Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Gefa möguleika A að færa sjóeldið fjær ströndu
Fimmtajapanska
sjókvíin í pöntun
SJÓKVÍUM fjölgar sífellt við
strendur landsins. Þær raddir
hafa heyrst úr röðum sérfróðra
manna að hætta sé á að mengun
geti borist á mUli þessara fi-
skeldisstöðva sem margar eru
nánast uppi í landssteinunum.
Ein leið til bóta er að færa
kvíamar fjær landi, en til
skamms tíma hafa þær ekki
verið nógu sterkar til að stand-
ast ágang sjávar. í Japan þar
sem fiskeldi stendur á gömlum
merg hefur verið hönnuð ný
gerð eldiskvia sem setja má nið-
ur fyrir opnu hafi. Hönnuður
þeirra var staddur hér á landi
fyrir skömmu.
Japanska fyrirtækið Bridgestone
hefur sérhæft sig í framleiðslu úr
gúmmí. Margir munu kannast við
hjólbarða sem bera vörumerki þess.
Hluti af framleiðslu fyrirtækisins
eru sverar slöngur sem notaðar eru
til þess að dæla olíu frá borpöllum'
og tankskipum. Þannig hefur
Bridgestone þróað aðferðir til þess
að auka slitþol og endingu efnisins
við erfíðar aðstæður. Þessi þekking
er notuð við gerð sjókviarinnar.
Burðargrind hennar er úr sterkum
gúmmíslöngum.
Á að standast þar sem
fiskeldi er mögulegt
Hiroshi Sasaki yfírverkfræðingur
útvegsvörudeildar Bridgestone
sagði að við hönnun eldiskvíarinnar
hafi þess verið gætt að hún þyrfti
að standast veður og vinda við allar
þær aðstæður þar sem fiskeldi er
á annað borð talið fysilegt. „Við
leituðum að sterku formi, og efni-
viði sem væri í senn sveigjanlegur
og endingargóður," sagði Sasaki.
„Reynslan sýndi að gúmmí hentaði
mjög vel. Eldiskvíin er að grunn-
fleti sexhymingur og ^mynda
slöngumar hliðar hennar. A hom-
unum era samskeyti úr stáli og
loftfyllt flotholt. í grindinni hangir
síðan tvöfalt net sem heldur fiskun-
um inni í kvínni og afætum utan
hennar."
Hér á landi eru þijár sjókvíar af
Bridgestone-gerð. Sú fyrsta var
sett niður hjá Sjóeldi í Keflavík
Við höfum selt tugi kvía á heima-
markaði, en viðtökumar hafa verið
glæstastar hér í Evrópu. Þar virðist
vöxtur sjóeldist vera hraðastur í
heiminum. íslendingar eru í hópi
framkvöðlanna í þessari grein og
þessvegna beinum við sjónum okkar
ekki síður hingað en til stærri
þjóða."
Vonast eftir góðri
upjpskeru i haust
Omar Þórðarsson sölustjóri Bfla-
borgar sem er umboðsaðili Bridges-
tone hér á landi sagði að enn hefði
ekki komið „uppskera" úr þeim
kvíum sem fyrirtækið hefur selt.
Hann sagði vonir bundnar við að
slátrað yrði fiski úr kvíunum á Við-
eyjarsundi og hjá Sjóeldi í Keflavík
f haust.
„Þetta hefur gengið mjög vel
með kvíamar hér við land utan
þess að net rifnaði hjá Sjóeldi í
fyrra vetur. Við getum átt von á
góðum árangri í haust og búumst
við því að menn gefí þá kostum
þessa lcerfis auga,“ sagði Ómar.
BS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Hiroshi Kasaki hönnuður Bridgestone sjóeldiskvíarinnar kannar aðstæður í fiskeldi Haflax á Viðeyj-
arsundi. Úr þessari kvi er ætlunin að slátra 150 tonnum af laxi i haust.
haustið 1985. Hinar tvær vora sett-
ar niður á Viðeyjarsundi síðastliðið
haust. Á meðan Sasaki og fylgis-
menn hans dvöldust hér á landi
gafst gafst blaðamanni og ljós-
myndara kostur á því að sigla í
fylgd þeirra út að þeim. Þrátt fyrir
aftakaveður var ekki að sjá að flot-
girðingamar högguðust fremur en
í koppalogni. Seiðin heilsuðu gest-
unum með bægslagangi í haffletin-
300 tonn af laxi í kvium á
Sundunum
Pyrirtækið Haflax er eigandi
annarrar sjókvíarinnar. í henni era
alin laxaseiði og er vonast til að
Sjókvínni er haldið niðri af sex steyptum ankerum. Skýringar-
myndin sýnir hveraig netin eru strengd á sexhyradan ramma
kvíarinnar. Flotholt era á öllum horaum og ankerisköplum.
sláturþungi þeirra verði 150 smá-
lestir næsta haust. Sveinbjöm
Runólfsson elur einnig svipað magn
af lax í sinni kví sem staðsett er
nokkra austar á sundunum. Þær
era báðar 32 metrar hom í hom
og yfirborðsflötur þeirra er um 650
fm. Bridgestone hefur í hyggju að
Sjókvi Sveinbjöms Runólfssonar. í fylgd Sasakis voru tveir starfs-
menn japanska fyrirtækisins Matsui sem annast markaðsmál
Bridgestone í Evrópu.
smíða enn stærri kvíar í framtíðinni
og taldi Sasaki enga meinbugi á því.
