Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
Vel skal vanda
vo bregðast krosstré og nú ætla ég
ekki að ræða um Albert, nei, um
smá skrik á hinu hála svelli tungunn-
ar. Í gær hraut eftirfarandi setning
úr orðabelgnum: Ef kirkjan á ekki
að daga uppi í heimi upplýsingabylt-
ingarinnar... Hvað er rangt við
þessa setningu kann nú einhver að
spyrja? Jú, hinir ágætu prófarkales-
arar Morgunblaðsins, er vinna sitt
mikla þurftarverk í kyrrþey, björg-
uðu fyrir hom: Ef kirkjuna á ekki
að daga uppi. . . Auðvitað alveg
hárrétt hjá prófarkalesurunum að
hér á þolfallið betur við en svona
sækir nefnifallið á í hinu daglega
spjalli að undirritaður taldi kirkjuna
óalandi í þolfallinu. Hugsið ykkur
hvemig málið breytist nánast ósýni-
lega og einfaldast við hvert skref
uns við máski hættum að nenna að
beygja orðin en notum bara nefni-
fallið. Ég segi fyrir mig að ég hafði
marglesið textann en ekki fellt mig
við þolfallsmyndina.
En ég nefni þetta hér til að sýna
fram á metnaðarfull vinnubrögð
íslensks dagblaðs þar sem menn
ganga út frá þeirri frumreglu að
betur sjá augu en auga. Annars
greinir menn oft á um beitingu
íslensks máls hvort þar á málhefðin
að ráða siglinu eða nýir vindar að
blása í seglin jafnvel af fjarlægum
ströndum. En nú er ég loksins kom-
inn að kjarna málsins: Hver er
málstefnaíslenskra ljósvakamiðla,
er þar vakað yfír hveiju orði líkt og
hjá handritalesurum Morgunblaðs-
ins eða ræður kylfa kasti. A ríkisút-
varpinu er töluverður metnaður fyrir
hönd íslensks máls, þulir yfírleitt
skýrmæltir og réttmæltir en verður
hið sama ætíð sagt um ríkissjón-
varpið og Bylgjuna? Ég læt ykkur
um að svara þeirri spumingu.
Albert
Og þá er það hann Albert . 4-4
í símatíma Páls á Bylgjunni í gær
og þá er eingöngu tekið mið af þeim
sem voru með og á móti. Ég ætla
að sjálfsögðu ekkert að fjalla um
Albertsmálið hér enda ekki ráðinn
til að fylla slúðurdálk en ég get ekki
stillt mig um að minnast á dálítið
kostulegt atvik er átti sér stað í sjón-
varpsstofunni í fyrrakveld. Þannig
var að ég hafði stillt myndbandstæk-
ið á fréttatíma ríkissjónvarpsins til
að missa ekki af beinu línunni á
Stöð 2 en sú hefst einmitt klukkan
20:00. Klukkan 20:15 svissaði ég
svo aftur yfír á myndbandið í þeirri
von að fregna frekar af Albertsmál-
inu. Um stund leitaði ég á bandinu
en fann ekkert nema nöturlega stilli-
myndina. „Hvers á Ingvi Hrafn að
gjalda?" varð mér að orði og svo les
ég eftirfarandi viðtal við Ingva á
annarri síðu fímmtudagsmoggans.
„Já, það er rétt. Fréttastofan lagði
það til við framkvæmdastjóra sjón-
varps og útvarpsstjóra, að blaða-
mannafundur Þorsteins Pálssonar
yrði sýndur í sjónvarpinu í gærkvöld
ásamt öðrum fréttum, sem við vorum
að vinna að, viðtali við forsætisráð-
herra og ummælum Alberts frá
okkar manni í Kaupmannahöfn.
Þessu var þó alfarið hafnað ... Við
mátum það þannig, að hér væri um
að ræða stórpólitíska frétt en fram-
kvæmdastjórinn og útvarpsstjóri
höfnuðu því á þeirri forsendu, að
hún væri ekki nægilega stór til að
réttlæta opnun á fimmtudegi."
Já, sitt sýnist hveijum en ég hefði
nú haldið að það væri fréttastjórans
að kveða á um fréttagildið, annars
líður víst senn að því að sjónvarpið
sendi út á fímmtudögum — hvað
tefur? Rúsína Albertsmálsins sann-
færði mig um að ef ríkissjónvarpið
ætlar sér að halda forystu á frétta-
sviðinu verður það að skjóta inn
stuttum fréttatíma 5-10 mínútna
löngum klukkan 18:00 dag hvem.
