Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 “48 Minning: Sigríður Þrúður Eiríksdóttir Fædd 5. september 1954 Dáin 11. mars 1987 í dag verður lögð til hinstu hvflu frá Ólafsvíkurkirkju Sigríður Þ. Eiríksdóttir, elskuleg ung kona, sem ég og mínir munu ávallt minnast sem hjartfólginnar frænku sem alltaf var gott að eiga að. Allt- af var hún jafnhlýleg í viðmóti, og gott var að geta leitað til þeirra Siggu og Kidda. Og með þessum fáu orðum vil ég þakka henni alla þá hlýju og traustu vináttu sem hún í gegnum árin hefur auðsýnt mér og mínu fólki. Blessuð sé minning hennar. Elsku Kiddi og Eiríkur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Einnig foreldrum, systkinum og tengdafólki hinnar látnu, og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll í ykkar miklu sorg. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (Vald. Briem) Baddý Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag og alitaf bætast nýir hópar í skörðin... (Tómas Guðmundsson) Skjótt skipast veður í lofti og skammt er oft bilið mili: gleði og sorgar. Hvem hefði órað fyrir því að sama daginn og við fengum að fara heim með yngsta drenginn okkar af fæðingardeildinni, þegar við kvöddum hana við dyr kvenna- deildarinnar, þar sem hún átti að fara f skoðun og ef til vill smávægi- lega aðgerð, að þar værir að hefjast lokakaflinn í lífsbók hennar. Hún varð ekki löng, aðeins rum 32 ár, en hefur þó að geyma sögu einnar af bestu persónum allra lífsbókmennta. Saga hennar Qallaði um alla þá þætti sem prýða gott fólk. Hún fjallaði um hlýju. Hvemig hún tók þeim sem hún kynntist opnum örmum og með geislandi brosi. Hún fjallaði um hjálpsemi. Hvemig hún unni sér ekki hvfldar fýrr en hún hafði leyst úr því sem til hennar var leitað með. Þau verk leysti hún af vandvirkni, því ekkert lét hún frá sér fara nema hún væri viss um að ekki væri hægt að gera betur. Hún var saga gestrisni. Því enginn gestur kom í hennar garð án þess að honum væri hlaðið nægtaborð. Hún var saga ástúðar og umhyggju. Hve annt hún lét sér um alla sína nánustu. Aldrei féll styggðaryrði af vöram í þeirra garð. Hve hún studdi við bakið á manni sínum í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur og lagði allt af mörkum til að stuðla að velgengni hans. Hve heitt hún unni sjmi sínum og gerði allt til að honum liði sem best og ætti sem indælasta ævi. En saga hennar var þó öðra fremur hetjusaga. Ekki hetju víg- vallanna, sem leggur allt í sölumar til að he§a sjálfan sig til skýjanna, heldur var hún saga hinnar sönnu hetju, sem mætti hveiju sem fyrir bar með aðeins eitt að leiðarljósi: Aldrei að gefast upp. Hvort heldur sem var, sem smástelpa heima á Seyðisfírði að salta sfld í fyrsta sinn og aðeins stígvélin stóðu upp úr tunnunni. Hún hætti ekki fyrr en hún hafði Iokið ætlunarverki sínu. Eða þegar fjárhagsvandræði hús- byggjandans steðjuðu að, þá tók hún því með stóískri ró. Það var svo fyrir 8 áram að sá sjúkdómur, sem síðar náði að buga hana, heij- aði fyrst á hana. Því tók hún eins og henni einni var Iagið og náði að rísa upp úr þrengingunum. Síðast- liðið sumar þótti sýnt að hún hefði sigrast á þessum sjúkdómi, en þá dundi reiðarslagið yfrr, nýtt tilfelli, öllu alvarlegra en það fyrra hafði tekið sig upp. Þar með hófst loka- kaflinn, sem endurspeglar allt sem hún hafði að geyma. Hún náði að rísa af sóttarsæng, eftir að líf henn- ar hafði hangið á bláþræði, og heimsækja foreldra sína á æsku- slóðir um jólin ásamt fjölskyldu sinni. Það hafði hún ætlað sér. En baráttunni var ekki lokið. Heilsunni hrakaði og nú var ljóst að ekki varð lengur neitt við ráðið. En í stað þess að hugfallast við slíka fregn tók hún að