Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Minning: Elvar Þór Hafsteinsson Fæddur 6. ágúst 1975 Dáinn 11. mars 1987 Kveðjuorð frá ömmu „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristi krafti ég segi: Kom þú, sæll þá þú vilt.“ (H. Pétursson) Þetta vers huggarans og sálma- skáldsins fannst mér höfða til hans bjarta, en stutta lífshlaups. Nú er stórt skarð höggvið í fjölskylduhóp- inn og sár söknuður að honum kveðinn, en huggun er harmi gegn að í hugann hrannast upp hinar fögru minningar frá liðinni tíð um Elvar Þór. Fyrsta æviskeiðið sem þessi ljúfi vinur horfði í kringum sig í þessum heimi bjó hann heima hjá afa og ömmu ásamt móður sinni en að + Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, bóndi, Jörfa, sem andaöist 10. mars sl. veröur jarösunginn frá Kolbeinsstaða- kirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Hanna Jónasdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson, JónasJóhannesson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Anna Jóhannesdóttir. + Móöir okkar og tengdamóöir, JÓNFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Álfhólsvegi 14, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogsk'rkju fimmtudaginn 19. mars kl. 13.30. JörundurJónsson, Eygló Ragnarsdóttir, Haraldur Jónsson, Guðrföur Magnúsdóttir. frátöldum þeim stutta tíma var hann alltaf sami aufúsugesturinn, enda ófáar heimsóknirnar þegar við nutum komu hans, þar sem hann stytti okkur stundirnar, bæði með því að spila við ömmu, tefla við afa svo og með öðrum samskiptum við hann. Eins og að líkum lætur þá er ekki um langa upptalningu að ræða í störfum eða afrekum hjá svo ungum dreng, en þó er óhætt að kalla það afrek hve hann bar sjúk- dóm sinn æðrulaust, þrátt fyrir að hann var meðvitaður þess að hann gekk ekki heill til skógar og gat ekki alltaf tekið þátt í leik og starfi með jafnöldrum sínum og þessu tók hann ætíð með stillingu. En nú er þessi geðþekki vinur horfinn okkur að sinni og ekki að vænta endurfunda fyrr en við flytj- um á bak við fortjaldið mikla, já, kannski verður hann til staðar á ströndinni til að taka á móti göml- um skörum sem aðstoðar þurfa með. Segja má að allt sé hverfult í heimi hér og vegimir órannsakan- + Ástkær móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, Vatnsnesvegi 34, Keflavfk, lést 2. mars sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinn- ar látnu. Kærar þakkir til allra sem hafa vottað okkur samúö sína. Haukur Þórðarson, Magnea Aðalgeirsdóttir, Alda Þórðardóttir, Jóhann P. Halldórsson, Sólveig Þórðardóttir, Jónatan Einarsson, Einar Þórðarson, Steinunn Pólsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdaföö- ur, bróöur og afa, ELÍASAR GUÐMUNDSSONAR, Holtsgötu 2 (Hraungerði), Sandgerðl, og heiöruöu minningu hans á einn eöa annan hátt. Helga Ingibjartsdóttir, Alda Sólveig Elfasdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurrós Petra, Ármann Baldursson, Ólafía Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundstson, Sveinn Guðmundsson, Guðlaugur Guðmundsson og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og jaröarför EYÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Aragerði 12, Vogum. Halldór Ágústsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. legir og gangur lífsins ofar mann- legum skilningi. „Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin, hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum.“ (B. Halld.) Ég fel þennan dótturson minn og vin Guði á vald og bið honum allrar blessunar á ókunnum strönd- Amma Ósjálfbjarga værum við, ef Drott- inn Guð umvefði okkur ekki með sínum sterku örmum er hin þunga sorg dynur yfir. Hann megnar einn að gefa okkur þrek. Við afi viljum þakka elsku Elvari Þór alla þá gleði er hann veitti okkur með nærveru sinni. Ef við látum hugann reika nokk- ur ár aftur í tímann finnum við að margs er að minnast, þó að tími hans hér á jörð hafi verið örstuttur. Oft höfum við minnst þess, er við heimsóttum þau til Svíþjóðar fyrir tíu árum. Þá var hann að byija að mynda orð, sænsk og íslensk. Þar áttum við saman okkar fyrstu gleðistundir, sem urðu fleiri eftir að þau fluttu heim til íslands. En sumarið sem hann varð átta ára urðu erfíð tímamót í ævi hans, er í ljós kom að hann ætti við mjög erfíðan sjúkdóm