Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
64. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
REIÐUBUNIR TIL BARDAGA
Drengir þessir eru liðsmenn í samtökum, sem
nefnast Tadtad og berjast gegn skæruliðum
kommúnista á Filippseyjum. Myndin var tekin í
gær í afskekktu þorpi í Davao del Sur-héraði.
Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hvatti til
þess á mánudag að samtök borgara, sem barist
hafa við hlið hersins gegn skæruliðum, yrðu
þegar í stað leyst upp. Fidel Ramos, yfirmaður
herafla Filippseyja, ráðlagði forsetanum að
heimila hersveitum þessum að starfa þar til
skæruliðar legðu niður vopn. í gær tilkynnti
Aquino að sérstök áætlun yrði gerð um að leggja
borgaralegar hersveitir niður.
Fjárlagafrumvarp bresku ríkisstj órnarinnar:
Verkföll í Júgóslavíu:
Valdhafar harð-
lega gagnrýndir
Beigrad, AP, Reuter.
EMBÆTTISMENN í kommúnistaflokki Króatíu hafa gagnrýnt júgó-
slavneska ráðamenn, einkum forsætisráðherra landsins, fyrir að hafa
gripið til „frystingar“ launa. Janko
að stjórnvöld hygðust ekki hverfa
Rúmlega 11.000 júgóslavneskir
verkamenn hafa tekið þátt í skyndi-
verkföllum frá því stöðvun launa-
hækkana var leidd í lög þann 27.
fyrra mánaðar.
Launastöðvunin er liður í baráttu
stjórnvalda gegn verðbólgu, sem er
tæp 100 prósent. Laun verða „fryst“
og miðuð við framleiðni fyrirtækja.
Talsmenn verkamanna í Króatíu
segja að aðgerðir þessar þýði í raun
helmingslækkun launa. I gær birti
júgóslavneskt dagblað viðtal við
verkalýðsleiðtoga einn, sem sagði
að svo virtist sem fáeinir embættis-
menn hefðu tekið ákvörðun þessa
Obocki atvinnumálaráðherra sagði
frá þessari ákvörðun.
án þess að leiða hugann að hvetjar
afleiðingarnar yrðu.
Tanjug, hin opinbera fréttastofa
Júgóslavíu, skýrði frá ályktun mið-
nefndar kommúnistaflokksins í
Króatíu, þar sem stjórnvöld eru gerð
ábyrg fyrir verkföllunum. Sagði
einnig í tilkynningu fréttastofunnar
að verkamenn hefðu lagt niður störf
í velflestum landshlutum í síðustu
viku. Þá skýrðu fjölmiðlar frá því
að búast megi við frekari skæruverk-
föllum um næstu mánaðamót þegar
áhrifa aðgerðanna tekur að gæta í
lýðveldinu Serbíu.
Níu sovéskir and-
ófsmenn látnir laus-
ir úr vinnubúðum
Lækkun skatta bend-
ir til sumarkosninga
Vextir lækka síðar í vikunni
London, Reuter, AP.
NIGEL Lawson fjármálaráðherra
lagði í gær fram fjárlagafrum-
varp bresku ríkisstjórnarinnar
fyrir næsta ár. Talið er að frum-
varpið muni mælast vel fyrír þar
eð tekjuskattur verður lækkaður
um tvö prósent og vextir munu
lækka. Breskir stjórnmálaskýr-
endur kváðust í gær telja að
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra myndi boða til kosninga á
þessu árí, jafnvel í júnímánuði.
Samkvæmt frumvarpinu verður
tekjuskattur í lægsta þrepi lækkaður
um tvö prósentustig og verður fram-
vegis 27 prósent. í umræðum á þingi
benti Lawson á að tekjuskattur hefði
verið lækkaður um átta prósent frá
því Thatcher komst til valda árið
1979. Thatcher hefur heitið að lækka
tekjuskatt enn frekar tryggi kjósend-
ur henni brautargengi í næstu
þingkosningum, sem almennt er talið
að boðað verði til á þessu ári.
