Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
43
t
Móðir okkar,
FRI'DA Z. SNÆBJÖRNSSON,
Dalbraut 25,
andaðist að heimili sínu að morgni 16. mars.
Elsa Ágústsdóttir,
Snœbjörn Ágústsson,
Ágúst Ágústsson.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN LIUA KRISTÓFERSDÓTTIR,
Stekkum 20,
Patreksfirði,
andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 16. mars.
Börn og tengdabörn.
t
Maðurinn minn,
PÁLL STEFÁNSSON,
Iðufelli 12,
iést 16. þessa mánaðar.
Einara Ingimundardóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SKÚLI ÞÓRÐARSON,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
lést mánudaginn 16. mars.
Erla Valdimarsdóttir
og börn hins látna.
t
BALDVIN SIGURTRYGGVASON,
Kópavogshœli,
andaðist 2. þ.m. Bálför hefur farið fram.
Allt starfsfólk í hælinu fær bestu þakkir frá aðstandendum Bald-
vins fyrir þá umönnun sem það veitti honum í áratugi og einnig
fyrir þá samúð og hluttekningu sem það sýndi við fráfall hans.
F.h. aðstandenda
Gísli Sigurtryggvason,
Tryggvi Friðlaugsson.
t
Útför
EINARS ERLENDSSONAR
fer fram frá Víkurkirkju, laugardaginn 21. mars kl. 14.00.
Minningarathöfn verður haldin í Áskirkju föstudaginn 20. mars
kl. 10.30.
Þorgerður Jónsdóttir,
Erlendur Einarsson, Margrét Helgadóttir,
Steinunn Einarsdóttir Fink, Albert Fink,
Erla Einarsdóttir, Gfsli Felixson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuorð:
•w •••
Ingibjörg Jónas-
dóttir Akranesi
Fædd 26. september 1912
Dáin 5. mars 1987
Þegar okkur barst andlátsfregn
Ingibjargar Jónsdóttur, eða Lillu
hans Svenna eins og við systkinin
kölluðum hana, komu fram í hug-
ann margar ljúfar minningar frá
þeim dögum þegar hjónin komu
norður í heimsókn. Þær konur voru
alveg sérstakar, öll sú hlýja og
ástúð til okkar, sem vorum þeim
óskyld, bar þann blæ og anda sem
seint mun gleymast.
Það var sumarið 1965 að nokkr-
ir Akumesingar komu í heimsókn
ásamt afa okkar. Munum við ekki
betur en afi hafi valið að vera í
bílnum hjá Sveini, sem okkur þótti
sjálfsagt síðar meir, því það var
besti staðurinn. Skömmu seinna
kom Sveinn, eða Svenni eins og
kunningjar kölluðu hann, ásamt
konu sinni og ættmennum og má
segja að frá þeim tíma hafi þau
spunnið þann þráð, sem síðan hefur
tengt þetta fólk saman, þó nú á
seinni árum hafi verið minna um
sammband en áður var.
Þegar við systkinin áttum leið
um Akranes var komið við hjá Lillu
og Svenna og var alltaf tekið sér-
staklega vel á móti okkur. Þá var
ekkert til sparað, mannkærleikur-
inn og bros þeirra inunu ylja okkur
alla tíma. Það er fátt notalegra en
eiga góða að og umgangast gott
fólk og koma okkur þá í hug Lilla
og Svenni sem gleggsta dæmið.
Vorið 1982 lést Sveinn og hafði
þá átt við vanheilsu að striða, en
Lilla hugsaði svo vel og lengi um
hann, enda kom ekki annað til, því
hann var sú dýrmætasta gjöf sem
hún hafði fengið og hana varðveitti
hún vel og gagnkvæmt var það.
Ingibjörg og Sveinn eignuðust
tvö börn, Helgu Jónu, gift Asmundi
Jónssyni, og Sigurgeir, giftur Erlu
Karlsdóttur. Nú hefur Lilla kvatt
þennan heim og þau hjónin samein-
ast á ný og munum við ætíð minnast
þeirra þannig.
Við sendum, ásamt foreldrum
okkar, bömum þeirra og fjölskyld-
Um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hennar Lillu.
Systkinin frá Bjarghúsum
Sigurbjörg Ólafs■
dóttir — Minning
Fædd 23. janúar 1917
Dáin 23. febrúar 1987
Mánudaginn 23. febrúar barst
mér sú sorglega fregn til eyrna að
elskuleg amma mín, Sigurbjörg
Olafsdóttir, væri látin.
Mig langar að minnast hennar
með nokkrum orðum. Amma bjó á
Þórsgötu 15 ásamt eiginmanni
sínum, Sigtryggi Jónatanssyni.
Þegar ég bjó í gamla bænum, fór
ég oft að heimsækja ömmu og þeg-
ar hún átti leið hjá leit hún inn til
mín. Það var ætíð gott að koma til
ömmu, hún tók vel á móti mér og
stelpunum mínum og alltaf var hún
með kaffi og heimabakaðar kökur
á borðum. Heimili ömmu var til
fyrirmyndar, hún var mjög góð eig-
t
Útför eiginmanns mins og föður,
FRÍMANNS FRÍMANNSSONAR,
fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 19. mars kl.
13.30.
María Antonsdóttir,
Páll Anton Frímannsson.
t
Ástkær sonur okkar,
ELVAR ÞÓR HAFSTEINSSON,
Ægisi'Au 92,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miövikudaginn 18. mars kl.
13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á
Barnaspítala Hringsins.
Sólvaig Hákonardóttir,
Hafsteinn Sigurðsson.
inkona, það sá ég best þegar ég
kom til hennar hvað hún hugsaði
vel um afa og alltaf var mjög gest-
kvæmt hjá þeim hjónum.
Amma fæddist í Reykjavík 23.
janúar árið 1917. Foreldrar hennar
voru Björg Helgadóttir og Olafur
Guðnason. Björg lifir enn orðin
níræð. Amma átti þijú börn með
fyrir manni sínum, Guðna Jósef
Björnssyni, þau Ragnheiði, Björgu
og Einar. Fertug að aldri missti hún
mann sinn og syrgði mikið. Fimm
árum síðar fann hún hamingjuna á
ný er hún kynntist Tryggva afa og
hafa þau búið á Þórsgötunni síðan.
Amma var dugmikil kona og vann
hluta úr degi fram á síðasta dag.
Amma var sjötug að aldri er hún
lést og voru hún og afi nýkomin
úr ferð að utan í tiiefni sjötugsaf-
mælis sem þau áttu bæði í janúar.
Ég bið góðan guð að taka vel á
móti elsku ömmu og styrkja elsku
afa minn í þessari miklu sorg.
Linda Emilía Karlsdóttir
Peugeot 205 hefur verið valinn .besti bíll í heimi'
annað árið f róð af hinu virta þýska bílablaði
.Auto Motor und Spoif.
Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi,
öryggi og spameytni þetur en nokkur annar bíll í sfnum
verðflokki að mati kröfuharðra Pjóðverja.
Peugeot205 erframdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill
og hljóðlátur.
Komið, reynsluakið og sannfœrist.
Verð frá kr. 318.700.-
(Verð miðaðvið 1/31987)
Bfíar
tfí afgreiðslu
strax
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600