„Við settum fyrstu sjókvína niður
við Japansstrendur árið 1980. Hún
var höfð undir ströngu eftirliti og
þurfti að standa af sér verstu óveð-
ur á þeim tveimur áram sem til-
raunir stóðu yfir þar á meðal sjö
metra háa flóðbylgju," sagði Sa-
saki. „Niðurstaðan var að grand-
vallarhönnunin stóðst og við settum
kvína því í ffamleiðslu.
Mesta fylgisaukning Vöku:
Urslitin sigur
fyrir stúdenta
- sagði Sveinn Andri Sveinsson
1. maður á lista Vöku
TALSMENN fylkinganna
þríggja sem buðu fram til Stúd-
entaráðs og Háskólaráðs telja
úrslitin ótvíræðan sigur Vöku.
Kjörsókn var þríðjungi betrí en
í fyrra en hartnær helmingur
skráðra stúdenta greiddi at-
kvæði. Vaka vann fulltrúa af
vinstrimönnum, fékk sjö menn
kjörna en vinstrimenn sex. Um-
bótasinnar fengu tvo fulltrúa
kjöraa. í atkvæðum talið fékk
Vaka 63% fleiri atkvæði en í
fyrra, en hlutfallsleg fylgisaukn-
ing er 31%. Vinstrímenn hlutu
10% fleiri atkvæði en í fyrra en
hlutfallslega minnkaði fylgið um
14%. Umbótasinnar fengu 23%
fleirí atkvæði en í fyrra, en stóðu
hlutfallslega í stað.
„Úrslitin eru sigur fyrir Vöku-
menn,“ sagði Ástráður Haraldsson
efsti maður á lista Vinstrimanna til
Háskólaráðs í samtali við blaða-
mann í gær. „í þessu fellst þó
sérstaklega viðurkenning á störfum
Eyjólfs Sveinssonar fráfarandi
formanns Stúdentaráðs. Við teljum
að í aukinni kosningaþátttöku felist
krafa um breytt vinnubrögð í bar-
áttu fyrir lánamálum stúdenta sem
allar hreyfingamar þurfa að taka
tillit til.
Vinstrimenn mega þó sæmilega
við sinn hlut una. Niðurstaðan fer
eftir því hvemig úr þessu spilast,"
sagði Ástráður.
„Stúdentar hafa kveðið upp ótvl-
ræðan úrskurð um hvers eðlis
Stúdentaráð á að vera,“ sagði
Sveinn Andri Sveinsson efsti maður
á lista Vöku til Stúdentaráðs. „í
kosningabaráttunni lagði Vaka
fram tvo valkosti fyrir stúdenta;
hvort Stúdentaráð ætti að vera
pólitísk stofnun eða faglegt hags-
munafélag. Vart er unnt að hugsa
sér ótvíræðari úrskurð en þriðjungs
fylgisaukningu Vöku. Úrskurð
þennan tel ég sigurfyrir stúdenta."
Ágúst Ómar Ágústsson efsti
maður á lista Félags umbótasinnna
sagði að umbótasinnar væru án-
ægðir með sinn hlut. Ekki hefði
0 Morgunblaðið/BS
Úrslit í Stúdentaráðskosningnm 1974-1987
Núverandi fyrírkomulagi í kosningum til Stúdentaráðs hefur tíðkast frá árínu 1974. Á grafið vantar
fylgi Félags manngildisinnaðra stúdenta sem buðu fram árið 1985 og árið 1986 en fengu tæp 3% atkvæða
í bæði skiptin. Fulltrúar í Stúdentaráði skiptast nú þannig milli fylkinga að Vaka og vinstrímenn eiga
13 hvor um sig, en umbótasinnar fjóra. Þá situr einn fulltrúi í ráðinu úr Stíganda, sem klauf sig frá
Félagi umbótasinna.
munað nema 48 atkvæðum á því
að þeir fengju þriðja fulltrúann í
Stúdentaráði. „Kosningaþáttakan
sýnir að áhugi stúdenta á hags-
munamálum sínum hefur aukist.“
Hann sagði að enn væru allar
leiðir opnar af hálfu umbótasinna
hvað stjómarsamstarf varðaði. „Ég
sé þó ekki enn hvernig það fer.
Kosningafundurinn á miðvikudags-
kvöld olli okkur umbótasinnum
miklum vonbrigðum.
Vinstri menn komu mjög illa út
úr þeim fundi þar sem þeir neituðu
að svara spurningum um lánamála-
baráttuna. Umræður á fundinum
voru annars gegnumsneitt ómál-
efnalegar af hálfu andstæðinga
okkar. Það er okkur umhugsunar-
efni,“ sagði Ágúst.