að etja. Fylgdu sjúkrahúslegur í kjölfar þess. Fjölskyldan varð harmi slegin. Erfíðir tímar fóru í hönd. Sjúkra- húsið varð hans annað heimili. Móðir hans stóð alltaf honum við hlið í veikindum hans. Hún og pabbi hans voru ævinlega líf hans og yndi, þó að leiðir þeirra skildi. Svipur Elvars var ávallt hlýr. Hann bar með sér birtu og yl, gáska og gleði. Hugur hans var ætíð bljúg- ur og blíður, alltaf var hann tilbúinn að gleðja aðra. Elvar hafði gaman af að ráða krossgátur. Þegar ég hafði teikna fyrir hann léttar bamakrossgátur, bað hann mig að gera fleiri, svo að hinir krakkamir gætu stytt sér stundir við að ráða þær með sér. Minningarnar veita okkur styrk og þrótt. Við viljum þakka læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans fyrir þeirra góðu hjúkrun og hjálp, sem Elvari var veitt. Elskulegum foreldrum hans, stjúpa, systkinum, afa og ömmu í Álfalandi 10, öllum öðrum ættingj- um og vinum fjær og nær vottum við okkar dýpstu samúð. Megi al- góður Guð veita þeim styrk í hinni þungu sorg. Minning Elvars lifir áfram sem Ijós á vegi okkar. Megi Alföður heilaga hönd umvefja hann og leiða elsku Elvar Þór um æðri brautir. Amma og afi á Laugarnesvegi Maðurinn með Ijáinn hefur reitt til höggs þar sem helst hlífa skyldi. Ungur drengur kveður okkur aðeins ellefu ára að aldri eftir langa bar- áttu. Elvari kynntumst við fyrst þegar Ólafur bróðir minn kynntist Solveigu móður hans fyrir fáeinum árum og þau gengu í hjónaband. Solveig átti tvo væna drengi, Grét- ar, nú tæplega tvítugan að aldri, og Elvar Þór. Elvar var þá aðeins átta ára, haldipn illkynja sjúkdómi og háði baráttu, sem vitað var að gæti orðið tvísýn. Það var ekki á Elvari að sjá, að þar færi helsjúkur drengur. Hann var eins eðliíegur og hver annar jafnaldra hans, stór, kraftmikill og lifandi. Andlit hans var svo bjart, svipur hreinn og í honum mátti greina þá heiðrikju, sem við skynj- um aðeins hjá börnum. I skóla og í leik sló Elvar hvergi af og lagði mikið af mörkum til að auka á gleð- ina. Jákvæð viðhorf hans til lífsins og tilverunnar þrátt fyrir sífelld óþægindi og erfiðleika ættu að vera okkur, sem eftir erum, til eftir- breytni. Erfiðleika sína virtist hann ætíð geta yfirunnið með því að horfa til framtíðarinnar og þess jákvæða. Að komast aftur í skól- ann, út með félögunum og bregða á leik var það sem honum var efst í huga hveiju sinni. Eftir að helstríð Elvars hófst var móðir hans vakin og sofín yfír hverju því, er verða mætti honum til hugarléttis. Náði hugsun hennar ekki eingöngu til þess stríðs, er hún háði með syni sínum, heldur vildi hún einnig leggja sitt af mörkum til að létta undir með þeim, sem í svipaðri aðstöðu voru og hún sjálf. Hefur af því sprottið félagsskapur, þar sem fólk getur leitað stuðnings og huggunar hvert hjá öðru auk þess, sem leitað hefur verið leiða til að létta undir með því fólki á marga lund. Dauðinn kemur alltaf á óvart og orðlaus stöndum við nú frammi fyr- ir því almætti, sem krefst svo mikils, þó við vitum að það var þetta sama almætti sem gaf og gaf okkur svo ríkulega sem Elvar var. Elsku Solveig, Óli, Grétar, Oddný og Hákon. Elvari hlýtur að hafa verið ætlað annað og meira hlut- skipti en hér hjá okkur. Sagt er, að tíminn græði öll sár og minning- in um elskulegan dreng, sem hafði svo mikið að gefa, mun ylja ykkur um ókomna tíð. Við verðum að trúa því og vona, að hann sé sæll og glaður í annarri tilvist. Blessuð sé minning Elvars Þórs Hafsteinssonar. Ásta og fjölskylda Kær vinur er látinn, ungur að árum, eftir harða baráttu við ill- kynja sjúkdóm í tæp fjögur ár. Við kynntumst Elvari þegar Sólveig móðir hans og Ólafur vinur okkar hófu sambúð. Hann var þá orðinn veikur, en erfítt var að trúa því að þessi lífsglaði drengur væri svo sjúkur sem raun var. Sólveig móðir hans reyndist honum einstaklega. Hún vék öllu til hliðar svo hún mætti sinna elskulega drengnum sínum sem best. Ekkert var of gott fyrir hann. Hún reyndist ekki að- eins honum góð, heldur eiga önnur börn á Bamadeild Hringsins henni mikið að þakka. Veikindi Elvars urðu þannig til að færa öðrum böm- um ýmislegt sem léttir þeim sjúkra- leguna. Má einnig minnast á baráttu Sólveigar og annarra for- eldra fyrir því að sköpuð væri aðstaða fyrir foreldra sjúkra barna hér í Reykjavík. Elvar hlakkaði mikið