Staðreyndin er sú að fréttimar bíða
ekki eftir sjónvarpsáhorfendunum.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Harvey
Rás 1:
„Góðan dag
góðir hlustendur"
■I Harvey nefnist
40 svarthvít gam-
anmynd sem er
á dagskrá sjónvarps í
kvöld. Myndin er frá árinu
1950 og er gerð eftir sam-
nefndu leikriti eftir Mary
Chase. Efni myndarinnar
er á þá leið að ekkja býr í
bæ einum ásamt bróður
sínum. Þykist bróðirinn
hvarvettna sjá mannhæðar
háa kanínu sem hann nefn-
ir Harvey. Kveður svo
rammt að þessum ofsjón-
um hans að systirin gerir
ráðstafanir til að koma
honum á geðveikrahæli en
þá taka málin óvænta
stefnu. Kvikmyndahand-
bókin okkar gefur þessari
mynd eina stjömu og telur
hana lélega.
Pétur Pétursson
■■■■ Það er hinn
7 03 gamalreyndi út-
varpsmaður
Pétur Pétursson sem sér
um þáttinn „Góðan dag,
góðir hlustendur". Pétur
mun kynna morgunlögin
og spjalla við hlustendur
að vanda. Fréttir eru kl.
8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Að loknum lestri for-
ustugreina heldur Pétur
áfram með morgunlögin
fram til kl. 9.00
ÚTVARP
X
LAUGARDAGUR
21. mars
6.45 Veðurfregnir. Bæn
7.00 Fréttir
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur". Pétur Péturs-
son sér um þáttinn. Fréttir
eru sagöar kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veðurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum er lesið úr forustu-
greinum dagblaðanna og
síöan heldur Pétur Péturs-
son áfram að kynna
morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 I morgunmund
Þáttur fyrir börn í tali og tón-
um. Umsjón: Heiödís
Norðfjörð. (Frá Akureyri.)
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregriir
10.25 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir. Tilkynningar.
11.00 Vísindaþátturinn
Umsjón: Stefán Jökulsson.
11.40 Næst á dagskrá
Stiklað á stóru í dagskrá
útvarps um helgina og
næstu viku. Umsjón: Trausti
Þór Sverrisson.
12.00 Hér og nú
Fréttir og fréttaþáttur í viku-
lokin i umsjá fréttamanna
útvarps.
12.45 Veöurfregnir
12.48 Hér og nú, framhald
13.00 Tilkynningar. Dagskrá.
Tónleikar.
14.00 Sinna
Þáttur um listir og menning-
armál. Umsjón: Þorgeir
Ólafsson.
15.00 Tónspegill
Þáttur um tónlist og tón-
menntir á líöandi stund.
Umsjón: Magnús Einarsson
og Olafur Þórðarson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá
16.15 Veðurfregnir
16.20 Leikrit barna og ungl-
inga: „Strokudrengurinn''
eftir Edith Throndsen. Síöari
hluti.
Þýðandi: Sigurður Gunnars-
son. Leikstjóri: Klemens
Jónsson. Leikendur: Borgar
Garðarsson, Jóhanna Norð-
fjörð, Valdimar Lárusson,
Arnar Jónsson, Helga Val-
týsdóttir, Björn Jónasson,
Gísli Alfreösson og Sigurður
Þorsteinsson. (Áður útvarp-
að 1965.)
17.00 Að hlusta á tónlist
24. þáttur. Hvað er invent-
sjón?
Umsjón: Atli Heimir Sveins-
son.
18.00 Islenskt mál
Ásgeir Blöndal Magnússon
flytur þáttinn.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir
19.30 Tilkynn.ngar
19.35 Á tvist og bast. Jón
Hjartarson rabbar við hlust-
endur.
20.00 Harmoníkuþáttur
Umsjón: Einar Guðmunds-
I
LAUGARDAGUR
21. mars
14.00 (þróttir. (slandsmótið í
handknattleik. Bein útsend-
ing frá íþróttahúsinu Digra-
nesi ( Kópavogi þar sem lið
KA og Stjörnunnar eigast
við. 15.45 — Islandsmótiö
I blaki/Úrslit: Þróttur —
Fram. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.00 Spænskukennsla: Habl-
amos Espanol. Níundi
þáttur. Spænskunámskeið í
þrettán þáttum ætlað byrj-
endum. Islenskar skýringar:
Guðrún Halla Tuliníus.
18.25 Litli græni karlinn.
Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
18.35 Þytur í laufi. Sjöundi
þáttur í breskum brúðu-
myndaflokki. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
18.66 Háskaslóöir. (Danger
Bay). — 6. Smyglvarningur-
inn. Kanadiskur mynda-
flokkur fyrir börn og
unglinga um ævintýri við
verndun dýra í sjó og á
landi. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Smellir: U-2 —Seinni
hluti.
