Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 40
40_______________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Stykkishólmur: Vel heppnuð árshátíð grunnskólans Stykkishólmi. ÞAÐ VAR mjög ánægjuleg stund, sunnudagfinn 15. mars, þegar Grunnskólinn í Stykkis- hólmi hélt sína árshátíð með pomp og prakt. Það var troðfullt félagsheimilið og var auðséð að Hólmarar kunna vel að meta framlag grunnskólans til góðrar skemmtunar, eins og alltaf áður. Höfðu nemendur undir stjórn kennara sinna komið saman fjöl- breyttri og vandaðri dagskrá þar sem hver bekkur hafði sína stund. Hátíðin byijaði með yngstu nem- endum, sem sýndu hvað þeir héfðu lært í vetur, sungu um það og spil- aði yfírkennarinn, Gunnar Svan- laugsson, undir á gítar. Þá voru mánuðimir sýndir, einnig sungnir hreyfísöngvar, nemendur spiluðu á gítara og einnig var þama sjón- varpsþáttur sem saminn var af nemendum og tókst þeim að koma honum vel til skila og var mikil fjöl- breytni í dagskránni. Þannig héldu bekkimir áfram hver af öðrum undir stjórn kennara sinna. Það var röskur og hress drengur sem kynnti atriðin og sá um að allt gengi reglulega fram, enda stóð ekki á neinu. Eitt af því allra besta og kannski það líflegasta voru breytilegir dans- Hver bekkur hafði sína stund í dagskránni sem var fjölbreytt og vönduð. amir og búningar sem vöktu athygli. Því skiluðu nemendur mjög vel. Margt annað var til gagns og fróðleiks sem ekki verður tíundað hér, en yfirleitt var þessi dagskrá hvergi dauð og var gaman að sjá hina ungu nemendur leggja sig fram og eins hvað þau fóru vel með það sem þeim var trúað fyrir. Og er það gott veganesti út á hálan lífsveg þegar skólanum sleppir. Þessar árlegu árshátíðir grunn- skólans hafa skipað sér þann sess í hugum Hólmara að menn vilja ógjama missa af þessari góðu til- breytingu. Foreldrar fjölmenntu og mátti ekki á milli sjá hvorir skemmtu sér betur þeir eða nem- endurnir. Þessi hátíð var svo endurtekin um kvöldið. — Arni Búningarnir vöktu verðskuldaða athyglí. Morgunblaðið/Ámi raðauglýsingar mannfagnaðír é Krabbameinsfélagið * Aðalfundur Krabba- meinsfélags Reykjavíkur Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, mánudaginn 23. mars 1987 og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Að loknum fundi verða kaffiveitingar. Stjórnin. Kópavogur — Kópavogur Konur í Reykjaneskjördæmi Sjálfstæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi heldur fund með öllum konum á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjör- dæmi í Hamraborg 1, 3. hæð, mánudaginn 23. mars kl. 21.00. Kaffiveitingar. Konur mætið allar og takið með ykkur gesti. raðauglýsingar Þjóðmálafundur í Þykkvabæ Boðaö er til almenns stjórnmálafundar i skólanum i Þykkvabæ mánudaginn 23. mars nk. kl. 16.00. Rædd verður staða og stefna þjóðmála, hvað hefur áunnist og hvar er úrbóta þörf. Framsöguerindi flytja þingmennirnir Þor- steinn Pálsson, Árni Johnsen, Eggert Haukdal og Arndís Jónsdóttir kennari, en síðan verða almennar umræður. Fólk er hvatt til að mæta og leggja hönd á plóginn. Sjálfstæðisfélag Rangárvallasýslu. Þingeyingar Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandi eystra boða til almenns fundar um skólamál að Laugum laugardaginn 21. mars kl. 16.00. Frummælendur: Halldór Blöndal alþingismaður og Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari. Allir áhugamenn um framtið Laugaskóla eru hvattir til að mæta. Stjórnmálafundir á Vestfjörðum Frambjóöendur Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi viö kom- andi alþingiskosningar boöa til almennra stjórnmálafunda sem hór segir: Patreksfirði: Sunnudaginn 22. mars kl. 15.00. Tálknafirði: Sunnudaginn 22. mars kl. 20.30. Bildudal: Mánudaginn 23. mars kl. 20.30. Þingeyri: Þriöjudaginn 24. mars kl. 20.30. Flateyri: Þriðjudaginn 24. mars kl. 20.30. Suðureyri: Miövikudaginn 25. mars kl. 20.30. Súðavik: Miðvikudaginn 25. mars kl. 20.30. Boiungarvik: Fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. isafirði: Sunnudaginn 29. marskl. 15.00. Hólmavik: Miövikudginn 1. apríl kl. 20.30. Drangsnes: Miðvikudaginn 1. apríl kl. 20.30. Reykhólar: Fimmtudaginn 2. aprfl kl. 20.30. Á fundinum munu frambjóðendur flytja stuttar framsöguræöur, síðan verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir verða nánar aug- lýstir síöar. „ , Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins Vestfjarðakjördæmi. Akranes — bæjarmálefni Fundur um bæjarmálefni verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu við Heiö- argerði mánudaginn 23. mars 1987 kl. 21.00. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins linæta á fundinn. Allir velkomnir. Stjórn fulltrúaráðs. raðauglýsingar Trúnaðarráð Hvatar Fundur verður haldinn i Valhöll mánudaginn 23. mars kl. 17.30. Gestur fundarins verður Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra. Ræðir hann um stjórnmálaálykt- unina og svarar fyrirspurnum. Fjölmennið. Stjórnin. Kópavogur — F.U.S. Týr Opinn stjórnmála- fundur hjá Tý laug- ardaginn 21. mars kl. 16.00 að Hamra- borg 1, 3. hæð. Skorum á alla að mæta á fundinn og ræða málin. Ræðumenn Ólafur G. Einarsson og Ell- ert Eiriksson. Stjórnin. Kópavogur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er i Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1.—3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá 9.00-19.00. Simsvari er opin allan sólahringinn, simi 40708. Kosningasímar 44017 og 44018. Sjálfboðaliðar óskast. Hafið samband við skrifstofuna. Sjálfstæðisflokkurinn. Skagafjörður — Sauðárkrókur Opnuð hefur verið kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Sæborg á Sauðárkróki, sími 95-5351. Opnunartími fyrst um sinn: virka daga kl. 17.00-22.00, laugardaga og sunnudaga kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri á Sauðárkróki: Björn Björnsson. Sjálfstæðisfélögin. Kópavogur — sjálf boðaliðar á kjördag Þeir sem eru reiðubúnir að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjördag í Kópavogi, hafi samband við skrifstofuna i Sjálfstæðishúsinu, Hamra- borg 1, 3. hæð, símar 40708, 44017 og 44018. Norðurland vestra Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra veröur í Sæborg á Sauöárkróki, sími 95-5351. Kosninga- stjóri: Júlíus Guðni Antonsson. Sjálfstæðisflokkurinn. Skagfirðingar Almennir stjórnmálafundir í Skagafirði verða næstkomandi sunnudag 22. mars: Argarði Lýtingsstaöahreppi kl. 15.00, Höfðaborg Hofsósi kl. 21.00. Pálmi, Vilhjálmur, Karl og Ómar mæta. Allir velkomnir. D-listinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.