til er hann fékk að stunda skólann sinn. Skóla- stjóri, kennarar og nemendur Melaskóla sýndu honum mikla vin- áttu, og héldu jafnan sambandi við hann á spítalanum. Elvar var bókelskur og talaði Ólafur eiginmaður Sólveigar oft um það við mig hve vel gefinn og nota- legur drengu>- Elvar var. Við þökkum fyrir að hafa mátt kynnast Elvari, og biðjum góðan guð að styrkja Sólveigu, Grétar, Olaf og aðra nána aðstandendur og vini. B.J. Hetjulegri baráttu lítils drengs er lokið. Vinur minn er dáinn. Það er svo erfitt að skilja það, að Guð vilji taka hann, svona ungan dreng, í burtu frá okkur. Elvar Þór Hafsteinsson hitti ég fyrst fyrir u.þ.b. 5 árum. Við urðum strax góðir vinir og áttum saman- margar yndislegar stundir sem aldrei gleymast. Þegar Elvar veikt- ist af hvítblæði, „æðsta-sjúkdómn- um“ eins og hann orðaði það, kynntist ég annarri hlið á honum. Vinur minn breyttist í hetju sem barðist við illkynja sjúkdóm. Oft var hann mikið veikur, en alltaf reis hann upp aftur, brosandi, fijálsleg- ur og til í að lenda í ævintýrum. Eitt sinn fórum við vinirnir einir . okkar liðs með Akraborginni til Akraness og til baka. Það var mik- ið ævintýri fyrir tvo 10 ára polla, en það var svo auðvelt stundum að gleyma öllum boðum og bönnum þegar við vorum saman. Hjólreiðatúramir okkar um bæ- inn þveran og endilangan, skoðandi í alla glugga, dreymandi um allt það stórkostlega sem við ætluðum að gera þegar við yrðum stórir. Skíðaferðirnar sem við fórum saman í Bláfjöll eða Skálafell og létum okkur hafa það þó vettling- amir frysu á höndunum og hættu að gera sitt gagn. Dagurinn var alltof stuttur fyrir tvo litla ævin- týramenn. Elvar geislaði svo af lífsorku og dugnaði, þrátt fyrir veikindi sín, að undmn sætti. Sinn kraft, gleði og baráttuvilja fékk Elvar mikið af í veganesti frá móður sinni, Sólveigu, sem aldrei vék frá honum og gerði allt sem hún gat til að létta syni sínum lífið. Það er s 'o sárt að skilja að Elv- ar, sem var öllum svo kær, alltaf svo kátur og duglegur, sama hvað hann tók sér fyrir hendur, skuli vera dáinn. Minningin um hann gleymist aldrei, né baráttan sem hann háði fyrir lífí sínu svo hetjulega, svo ungur. Elsku Sólveig, Ólafur, Grétar og aðrir ástvinir. Guð gefi ykkur styrk { ykkar miklu sorg. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Bjartur og fjölskylda, Smyrilshólum 6. Tæp 12 ár er ekki löng ævi eða það finnst okkur ekki sem fullorðin erum. Það sem Elvar reyndi og upplifði á þessum fáu ámm sínum er meira en margur hlýtur á langri ævi. Þegar ég sest niður til að minnast vinar okkar, Elvars Þórs, kemur margt upp í hugann. Þó við þekkt- um hann bara í rúmt ár fínnst mér það miklu lengri tími. 1. júlí 1983 gerði sá sjúkdómur fyrst vart við sig sem nú hefur sigrað. Enginn sem sá Elvar og ekki þekkti lét sér detta í hug að hann gengi með al- varlegan sjúkdóm sem stundum lá niðri um tíma en tók sig svo upp aftur og aftur. Enginn getur gert sér í hugarlund þvílík vonbrigði það vom honum, móður hans og öllum sem að honum stóðu. En hann kvartaði ekki. Það var ótrúlegt að sjá hann, pattaralegan, kraftmikinn og duglegan. Lífsgleðin var svo mikil að hann geystist í gegnum allt, sama hvað var. Á bamadeild Landspítalans þar sem hann var meira og minna frá því hann veikt- ist fyrst, átti hann marga vini á meðal hjúkrunarfólksins. Og þar eignaðist hann líka litla vinkonu sem var sjúklingur og á milli þeirra myndaðist alveg sérstakt samband vináttu og væntumþykju. Þetta leiddi svo til þess að þau vom æði oft saman á stofu, að þeirra eigin ósk. Stundum voru þau bæði mjög veik, stundum annað. Þá tók hitt tillit til þess og reyndi að gera allt betra ef kostur var. Sem betur fer komu líka þær stundir sem bæði vom hress. Þá var nú margt brallað og engin takmörk fyrir því sem þeim datt í hug og margar ferðirn- ar hljóp hjúkrunarfólkið þá fyrir þau, sem allar vom nú kannski ekki nauðsynlegar, en hafði gaman af og taldi ekki eftir sér. Þessar og margar aðrar góðar minningar á Díana nú og geymir í hjaita sínu, minningu um góðan vin sem hún saknar og horfír á eftir, með þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar og óskar alls góðs í nýjum heimkynn- Elsku Solla mín, mikill er söknuð- ur þinp þegar þú horfir á eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.