Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 33 fttngni Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið Starfslok Alþingis Alþingi starfaði mánuði skemur í vetur en á síðasta ári vegna þingkosn- inganna, sem verða 25. apríl. Að ýmsu leyti báru þingstörf- in komandi kosningum merki en þó verður ekki annað sagt en mörg merk mál hafi hlotið afgreiðslu og viðunandi um- ræðu. Vafalaust eru það skattalagabreytingarnar, sem taldar verða þýðingarmesta mál, er Alþingi afgreiddi að þessu sinni. Ljóst er þó, að taka verður staðgreiðslukerfí skatta til endurmats og lag- færingar í upphafí næsta þings í ljósi upplýsinga sem fram koma við álagningu á þessu ári. Önnur veigamikil þingmál, sem hlutu afgreiðslu, eru t.a.m. vaxtalögin, um- ferðarlögin, tollalögin, lög um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfsmanna, lög um fæðingarorlof og lög um veitingu prestakalla. Eru þá ótaldar ýmsar breytingar á gildandi lögum, sem sníða af þeim vankanta eða hníga í átt til aukinna réttinda almenn- ings. Tvenn lög, sem Alþingi samþykkti í vetur, varða þing- ið sjálft, og er ástæða til að staldra við þau. Annars vegar er um að ræða lög um ríkis- endurskoðun, sem framvegis heyrir undir Alþingi, og hins vegar lög um umboðsmann Alþingis. Hvor tveggju lögin fela í sér grundvallarbreyt- ingu eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti samein- aðs þings, benti á í þingslita- ræðu sinni í gær. Um fyrrnefndu stofnunina sagði forseti sameinaðs þings í ræðu sinni: „Nú er ríkisendurskoð- un ætlað, meðal annars, að vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða ijárhags- málefni. Er þá gert ráð fyrir að ríkisendurskoðun leggi þingnefndum til sérhæfða starfskrafta, sem geti starfað að margháttuðum umsögnum og upplýsingaöflun er varða málefni ríkisins. Og er þá ótal- ið það grundvallaratriði, að ríkisendurskoðuninni er ætlað að hafa eftirlit með fram- kvæmd ijárlaga. Með þessum hætti er Alþingi gert kleift að veita framkvæmdavaldinu meira aðhald og bæta eigin vinnubrögð í löggjafarstarf- inu.“ Um umboðsmann Alþingis sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson: „Það er hlutverk umboðsmannsins að vera til varnar borgurunum, ef þeir verða fyrir mistökum eða van- rækslu stjómvalda. Þannig er umboðsmanni Alþingis ætlað að hafa eftirlit með stjóm- sýslu ríkisins og stuðla að auknu réttaröryggi borg- aranna.“ Enginn vafí leikur á því, að það er rétt ályktun að með þessum lögum hafi orðið þáttaskil; hér hafí skapast forsendur til að staða Alþingis styrkist til mikilla muna. Það er breyting, sem ástæða er til að fagna, þar sem hún eflir lýðræði í landinu. Þinglausnirnar á fimmtu- daginn fólu ekki aðeins í sér lok vetrarstarfs Alþingis held- ur einnig lok fjögurra ára kjörtímabils. Á þessu tímabili hafa orðið talsverðar svipting- ar í þjóðlífínu, en þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en orðið hafí heillavænlegri umskipti en löngum áður. Þau umskipti em í mörgum mikilvægum atriðum að þakka löggjafar- starfi á Alþingi og starfí þeirrar ríkisstjómar, sem Al- þingi hefur veitt brautar- gengi. Merkustu tíðindin em án vafa á sviði efnahagsmála, þar sem verðbólgan hefur ver- ið hamin og lækkuð úr 130% í 10-12%. Einnig er ástæða til að nefna, að fijálsræði hef- ur aukist á mörgum sviðum þjóðlífsins, einkum í viðskipta- lífi og þjónustu, og einokun ríkisins á útvarpsrekstri hefur verið afnumin. I lok þessa kjörtímabils býr þjóðin ekki aðeins við góðæri til lands og sjávar heldur nýtur hún stjómar, sem kýs að nota góðærið til skynsamlegrar uppbyggingar, en það er ný- lunda á síðari ámm. Áfram- haldandi hagsæld á næsta kjörtímabili veltur í mikilvæg- um atriðum á því, hvort áfram verði fylgt sömu meginstefnu og fylgt hefur verið í þessum efnum eða hvort á ný verður leitað á vit vinstri ævintýr- anna. Nokkrar hugleiðingar um mark- mið og