Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Kosningin varð
jafnréttismál
— segir hinn nýi stallari Mennta-
skólans á Laugarvatni
Selfossi.
KARLAVELDI Menntaskólans
á Laugarvatni var hnekkt fyrir
nokkru þegar kosin var stúlka
í embætti stallara skólans, Auð-
ur Perla Svansdóttir, búsett á
Hvolsvelli en fæddur Reyk-
víkingur.
Kosningamar fóru fram í
frímínútum einn góðan dag í febr-
úar og voru tveir frambjóðendur
í kjöri. í skólanum eru 175 nem-
endur og jafnmargir piltar og
stúlkur. Urslit urðu þau að Auður
Perla sigraði mótframbjóðandann,
pilt úr 3. bekk, með 16 atkvæðum.
Þar með varð hún fyrsta stúlkan
í sögu skólans til að gegna þessu
embætti.
Stallari Menntaskólans er for-
maður skólafélagsins og stendur
fyrir skipulagningu félagslífsins.
„Ég hef mjög gaman af því að
starfa að félagsmálum," sagði
Auður Perla. „Á stað eins og þess-
um verður að vera gott félagslíf.
Hér getur enginn hlaupið út í bíó
eða sjoppu. Við verðum að sjá um
hlutina sjálf og hafa ofan af fyrir
okkur. Ekki varð komist hjá því
að kosningin yrði jafnréttismál.
Það varð dálítið stríð á milli stuðn-
ingshópa áður en kosningin fór
fram og heitt í kolunum en svo
jafnaði það sig strax. Þessi kosn-
ing var sumum mikið kappsmál
og það að halda þessu embætti
hjá körlunum en ég hafði öfluga
stuðningsmenn sem hengdu upp
plaköt og háðu harða baráttu,"
sagði Auður Perla. Hún sagði
einnig að á næsta ári yrði lögð
áhersla á gott alhliða félagslíf og
að sem flestir yrðu með.
Hápunktur félagslífsins er
ávallt árshátíð skólans. Hún var
haldin laugardaginn 14. mars og
var fjölsótt. Að venju var byrjað
Hinn nýi stallari skólans, Auður
Perla Svansdóttir.
með kvöldverði þar sem nemendur
og kennarar snæddu saman ljúf-
fenga rétti. Um kvöldið var síðan
leiksýning þar sem nemendur.
sýndu ReykjavíkursögurÁstu Sig-
urðardóttur. Að henni lokinni var
dansleikur þar sem Greifamir léku
fyrir dansi.
Auður Perla var spurð að því
hvað það væri sem drægi fólk að
Laugarvatni. „Það var þannig með
mig að systkini mín höfðu verið
héma og þau sögðu skemmtilegar
sögur af staðnum og skólanum.
Svo er gott að fara að heiman og
standa á eigin fótum. Það gengur
yfírleitt vel, tekur dálítinn tíma í
fyrstu að venjast þessu, en svo
fínnst manni maður eiga heima
héma þegar frá líður.“
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá árshátíðarkvöldverði menntaskólanema á Laugarvatni.
TF-Sif, Dauphin 2 þyrla Landhelgisgæslunnar og þyrla af Super Puma gerð til hliðsjónar. Puman er
5 metrum lengri og tæpum metra hærri og vegur rúmlega tvöfalt meira. Burðargetan er einnig rúm-
lega tvöfalt meiri.
Þyrlur með afísingartækjum nauðsynlegar að mati flug-
manna Landhelgisgæslunnar:
SIF má ekki fljúga
inn á ísingarsvæði
Vel hefði getað verið ófært fyrir þyrluna á
Snæfellsnesi, segir Páll Halldórsson flugstjóri
ÞYRLUR búnar afísingartækjum
eru að mati flugmanna Land-
helgisgæslunnar nauðsynleg
björgunartæki hér á landi því lítið
má útaf bregða til að TF-Sif,
Dauphin 2 þyrla Gæslunnar komi
ekki að notum. Þyrlur sem þola
öll veður eru einnig mun stærri
og afkastameiri en þær þyrlur
sem Landhelgisgæslan hefur nú
yfir að ráða og flugþolið getur
orðið allt að tvöfalt meira.