skipuleggja framtíð fjölskyldu sinnar, svo hún gæti farið fullviss um að hafa geng- ið frá öllu. Hinsta lega var á heimili hennar í Ólafsvík. Þar naut hún umönnun- ar eiginmanns, sonar og nánustu ættingja. Þann 11. mars sl. var saga hennar öll. Hún er nú horfín okkur, og ef Guð gefur munum við hittast á ný þegar okkar kall kemur. En hún lifír áfram í hjörtum okkar og í hugum okkar lifir minning sem aldrei deyr, um yndislega systur og mágkonu. Vitur maður sagði eitt sinn: „Góða vini kveður maður ekki með söknuði, heldur með þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samvistum við þá.“ Við eram þakklát, en við getum ekki haldið aftur af söknuð- inum. En þó hlýtur söknuður okkar aðeins að vera hjóm eitt miðað við þann missi sem eiginmaður og son- ur, þeir Kristinn og Eiríkur, hafa mátt þola. Megi góður Guð styrkja þá í sorg þeirra. „... Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. í djúpi vona þinna og langana felst hin þögia þekking á hinu yfírskilvitlega og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því að hann er hlið eilífðarinnar. Ótt- inn við dauðann er aðeins ótti smaladrengs- ins við konung, sem vill slá hann til riddara...“ (Kahlil Gibran) Ella og Árni. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman í húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hún í rúmi þínu. (Kahlil Gibran.) Ég hélt upp á afmæli mitt sjö- unda mars sl., til mín komu nokkrir mínir nánustu, þar á meðal Kata frænka mín og Ami maðurinn hennar og áttum við saman góða stund. Kvöldið eftir veikist hún skyndi- lega og var flutt í sjúkrahús. Þrátt fyrir góðan vilja og kunnáttu lækna var ekkert hægt að gera annað en bíða. Þann fjórtánda mars var biðin á enda. Katrín Kristjánsdóttir hét hún fullu nafni og var móðursystir mín, raunar var hún mér sem besta syst- ir. Til hennar leitaði ég frá fyrstu tíð, allt frá því ég var lítil stelpa á Felli. Ég get ekki með nokkra móti trúað eða sætt mig við þær stað- reyndir að aldrei geti ég ég framar farið á hennar fund, leitað félags- skapar hennar eða leiðsagnar. Allt frá því að Kata og Ámi Guðmundsson hófu búskap hefur heimili þeirra staðið mér opið. Fyrir rétt tæpum tíu áram fluttu þau hjón að Barrholti 10 í Mofells- sveit, þar bjuggu þau bömum sínum fimm gott og tryggt athvarf, það heimili sýnir glöggt hve mikil hús- móðir Kata var, heimilið var hennar vettvangur. Kötu veittist létt að vinna enda geymi hún ekki til morguns það sem hún gat gert í dag. Lund hennar var einnig létt, hún sló oft á létta strengi í amstri hvers- dagsins, að ég tali nú ekki um á góðra vina fundum. Hér í Mosfells- sveit eignaðist hún marga vini, það batt hana sterkari böndum við sveit- ina. Undanfarin ár vann hún utan heimilis, fyrst á Reykjalundi, síðar í Gagnfræðaskólanum, sá hún þar um matseld fyrir kennara og líkaði þar vel. Kær vinkona og frænka er látin, fyrir mig er dýrmætast að eiga góðar minningar, þær veita mér styrk. Ég bið góðan Guð að styrkja Árna og börnin hans. Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í fórina fyrir það jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer, en hún færist um set þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson.) Guðbjörg Ester Einarsdóttir „Eitt bros getur dimmu i dagsljós breytt". (E. Ben.) Þannig munum við sem söknum Siggu hafa hana í huga. Hún gaf ævinlega bjart bros, enda ljúf í lund og jákvæð allt til enda. Engin bitur ásökun út í örlög sín sem urðu svo snögglega ráðin á bezta æviskeiði. Hún fæddist á Seyðisfirði og átti ágæta foreldra, Jóhönnu Þorsteins- dóttur og Eirík Sigurðsson og fyögur samhent og elskuleg systk- ini, Rúnar, Elínrósu, Hörpu og