Umsjón: Snorri Már Snorrason
og Skúli Helgason.20.
00 Fréttir og veöur
20.30 Lottó.
20.35 Fyrirmyndarfaðir.
(The Cosby Show.) —11. þátt-
ur. Bandarískur gaman-
myndaflokkur með Bill
Cosby í titilhlutverki. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.06 Gettu betur — Spurn-
ingakeppni framhaldsskóla.
Fjögurra skóla undanúrslit
— fyrri þáttur. Stjórnendur:
Hermann Gunnarsson og
Elísabet Sveinsdóttir. Dóm-
arar: Steinar J. Lúðvíksson
SJÓNVARP
og Sæmundur Guðvinsson.
21.45 Harvey s/h. Bandarísk
gamanmynd frá 1950 gerð
eftir samnefndu leikriti eftir
Mary Chase. Leikstjóri
Henry Koster. Aðalhlutverk:
James Stewart, Josephine
Hull og Victoria Horne. I bæ
einum býr ekkja ásamt dótt-
ur sinni, Elwood bróður
sínum og boðflennu sem
enginn sér nema Elwood.,
Þetta er mannhæðarhá
kanína sem hann kallar
Harvey. Ofsjónir Elwoods
verða svo þrálátar að systir
hans gerir ráöstafanir til
þess að senda hann á geð-
veikrahæli. En margt fer
öðruvlsi en ætlað er. Leikrit-
ið var sýnt í Þjóöleikhúsinu
fyrir um þrjátíu árum og lék
þá Lárus Pálsson aöalhlut-
verkið. Þýðandi Örn Ólafs-
son.
23.25 Dire Straits á Wembley.
Frá hljómleikum sumarið
1985. Mark Knofler og fé-
lagar hans i Dire Straits
rokksveitinni leika gömul og
ný lög.
00.35 Dagskrárlok.
^ísTÖD2
W LAUGARDAGUR
21. mars
§09.00 Lukkukrúttin.
Teiknimynd.
§09.20 Högni hrekkvísi.
Teiknimynd.
§09.40 Penelópa puntu-
drós. Teiknimynd.
§10.05 Herra T.
Teiknimynd.
§10.30 Garparnir.
Teiknimynd.
§11.00 Fréttahornið.
Fréttatími barna og ungl-
inga. Umsjónarmaður er
Sverrir Guðjónsson.
§11.10 Stikilsberja-Finnur.
Mynd i fjórum þáttum, gerö
eftir sögu Marks Twain.
Fjórði og síöasti þáttur.
12.00 Hlé
§16.00 Ættarveldiö
(Dynasty)
Carrington-fjölskyldan kem-
ur fram á sjónarsviðiö aftur.
Tekið er til við réttarhöldin
yfir Steve Carrington, en
Alexis, fyrrverandi kona
hans, vitnar gegn honum.
§16.45 Heimsmeistarinn
að tafli. Fimmti þáttur af
sex. Hinn ungi snillingur,
Nigel Short og heimsmeist-
arinn Gary Kasparov heyja
sex skáka einvígi fyrir sjón-
varp á skemmtistaðnum
Hippodrome í London. Frið-
rik Ólafsson skýrir skákirnar.
§17.10 Koppafeiti II
(Grease 2). Banarísk dans-
og söngvamynd með Mic-
helle Pfeiffer og Maxwell
Caulfield í aðalhlutverkum.
§18.50 Myndrokk.
19.00 Spæjarinn. Teiknimynd.
19.55 Undirheimar Miami
(Miami Vice)
Lögregludeildin fær það
verkefni að gæta frægs
skálds.
§20.45 Kir Royale. Geysi-
vinsæi ný þýsk þáttaröð.
Fylgst er með slúðurdálka-
höfundi og samskiptum
hans við yfirstéttina og
þotuliðið í Munchen.
§21.45 Besta vörnin
(Best Defence)
Bandarísk gamanmynd
með Dudley Moore og
Eddie Murphy í aöalhlut-
verkum.
Dudley Moore leikur mann
sem hannar nýtt stjórntæki
i skriðdreka en Eddie Murp-
hy leikur hermann sem þarf
að stýra skriðdrekanum.
Þessi samsetning er dæmd
til að mistakast.
§23.15 Aftaka Raymond
Graham (Execution of Ra-
ymond Graham).
Bandarísk sjónvarpsmynd
með Jeffrey Fahey og Kate
Reid í aðalhlutverkum._
Myndin sýnir síðustu stund-
ir í Iffi fanga, sem dæmdur
hefur verið til dauða. Hún
er óhugnanlega raunsæ og
snýst um réttmæti eða
óréttmæti þess að beita
dauöarefsingu.
