Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Svíþjóð: Ýttí stjómin undirólög- leg vopnaviðskipti? Menn voru misvel búnir til að verjast reyksprengjunum. Danmörk: Samtök gegn inn- flytjendum stofnuð Kaupmannahöfn, frá NJ.Bruun, fréttaritara STOFNA átti nýjan stjórnmála- flokk i Danmörku sl. miðviku- dagskvöld, ekkert varð úr flokksstofnun, en mynduð voru samtök er starfa eiga sem þrýsti- hópur á stjórnvöld. Noldtrir þekktir Danir höfðu boðað til fundarins og átti meginmarkmið flokksins að vera að koma í veg fyrir að óæskilegt fólk settist að í Danmörku. Fréttamenn fengu ekki aðgang að fundinum, sem haldinn var í íþróttasal í Virum, einu af úthverf- um Kaupmannahafnar. Nokkur hópur sem andvígur var markmið- um flokksins tilvonandi, safnaðist saman við fundarstaðinn með mót- mælaspjöld, gluggarúður voru brotnar og reyksprengjum var kast- Morgunbladsins. að inn í húsið og á götuna fyrir utan. Kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Fundargestir komust að þeirri niðurstöðu að þar sem safna þarf 25.000 meðmælendum með lista til þess að hægt sé að bjóða hann fram við þingkosningar, væri tíminn of naumur. Ákváðu þeir að stofna samtök til að berjast gegn stefnu dönsku ríkisstjómarinnar varðandi innflytjendur. í fundarboði var lýst yfir áhyggj- um vegna ört vaxandi §ölda útlend- inga í Danmörku, er erfitt ættu með að samlagast þjóðfélaginu og þess krafist að Danmörk væri danskt land fyrir danska þjóð. Þar var einnig tekið fram að fylgismenn nazisma gætu ekki orðið flokks- meðlimir. Stokkhólmi, Reuter. INGVAR Bratt hefur sakað sænsku stjórnina um að aðstoða við og ýta undir ólöglega vopna- flutninga. Fyrri ásakanir Bratts leiddu til þriggja ára rannsóknar á vopnasmygli fyrirtækisins Bo- fors, stærsta vopnaframleiðanda í Svíþjóð. Bratt skrifar í grein, sem birtist í dagblaðinu Dagens Nyheter í gær, að embættismenn utanríkis- ráðuneytisins hafi hjálpað Bofors við að flytja vopn með ólöglegum hætti til landa, sem eru á bann- lista, þar á meðal til írans, Dubai og Bahrain. „Stjómin vill ekkert vita af ólög- legum vopnaflutningum, en slóðin liggur beint inn í utanríkisráðuney- tið,“ skrifar Bratt. Tollverðir og lögregla hófu rann- sókn á vopnaviðskiptum Bofors eftir að Bratt birti skjöl fyrirtækis- ins og sakað það og systurfyrirtæk- ið Nobel Kemi um ólöglegan útflutning að andvirði milljóna doll- ara. Lögreglurannsókninni er lokið og er búist við að skýrsla um málið verði lögð fram í næsta mánuði. Þingnefnd rannsakar nú hvort stjórnmálamenn séu flæktir í þessi viðskipti og nokkrir fyrrum ráð- herrar, sem höfðu viðskipti við útlönd á sinni könnu, hafa neyðst til að bera vitni. Bratt sagði að hin meintu vopna- viðskipti hefðu verið það stór í sniðum að stjómin hlyti að hafa vitað hvað var á seyði. „Stjórnin vill ekki að sannleikur- inn komi fram vegna þess að málið nær inn í raðir æðstu manna í stjórnkerfinu," sagði í grein Bratts. Anders Carlberg, framkvæmda- stjóri móðurfyrirtækis Bofors, Nobel-iðnfyrirtækisins, viðurkenndi á blaðamannafundi á fimmtudag að verið gæti að flugskeyti af ný- justu gerð hefðu verið flutt til Bahrain og Dubai. Hann vildi ekki útskýra hvemig slíkt hefði getað gerst. Carlberg kvaðst einnig sjálfur hafa stöðvað púðursendingu frá Nobel Kemi að andvirði 100 millj- óna sænskra króna (um 600 milljón- ir ísl.kr.), „sem hefði verið talin vafasöm". Hann sagði að starfs- maðurinn, sem bar ábyrgð á pöntuninni, hefði verið rekinn. Hann sagði ekki hvort landið, sem púðrið átti að fara