Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ1987 Autohaus Hamburg St. Georg Útflutningur á bílum til íslands án vandræða! Viðráöanlegt verð! Beint frá Þýskalandi! Mercedes Benz — BMW — Audi eru dœmi um bfla af yfir 300 bila lager okkar. Árg.rð VarS fré DM DB-190+190E ■83—86 19.900,- DB-230EW-123 13.900,- DB-280SE '76—'79 6.490,- DB-280SE *80—'85 17.560,- DB-280TE '79—'83 15.990,- Audi lOOcc-CD '83—'87 13.500,- BMW316-323Í '83—'85 12.550,- Allir bflar í miamunandi litum, t»ki fylgja, með/án sjálfskipt- ingar. Við seljum alla bíla á nettó/útflutnin^s- verði. Öll nauðsynleg pappírsvinna Innífalin. Heimsækið okkur eða hafið samband f sfma. Enskumæl- andi sölumenn munu reyna að verða við öllum ykkar ósk- um í sambandi við bflavið- skipti. Autohaus Hamburg St Qeorg Steindamm 51, 2000 Hamburg 1, West-Germany. Tel. 40 243212-13 eða 241166-69. Teiex: 2165703 wk d. VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK Samband ísl. Lokasamkomur vikunnar verða í húsi KFUM og KFUK á Amtmannsstíg 2B í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Fjöl- breytt dagskrá, sjá nánar „Félagslíf" hér í blaðinu. Komið, verið með og kynnist kristniboðinu. Allir velkomnir. Bókamarkaður bókaútgáfunnar Salt og bókagerðarinnar Lilju opinn eftir sam- komurnar. Munið póstgíróreikning Kristniboðs- sambandsins nr. 651001. Við höfum þörf fyrir þinn stuðning líka kristniboðsfélaga. Bladburöarfólk óskast! AUSTURBÆR Þingholtsstræti o.fl. Sóleyjargata Laufásvegur 2-57 Hverfisgata 4-62 o.fl. Hvassaleiti 77-157 (staka talan) Ópera á íslensku - stórkostleg fjöl- skylduskemmtun eftirBaldur Sigurðsson Nú er sú tíð liðin að sérvitringar einir og menntasnobbarar sæki Óperuna. Sú skoðun hefur lengi verið lífseig að þangað kæmu áheyrendur til þess eins að hlusta á tónlistina, enda væri söngtextinn í raun aukaatriði og í flestum tilfell- um best að halda honum leyndum. Áhorfendur í íslensku óperunni þurfa ekki að fara í grafgötur um að librettó Antonio Ghislazoni (Ant- ons Gíslasonar?) í óperunni Aidu er meistaraverk. Efni óperunnar gefur ekkert eftir þeim bókmennta- verkum sem best þykja þótt miðað sé við íslendingasögur, Shakesjie- are eða Halldór Laxness. Ást, fjölskyldubönd og ættjarðartryggð takast á um aðalpersonumar, Aida og Radames, en Amneris, hin vemdaða og ofdekraða dóttir fara- ós, breytist með dramatískum hætti í lok verksins úr unglingsstelpu í fullþroska konu og mannveru. Eins og kýnnt var í Morgun- blaðinu þann 28/2 síðastliðinn hefur sú nýbreytni verið tekin upp við sýningar íslensku óperunnar á Aidu, að íslenskt ágrip af söngtext- anum er sýnt á tjaldi til hægri og hliðar við sviðið um leið og sýning- in fer fram. Þetta var gert með öflugum stuðningi Sólar hf. og Auk hf. auk þess sem Myndverk hf. veitti sérfræðilega og tæknilega ráðgjöf. Hugmyndin var sú að gera ópemna aðgengilegri, en sungið er á ítölsku eins og kunnugt er. Undirtektir áhorfenda á fyrstu ljórum sýningunum voru kannaðar með atkvæðagreiðslu og koma fram í töflunni hér að neðan. Spurt var annars vegar um afstöðu áhorfand- ans til textunar við ópem yfirleitt, en einnig var spurt um hversu til þætti hafa tekist um framkvæmd- ina í Gamla bíói. