Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 „ÞETTA var hálfóhugnanlegt. Norðaustan bræla og vélin bil- uð um eina og hálfa milu frá briminu við vamargarðinn á Rifi. Okkur leizt engan veginn á blikuna, en það bjargaði okk- ur að við vorum djúpt fyrir. Við kölluðum strax á aðstoð og settum legufærið út og það hjálpaði mikið. Síðan komu tveir bátar að okkur og annar þeirra dró okkur inn til Rifs. Þetta fór því allt vel, þökk sé lagni skipstjóranna á Jóa i Nesi og Ólafi Bjarnasyni,“ sagði Jó- hannes Jóhannesson, skipstjóri á GuUtoppi frá Ólafsvík, í sam- tali við Morgunblaðið. Gulltoppur var að koma inn til Ólafsvíkur úr róðri um miðjan dag í gær í mjög slæmu veðri er vélin bilaði utan við Rif. Skipstjórinn kallaði strax á aðstoð og bátamir „Leizt ekki á blikuna“ Gulltoppur SH 174 Morgunblaðið/Snorri Snorrason Gulltoppur SH dreginn til hafnar með bilaða vél Jói í Nesi og Ólafur Bjamason komu þegar að Gulltoppi. Jói var inni í Rifshöfn, en Ólafur að koma úr róðri. Vegna þess hve veðrið var slæmt var skipstjórinn á Jóa í sambandi við Gulltoppinn til að fylgjast með því hvemig honum reiddi af í brælunni og var þvi tilbúinn, þegar kallið kom. Þokka- legt sjóveður var í gærmorgun við Breiðafjörðinn, en bátamir voru að veiðum sunnan við Öndverðar- nes, þar sem betra var í sjóinn. Um klukkan 10 byrjaði að bæta í veðrið með ísingu. Jóhannes sagði, að þegar Jói í Nesi hefði komið að þeim hefðu þeir verið um eina mílu frá landi. Skipstjórinn á Jóa, Pétur F. Karls- son, og áhöfn hans hefðu komið spotta um borð og byijað að toga í Gulltoppinn. Á sama tíma hefði Erlingur Jónsson og hans menn á Ólafi komið sleftóginu jrfir líka. Tógið hjá Jóa hefði slitnað, en hitt haldið og því öllu verið borg- ið. „Það var fyrst og fremst fyrir snarræði þessara manna, sem við björguðumst. Annars hefði getað farið illa, því við voram í tals- verðri hættu,“ sagði Jóhannes. Gulltoppur er eikarbátur, 21 lest að stærð og 6 era í áhöfn. Þess má geta að báturinn Jói í Nesi heitir eftir föður Jóhannesar á Gulltoppi. Búvörusaimiingar til fjögurra ára NÝIR búvörusamningar um sauðfjár- og uyólkurafurðir voru undirritaðir i gær. Þeir gilda tii fjögurra ára og er i þeim gert ráð fyrir sömu sauðfjárfram- leiðslu og nú er, 11.000 tonnum á ári, sem svarar til 7 milljarða króna. Mjólkurframleiðsla verð- ur aukin um 2%, úr 102 millj. lítra á ári i 104 millj. litra. Samningurinn tekur gildi 1. sept- ember 1988 og gildir til 31. ágúst 1992. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, sagði er hann kynnti blaðamönnum samninginn í gær að með samningnum vonuðust menn að hægt yrði að koma á jafnvægi í framleiðslu, eftirspum og birgða- söfnun í lok samningstímabilsins. Nýju búvörasamningamir vora gerðir á grandvelli búvöralaganna frá 1985, en síðan þá hafa verið gerðir tveir búvörasamningar, hvor til tveggja ára. Sjá nánar á bls. 36 Arekstrar í Kömbum vegna dimmviðris ROK OG skafrenningnr ollu talsverðum umferðarvandræð- um víða um land í gær. Verst var ástandið á Hellisheiði og í Kömbum á Suðurlandi þar sem talsvert margir árekstrar urðu vegna þess að snjókófið var svo blint að bílstjórar sáu ekki út. Ekki er samt vitað til að slys hafi orðið á fólki. Færð var farin að spillast víða á sunnan- og vestanverðu landinu í gærkvöldi. Lögreglan í Keflavík sagði í gærkvöldi að við lægi að ófært væri á götum bæjarins og nokkrir smávægilegir árekstrar hefðu orðið. Sömu sögu var að segja í Hafnarfirði og á Akranesi. Á Hvolsvelli höfðu engin óhöpp orðið í gær og engir höfðu lent í vandræðum að minnsta kosti þar til hætt var að moka götur klukk- an 20. í Vestmannaeyjum hafði lítið hreyft vind en þar var orðinn talsverður snjór að sögn lögreglu sem taldi að lítið mætti útaf bera. Indriði og Ingvar Gíslason ráðnir ritsljórar Tímans Indriði G. Þorsteinsson og Ingvar Gíslason hafa verið ráðn- ir ritstjórar við dagblaðið Tímann. Auk þeirra verður Níels Ámi Lund áfram ritstjóri blaðsins. Indriði G. Þorsteinsson, rithöf- undur, var áður ritstjóri Tímans um árabil, en Ingvar Gíslason hefur verið alþingismaður um ára- bii og menntamálaráðherra eitt kjörtímabil. Þeir he§a báðir störf á mánudag. í samtali við Morgunblaðið sagði Indriði