leiðir í skattamálum eftir Ólaf Björnsson Stefnumörkun í skattamálum er jafnan ofarlega á baugi í stjórn- málaumræðum, hvort sem kosning- ar til Alþingis eru yfírvofandi, eins og nú, eða ekki. Það er auðvitað hlutverk stjómmálaflokkanna og frambjóðenda þeirra að móta slíka stefnu og túlka hana fyrir kjósend- um, og enda þótt flestir, ef ekki allir stjómmálaflokkamir eigi enn eftir að marka slíka stefnu nema með mjög almennum orðum, er það ekki tilgangur minn með þessum línum að fara að leika eitthvert gestahlutverk á þessum vettvangi. Hér verður því látið nægja að taka til meðferðar vissa þætti þess- ara málefna, þar sem rangra hugmynda og rótgróins misskiln- ings virðist enn gæta, ekki ein- göngu meðal almennings, heldur einnig meðal stjómmálamanna, en það hefír átt sinn þátt í því að hindra það að umfjöllun þessara mikilvægu mála yrði svo málefnaleg sem æskilegt væri. Er nauðsynlegt að leggja á skatta? Þetta kann fljótt á litið að virð- ast bamaleg spuming, þar sem allir skyni bomir menn hljóti að þekkja svarið við henni, sem sé ofuroin- falt, nefnilega það að skattheimta sé nauðsynleg til þess að fjármagna útgjöld opinberra aðila, hvort sem þau em meiri eða minni. Menn greinir að vísu á um það hve mikil umsvif hins opinbera eigi að vera, en flestir em sammála um það, að í nútíma siðmenningarþjóðfélagi hljóti þau að vera nokkur og því verði að leggja á skatta til þess að standa straum af kostnaði við þá þjónustu sem hið opinbera lætur borgurum sínum í té. En hið opinbera, eða ríkið, sem er sá opinberi aðili, sem hér er fyrst og fremst hafður í huga, getur auðvitað aflað sér fíár með öðm móti en því að leggja á skatta. Ríkið getur selt borgurum sínum vöm og þjónustu og aflað sér tekna þannig eins og einstaklingar eða einkafyr- irtæki gera. En ef selt er aðeins á kostnaðarverði, getur ríkið ekki aukið fjárráð sín með því móti. Ef það hins vegar tekur í sínar hendur einkarétt á því að selja tiltekna vöm eins og einkasala ríkisins á tóbaki og áfengi er dæmi um, er í raun um álagningu óbeinna skatta að ræða. En ríkið getur einnig íjármagnað útgjöld sín með lántökum og í því efni stendur það ólíkt betur að vígi en einkaaðilar. Þeir síðarnefndu hafa takmarkaðan aðgang að því að fá lán og verða að jafnaði að endurgreiða þau á tiltölulega skömmum tíma. En ríkið er hér í þeirri aðstöðu að geta tekið lán í Seðlabankanum, sem víðast hvar og einnig hér á landi er í eigu ríkis- ins. Jafnvel í þeim löndum, þar sem seðlabankinn er talinn sjálfseignar- stofnun eða í eigu einkaaðila er að jafnaði þannig um hnútana búið, að ríkisvaldið hefír úrslitaáhrif á það hvemig honum er stjómað og hvers konar lánastarfsemi af hans hálfu skuli sitja í fyrirrúmi. í sjálfu sér hefír ríkið þannig ótakmarkaða möguleika á því að taka innlend lán þar sem það getur eftir vild sótt slík lán til stofnunar sem lýtur yfírráðum þess. Að ein ríkisstofnun, í þessu tilviki ríkissjóð- ur eða fíármálaráðuneytið, tekur lán hjá annarri ríkisstoftiun, Seðla- bankanum, sýnist þannig aðeins vera bókfærsluatriði. En hvers vegna er þá ekki þessi einfalda og að því er virðist fyrir- hafnarlitla leið valin frekar en sú að láta almenning greiða svo og svo mikla beina og óbeina skatta með allri þeirri fyrirhöfn og óvinsældum, sem slíkri skattheimtu fylgja? Svarið við þessari spumingu er það, að sú leið að fíármagna út- gjöld ríkisins með lántöku í Seðla- bankanum leiðir auðvitað til meiri eða minni verðbólgu. Ríkið dælir þá peningum út í hagkerfíð og eyk- ur peningatekjur fólks án þess að um aukna framleiðslu sé að ræða, sem vegið geti á móti hinni auknu eftirspum í peningum reiknað. A þetta við óháð því hvers konar ríkisútgjöld er um að ræða, hvort heldur kaup á vöm eða þjónustu, svo sem laun ríkisstarfsmanna, fjár- festingarútgjöld eða styrki til einstakra atvinnugreina eða ein- staklinga, svo sem bætur