Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Friður í
fjörbrotum
________Leiklist
Bolli Gústavsson
Leikfélag Akureyrar
KABARETT
Höfundur handrits: Joe Mast-
eroff
Höfundur söngtexta: Fred
Ebb
Tónlist eftir John Kander
Þýðing: Óskar Ingimarsson
Leikstjóri: Briet Héðinsdóttir
Höfundur dansa: Ken Oldfield
Leikmynd og búningar:
Karl Aspelund
Hijómsveitarstjóri: Roar
Kvam
Lýsing: Ingvar Björnsson
Inntak söngleiksins Kabarett
hefur farið í gegnum deiglu og
mótast í meðförum margra eins
og þjóðsaga eða þjóðlag. En þeg-
ar hann var að fullu mótaður kom
á daginn, að þar með hafði verið
lagður grundvöllur að nýrri gerð
söngleikja, svonefndra „concept"-
leikja, sem gera meiri kröfur til
þess, að hugmyndir séu vaktar
og víkki svið leikritsins langt út
fyrir það sýnilega. Þrír lista-
menn, Joe Masteroff, höfundur
handritsins, Fred Ebb, er samdi
söngtextana, og John Kander,
sem er höfundur tónlistar, hafa
lýst því á skemmtilegan hátt,
hvemig þetta verk varð til við
samvinnu þeirra og samræður.
Sem kunnugt er var kveikja
verksins sótt í sögumar „Berlín
kvödd“ eftir breska rithöfundinn
Christopher Isherwood, en eftir
þeim gerði John van Druten leik-
ritið „I am a Camera" (Ég er
myndavél). Var það frumsýnt í
New York árið 1951 og hlaut
góðar viðtökur. Þá reyndu Jay
Allen og High Wheeler að gera
söngleik upp úr sögum Isher-
wood, en mistókst hrapallega.
Loks fékk bandaríski leikstjórinn
og framleiðandinn, Harold
Princh, þá hugmynd að gera
söngleik úr leikriti van Druten
og réð þá þremenninga, sem fyrst
voru nefndir, til þessa verks.
Skýring á þeirri nýlundu, sem
felst í þessum söngleik og gerir
hann að tímamótaverki, er þessi:
— Fram að miðjum sjöunda ára-
tug þessarar aldar hafði söng-
leikur venjulega verið leikin saga
með söngvum, en í Kabarett er
þessu komið fyrir á annan hátt.
Skemmtanastjórinn (nefndur
siðameistari í leikskrá) og Kit-
Kat-klúbburinn, þar sem hann
stjómar spilltri og ofsakenndri
gleði, verða einungis rammi utan
um sögu um dramatísk ástarsam-
bönd,-. annars vegar ungs fólks
með ólík viðhorf og hins vegar
roskinna hjónaleysa. Skemmt-
anastjórinn, léttlyndar söngvísar
dansmeyjar og klúbbgestir túlka
andrúmsloft og siðferðisástand í
Þýskalandi skömmu fyrir síðari
heimsstyrjöld. Hann er fulltrúi
fyrir siðleysi og klúra ástleitni
og jafnframt túlkar hann, dans-
meyjar og gestir klúbbsins
yfirvofandi ógn nazismans.
Þannig er laðað fram rétt and-
rúmsloft í kringum söguna. —
Þama eygðu höfundar nýja að-
ferð til þess að tjá efni og sú
tilraun hreif áhorfendur. Hand-
ritið er ekki einungis texti, sem
hér er prýðilega þýddur af Oskari
Ingimarssyni, heldur er leikstjór-
anum ætlað að ná fram réttum
hughrifum án orða í sýningunni.
Og þess vegar var það einmitt
mikið lán, að Leikfélag Akur-
eyrar skyldi fá jafn gáfaðan og
Hildur Haralds- Soffía Jakobsdóttir, Jóhann G. Möller og Guð-
björg Thoroddsen.
Gestur Einar Jónasson og Inga
dóttir í hlutverkum sínum.
vaxa inn í atburðarásina í húsi
frk. Schneider. En leikstjórinn
nýtur þess, að hafa ágæta lista-
menn með sér. Roar Kvam
stjómar lítilli og vel skipaðri
hljómsveit og nær fram þeim
líflega, hrífandi og óskammfeilna
takti, sem við á. Er tónlistarflutn-
ingur allur með miklum ágætum.
Leikmynd hefur Karl Aspelund
gert af hugkvæmni, svo tíðar
skiptingar ganga snurðulaust.