„Það hefði vel getað farið svo í
strandinu á Snæfellsnesi á laugar-
dagsmorguninn að ekki hefði verið
fært fyrir þyrluna okkar, ef vestan-
áttin hefði verið öflugri með élja-
gangi, ókyrrð og ísingu, eins og oft
er. Og ef eitthvað er að veðri þegar
við erum kallaðir út í sjúkraflug er
oft erfítt að taka ákvörðun um hvort
áhættan sé þessi virði að fara,“ sagði
Páll Halldórsson flugstjóri hjá Land-
helgisgæslunni í samtali við Morgun-
blaðið.
Páll sagði að það væri ljóst að
TF-Sif hefði lágmarksgetu miðað við
þau verkefni sem Landhelgisgæsl-
unni er ætlað að leysa. Það væru til
miklu öflugri þyrlur og það hlyti að
koma að því að Gæslan þyrfti slík
tæki.
Páll sagði að sennilega kæmu helst
til greina þyrlur frá Sikorskyverk-
smiðjunum í Bandaríkjunum eða
þyrlur af gerðinni Super Puma frá
Aerospatiale í Frakklandi, sömu
verksmiðjunum og framleiða Daup-
hinþyrlur eins og TF-Sif og hvort-
tveggja gerðirnar kosta um 300
miljónir króna. En ef til kæmi yrði
að gera samanburð á þyrlum af
þeirri stærð, eins og til dæmis var
gerður á meðalstórum þyrlum áður
en TF-Sif var keypt.
„Því ber samt ekki að neita að það
er komin geysilega góð reynsla á
Super Puma,“ sagði Páll. „Það er
vél sem getur tekið 18-20 manns í
einu úr skipi til dæmis og hægt er
að auka flugþol hennar í allt að 900
mílur meðan hámarksflugþol TF-Sif
er til dæmis á milli 400 og 450
mílur. Puman er fær í allt veður og
var raunar fyrsta þyrlan á almennum
markaði sem mátti gera á flujgáætlun
inn á þekkt ísingarsvæði. A TF-Sif
verðum við oft að leggja krók á okk-
ar leið vegna ísingarhættu því ef við
höfum grun um ísingu megum við
ekki fara inná það svæði.“
Sigurður Steinar Ketilsson stýri-
maður hjá Landhelgisgæzlunni hefur
sagt í samtali við Morgunblaðið, að
Landhelgisgæslan þurfi að eiga að
minnsta kosti tvær stórar þyrlur og
hafa aðra þeirra úti á landi. Páll
sagði að slík uppbygging þyrfti að
taka talsverðan tíma því þyrluflug-
mennskureynsla væri ekki svo mikil
hér á landi eins og er. „Fyrsta skref-
ið er að ákveða hvort við eigum að
hugsa fyrir að eignast stóra björgun-
arþyrlu og ég held að krafan verði
sú fyrr eða síðar. Því ef einhveijir
þurfa á öflugasta tækinu að halda
sem völ er á til björgunarstarfa þá
erum það við íslendingar," sagði
Páll Halldórsson.
Þakkir til björgunarmanna
ÉG undirritaður vil hér með koma
á framfæri innilegri þökk til áhafn-
ar björgunarþyriunar sem vann
það stórkostlega afrek að bjarga
syni mínum og skipsfélögum hans
úr bráðri lífshættu við erfiðar að-
stæður þegar Barðinn GK fórst við
Snæfellsnes.
Ég tel þetta sh'kt afrek að ég
skora á forseta íslands og ríkis-
stjórn að sjá sóma sinn í því að
heiðra þessa menn sem leggja sig
í lífshættu hvenær sem er til bjarg-
ar mannslífum við hinar erfiðustu
aðstæður, einnig þakka ég öllum
björgunarsveitarmönnum og þeim
sem að skipbrotsmönnum hlúðu
og bið þeim öllum guðsblessunar
í starfi.
Virðingarfyllst,
Halldór Grímsson, Akranesi.
Verkfræðingafélag Islands:
Tveir félagsmenn
sæmdir heiðursmerki
VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís-
Iands er 75 ára um þessar mundir.