almanna- trygginga. Verðbólguna má þannig í raun skoða sem dulbúna skatt- lagningu. Ástæðan til þess að skattaleiðin er að jafnaði valin fremur en verðbólguleiðin er sú, að þrátt fyrir ókosti fyrmefndu leiðar- innar er ekki verulegur ágreiningur um það í þeim löndum, er búa við svipaða þjóðfélagshætti og við ís- lendingar, að ókostir verðbólguleið- arinnar séu þó sýnu meiri. Þannig em íslenzkir stjómmálaflokkar t.d. sammála um það, að halli á fjárlög- um sé óæskilegur og eigi aðeins að vera stundarfyrirbrigði, ef nauð- syn beri til að grípa til hans. Meginskýringar þessa viðhorfs em tvær. Önnur sú, að verðbólga, þeg- ar hún fer fram yfír viss mörk, setur peningakerfíð úr skorðum, svo að það getur ekki lengur gegnt hlut- verki sínu. Hin er sú, að með því að fara verðbólguleiðina til þess að fjármagna útgjöld hins opinbera afsala stjómvöld sér í rauninni allri stjómun á því, hvemig byrðum þeim, sem útgjöldin leggja borg- arbúum á herðar, er skipt, þannig að þar ræður handahóf eitt og spá- kaupmennska. Skattamir em þannig í raun tæki til þess að halda verðbólgu í ske^um, en ekki út af fyrir sig for- senda þess að hægt sé að fjármagna útgjöld hins opinbera, því að þar er samkvæmt áðursögðu hægt að fara aðrar leiðir. Orsakasambandið milli verðbólgu og álagningar skatta er þó flóknara en svo, að hægt sé að segja að því hærri sem skattamir séu, þeim mun minni sé verðbólgan. Fleira en halli á fjárlög- um getur valdið verðbólgu og fleiri úrræðum en hækkun skatta er hægt að beita til þess að halda verðbólgu í skefíum. Þannig hefír fjárlagahalli engan veginn verið höfuðorsök þeirrar verðbólgu, sem hefir verið svo þrá- lát hér á landi. Verðbólgan hefír ekki, nema þá að litlu leyti, verið tæki til þess að fjármagna halla á fjárlögum, heldur hefír hlutverk hennar verið það að koma í veg fyrir það, að kauphækkanir, sem um hefír verið samið á vinnumark- aðinum leiddu til hækkunar raun- launa eða raunhæfra kjarabóta eins og það oftast er nefnt. Með því að leyfa hækkanir vöm og þjónustu í kjölfar kauphækkananna, lækka gengi o.s.frv. em kauphækkanim- ar, sem samtö'kum launþega hefír tekizt að knýja fram með góðu eða illu, í raun sóttar í vasa launþeg- anna sjálfra. Rök stjómvalda fyrir því, að þetta sé nauðsynlegt em þau, að annars verði afleiðing kaup- hækkananna tilfinnanlegt atvinnu- leysi. Hvort slík röksemd fái alltaf staðist er svo annað mál, en því efni verða ekki gerð nánari skil hér. Stundum eiga stjómvöld að velja um það, hvort stefnt skuli í halla á fjárlögum eða kaupgjald hækki svo og svo mikið umfram það sem at- vinnuvegimir geta borið, ef ekki á að verða atvinnuleysi. Verða stjóm- völd þá að meta það, hvort verði meiri verðbólguvaldur fjárlagahall- inn eða aðgerðir til þess að koma í veg fyrir það, að kauphækkanir, sem að mati stjómvalda em óraun- hæfar, valdi atvinnuleysi. Gott dæmi um þetta em kjarasamningar þeir, sem gerðir vom fyrir réttu ári, eða í febrúar 1986. Þá bauð ríkisstjómin aðilum vinnumarkað- arins að lækka tolla á bflum o.fl. til þess að draga úr hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar, þótt augljóst væri að slíkt myndi auka fjárlagahallann vemlega. Forsenda þessa tilboðs var sú, að sainið yrði um ekki meiri kauphækkanir en svo að samrýmdust þeim markmiðum í verðlagsmálum er ríkisstjómin hafði sett sér. Ég hygg að í þessu efni hafí verið urn rétt mat að ræða af hálfu ríkisstjómarinnar, þó að ekki megi af þessu draga þá álykt- un að einblína megi á vinnumarkað- inn þegar teknar em ákvarðanir um aðgerðir til þess að hamla gegn verðbólgu, en loka augunum fyrir verðbólguáhrifum fjárlagahallans. Skattbyrðin og skipting hennar Niðurstaða þess, sem hér að framan hefír verið sagt, er sú, að í rauninni em það útgjöld hins opin- bera, en ekki skattaálagningin, sem ákvarðar þá byrði, sem starfsemi hins opinbera leggur borgumnum á herðar. Eins og gerð hefír