§00.50 Myndrokk
§03.30 Dagskrárlok.
son og Jóhann Sigurösson.
(Frá Akureyri.)
20.30 Ókunn afrek — Kryppl-
ingurinn frá Ouro Petro.
Ævar R. Kvaran segir frá.
21.00 Islensk einsöngslög
Stefán íslandi syngur lög
eftir Sigfús Einarsson, Sig-
urð Þórðarson, Sigvalda
Kaldalóns, Ingunni Bjarna-
dóttur o.fl. Fritz Weiss-
happel leikur með á pianó.
21.20 Á réttri hillu
Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Lestur Passíusálma.
Andrés Björnsson les 29.
sálm.
22.30 Danslög
24.00 Fréttir
00.05 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón örn Marinós-
son.
1.00 Dagskrárlok
Næturútvarp á Rás 2 til kl.
3.00.
LAUGARDAGUR
21. mars
1.00 Næturútvarp.
6.00 I bitiö - Erla B. Skúla-
dóttir.
9.00 Tíu dropar. Gestir Helga
Más Barðasonar drekka
morgunkaffið hlustendum til
samlætis.
11.00 Lukkupotturinn. Bjarni
Dagur Jónsson sér um þátt-
inn.
12.45 Listapopp í umsjá
Gunnars Salvarssonar.
14.00 Poppgátan. Jónatan
Garðarsson stýrir spurn-
ingaþætti um dægurtónlist.
16.00 Við rásmarkið. Þáttur
um tónlist, íþróttir og sitt-
hvað fleira í umsjá Sigurðar
Sverrissonar og íþrótta-
fréttamannanna Ingólfs
Hannessonar og Samúels
Arnar Erlingssonar.
17.00 Gullöldin. Guðmundur
Ingi Kristjánsson kynnir
rokk- og bftlalög.
18.00 Savanna, Rió og hin
989
'BYL GJANj
“LAUGARDAGUR
21. mars
08.00—12.00 Valdís Gunnars-
dóttir. Valdís leikur tónlist
úr ýmsum áttum, lítur á það
sem framundan er hér og
þar um helgina og tekur á
móti gestum. Fréttir kl.
08.00 og 10.00.
12.00—12.30 í fréttum var
þetta ekki helst. Randver
Þorláksson, Júlíus Brjáns-
son o.fl. bregða á leik.
12.30—15.00 Ásgeir Tómas-
son á léttum laugardegi.
öll uppáhaldslögin á sínum
stað. Fréttir kl. 12.00 og
14.00.
16.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson leikur 40 vinsæl-
ustu lög vikunnar. Fréttir kl.
16.00.
17.00—19.00 Laugardags-
popp á Bylgjunni með
Þorsteini Ásgeirssyni. Frétt-
ir kl. 18.
19.00-21.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir lítur á atburði
sfðustu daga, leikur tónlist
og spjallar við gesti.
21.00—23.00 Anna Þorláks-
dóttir í laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir kvöld-
trióin. Svavar Gests rekur
sögu islenskra söngflokka í
tali og tónum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Ungæöi. Hreinn Valdi-
marsson og Siguröur
Gröndal senda hlustendum
tóninn og láta flest flakka.
20.00 Rokkbomsan — Þor-
steinn G. Gunnarsson.
21.00 Á mörkunum. Jóhann
Ólafur Ingvason kynnir létt
lög.
22.00 Fréttir.
22.05 Snúningur. Vignir
Sveinsson kynnir gömul og
ný danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp.
Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00,
9.00, 10.00, 12.00 og
16.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
AKUREYRI
18.00—19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5.
Um að gera
Þáttur fyrir unglinga og
skólafólk.
ið með tónlist sem engan
ætti að svíkja.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson nátthrafn Bylgj-
unnar heldur uppi stans-
lausu fjöri.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gisla-
son leikur tónlist fyrir þá
sem fara seint í háttinn og
hina sem fara snemma á
fætur.
ALFA
iriatiltg ÉtvufMtM.
FM 102,9
LAUGARDAGUR
21. mars
10.30 Barnagaman. Þátturfyr-
ir börn með ýmsu efni.
Stjórnendur: Eygló Haralds-
dóttirog Helena Leifsdóttir.
11.30 Hlé.
13.00 Skref i rétta átt. Stjórn-
endur: Magnús Jónsson,
Þorvaldur Daníelsson og
Ragnar Schram.
14.30 Á óskalistanum. Óska-
lagaþáttur f umsjón Hákon-
ar Muller.
16.00 Hlé.
22.00 Vegurinn til lífsins.
Stjórnandi: Sr. Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
24.00 Tónlist.
4.00 Dagskrárlok.