Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Fréttir af félagsstarfi frímerkj asafnara Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Aðalfundur Félags frímerkjasafnara var haldinn 26. febrúar sl. í fundarsal fé- lagsheimilis LÍF í Síðumúla 17, og sóttu hann um 30 manns. Eru félagsmenn nú 260. Segja má, að starfsemi öll sé með hefðbundnum hætti, og er hag- ur félagsins nokkuð góður. A fímmtudögum kl. 20—22 og svo á laugardögum milli kl. 14 og 18 er herbergi FF opið og nær alltaf fullt á laugardögum. Þar fara fram skipti á frímerkjum, umslögum og stimplum. Sérs- takir skiptimarkaðir hafa verið nokkra laugardaga í vetur, og þar hafa menn til viðbótar við frímerki og annað frímerkjaefni einnig skipzt á mynt, póstkort- um og ýmsum öðru áhugaverðu efni. Er þetta hið bezta tæki- færi til þess að losa sig við margs konar umframhluti og eignast síðan annað í staðinn, ef menn vilja. Ég hef ekki getað fylgzt nákvæmlega með þessari starfsemi safnara, en ég held menn séu almennt ánægðir með sinn hlut. Hér má og benda á, að þessir skiptimarkaðir og raunar eins herbergi félagsins er opið öllu áhugafólki, og þurfa menn alls ekki að vera félags- menn í FF til þess að geta notfært sér þá þjónustu, sem þar má fá. Ekki má heldur gleyma því, að flesta laugar- daga eru í heimkynnum FF sérfróðir menn, sem geta leið- beint þeim, sem vilja fræðast um frímerkjasöfnun eða t.d. um verðmæti frímerkja og safna, sem þeir hafa undir höndum. Slík leiðbeiningarstarfsemi hef- ur raunar alltaf verið á dagskrá FF. \ síðasta aðalfundi lét Páll H. Ásgeirsson af formennsku í FF, en henni hefur hann gegnt í sjö ár samfleytt _eða lengur en nokkur annar. I stað hans var kjörinn formaður Benedikt Antonsson. Þá gekk Sverrir Einarsson úr stjórninni. Stjóm- ina skipa nú auk formanns: Sigurður P. Gestsson, vara- formaður, Jón Egilsson, ritari, Guðni Gunnarsson, gjaldkeri og sem meðstjórnendur Don Brandt, Guðmundur Kr. Guð- mundsson og Jón Ásgeir Hreinsson. Varamenn voru kjörnir í stjórn Aðalsteinn Mic- helsen og Hjalti Jóhannesson. Félag frímerkja- safnara 30 ára Hinn 11. júní nk. verður Félag frímerkjasafnara 30 ára. Af því tilefni verður haldin afmælissýn- ing, og nefnist hún FRÍMEX 87. Verður sýningin dagana 30. maí til 1. júní að Hótel Loftleiðum. Gert er ráð fyrir margvíslegu sýn- ingarefni í um 200 römmum, bæði í boðsdeild, samkeppnisdeild og kynningardeild. Er von stjórn- arinnar sú, að þátttaka safnara verði sem mest, enda er vitað, að margir íslenzkir frímerkjasafnar- ar eiga mjög gott efni til að sýna. Þá væntir stjómin þess, að félag- ar FF taki virkan þátt í starfi félagsins á þessu afmælisári. Sér- stök nefnd sér um afmælisundir- búninginn, og var Páll H. Ásgeirsson kjörinn formaður hennar á aðalfundinum. I sambandi við afmælissýningu FF heldur Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara lands- þing sitt og að öllum líkindum sunnudaginn 31. maí. Síðar verð- ur í frímerkjaþætti greint nánar frá væntanlegu þinghaldi og éins öðru því, sem gera á til hátíða- brigða á afmælisári FF. Frávik, afbrigði og gallar við f rímerkj agerð Þeir, sem safna frímerkjum, komast ekki hjá að tileinka sér alls kyns orð og hugtök, sem tengjast frímerkjum með einum eða öðmm hætti. Orðaskrár hafa verið samdar á ýmsum málum um þetta efni. Hefur verið reynt að þýða eða laga flest þessara orða að íslensku máli. Þannig hefur t.d. fílateli (philately), sem oft er nefnd hér manna á milli fílatelía, verið kölluð frímerkjafræði. Sá, sem sökkvir sér