verið hér grein fyrir, er hægt að hugsa sér, að útgjöld hins opinbera séu fjármögnuð með lántökum í Seðla- bankanum án þess að nokkrir skattar séu á lagðir. En þá leið þykir jafnan ekki fært að fara vegna þess að gild rök má færa fyrir því að verðbólgan sem leiða myndi af því að fara lántökuleiðina myndi valda almenningi meiri óþægindum og kjaraskerðingu en skattgreiðslumar. Fómir þær, sem borgaramir færa vegna starfsemi hins opinbera liggja í því að ákveðn- um hluta þeirra raunverðmæta sem þjóðfélagið hefír til umráða, er ráð- stafað til fullnægingar þeirra þarfa, sem hið opinbera sér borgumnum fyrir. Hvemig þessi starfsemi er fjármögnuð skiptir hér minna máli. Hve stór hinn opinberi geiri efna- hagslífsins eigi að vera er svo ein þeirra spuminga, sem um er deilt á vettvangi stjómmálanna, en þeirri spumingu verða ekki gerð skil hér. En svarið við þeirri spumingu verð- ur að sjálfsögðu háð mati á því, hvaða þarfír borgaranna séu þess eðlis að þeim verði bezt fullnægt með starfsemi, sem rekin er af opin- bemm aðilum, ríki, sveitarfélögum eða sjálfstæðum opinbemm stofn- unum og hvaða þörfum verði bezt fullnægt með framleiðslu á vegum einkaaðila, einstaklinga eða frjálsra félagasamtaka. Ef gert er ráð fyrir því, að skattaleiðin sé valin fremur en verðbólguleiðin til þess að fjár- magna starfsemi hins opinbera verður það auðvitað mikilvægt við- fangsefni stjómvalda að taka ákvarðanir um það hvemig skatt- byrðinni skuli skipt milli þjóðfélags- borgaranna. Markmið þeirrar stefnu í skatta- málum, sem hveiju sinni er mörkuð em jafnan einkum tvenns konar. Annars vegar það, að skattbyrðinni sé réttlátlega skipt á borgara þjóð- félagsins, hins vegar það að skatt- amir séu notaðir sem tæki til þess að hafa áhrif á það hvemig borgar- amir ráðstafa tekjum sínum, hvort heldur er til neyzlu eða ijárfesting- ar, þannig að sú ráðstöfun sé í samræmi við skoðanir stjómvalda á því, hvað sé æskilegt eða í sam- ræmi við þjóðarhag. Mætti e.t.v. kalla þetta hið landsföðurlega sjón- armið. Sem dæmi um það má nefna það þegar búvara er greidd niður til þess að örva neyzlu hennar, en áfengi og tóbak skattlagt. Sumir mundu hér vilja bæta við sem þriðja markmiðinu, sem fylgi eigi að fagna þegar stefna í skatta^ málum er mótuð, en það er jöfnun tekju- og eignaskiptingarinnar í þjóðfélaginu. Vissulega hefir álagn- ing skatta meiri og minni áhrif í því efni, jafnvel þótt aðaltilgangur hennar sé sá að þjóna öðru hvom eða báðum ofangreindra markmiða. Má gera ráð fyrir því að mat á því, hver slík áhrif verði, sé jafnan mikilvægt atriði þegar um það er tekin ákvörðun, hvers konar skatta skuli leggja á. Hitt er svo annað mál, að ef megintilgangur skatta- álagningarinnar ætti að vera sá að færa tekjur og eignir milli þjóð- félagsborgaranna, þá myndu ráð- stafanir af öðm tagi að jafnaði líklegri til árangurs. Ef jöfnun tekna er t.d. talin æskileg, má gera ráð fyrir því, að auðveldara sé að framkvæma hana á þann hátt að bæta við tekjur þeirra, sem of lítið em taldir bera ur býtum án þess að skerða tekjur annarra, frekar en að fara tilfærsluleiðina, sem að sjálfsögðu sætir meira eða minna öflugri mótspymu af hálfu þeirra sem borga eiga brúsann. Eins og tekið var fram í upphafi þessarar greinar er það ekki til- gángur hennar að skýra eða rökstyðja einhveija ákveðna stefnu í skattamálum. Hins vegar skulu því hér á eftir gerð nokkur skil, hvemig nokkrar hinar algengustu tegundir skatta, svo sem tekju- og eignaskattar og óbeinir skattar, þjóna ofangreindum markmiðum. Verður þar einkum leitazt við að leiðrétta ýmiss konar miksskilning, sem mjög hefir gætt í stjómmála- umræðum um þessi mál og átt þátt í því að torvelda að málin væm tekin réttum tökum, jafnvel þótt víðtækt samkomulag hafí verið um þau markmið, sem skattaálagningin á að þjóna. Tekjuskattar Grundvöllur tekjuskattanna, hvort sem þeir em lagðir á