Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Aðalfundur Flugleiða hf. Frá aðalfundi Flugleiða sem haldinn var á hótel Loftleiðum í gær. Morgunblaðið/Ol.K.M. Hagnaður fjórða árið í röð — sarntals 1277 milljónir kr. Enn vantar 540 milljónir króna til þess að vinna upp tapann AFKOMA Flugleiða hf. var betri á síðastliðnu ári en á nokkru öðru ári í sögu félagsins og reyndist hagnaðurinn vera 434,2 milljónir króna. Var þetta fjórða árið í röð sem rekstur félagsins skilar hagnaði, sem framreikn- aður til núvirðis telst vera 1277 milljónir króna. Þetta kom fram í máli Sigurðar Helgasonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi Flugleiða, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum í gær. Sigurður sagði að meginástæður þessarar góðu afkomu væru lækkun eldsneytisverðs, vaxandi umsvif fé- lagsins og aukin nýting. Rekstrar- hagnaður reyndist vera 278 milljónir króna og hagnaður af sölu eigna 156 milljónir króna. Hann benti á að síðastliðið ár hefði verið metár í flutningum hjá félaginu, þar sem fluttir hefðu verið yfir 800 þúsund farþegar. Sigurður vakti athygli á því, að gífurlegt tap var á rekstri félagsins á árunum 1979 til 1982 og enn vantaði 541 milljón til þess að vinna upp tapið frá þeim árum. Á síðastliðnu ári réðst félagið í verulega fjárfestingu í nýjum hljóð- deyfum og innréttingum í DC-8- flugvélar félagsins. Kostaði sú fjárfesting félagið um 465 milljónir króna á ári. Sigurður sagði þegar hann ræddi endurnýjun flugvéla- flotans, sem stendur nú fýrir dyrum hjá Flugleiðum, að meðalaldur flug- véla þeirra, sem í notkun eru hjá félaginu, væri mjög hár og eitt stærsta málið á döfínni hjá félaginu væri að taka ákvörðun um flug- vélakaup. Kvaðst hann vonast til þess að sú ákvörðun yrði tekin á næstunni, sem leiði til þess að á árinu 1989 komi nýjar flugvélar í Evrópurekstur félagsins, en endur- nýjun flugvélaflotans í Evrópuflug- inu verður látin ganga fyrir. Sigurður benti á að auk þess sem meðalaldur flugvélaflotans væri hár kallaði önnur og mikilvæg ástæða á endurnýjun flugvélaflotans, en það væri ætlun Bandaríkjastjómar og stjóma velflestra Evrópuríkja að setja reglugerð er bannaði flug flugvéla sem væm fyrir ofan ákveð- in hávaðamörk. Rætt væri um að slík reglugerð myndi taka gildi 1995, en það hefði í för með sér að engin þeirra véla, sem félagið ræki í dag, mætti fljúga. Sagði hann að gífurlega margar flugvélar um heim allan yrðu að hætta flugi af þessum ástæðum og taldi að þær væm ekki færri en 4 þúsund talsins. Á aðalfundi félagsins var borin upp tillaga stjómarinnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins þrefaldist, úr 105 milljónum króna í 315 milljónir króna. Var tillagan samþykkt á fundinum með öllum þorra at- kvæða. Benti Sigurður á í máli sínu, að ef hlutafé Flugleiða hefði fylgt verðþróun hér á landi ætti heildar- hlutafé félagsins að vera 540 milljónir króna. Sigurður Helgason slj órnarf ormaður: Gagnrýnir Alþingi harðlega vegna flugmálaáætlunar — segir Flugleiðir ekki mega við aukinni skattpíningu ríkisins Sljórnarkjör Flugleiða: Aðalmenn og varamenn voru allir endurkjörnir SIGURÐUR Helgason, stjómar- formaður Flugleiða, var ómyrkur í máli í garð Alþingis á fundi með fréttamönnum i gær, þar sem hann ræddi m.a. afgreiðslu Alþingis á frumvarpi til laga um flugmála- áætlun. Hann sagði að margt gott væri um nýju lögin að segja, en Flugleiðir hefðu gert fjölmargar athugasemdir við frumvarpið, einkum hvað varðar fjáröflun, en ekki hefði verið tekið tillit til einn- ar einustu þeirra athugasemda. í skýrslu sinni á aðalfundi Flugleiða síðar um daginn ítrekaði Sigurður þessa gagnrýni sina. „Við höfum gert verulegar athuga- semdir við þá fjáröflunarleið, sem valin hefur verið í þessum lögum," sagði Sigurður, „þar er verið að leggja nýja skatta, bæði á innan- landsflug og millilandaflug. Við bentum á að það væri með ólíkindum hversu lítið