G. Þorsteinsson að frá því hefði verið gengið að hann yrði ábyrgðarmaður blaðsins þann tíma sem hann starfaði þar, en hinsvegar ætlaði hann aðeins að sitja í ritstjórastólnum fram að næstu áramótum. Um aðra verka- skiptingu milli ritstjóranna þriggja sagðist Indriði ekki vita. Indriði sagði að hann kæmi inn á blaðið rétt fyrir kosningar og fram að þeim tíma yrði lítið hægt að gera annað en prenta kosn- ingamál. Blaðið hefði einnig takmörkuð Qárráð og því ekki hægt áð gera miklar rósir. Menn myndu þó reyiiá að vera frískir og gera ýmsa hluti sem gætu verið til bóta. Indriði sagði að við- horfin nú væra allt önnur en þegar hann hætti á Tímanum árið 1972. Þá hefði aðalslagurinn um frétt- imar verið við Morgunblaðið en nú væru sjónvarpsstöðvar og út- varpsbylgjur með veðurfréttir á klukkutíma fresti. Fjölmiðlamir væru orðnir allt of margir í ekki stærra samfélagi. „Ég hef þó hug- myndir um hvemig hægt er að komast svolítið framhjá þessari ógurlegu fréttamiðlun og held að við á Tímanum þurfum ekki að fara í þessa „veðurfrétta- mennsku" sem er á öllum þessum §ölmiðlum,“ sagði Indriði G. Þor- steinsson. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: „Þorsteinn hefur ekkert vald til að setja mig af“ - Kemur heim í dag og segist ekki vita til þess að fundur hans og Þorsteins hafi verið ákveðinn ALBERT Guðmundsson íðnað- arráðherra segir sína afstöðu varðandi afsögn með öllu óbreytta. „Ég hef að sjálfsögðu ekki einu sinni leitt hugann að möguleikanum á afsögn," sagði Albert þegar Morgunblaðið hafði samband við hann símieiðis til Kaupmannahafnar undir kvöld í gær. Albert er væntanlegur til landsins síðdegis í dag og segist hann ekki vita til þess að fundur hans og Þorsteins hafi verið ákveðinn við heimkomuna, enda hafi þeir ekki talað saman frá þvi hann fór til Kaup- mannahafnar á miðvikudags- kvöld. Albert var spurður hvað hann myndi gera, ef hann yrði knúinn til þess að segja af sér ráðherra- dómi: „Hver ætti að knýja mig til þess?“ spurði Albert og bætti við: „Ég hef enga trú á að Þor- steinn reyni að knýja mig til afsagnar, enda hefur hann ekkert vald til þess að setja mig af.“ Albert var spurður hvort hann færi í sérframboð ef hann yrði knúinn til afsagnar og út af fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: „Ég hef bara ekki nokkra trú á að slíkt sé inni í myndinni. Þetta kemur mér mjög á óvart og ég fæ ekki séð að nokk- ur ástæða sé til þess að spyrja svona. Ég hef ekki haft nokkra ástæðu til þess að. hugleiða neitt slíkt og það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá nokkram manni að ég er í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og í fyrsta sæti á listan- um í Reykjavík, bæði vegna þess að ég er sjálfstæðismaður og fólk- ið hefur kosið mig. Ég veit ekki til þess að ég hafi brotið flokks- lega af mér, eða brotið af mér yfirleitt," sagði Albert. „Á ég að trúa því að Helgarpósturinn stjómi Þorsteini?" spurði iðnaðar- ráðherra og bætti við: „Mín afstaða er með öllu óbreytt. Ég hef bara verið að vinna mína vinnu sem ráðherra hér úti og ekkert hefur komið upp á, sem breytir því.“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: „Hef auðvítað ráðfært mig við ýmsa aðila“ ÞORSTEINN Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær að hann hefði engu við það að bæta, sem kom fram á fundi hans með fréttamönnum f fyrradag um málefni Alberts Guðmundssonar. Morgunblaðið sneri sér til Þorsteins og spurði hann álits á þeim ummælum Alberts Guðmundssonar á Bylgjunni f gær, að Þorsteinn væri hvorki andlegur leiðtogi hans né faðir, og hann þyrfti ekki að snúa sér til hans með sín persónulegu mál. „Ég hef engu við það að bæta, sem kom fram á fundinum með fréttamönnum. Ég mun bíða með frekari yfirlýsingar þar til ég hef rætt við Albert Guðmundsson," sagði Þorsteinn. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði átt fundi ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum vegna þessa máls: „Ég hef auðvitað rætt við ýmsa aðila um þetta mál og ráðfært mig við þá,“ sagði Þorsteinn, og bætti við: „Það væri auðvitað óeðlilegt að ég ráð- færði mig ekki við flölda manna í máli eins og þessu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.