einstakl- inga, félög eða stofnanir, er tekjur skattgreiðandans að frádrengum kostnaði við það að afla teknanna. Aðalrökin fyrir því, að tekjumar séu sanngjam gmndvöllur álagningar skatta em þau, að tekjumar séu bezti fáanlegi mælikvarðinn á gjald- getu skattgreiðendanna. Deila má svo hins vegar um það, hvort skatt- ana beri að leggja á í réttu hlutfalli við hæð teknanna eða hvort skatt- amir eigi að vera stighækkandi, en það er byggt á því sjónarmiði, að gjaldgetan vaxi meira en í hlutfalli við vöxt teknanna. Frambærileg rök fyrir stighækkun skattsins að vissu marki má finna þegar einstaklingar eiga í hlut, hins vegar virðist stig- hækkun óeðlileg þegar félög eða stofnanir eiga í hlut, þó að slflct hafí þekkzt, bæði hér á landi og annars staðar. Tvímælalaust má telja, að tekjumar séu bezti ein- staki mælikvarðinn á gjaldgetu skattgreiðendanna, og þjóni sá skattstofn því - a.m.k. að flestra dómi - betur en aðrir því markmiði að álagning skattanna sé réttlát. Skilyrði fyrir því að tekjuskattur- inn geti í raun þjónað þessum tilgangi, er þó það, að skattayfír- völd geti fengið réttar upplýsingar um það, hveijar tekjur hinna skatt- skyldu aðila séu. Ef þessu skilyrði er ekki fullnægt þannig að sumir skattgreiðendur geti skotið svo og svo miklu af tekjum sínum undan skatti, næst þessi tilgangur ekki. Því meira sem um þetta er, því ijær fer því auðvitað að tekjur þær, sem skatturinn er á lagður, sýni rétta mynd af gjaldgetu skattgreiðend- anna. Svo sem kunnugt er, hafa um langt skeið að undanfömu átt sér stað miklar umræður um það hér á landi, hver sé undirrót skattsvik- anna og hvað sé hægt að gera til þess að uppræta þau, en slíkt er Ólafur Björnsson höfuðskilyrði þess, að tekjuskattur- inn geti á viðunandi hátt náð tilgangi sínum sem skattstofn. Sú skoðun hefir lengi verið útbreidd og virðist svo vera enn þann dag í dag, að tiltölulega auðvelt ætti að vera að útrýma skattsvikum, ef um fullnægjandi skattaeftirlit væri að ræða og vilji væri fyrir hendi hjá stjómvöldum til nægilega öflugra aðgerða í þeim efnum. Launamönn- um hefir lengi verið það ljóst, að tekjuskattar em gjaman þyngri á þeim, en þeim sem stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur, og á þeim nær því 50 ámm, sem ég hefí fylgzt nokkuð með afgreiðslu mála á hin- um ijölmennustu stéttarþingum launamanna, svo sem Alþýðusam- bandsins og BSRB, hafa alltaf öðm hvom verið samþykktar áskoranir til stjómvalda um það að taka skatt- svikamálin fastari tökum. Sams konar ályktanir hafa einnig verið gerðar í meira og minna ríkum mæli á þingum ýmissa stjómmála- samtaka. Þó að hitt og þetta hafi að undanfömu verið gert til þess að bæta eftirlit með skattframtölum hér á landi og árangur af því hafí vafalaust verið nokkur, liggja þó orsakir skattsvikanna dýpra en svo, að til séu einhveijar aðgerðir, sem á skömmum tíma geti útrýmt þeim. Er jafnvel vafasamt, að nokkrar þær aðgerðir séu til, að hægt sé að vænta nema injög takmarkaðs árangurs af þeim. Ástæðan er sú, að talsverður hluti þegna þjóðfé- lagsins er í þeirri aðstöðu, að skattayfírvöld geta ekki nema að mjög takmörkuðu leyti fengið upp- lýsingar frá öðmm en þeim sjálftim um það, hveijar tekjur þeirra em. Er hér um þá að ræða sem selja vinnu sína eða ýmiss konar þjón- ustu og vöm beint til neytenda. Sem dæmi af handahófí má nefna sjálf- stæða handverksmenn og flutn- ingastarfsmenn, þá sem stunda einkakennslu eða veita heilbrigðis- þjónustu á ftjálsum markaði og marga fleiri slíka starfshópa mætti nefna. Því skal síður en svo haldið fram, að það fólk sem þessi störf stundar, séu óheiðarlegri skatt- borgarar en aðrir. svo sem þeir er vinna launavinnu. Án efa era marg- ir einstaklingar í þessum starfs- hópum, sem samvizkusamlega telja fram. En sá er aðstöðumunur þeirra og hinna eiginlegu launþega, að þar sem launþeginn veit, að atvinnurek- andi hans, hvort