Hún er traustur grunnur, sem
Ingvar Bjömsson ljósamaður
hagnýtir sér vel og gæðir til-
brigðaauðugu lífi með beitingu
ljósanna. Karl Aspelund hefur
einnig hannað búninga, sem eru
í réttu samræmi við þann tíma,
sem um er að ræða. En næst
leikstjóranum stendur danshöf-
undur og stjórandi dansa, Ken
Oldfield. Hann miðar verkefni
sitt við þröngt svið og tekst vel
að víkka það og dýpka með fjöl-
breyttum dansatriðum og hefur
þá á að skipa fámennum flokki
dansara, þar sem Helga Alice
Jóhanns er leiðandi, enda öllum
hnútum kunnug á gamla sviðinu
og hefur fyrir löngu sannað
hæfni sína sem leikhússdansari.
Dansinn setur sterkan svip á
verkið með söngvunum. Þyki ein-
hvetjum snurður þar á, sem alls
ekki geta talist stórvægilegar,
er þrengslum einum um að kenna
og því að túlkendur eru misvan-
ir. En á frumsýningu hlaut það
að hrífa hvem mann, hversu allir
lögðu sig fram, enda gat það
engum dulist. Og Guðjón Peder-
sen í hlutverki skemmtanastjór-
ans náði frábærum samleik við
hópinn í næturklúbbnum, enda
styrkur hans ekki síst fólginn í
hnitmiðuðum hreyflngum. Hann
lét við fimt, eins og sagt var í
fymdinni, viðbrögðin skjót og
alltaf hárrétt. Framsögn og svip-
brigði fóm ekki úr böndum og
vom alltaf réttu megin við strik-
ið, svo ofleikur, sem hlutverkið
gefur óneitanlega tilefni til,
skyggði aldrei á þann tilgang
þess að túlka andrúmsloft og
sjúkt siðferðisástand í Þýskalandi
á þeim tíma, né heldur á kjam-
ann, söguna, sem gerist innan
rammans, sem hann er veiga-
mestur hluti af og gefur sterkast-
an lit, jafnvel gyllingu. Einar Jón
Briem leikur rithöfundinn unga,
Clifford Bradshaw. Honum tekst
með ágætum að tjá svipmót ann-
arrar veraldar, ólíks menningar-
svæðis, kemur inn í myndina sem
útlendingur (Bandaríkjamaður)
og veldur því hlutverki vel frá
upphafí til enda. Samleikur hans
og Ásu Hlínar Svavarsdóttur í
hlutverki Sally Bowles er mjög
eðlilegur og þekkur. Ása Hlín er
í því hlutverki innan sjálfrar sög-
unnar, sem hætta er á að verði
of sterkt leikið, eins og skemmt-
anastjórinn, þótt með allt öðram
hætti sé. Hún hlítir aga leikstjór-
ans og fer ekki út fyrir sett
takmörk þess eðlilega, svo við-
brögðin verða aldrei of dramatísk
og upphafin. Leikur hennar er
vandaður og á elskulegan hátt
túlkar hún þetta bam líðandi
stundar, sem virðast búin þau
örlög að fuðra upp í eldi trylltra
og óraunhæfra aðstæðna. Ása
Hlín fer vel með litla söngrödd
og verður ekki fundið að fram-
göngu hennar, sem skemmti-
snjallan leikstjóra og Bríeti Héð-
insdóttur til þess að sviðsetja
Kabarett á sjötíu ára afmæli fé-
lagsins. Mig minnir, að ég hafí
látið þess getið í umfjöllun um
leikstjóm Bríetar á Akureyri fyr-
ir nokkram áram, að hún njóti
þess að vera skáld í leikhúsinu
auk þess að vera vel menntuð í
leikhúsfræðum. Og sá hæfileiki
nýtur sín sérlega vel í þessu
verki, þar sem skáldleg tilfínning
fyrir hughrifum kemur þeim til
skila í réttri túlkun, ekki ein-
göngu í framsögn texta og
söngva, heldur í ótal mörgum
ytri atriðum, stóram og smáum.
Styrkur leikstjómarinnar felst og
í nákvæmu samræmi allra þátta
og hún forðast réttilega að stuðla
að stjörnuleik, er hefur einkennt
þær sýningar á Kabarett, sem
kunnar era hér á landi, ekki síst
í vinsælli bandarískri kvikmynd
með Lizu Minelli í stóra hlut-
verki. Bríeti tekst afbragðs vel
að láta kaldan skugga þeirrar
ógnar, sem í vændum er, læðast
inn í sýninguna og magnast og
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Guðjón Pedersen í hlutverki siðameistarans.
krafts í klúbbnum, en leikur
hennar nýtur sín betur inni í sög-
unni, í húsi frk. Schneider. Frk.