Þröst. Og síðar prýðiseiginmann, Krist- in Sveinbjömsson frá Ólafsvík, þar sem heimili þeirra var eftir það. Sonur þeirra, Eiríkur, er 12 ára. Mikil reynsla á viðkvæmum aldri, þó hann eigi góðan föður og aðra aðstandendur. Öll stóðu þau saman með dug og umhyggju svo henni veittist auð- Fædd 19. janúar 1935 Dáin 14. mar8 1987 Kveðja frá samstarfsfólki við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit í gær var Katrín Kristjánsdóttir lögð til hinstu hvíldar að Lágafelli í Mosfellssveit. Hún andaðist að kveldi laugardagsins 14. mars eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi. Þegar lífsglatt samferðafólk á besta aldri er hrifið brott með svo skjótum hætti og óvæntum erum við sem eftir stöndum oft furðu sein að skilja. Atburðarásin hefur tekið óþægilega stefnu og ómeðvit- að Iokum við staðreyndimar úti í lengstu lög. Haustið 1981 hóf Katrín störf hér við gagnfræðaskól- ann sem ráðskona í mötuneyti starfsliðs. Löngum var á orði haft að hún héldi lífínu í okkur öllum með sinni frábæra umönnun og er meira til í því en margan kann að grana. Aðalsmerki Katrínar var einstök samviskusemi og snyrtimennska. Hún vildi hafa allt í röð og reglu í kringum sig. Á hennar herðum ið að vera heima síðustu vikumar, eftir að ekki var annað framundan en bið, sem ekki reyndist á mann- legu valdi að ráða neitt við né bæta úr. Mörg orð segja ekki alltaf mest. Hún var ekki stór eða sterkleg, en þegar á reyndi var hún gædd undra- verðu sálarþreki, sem hún miðlaði einnig til þeirra sem vora í kringum hana. Með virðingu og þökk fyrir að hafa þekkt hana sendum við öllum þeim sem næstir henni standa hug- heilar samúðarkveðjur; með þeirri ósk okkur til handa sem eigum eft- ir þessi þáttaskil á einn eða annan hátt; mættum við hafa Siggu að leiðarljósi og hennar æðraleysi. Og að lokum minnumst við ljóðlínu, sem lagt var út af þegar amma hennar var jarðsett... „Heilsast og kveðjast hér um fáa daga hryggjast og gieðjast það er lífsins saga.“ Kveðja frá föðursystrum og börnum þeirra, bæði hér heima og utanlands. „Ég hef augu mín til Qallanna. Hvaðan kemur mér hjálp. Hjálp mín kemur frá Guði skapara himins og jarðar.“ Er mér barst fregnin um andlát mágkonu minnar og elskulegrar vinkonu kom þetta vers upp í huga minn, eins og svo oft áður er erfið- leikar hafa steðjað að og maður hefur leitað huggunar í Guðs orði. Ég kynntist Siggu fyrst um jólin 1972 er hún kom eins og sólar- geisli inn í fjölskyldu okkar með bróður mínum. Allt frá fyrstu kynn- um fann maður hlýjuna sem henni fylgdi og aldrei gat manni annað en liðið vel í návist hennar. Það má segja að það hafí verið sérstök forréttindi að fá að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni svo náið eins og ég fékk tækifæri til, því hún bjó yfír sér- stökum mannkostum sem erfítt er að lýsa. Ég minnist þess oft hversu mik- ils virði hún var mér og reyndist mér vel þegar ég var enn unglingur og búsett í Ólafsvík og hafði hvorki móður mína né systur til að leita til þegar systir mín var í burtu í skóla á vetuma. Þá má segja að hún hafí komið í stað þeirra beggja, veitti manni móðurlega hlýju og umhyggju og var trúnaðarvinur og vinkona allt í senn. Ógleymanlegar era allar þær stundir sem við áttum saman. Á stundum sem þessum er oft erfítt að skilja hvers vegna folk í blóma lífsins er hrifíð á brott frá okkur, en við trúum því að hennar hafí beðið önnur verkefni eftir sam- verana með okkur hér á jörð. Frá því að Sigga veiktist síðast- liðið haust hefur maður nú enn betur komist að því yfír hve miklum hvfldu matarinnkaupin og þótt launin væra bágborin kom hún í skólann á öllum tímum til þess að búa í haginn fyrir næstu