sem um einkaaðila eða opinberan aðila er að ræða, gefur skattayfírvöldum nákvæmar upplýsingar um allar launagreiðslur sínar, þá er það í meginatriðum komið undir þegnskap þeirra, sem selja vinnu sína beint til neytenda, hvaða upplýsingar skattayfírvöld fá um tekjur þeirra. Eitthvert eftirlit er þó sjálfsagt reynt að hafa eftir óbeinum leiðum, en það eftirlit hlýt- ur þó að vera bæði handahófskennt og ófullkomið. Það sem nú hefír verið sagt á einkum við um sjálfstæðan atvinnu- rekstur í smáum stfl. Eftirlit með stórfyrirtækjum, sem sjálfra sín vegna verða að hafa nákvæmt bók- hald, ætti að vera auðveldara, auk þess sem skattsvik slíkra fyrirtækja geta varla átt sér stað, nema svo og svo margir starfsmenn þeirra séu þar í vitorði og þarf ekki nán- ari skýringa við, að slíkt getur verið hættulegt. Bæði hér á landi og annars stað- ar hafa stjómvöld eðlilega velt því fyrir sér, hve stór hluti teknanna það sé, sem ekki er talinn fram. Grófan mælikvarða má fá á það með því að bera saman tekjumar samkvæmt skattframtölum og öðr- um aðferðum, sem notaðar em við gerð þjóðhagsreikninga. I grein, sem ég skrifaði í dag- blaðið Vísi fyrir nokkmm ámm, vitnaði ég í bók eftir norska hag- fræðiprófessorinn Leif Johansen, sem notuð hefir verið sem kennslu- bók við viðskiptadeild Háskóla íslands, þar sem hann telur að í Noregi séu um 10% tekna vantalin, ef byggt er á framtölum. Er það mjög svipuð tala og fram kom við sams konar samanburð hér á landi kringum 1960, sbr. skýrslur um niðurstöðu íslenzkra þjóðhagsreikn- inga um það leyti, sem birtust í tímarify Framkvæmdabanka Is- lands, Úr þjóðarbúskapnum. Bjami Bragi Jónsson, er fylgdi skýrslum þessum úr hlaði með ýtarlegum skýringum, benti að vísu á það, að ekki væri hægt að fullyrða að skatt- svik næmu nákvæmlega þeim mun, sem hér ræðir um, því að tekjuhug- tak skattalaga væri ekki nákvæm- lega það sama og tekjuhugtak það, sem byggt er á við gerð þjóðhags- reikninga. Er því hér, eins og að framan greinir, aðeins um grófan mæli- kvarða að ræða á það hve skattsvik- in nemi miklum hluta tekna, er fram ber að telja. Sennilega má þó allt að því tvöfalda þessa tölu þegar metið er tap ríkissjóðs vegna skatt- svika, þannig að skattar launþega kynni að mega lækka um allt að 20%, ef allar skattskyldar tekjur teldust fram, og myndi flesta laun- þega vissulega muna um minna. I skýrslu sem nýlega hefír verið birt um niðurstöður nefndar, er skipuð hafði verið af ijármálaráð- herra til þess að gera m.a. athugun á því, hversu umfangsmikil skatt- svik væm hér á landi, er umrædd tala þó talsvert lægri en þetta, sem ætti, ef ekki þykir ástæða til þess að vefengja þessar niðurstöður, að benda til þess að skattaeftirlit sé tiltölulega virkt hér á landi, saman- borið við það sem gerist í löndum, er búa við svipaða þjóðfélagshætti og við. Aðalatriði í sambandi við alla umræðu um skattsvikin er þó það, að það sem gerir það ókleift að þeim verði útrýmt nema að mjög takmörkuðu leyti er sú staðreynd, að fjölmennar stéttir, þar á meðal sumar, þar sem gera má ráð fyrir því að tekjur margra sem í þeim starfa séu jafnvel meðal hinna hæstu í þjóðfélaginu, hafa þá að- stöðu á markaðinum, að skattayfír- völd geta ekki nema að litlu leyti fengið upplýsingar um það frá öðr- um en þeim sjálfum, hvað þeir bera úr býtum. Þó að ýktar hugmyndir um gróða í atvinnurekstri séu vissu- lega útbreiddar, munu menn trúa því varlega, sem fram hefír komið í ýmsum opinberam skýrslum um tekjuskiptingu að þeir sem sjálf- stæðan atvinnurekstur stunda, hafí jafnvel að meðaltali lægri tekjur en launþegar. Þess ber þó að gæta, að í heildarskýrslum um tekjuskipt- ingu milli atvinnurekenda og launþega vega bændur, sem í hag- skýrslum teljast atvinnurekendur, þungt vegna þess hve bændastéttin er fjölmenn. Én meðaltekjur bænda hafa alltaf verið lágar og geta skattsvik ekki verið skýring á