til, hefði verið á bannlista yfir lönd, sem sænsk fyr- irtæki mega ekki selja vopn. Gengi gjaldmiðla London. AP. LITLAR breytingar urðu í gær á gengi dollarsins og er stöðugleiki hans að undanfömu rakinn til fundar fjármálaráðherra sex iðnríkja 22. febrúar sl. þar sem ákveðið var að reyna að draga úr gjaldeyrissveiflum. Ákvörðun Qármálaráðherranna hefur dregið úr spákaupmennsku með gjaldeyri enda er almennt gert ráð fyrir, að seðlabankar ríkjanna grípi strax inn í til að koma í veg fyrir skyndilegar sveiflur. Er það helst, að fjárfestendur hafi snúið sér að breska pund- inu, sem er nú dýrara en það hefur verið 5 fjögur ár. Fyrir það fengust í gær 1,6015 dollarar en 1,6010 á fímmtudag. Dollarinn var í gær jafnvirði 151,53 jena en 151,88 í fyrradag. Staða annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollar var þessi: 1,8325 v-þýsk mörk (1,8330). 1,5340 sv. frankar (1,5533). 6,1000 fr. frankar (6,0995). 2,0695 hol. gyll. (2,0715). 1.302,50 ít. lír. (1.304,50). 1,3095 kan. doll. 1,3205). Fyrir gullúnsuna fengust í gær 404,75 dollarar en 403,90 í fyrradag. John Demjanjuk í réttarsalnum. Hann þykir brosmildur og ber sig vel þrátt fyrir alvarlegar ásakanir. Stríðsglæparéttarhöldin í Israel: Verjendur benda á alvarlegt misræmi Demjanjuk er fimm ir í þýskum skjölum Jerúsalem. AP, Reuter. VERJENDUR Johns Demjanjuk, sem nú er fyrir rétti í Jerúsalem, sakaður um stríðsglæpi, sýndu í fyrradag fram á, að skjólstæð- ingur þeirra er fimm sentimetr- um hærri en fram kemur í skjölum um Ivan grimma. Demj- CDelco HIPPARTS ÞYSKAN, Það er sama hverrar þjóðar bíllinn er. Við eigum varahlutina. JAPANSKAN, SÆNSKAN EÐA EIGUM A LAGER: KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI/BREMSUHLUTI, STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AOALLJÓS, BENSÍNDÆLUR, ÞURRKUBLÖÐ ofl. KREDITKORTA ÞJÓNUSTA FREMSTIR í VARAHLUTUM AMERÍSKAN BÍL. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 sm hærri en seg- um Ivan grimma anjuk er hins vegar með ör neðarlega á baki eins og hinn alræmdi fangavörður í Tre- blinka-búðunum. Demjanjuk er sakaður um að vera fangavörðurinn blóðþyrsti, sem barði og misþyrmdi föngum áður en þeir voru teknir af lífi í gasklefunum í Treblinka. Talið er, að 850.000 gyðingar hafi verið líflátnir þar. Demjanjuk segir, að ákærendumir hafi farið mannavillt, hann hafi verið hermaður í Rauða hemum en fallið í hendur Þjóðveij- um og verið fangi í tvennum stríðsfangabúðum nálægt Tre- blinka. Fangelsislæknirinn Yaakov Sieg- elbaum bar fyrir réttinum í fyrra- dag, að við læknisskoðun á Demjanjuk í febrúar fyrir ári, eftir að hann var framseldur frá Banda- ríkjunum, hefði komið í ljós, að hann var með sjö 'sm langt ör á baki. Þá reyndist hann vera 1,80 sm á hæð. í skjölum frá SS-sveitunum þýsku frá stríðsárunum, lýsingu á Ivan grimma að sögn saksóknar- ans, er getið um sams konar ör en þar er hann sagður vera 1,75 sm hár. John Gill, einn veijenda Demj- anjuks benti á þetta misræmi og spurði hvort nokkur ástæða væri til að ætla, að 66 ára gamall maður væri enn að vaxa. „Nei,“ svaraði Siegelbaum og bætti því við, að líklegra væri, að Demjanjuk hefði gengið nokkuð saman vegna skemmda í hrygg. Þá vakti veijand- inn athygli á öðru öri, sem Demj- anjuk segist hafa fengið í stríðinu, en þess er ekki getið í þýsku skjöl- unum, sem ísraelar fengu frá Sovétmönnum og eru aðaltromp ákæruvaldsins. Demjanjuk heldur því hins vegar fram, að skjölin séu fölsuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.