Dregið verður verulega úr lántök-
um hins opinbera og munu þær alls
nema fjórum milljörðum punda (um
240 millj. ísl. kr.) á Ijárlagaárinu. Á
síðasta ári tók ríkissjóður sjö millj-
arða punda að láni. Forsenda þessar-
ar lækkunar er óvenju góð staða
ríkissjóðs. Tekjur hafa farið verulega
fram úr áætlun vegna aukinnar
neyslu almennings, oliuverðslækkun-
ar og sölu á ríkisfyrirtækjum. Dregið
verður úr skattlagningu fyrirtækja,
skattleysismörk erfðaskatts hækkuð
og bresk olíufyrirtæki munu fá frá-
drátt vegna kostnaðar við rannsókn-
ir.
Búist er við að grunnvextir verði
lækkaðir um eitt prósentustig strax
í þessari viku svo og vextir á lánum
til húsnæðiskaupa. Neil Kinnock,
leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði
í gær að tilgangur frumvarpsins
væri eingöngu sá að auka vinsældir
stjórnarinnar en ekki að taka á
stærsta vanda þjóðarinnar, sem væri
misskipting auðs og atvinnuleysi.
Moskvu, AP.
NIU andófsmenn hafa verið látn-
ir lausir úr vinnubúðum og leyft
að snúa aftur til Moskvu, að sögn
Yelenu Bonner, eiginkonu Andr-
eis Sakharov.
Bonner sagði vestrænum frétta-
mönnum á mánudagskvöld, að
fimm andófsmönnum hefði verið
sleppt í síðustu viku og þremur til
viðbótar á mánudagsmorgun. í gær
sagði hún að hinum níunda, Sergei
Khodorovich að nafni, hefði verið
sleppt og myndi hann snúa til
Moskvu í dag, miðvikudag.
Meðal þeirra, sem sleppt var í
síðustu viku, voru Ivan Kovalyou
og Tanya Osipov, en þau hjónin
voru dæmd fyrir undirróðursstarf-
semi. Að sögn Yelenu Bonner var
þeim tjáð, að þau mættu flytjast
úr landi.
Bonner sagði, að Galinu Barats,
Alexei Smirnov og Mikhail Rifkin,
sem einnig afplánuðu dóma fyrir
undin-óðursstarfsemi, hefði verið
slegpt á mánudag.
Á áttunda áratugnum var Rifkin
ákærður fyrir leynilega útgáfu-
starfsemi og Smirnov fyrir að gefa
út fréttabréf um málefni andófs-
manna.
Yelena Bonner og Andrei Sakh-
arov halda skrá yfir andófsmenn,
sem sleppt hefur verið frá því þau
sneru til Moskvu úr útlegðinni í
Gorkí í desember. Bonner sagði, að
alls hefði 86 andófsmönnum verið
sleppt á þessum tíma.
Líbanon:
Aftöku gísls-
ins frestað
Beirút, Reuter.
Mannræningjar sem halda
Frakkanum Jean-Louis Norm-
andin í gíslingu í Beirút kváðust
í gær hafa frestað aftöku hans
um viku.
Samtök, sem nefnast „Bylting-
arsinnuðu réttlætissamtökin",
höfðu tilkynnt að Normandin yrði
tekinn af lífi á mánudag ef franska
ríkisstjórnin yrði ekki við kröfum
þeirra. I gær komu samtökin þeim
skilaboðum á framfæri við dagblað,
sem gefið er út í Beirút, að aftök-
unni hefði verið frestað vegna
tilmæla leiðtoga múhameðstrúar-
manna í Líbanon og leynilegra
loforða frönsku ríkisstjórnarinnar.
Bjargað
ásíðustu
stundu
Norsk stúlka, Hilda 01-
stad að nafni, var hætt
komin í gær er hún var
við köfun í Oslóarfirði í
nístingskulda. Vökin
lokaðist yfir höfði henn-
ar og var súrefniskútur
hennar nærri tómur er
henni tókst að íjúfa gat
á ísinn og gera vart við
sig. Slökkviliðsmenn
komu á vettvang og
beittu þeir haka til að
losa stúlkuna úr ísnum.
Reuter