því, þar sem bændur hafa lítil bein við- skipti við neytendur búvöm og því ekki aðstöðu til þess að halda sínum tekjum leyndum fyrir skattayfir- völdum. Flestum mun sýnast það gróft dæmi um það að skattskýrslur geti ekki gefíð rétta mynd af raun- vemlegri tekjuskiptingu, að í grein eftir vestfirska konu, sem fyrir nokkm birtist hér í blaðinu, kom fram að 20 sjálfstæðir atvinnurek- endur á ísafírði vom ekki öllu meira en hálfdrættingar í tekjum á við 12 verkakonur á staðnum. Vissu- lega fylgir áhætta öllum atvinnu- rekstri og getur því verið eðlilegt að einn og einn atvinnurekandi geti vegna óhappa, sem hann hefír orðið fyrir, borið minna úr býtum einstakt ár en jafnvel ófaglærð verkakona, sem haft hefír stöðuga vinnu. Hitt þarf ekki að koma á óvart, að margir þeirra, sem em í þeirri aðstöðu að skattayfírvöld geta eng- ar beinar upplýsingar fengið um tekjur þeirra frá öðmm en þeim sjálfum, misnoti þá aðstöðu sína að einhveiju leyti til þess að telja ekki tekjur sínar fram. Ætli það yrðu ekki líka einhver vanhöld í tekjuframtali sumra launþega, ef þeir væm sviptir því aðhaldi, sem vitneskjan um það, að vinnuveitandi þeirra gefur skattyfírvöldum upp- lýsingar um allar sínar launa- greiðslur til þeirra veitir? í framkvæmd verður tekjuskatt- urinn þannig að vemlegu leyti sérskattur á launþega. Það er af tæknilegum ástæðum ókleift að koma í veg fyrir skattsvik nema að takmörkuðu leyti. Vegna þeirra ágalla, sem aðrir skattar en tekju- skatturinn hafa, svo sem að verður vikið hér á eftir, er að mínum dómi óraunhæft að hugsa sér að afskrifa hann með öllu, því að jafnvel sér- skattur á launþega getur átt rétt á sér sem liður í skattaálagningunni í heild. En ef tekjuskattar fara fram úr ákveðnum mörkum fer ekki hjá því að slíkt hefir mjög óheppileg áhrif. Dæmi um það má nefna frá grannlöndum okkar Danmörku og Svíþjóð, þar sem tekjuskattar em mjög háir og stighækkandi. Menn vinna þar ógjaman yfirvinnu, því að þeir vita, að obbinn af því sem þeir þannig vinna sér inn rennur svo að segja tafarlaust í ríkissjóð, en í þessum löndum er staðgreiðslu- kerfí. En þar eins og annars staðar telja margir sig hafa þörf fyrir það að drýgja tekjur sínar með meiri vinnu. Skattakerfið býður því þá heim að þeir, sem til slíks hafa aðstöðu, fara að vinna neðanjarðar, þ.e. að selja ýmiss konar þjónustu eða jafnvel vaming beint til neyt- enda, en slíkar tekjur em jafnan skattfijálsar. Einhveijir kunna í þessu sambandi að muna eftir danskri kvikmynd, er gerðist á bfla- verkstæði þar í landi og sýnd var fyrir nokkmm ámm í íslenzka sjón- varpinu, en þar vom sumir þættir neðanjarðarstarfseminnar og þau vandamál, er af henni leiddu, tekin til meðferðar á athyglisverðan hátt. Fasteignaskattar og eignaskattar Fasteignaskattar era lagðir á verðmæti fasteigna án tillits til þeirra skulda er á fasteigninni kunna að hvíla. Þessir skattar em yfírleitt nær eingöngu notaðir sem tekjustofn bæjar- og sveitarfélaga og er svo einnig hér á landi. Gagn- rýna má álagningu fasteignaskatta á þeim grandvelli, að hún tekur ekki tillit til efnahags þeirra, sem skatturinn er á lagður. Rökin fyrir því að eðlilegt sé að leggja slíka skatta á em þau, að sveitarfélögin hafí ýmiss konar kostnað af fast- eignum, sem staðsettar era innan þeirra og veiti eigendum þeirra margvíslega þjónustu og megi skoða skatta þessa sem greiðslu eigendanna fyrir slíkt. Þessi kostn- aður sveitarfélaganna sé óháður efnahag eigenda fasteignanna og því ekki ástæða til þess að taka tillit til hans við álagningu skatts- ins. Sum sveitarfélög hér á landi heimila þó, að tekið sé tillit til tekna skattgreiðenda við ákvörðun fast- eignaskattsins, þannig að þá verður um eins konar sambland fasteigna- skatts og tekjuskatts að ræða. Eignaskattur er hins vegar lagð- ur á hreina eign eða eignir að frádrengum skuldum. Út frá því sjónarmiði að gjaldgeta