Schneider er leikin af Soffíu Jak-
obsdóttur, sem skilur hlutverkið
út í æsar. Þessi hversdagslega,
aldraða fröken, hefur sett sér að
búa í friði við skoðanir, sem
hveiju sinni era ofaná í landinu,
en um stund kviknar og lifír logi
ástarinnar, þegar kaupmaðurinn
á horninu, gyðingurinn Rudolf
Schults, biður hennar. Það er
með ólíkindum hversu vel Soffíu
lætur að sýna breytinguna, sem
verður við það skot. Henni tekst
að tjá það með augunum, sem
lifna á undarlega eðlilegan hátt,
og allt annað er í samræmi við
það. Sömuleiðis verða vonbrigðin
með eðlilegu móti. Blik augnanna
slokknar, svipurinn dofnar,
hversdagsleikinn tekur við á ný.
Scffía sýnir þama minnilegan
leik, sem ástæða er til að bera
lof á. Pétur Einarsson leikhús-
stjóri leikur gyðinginn, Rudolf
Schultz. Hann tók við hlutverk-
inu er Þráinn Karlsson veiktist
skyndilega tveim dögum fyrir
framsýningu. Og Pétur leikur
með þeim hætti, að engum getur
dottið annað í hug, en hann hafí
æft það frá upphafi. Það verður
að taka það fram, að útlit Péturs
hentar hlutverkinu, þegar hann
hefur verið gerður öldurmannleg-
ur. Hann er geðþekkur, roskinn
gyðingur, hikandi og hógvær í
öllum viðbrögðum, eins og til er
ætlast. Samleikur hans og Soffíu
er frábær og samskipti þessara
rosknu elskenda, sem þau túlka,
mynda ógleymanlega andstæðu
við hinn sjúklega heim utan við,
þar sem komið er að því, að illt
verði með illu út rekið, eða öllu
heldur með öðra verra og djöful-
legra. Saga frk. Schneiders og
Rudolf Schultz er eins og sólar-
lag, sem felur í sér sömu niður-
stöðu og í orðum úr leikriti
Schakespeares um Júlíus Sesar:
„The sun of Rome is set.
Our day is gone.
Clouds, dews and danger come;
our deeds are done.“
(„Þín sól er setzt, ó, Róm!
vor dagur horfinn!
skúra-ský koma með fár!
Dagsverkið er á enda!“)
Fulltrúi þriðja ríkisins birtist í
Emst Ludwig, sem verður í upp-
hafí leiksins samferða Bradshaw
frá París til Berlínar. Þægilegur
maður, sem vill allt fyrir útlend-
inginn gera, en vill eigi að síður
hafa gott af honum fyrir pólitíska
hugsjón sína. Gestur er vandvirk-
ur í þessari túlkun og með
Ludwig færist skugginn gleggst
yfír, þegar á leikinn líður. Það
tekst eðlilega og í trúlofunarsam-
kvæmi frk. Schneiders og
Ludwigs brýst mannfyrirlitning-
in fram á mjög sannfærandi hátt.
Hæfíleikar Gests hafa enn þrosk-
ast og njóta sín hér í góðum
skapgerðarleik. Inga Hildur Har-
aldsdóttir bregður upp mynd af
skyndikonu, sem leigir hjá frk.
Schneider. Það reynir ekki mikið
á, er snoturlega af hendi leyst,
en ekki laust við að nokkurra
áhrifa gæti frá síðasta hlutverki,
í Rauðhærða riddaranum og er
ekki óeðlilegt. Ymsir fleiri koma
við sögu í minni hlutverkum og
standa sig með sóma.
Með góðri samvisku er hægt
að lofa þessa vönduðu sýningu.
Hún er eitt af hinum stærri verk-
um, sem LA hefur sýnt á liðnum
áram af aðdáunarverðum metn-
aði. Er gott til þess að vita á
tímamótum, þegar félagið
minnist 70 ára afmælis síns, að
andstreymi vegna fjárskorts
skuli ekki hafa tekist að lama
starfsemi þess, heldur sanni það
mikilvægt menningargildi sitt
með jafn listrænum glæsibrag
og er á þessari sýningu. Ef við
viljum búa í landinu utan Suð-
vesturlands, þá verðum við að
meta slík afrek í listum og standa
með þeim, sem þau vinna.