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var allgóð. Við innganginn fengu næstum allir atkvæðaseðla, sem þeir síðan skiiuðu í kassana í seinna hléi eða eftir sýninguna. Um 29—34% gengu út með seðlana í vasanum án þess að kjósa. Það er ekki trúlegt, að þar hafí verið fleiri andsnúnir textun en meðal þeirra sem neyttu atkvæðisréttar síns. Eins og fram kemur í töflunni studdu 95% af þeim áhorfendum, sem greiddu atkvæði, hugmyndina um textun ópem og 90% fannst vel að framkvæmdinni staðið. Stjóm Íslensku óperunnar hefur þegar tekið ákvörðun um, að sýn- ingar á Aidu verða áfram textaðar. Reyndar er erfitt, eftir jafn afdrátt- arlausa niðurstöðu, að hugsa sér ópemsýningar hérlendis án texta. Erlendis hefur sums staðar orðið mikið fjaðrafok vegna þessarar ný- breytni, þó ekki meðal hinna almennu áheyrenda, heldur innan- húss og mest í óperuhúsum með langa hefð eins og Covent Garden. Þar hafa t.d. ritstjórar tímaritsins Opera haldið út í heilagt stríð gegn textunum. íslenskir áhorfendur virðast ekki jafn herskáir. Væri ekki ráð að koma til móts við framtak íslensku óperunnar og gefa eldri bekkjum gmnnskólans kost á að sjá Aidu?“ Operan hefur aldrei verið jafn aðgengileg, aldrei jafn glæsileg og aldrei jafn vinsæl meðal almennings. Einn sjö ára pjakkur orðaði hug sinn svo þegar hann kom út af sýningu á Aidu: „Þessi þriðji þáttur var nú einum of spennandi." Ráðamenn: Er ekki tími til að bjóða æsku landsins upp á eitthvað almennilegt? Höfundur er kennari í Kennaraháskólanum. Skoöanakönnun um textun óperu SPURNIIMG 1 Hvað finnst þér um að sýna efniságrip af söngtextanum við i óperuflutning? 1/3 6/3 8/3 13/3 Alls % Afhentir 410 421 410 385 1636 Skilað 321 310 280 256 1167 71,3 Með 303 281 270 256 1110 95,1 Móti 15 23 7 1 46 3,9 Veit ekki 2 3 3 0 8 0,7 Auðir + ógildir 1 3 0 0 4 0,3 SPURNIISIG 2 Hvernig finnst þér textun Aidu koma út? (framkvæmdin) 1/3 6/3 8/3 13/3 Alls % Afhentir 420 421 410 385 1636 Skilað 276 273 273 256 1078 65,9 Vel 261 239 239 233 972 90,2 llla 9 20 18 4 51 4,7 Veit ekki 6 14 16 12 48 4,4 Auðir + ógildir 1 3 3 0 7 0,6 Kaffi- og merkjasöludagur í Langhoítskirkju á sunnudag ÞEIR hafa verið heitir margir bakarofnarnir í Langholts- prestakalli síðustu dægrin, því að á morgun, sunnudag, efnir kvenfélag sóknarinnar til fjár- öflunar fyrir kirkju sína, með kaffi- og merkjasölu. Ár eftir ár hafa þær konumar rétt kirkju sinni miklar gjafir, sem meðal annarra átaka hafa gert starfsstöðina við Sólheima að einni best búnu kirkjumiðstöð sem þekk- ist hér á landi. Víst hefir þetta kostað mikið og enn eigum við mik- ið eftir að greiða. Þetta gera konumar sér ljóst og vilja leggja sitt til, að við getum greitt kirkjuna okkar að fullu. Það tekst okkur, ef við stöndum saman. Því hvet ég þig til þess að taka þátt í átaki dagsins með þeim. Af reynslu get ég fullvissað þig um, að lostæti verður með kaffinu og með því að njóta þess ert þú að styrkja gott og merkilegt starf. En þær gera meira konumar en hella á könnur og bera fram með- læti þennan dag. Þær ganga í kirkju sína kl. 14.00 og þar mun Ragn- heiður Finnsdóttir kennari flytja stólræðu og Kristjana Kristjáns- dóttir og Laufey Bjamadóttir annast lestra dagsins. Engan þarf að minna á kór kirkjunnar, svo ég ÁRNI Siguijónsson bókmennta- fræðingur heldur fyrirlestur á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, i dag, 21. mars. Fyrirlesturinn nefnist hika ekki við að fullyrða, að hátíð verður í Langholtskirkju á morgun. Komdu inn úr kuldanum og taktu þátt i þessu með okkur, já, eigðu með okkur helga stund, og drekkum síðan síðdegiskaffið saman. Hafi Kvenfélagið þökk fyrir frá- bært starf, allt frá fyrstu tíð, og framréttu hendumar sínar nú. Sig. Haukur „Likön í bókmenntafræði". Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00 í stofu 101, Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands. Öllum er heimill aðgangur. Fjallað um „líkön í bókmenntafræði“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.