skattgreið- enda eigi sem mestu að ráða um álagningu skattanna virðast eigna- skattar vera réttlátari skattar en fasteignaskattar. Samt er það svo, að þar sem fasteignaskattar em lagðir á í meira og minna mæli í flestum, ef ekki öllum löndum, em eignaskattar með öllu óþekktir í mörgum grannlanda okkar, svo sem í hinum enskumælandi löndum, og þar sem þeir tíðkast, svo sem á Norðurlöndum, munu þeir alls stað- - ar vera léttvægur liður í skattkerf- inu. Ástæðan til þess, að í grannlöndum okkar kveður yfírleitt lítið eða jafnvel ekkert að því að eignaskattar séu notaðir sem tekju- stofn hins opinbera er þó ekki sú, að svo sé litið á, að eignir skatt- greiðenda skipti engu máli fyrir gjaldgetu þeirra og eigi því ekki að hafa áhrif á skattaáiagninguna, heldur er ástæðan sú, að litið er á eignaskattinn sem skatt á þær tekj- ur, sem eignin gefur af sér og sé því óþarft að leggja hann á þar sem tekjuskattur er lagður á og jafnvel ranglátt, þar sem í raun verði um tvísköttun að ræða. Spumingin um réttmæti eigna- skatta ætti að mínum dómi að vera nátengd spumingunni um skatt- lagningu eignatekna. Það er stjóm- málalegt viðfangsefni að taka afstöðu til þess, hvemig eignatekjur skuli skattlagðar. Sums staðar, eins og í Bandaríkjunum, em eignatekj- ur, a.m.k. ef þær fara fram úr vissu marki, skattlagðar þyngra en launatekjur. Aðrir halda því fram, að meginreglan skuli vera sú, að allar tekjur skuli skattlagðar eins og svo em þeir sem telja, að í þjóð- félögum þar sem nauðsyn beri til að efla spamað eigi tekjur af eign- um að njóta skattfríðinda. Megin- vandamálið í sambandi við álagningu skatta á eignatelqur er þeir erfíðleikar, sem oft em á því að meta, hver sé sá arður, sem eign- imar raunvemlega gefa af sér. ■ Þessi vandi verður einkum mikill, þar sem mikil verðbólga geysar, eins og oft hefír verið hér á landi. Þá leiðir það til fráleitrar niður- stöðu, að leggja til gmndvallar mati á þeim tekjum, sem tiltekinn höfuðstóll, t.d. innstæða í banka, gefur af sér nafnvexti af innstæð- unni. Ef verðbólgustigið er hærra en nafnvextimir rýmar höfuðstóll- inn, sem þeim mismun nemur, þannig að raunvextir, eða sá arður sem höfuðstóllinn skilar verður nei- kvæður og fáir munu telja sann- gjamt að skattleggja töp eða neikvæðar telqur. Þetta var það höfuðsjónarmið, sem á sínum tíma lá því að baki að það var sett í skattalög árið 1954, að vextir af sparifé skyldu vera skattfijálsir og ennfremur að eignaskattar skyldu ekki af því greiddir. Það er tilgáta mín, að þrír áhrifamenn á sviði ríkisfjár- mála hafí staðið fyrir þessu, þeir Bjöm Ólafsson, Gísli Jónsson og Eysteinn Jónsson, þáverandi Qár- málaráðherra. Hvað sem því líður tel ég gild rök hníga að því, að engin ráðstöfun hafí verið gerð í íslenzkum efnahagsmálum frá því að verðbólgan hófst á seinni heims- styijaldarámnum, sem átt hefír svo ríkan þátt í því að halda efnahags- málum okkar á kili þrátt fyrir verðbólguna. Skattfrelsið gerði það að verkum, að menn vildu þó eiga sparifé þrátt fyrir hina neikvæðu raunvexti. Án skattfrelsisins má búast við því, að svo mikill flótti hefði orðið frá því að hafa nokkuð af eignum sínum í spariQárformi, að ókleift hefði orðið að slaka á því hafta- og skömmtunarkerfí, sem ríkti á stríðsámnum og fyrstu árin eftir stríðið. Nú hafa komið fram raddir um það, að tímabært sé að afnema skattfríðindi spariijár vegna þess hve dregið hafi úr verðbólgu og raunvextir hafí m.a. þess vegna hækkað. Hafa sumir talsmenn slíks bent á það, að í öðmm löndum Vestur- og Norðvestur-Evrópu séu vextir af sparifé skattskyldir. Er það út af fyrir sig rétt, að í þessum löndum gildir slflct sem meginregla. En í því sambandi ber þess að gæta, að í þessum löndum em efna- hagsvandamálin víðast hvar þau öfugu við það sem hér hefír verið. Verðbólga er þar lítil og gjaldeyris- Sjá næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.