stefán frændi Stefánsson, Suðurvík í Mýr- dal, Vestur-Skaftafellssýslu. - raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir febrúarmánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. apríl. Fjármálaráðuneytið, 16. mars 1987. Frá sjávarútvegsráðuneytinu Um grásleppuveiðar 1987 Ráðuneytið vekur athygli á, að grásleppu- veiðar eru ekki háðar veiðileyfum. Eftir sem áður er gildandi reglugerð um veið- arnar og eru veiðireglur þær sömu og árið 1986. Ráðuneytið leggur áherslu á að veiðiskýrslur berist Fiskifélagi íslands. Mun skráðum grá- sleppuveiðimönnum send skýrslueyðublöð ásamt reglugerð. Nýjum aðilum og þeim sem ekki fá send slík eyðublöð er bent á að snúa sér til trúnaðarmanna Fiskifélags íslands. Sjávarútvegsráðuneytið. Fiskiskip 186 rúmlesta fiskiskip til sölu. Nýyfirbyggt og uppgert. Nánari upplýsingar í síma 28527. Toyota Crown diesel árgerð1980 Mjög fallegur vagn með ökumæli og ný upp- tekinni vél, skoðaður 1987. Til sýnis og sölu á Háteigsvegi 52. IJpplýsingar í síma 681156. Útboð Tilboð óskast í viðhald utanhúss á húsi Rann- sóknastofnana sjávarútvegsins á Skúlagötu 4. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Óðinstorgi, Óðinsgötu 7, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. mars kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Hafnarfjarðarbær — malbikun Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í eftirfarandi malbiksvinnu sumarið 1987: Verkhluti 1. Nýlagnir, malbikun gatna og göngustíga. Verkhluti 2: Yfirlagnir, viðhald á slitlögum gatna. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfærðings, Strandgötu 6, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 24. mars kl. 11.00. Bæiarverkfræöinaur. Minningarkort Barnaspítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versluninni Geysi, versluninni Ellingsen, bókabúð Snæbjarnar, Landspítalanum, geð- deildinni Dalbraut, bókabúðinni Bók, Bók- hlöðunni Glæsibæ, bókaútgáfunni Iðunni, Kirkjuhúsinu, bókabúð Olivers Steins og í flestum apótekum í borginni. Hringurinn. Mosfellssveit — 667511 Kosningaskrlfstofan er í JC-salnum í Þverholti. Opiö fyrst um sinn frá 17.00-19.00, sími 667511. Heitt á könnunni. Skrifstofustjóri. Seltirningar Kosningaskrifstofa sjálfstaeðisfélaganna á Seltjarnarnesi, Austur- strönd 3 er opin daglega frá kl. 16.30-19.30. Vinsamlegast tilkynniö fjarvistir á kjördag. liriMDAUUR ( F • U • S Stjórnin. Ráðstefna um námslán Fimmtudaginn 19. mars gengst Heimdallur FUS fyrir ráðstefnu um námslán og málefni lánasjóðsins. Framsöguerindi flytja Eyjólfur Sveinsson formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands.Árdís Þóröardótt- ir formaður stjórnar lánasjóðsins og Steingrímur Ari Arason hag- fræðingur. Aö loknum framsöguerindum verða pallborðsumraeður og fyrirspurnir. Ráðstefnan er haldin i neðri deild Valhallar. Allir velkomnir. Heimdallur. Fundarboð — Hafnarfjörður Stjórn fulltrúaráös sjálfstæðisfólaganna í Hafnarfirði boðar til fundar í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 19. mars nk. 20.30. Fundarefni: Eftir landsfund, kosningabaráttan framundan. Ræðumenn: Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra, Guðmundur Magnússon skrifstofumaöur. Fjölmennið til virkrar þátttöku í kosningastarfinu Á róttri leið. Kópavogur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi er í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1.—3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá 9.00-19.00. Simsvari er opin allan sólahringinn, simi 40708. Kosningasimar 44017 og 44018. Sjálfboðaliðar óskast. Hafiö samband við skrifstofuna. Sjálfstæðisflokkurinn. Reykjaneskjördæmi Kosningaskrifstofa kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi er i Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði. Fyrst um sinn er skrifstofan opin kl. 17.00 til 19.00 mánudaga til föstudaga og kl. 10.00 til 12.00 laugardaga. Sími 91-651055. Stjórn kjördæmisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.