Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Umsjón/Vilmar Pétursson • Sjötti flokkur Stjörnunnar. Þeir eru Andri Arnaldsson, Gunnar Gunnarsson, Sveinn Sveinsson, Jón Guðni Ómarsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Magnús Jónsson, Jón Haukur Baidvinsson, Ragnar Árnason, Sigurður Sigurbjörnsson, Ragnar Hilmarsson, Kristinn Pálsson, Hugi Guðmundsson og Hörður Jóhanns- son. Á myndina vantar Einar B. Jónsson. Höfum lagt áherslu á skot og vörn — segja handboltastrákarnir í 6. flokki Stjörnunnar STJARNAN úr Garðabæ tryggði sér rétt til að leika í úrslitariðli íslandsmótsins í 6. flokki þegar þeir unnu 2. deildina glæsilega um seinustu helgi. Þeir voru að vonum kátir Stjörnustrákarnir þegar þeir löptu Svala og borðuðu lakkrísdraum sem ánægður stuöningsmaður þeirra gaf þeim þegar þessi áfangi var í höfn. „Það er náttúrlega fínt að fá Lakkrísdraum og Svala en það væri nú samt ennþá betra að fá verðlaunapeninga eftir úrslita- keppnina," sögðu strákarnir sigur- reifir. Kapparnir voru spurðir hvort leikirnir í 2. deildinni hefðu verið erfiðir. „Nei, þetta var nú ekkert ofboðslega erfitt, við unnum alla leikina létt. Við höfum æft vel í vetur og bjuggumst alveg eins við að vinna deildina. í forkeppninni gekk okkur ekki eins vel, þar töp- uðum við tveimur leikjum og þess vegna lékum við í 2. deild núna,“ svöruðu þeir. Næst barst talið að möguleikum þeirra í sjálfri úrslitakeppninni. „Við reynum náttúrlega að vinna. Að undanförnu höfum við lagt mikla áherslu á skot og vörn því það hafa verið okkar veikustu hliðar. í vörninni förum við of mik- ið út á móti mönnunum og þá opnast oft vörnin á bak við okkur. Ef okkur tekst að bæta það ættum við alveg að eiga möguleika því sóknin hjá okkur er góð. Það eru KR og Breiöablik sem verða erfið- astir í úrslitunum því að í þeim liðum eru margir strákar sem erfitt er að stoppa. í fyrra lentum við í 2. sæti en við höfum nú misst marga góða menn síðan þá því þeir eru komnir uppí 5. flokk. Við hinir höfum lært margt síöan í fyrra og höfum góða þjálfara þannig að við ættum alveg að geta náð í verðlaunapening," svöruðu strák- arnir og voru greinilega ákveðnir að mæta sterkir og vel undirbúnir í úrslitin. Ekki ætti úthaldsleysi að verða strákunum neinn þröskuldur að góðum árangri því auk handbolt- ans æfa flestir ef ekki allir þeirra einnig fótbolta og æfa stíft, að eig- in sögn. Hverjir skyldu fagna Ísiandsmeistaratitli seinnipartinn á sunnudaginn. MorgunblaAið/VIP Einar Þorvarðarson: Bjóst ekki við góðum árangri FYRIRLIÐI sjötta flokks HK var að sjálfsögðu ánægður eftir að lið hans hafði tryggt sér 2. sæti 2. deildar íslandsmótsins í hand- knattleik og þar með rétt til þáttttöku í úrslitabaráttunni um Islandsmeistaratitilinn. Hinn káti fyrirliði heitir ekki ómerkara handboltanafni en Einar Þorvarðarson. „Ég er mjög ánægður því eiginlega bjóst ég ekki við svona góðum árangri núna. í fyrra urðum við (slands- meistarar en síðan hafa margir af þeim strákum gengið upp í 5. flokk.“ Núna þegar úrslitaslagurinn um íslandsmeistaratitilinn nálgast var forvitnast um það hjá Einari hvern- ig tilfinnig það hefði verið í fyrra að standa uppi sem sigurvegari eftir allt erfiði vetrarins. „Það var ofsalega gaman. Á laugardeginum á eftir fórum við á Tommaborgara og svo fórum við allir í bíó. Allir voru að óska manni til hamingju og svona," sagði kappinn. En ekki þýðir að gleyma sér yfir endurminningunum því annar slagur er í augsýn. „Við höfum æft þrisvar í viku í vetur og helst æft „fitturnar" og vörnina. Vörnin er núna oröin sterkasti hluti liðsins en við þyrftum að bæta sóknina svolítið. Við náum ábyggilega að fínpússa ýmislegt fyrir úrslita- keppnina. í forkeppninni gekk okkur mjög illa en núna hefur okk- ur gengið miklu betur. Við unnum alla okkar leiki nema gegn Stjörn- unni sem eru sterkir," sagði Einar að lokum. Morgunblaðið/VIP 9 Þeir hafa mátt þola marga skothríðina markmennirnir Eggert Gíslason og Jónas Stefánsson. Erfiðast að verja niðri MARKVERÐIR í handbolta eru oft ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu þrátt fyrir að á stundum geti þejr orðið helstu hetjur liða sinna. í sjötta flokki eru margir efnilegir markmenn. Þeirra á meðal eru þeir Eggert Gíslason, Fylki, og Jónas Stefánsson, FH. Allir markmenn eiga í meiri erf- iðleikum að verja ákveðna hluta marksins en aðra. Jónasi finnst erfiðast að verja skot niðri en Egg- ert á verst með að koma í veg fyrir mörk þegar skotin koma uppí hornin. „Við erum alltaf á fullu allar æfingar en þeir sem spila úti fá hvíld öðru hvoru. Við þurfum líka að vera liðugir," sögðu markmenn- irnir þegar þeir voru beðnir að bera sína stöðu saman við annarra í liðunum. Báðir hafa þeir alltaf spilað stöðu markvarðar en þrátt fyrir það hafa þeir skorað mörk á æfingum með því að henda þvert yfir völlinn og yfir hinn markmann- inn. Jónas er að íhuga að hætta sem markmaður næsta vetur en Eggert er ákveðinn í að halda ótrauður áfram. Strákarnir voru látnir spá um hvar þeirra lið lentu í íslandsmót- inu. Eggert bjóst við að hann og félagar hans myndu verma 3.-4. sætiö. Jónas taldi 3. sætiö líkleg- ustu staðsetningu FH-inga. „Baráttan um titilinn verður milli Víkings og Breiðabliks," sögðu markmennirnir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.