daga. Ævinlega var fyllstu hagsýni gætt. Svo sjálfsagt þykir okkur lífíð að oft uppgötvuðum við ekki manninn fyrr en hann er allur. Katrín var ein þerria sem gott er að hafa í návist sinni, hlý og glaðleg en hún var fremur seintek- in og ekki sú manngerð sem bunar út úr sér allri ævisögunni við fyrstu kynni. Hún var samstarfsfólki sínu miklu meira en matmóðir því að ófáir urðu trúnaðarvinir hennar. Alltaf var jafn gott að ræða við hana þegar um fór að hægjast eft- ir hádegisverð. Engum duldist að það vora böm Katrínar, eiginmaðurogheimili sem gáfu granntóninn í líf hennar. Þar skyldi öryggið ekki bresta. Hina stóru kosti góðrar móður og húsfreyju flutti Katrín með sér í skólann óg fyrir hennar atbeina skapaðist ákveðin fyölskyldu- stemmning við borðið á kennara- stofunni. Eftirlifandi eiginmaður Katrínar er Ámi Guðmundsson Katrín Krisijáns- dóttir - Kveðjuorð sálarstyrk hún bjó og hversu þrosk- aðan persónuleika hún hafði að geyma. Alltaf var hún jákvæð og brosandi þegar maður heimsótti hana og treysti því staðfastlega að allt yrði gert, sem í mannlegu valdi stæði til að bjarga henni, annað yrðum við að fela æðri máttarvöld- um. Henni var þó mest í mun að komast aftur í sitt eðlilega um- hverfí. Síðustu vikumar var hún á heim- ili sínu eins og hún óskaði og gat notið þar hverrar stundar með fjöl- skyldunni. Það var hreint aðdáunar- vert hve dugleg þau vora öll þijú Sigga, Kristinn og Eiríkur litli, og foreldrar hennar sem dvöldu hjá þeim síðustu vikumar og veittu þeim ómetanlegan styrk og hjálp, og sjá hversu þétt þau stóðu saman á þessum erfíðleikatímum. Stórt skarð hefur verið hoggið í fjölskyldumar sem næst henni stóðu, sem seint verður upp fyllt, en ég þakka þér elsku Sigga mín samfylgdina og allt það sem þú veittir okkur. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir allt og allt.“ (V.Br.). Olga Sveinbjörnsdóttir Himinn.nn grét að morgni hins 11. mars sl. er mágkona mín, Sigríður Þráður Eiríksdóttir, lést á heimili sínu, Brautarholti 20, Ól- afsvík, eftir stranga baráttu við dauðann. Hún fæddist 5. september 1954 á Seyðisfírði, næstelst fímm systk- ina. Eftirlifandi foreldrar hennar era Eiríkur Sigurðsson og Guðrán Jóhanna Þorsteinsdóttir. Á Seyðis- fírði átti hún öll sín bemskuspor í faðmi stórrar og samheldinnar fjöl- skyldu. Síðan lá leið hennar suður í skóla, þar sem hún kynntist eftir- lifandi manni sínum, Kristni Svein- bjömssyni frá Ólafsvík. Þau gengu í hjónaband 26. júlí 1975 og vora þá sest að í Ólafsvík, þar sem þau síðan reistu sér yndislegt heimili og hófu síðar útgerð sem gengið hefur vel, ekki síst fyrir dugnað þeirra og áræðni. Hinn 1. október 1974 fæddist einkasonur þeirra, Eiríkur, sem var stærsti sólargeisl- inn í lífí þeirra uppfrá því. í byijun vetrar 1978 kom reiðar- slag, Sigga var með alvarlegan sjúkdóm og nú fóra erfiðir tímar í hönd, sem þó að lokum breyttust í bjartari daga, því hún læknaðist og framtíðin brosti við. Hún styrktist og varð hraustlegri og fallegri en nokkra sinni og árin liðu og allt virtist leika í lyndi. En nú sl. haust var eitthvað að og um miðjan októ- ber helltist kvíðinn og óttinn jfír á ný, því Sigga var aftur orðin alvar- lega veik. En nú dugðu engin ráð, fresturinn var útranninn, þó enginn málarameistari. Börnin þeirra fimm hafa öll gengið í skóla hér og verið til fyrirmyndar í hvívetna. Slfkt er betri vitnisburður um foreldrahús en nokkur orð. Nú skiljast leiðir. Við kveðjum Katrínu og þökkum samfylgdina sem því miður varð alltof stutt. Ástvinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Mannorð lifír þótt maðurinn deyi. Samstarfsfólk við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.