fjármagn hefur runnið til flugmála frá ríkinu." Sigurður sagði að sérfræðingar Flugleiða hefðu sent mjög ítarlega greinargerð með sínum athugasemd- um til Alþingis, „en það var ekki tekið tillit til eins einasta atriðis sem við bentum á. Okkur virðist sem það sé þýðingarlaust að koma neinu slíku á framfæri við Alþingi. Það eru misvitr- ir embættismenn, sem semja þessi frumvörp, og svo mega þessir ágætu fulltrúar þjóðarinnar, sem sitja þama við Austurvöll, ekki vera að því að líta á þær athugasemdir, sem samdar eru af sérfræðingum og fagmönnum, eða þá að þeir eru svo kærulausir að þeir láta það undir höfuð leggj- ast. Þetta eru hraksmánarleg vinnu- brögð. Við greiðum til ríkis og sveitarfé- laga 540 milljónir króna á þessu ári, sem jafngildir 1,5 milljónum króna á hveijum einasta degi," sagði Sigurð- ur og bætti við að enn frekari skattlagning myndi einungis veilq'a samkeppnisaðstöðu þessa rekstrar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigurður Helgason, stjórnar- formaður Flugleiða hf. Matthías Bjamason samgönguráð- herra, sem sat aðalfundinn, svaraði þessari gagnrýni stjómarformanns- ins á þann veg að vissulega hefði verið haft samráð við sérfróða aðila og vísaði þá m.a. til sameiginlegs fundar með hagsmunaaðilum í des- ember sl. þegar verið var að ganga frá frumvarpinu um flugmálaáætlun. Hann vakti athygli á að uppbygging flugs, vegagerðar og fjarskipta í landinu yrði að fylgjast að og ein- hvers staðar yrði að afla fjár til þess að slík uppbygging gæti átt sér stað. Hann kvaðst fagna því að afkoma Flugleiða væri jafngóð og raun bæri vitni og því ættu Flugleiðir að vera aflögufærar, hvað varðar þá skatt- heimtu, sem hér um ræddi. AÐALMENN og varamenn stjórnar Flugleiða, sem áttu að ganga úr sljórn, voru allir endur- kjörnir á aðalfundi Fiugleiða. Fimm áttu að ganga úr aðal- stjóm. Þeir voru Árni Vilhjálmsson, Hörður Sigurgestsson, Kristjana Milla Thorsteinsson, Páll Þorsteins- son og Sigurður Helgason. Allir gáfu kost á sér til endurkjörs og komu fram tillögur um kjör þeirra allra. Auk þess var stungið upp á Dagfínni Stefánssyni og Hauki Al- freðssyni. Kristjana Milla beindi þeirri fyrirspum til fundarstjóra, hvort þessir tveir aðilar hefðu gefið samþykki sitt fyrir því að stungið væri upp á þeim. Þeir Haukur og Dagfinnur lýstu því þá yflr að svo væri ekki, og því var sjálfkjörið í aðalstjómina. ' Auk ofangreindra sitja í aðal- stjóm þeir E. Kristinn Olsen, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór H. Jóns- son og Jóhannes Markússon. Stjómin kom saman til fyrsta fund- ar strax að aðalfundi loknum og skipti með sér verkum. Verkaskipt- ing er óbreytt, þannig að Sigurður Helgason er stjómarformaður og Hörður Sigurgestsson varaformað- ur. í varastjóm voru þeir Einar Ámason, Ölafur Ó. Johnson og Rúnar Pálsson endurkjömir, en auk þeirra var stungið upp á þeim Dag- finni Stefánssyni og Sigfúsi Erl- ingssyni. Innanlandsflug: Tapið um 30 milljónir TAPREKSTUR innanlandsflugs Flugleiða á síðastliðnu ári var ná- lægt 30 miljjónum króna, sam- kvæmt því sem kom fram i samtali við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. Þrátt fyrir það voru fluttir fleiri farþegar á innanlands- leiðum félagsins en nokkru sinni fyrr, eða 257.801. Aukningin í innanlandsfluginu frá því árið 1985 var 5,6%, en fraktflutn- ingar drógust að sama skapi saman um 5,3%. Sætanýting batnaði um 1,1% og var að meðaltali 64,1%. Sigurður sagði að afkoman í innan- landsfluginu hefði ekki orðið betri en raun ber vitni vegna tregðu verðlags- yflrvalda, „varðandi eðlilegar far- gjaldahækkanir," en meðalfargjöld hefðu ekki hækkað nema um 4% á sl. ári. KOSNINGAVAKA FATLAORA HVERKÝSHVAÐ? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. pólitík grínogalvara FJÖLMENNUM OG LEGGJUM BARÁTTUNNILID! ÓRYRKJABANOALAG ÍSLANDS • LANDSSAMTÖKIN ÞR0SKAHJÁLP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.