í því tilefni var efnt til fagnaðar
á Hótel Sögu. Samkomugestir
voru á fimmta hundrað og hefur
ekki fyrr verið haldin svo fjöl-
menn hátíð á vegum félagsins.
bruggunartækni. Hann vann á því
sviði í Þýskalandi, Danmörku og á
íslandi um 11 ára skeið, en réðst
síðan til starfa sem framkvæmda-
stjóri hjá Verkfræðingafélagi ís-
lands árið 1953. Á þeim vettvangi
hefur hann unnið samfellt síðan.
Valdimar Bjömsson jarðsett
ur í Minneota á laugardag
ÚTFÖR Valdimars Björnssonar
fyrrverandi fjármálaráðherra í
Minnesotafylki í Bandaríkjunum,
fór fram síðastliðinn laugardag
í fæðingarbæ hans, Minneota, en
þar var helsta íslendingabyggð
í fylkinu á árum áður.
Minngarathöfn um Valdimar var
haldin í höfuðborg fylkisins,
Minneapolis, á fostudaginn og var
kirkjan sem athöfnin fór fram í
troðfull. Flaggað var í hálfa stöng
við stjórnarbyggingar í borginni.
íslenska ríkisstjómin sendi krans
fyrir milligöngu sendiráðsins í Was-
hington, og mjög margir komu til
að votta hinum látna hinstu virð-
ingu sína. Hreinn Líndal söngvari
söng sálma á íslensku við athöfnina
og einnig íslenska þjóðsönginn.
Útför Valdimars fór síðan fram
daginn eftir í smábænum Minneota
sem er í um 170 kflómetra fjarlægð
frá Minneapolis. Þar var stærsta
íslendinganýlendan í fylkinu á
sínum tíma og var Valdimar fæddur
þar og uppalinn. Jafnframt jarðar-
förinni fór fram minningarathöfn í
gömlu íslensku kirkjunni í bænum
sem verður 100 ára gömul í sumar.
Að sögn Harðar H. Bjamasonar
sendifulltrúa, sem viðstaddur var
jarðarförina fyrir hönd íslenska
sendiráðsins í Washington, var
kirkjan full meðan á athöfninni
stóð. Valdimar var jarðsettur í
kirkjugarði þar sem nær eingöngu
íslendingar eru jarðsettir.
Valdimar Bjömsson var áttræður
að áldri þegar hann lést 10. mars
síðastliðinn. Foreldrar Valdimars
vom íslenskir innflytjendur og 12
ára gamall hóf hann vinnu við viku-
blaðið Minnesota Mascot sem faðir
hans, Gunnar Bjömsson, gaf út.
Valdimar vann síðan sem blaða- og
útvarpsmaður þar til hann var kos-
inn fjármaálráðherra í Minnesota
fyrir Republikanaflokkinn árið
1950 og var endurkjörinn í öllum
kosningum til ársins 1974 en þá
dró hann sig í hlé.
I dagblaðinu Minneapolis Star
and Tribune er haft eftir Rudy
Perpich ríkisstjóra að Valdimar
hefði verið einn vinsælasti og virt-
asti forustumaður Minnesotafylkis.
„Hann þjónaði embætti sínu með
heiðri og sóma og heiðraði flokk
sinn um leið.“
Á þessari 75 ára afmælishátíð
voru tveir félagsmenn sæmdir heið-
ursmerki Verkfræðingafélags ís-
lands, þeir Hinrik Guðmundsson
verkfræðingur og dr. Sigmundur
Guðbjarnarson efnaverkfræðingur.
Hinrik Guðmundsson verkfræð-
ingur er fyrsti íslenski verkfræðing-
urinn sem varð sérfræðingur í
Dr. Sigmundur Guðbjamason,
prófessor, á að baki starfsferil sem
vísindamaður og háskólakennari. Að
loknu doktorsprófí var hann um
skeið yfírverkfræðingur hjá Se-
mentsverksmiðju ríkisins, en starf-
aði síðan í einn áratug sem
háskólakennari í lífefnafræði í
Bandaríkjunum. Dr. Sigmundur er
nú rektor Háskóla íslands.
Talið frá vinstri: Hinrik Guðmundsson, dr. Sigmundur Guðbjarnason
og Pétur Maack formaður VFÍ.