verulega niður í frímerkjasöfnun og athugar frímerki frá sem flestum hliðum og kynnir sér sögu þeirra, nefnist gjaman filatelisti eða frímerkja- fræðingur. Auðvitað láta flestir sér venjulega nægja að tala um frímerkjasöfnun og frímerkja- safnara, en þar getur samt verið töluverður munur á merkingu orð- anna. Þá er það og staðreynd, að allir bytja sem venjulegir safnar- ar, og halda þá til haga eintaki af hveiju frímerki, ýmist stimp- luðu eða óstimpluðu, eða hvort tveggja, og huga ekki nánar að öðmm hlUtum. Þeim nægir ein- ungis að fylla auðu rúmin í albúminu. Nú er það hins vegar alkunna, að á fyrstu áratugum frímerkj- anna, þ.e. frá 1840 og fram um og yfir aldamót, endurprentuðu flestar póststjórnir frímerki sín eftir þörfum, þegar upplag þraut, en breyttu ekki um myndefni hverju sinni, svo sem nú er orðinn föst venja. Þannig er til fjölda endurprentana, ekki sízt af þeim frímerkjum, sem notuð voru til greiðslu almennra burðargjalda innan lands eða utan. Aftur á móti var prenttækni þá ekki orðin svo fullkomin, að næsta prentun yrði nákvæmlega eins og hin fyrri, og stundum varð litarmunur svo mikill, að hann blasti við hverju auga, sem gaf því gaum. Frímerkjasafnarar tóku nokkuð snemma að sækjast eftir þessum mismunandi prentunum, enda er þeirra getið í sérlistum. Hér á landi komu svonefnd aurafrímerki út á árunum 1876—1901 og sum þeirra í mörgum prentunum. Sama er að segja um dönsku tvílitu auramerkin, sem komu ein- mitt út á sömu árum. Safnarar tala hér gjaman um litarafbrigði. Aftur á móti felst í reynd annað í orðinu afbrigði, svo sem skýrt verður nánar í næsta þætti. Hér fer því betur að tala um litbrigði eða blæbrigði, enda er það ágætt orð sem þýðing á orðinu nuance, sem haft er um þetta í erlendum málum. Næst skulum við svo líta á ýmis önnur fyrirbæri, sem fram hafa komið við prentun frímerkja og eru einnig áhugaverð í augum safnara. Pálmalilja - Yucca Alls konar tískubylgjur gera vart við sig hjá mannkyninu og gætir þessa jafnt hjá blóma- ræktendum og öðrum. í eina tíð voru rósir mjög vinsæl inniblóm og skörtuðu í nær hverjum glugga. Ýmiss konar tímabil hafa verið, fúksíutími, pelar- góníutími, hortensíutími, kró- tontími, kaktusatími og þykkblöðungatími. Ein vinsælasta innijurtin er nú yucca eða pálmalilja, eins og jurtin hefur verið kölluð á íslensku. Nafnið pálmalilja er einkennandi, því óblómguð líkist jurtin oft talsvert pálma, en blómin sverja sig til liljuætt- arinnar, sem hún telst til. Pálmaliljur, ýmsar tegundir, eru amerískar, sígrænar plönt- ur með stinn, leðurkennd, löng og fremur mjó blöð, oddhvöss með hvassa jaðra. Má vara sig á því að skera sig ekki eða stinga á þeim sumum. Ýmsar pálmaliljur bera blað- hvirfingar við jörð, en flestar eru með blaðskúf í toppinn á stöngli, sem getur orðið hár og hijúfur átöku; með mörgum blaðförum. I heimkynnum sínum og í görðum hlýrri landa bera pálmaliljur langan klasa fjölmargra, hvítra eða gulhvítra blóma, sem stundum eru kölluð „Kerti drottins“, þ.e. klasinn með blómunum. Blómgun ætti að takast hér í gróðurskálum, en erfítt mun það í heimahús- um. En þetta eru myndarlegar og sérkennilegar jurtir þó þær beri ekki blóm. Góð birta er þeim nauðsynleg svo þær þrífíst vel til lengdar og haldi blómum sínum. Tegundin yucca aloifolia, sem oft hefur verið nefnd „spænski byssustingurinn“ vegna hinna hvössu odda og blaðjaðra, getur orðið stórvax- in, 90—200 sm eða meira. Önnur stór pálmaliljutegund er yucca gloriosa, sem ber þéttar blaðhvirfingar í toppi. Jaðrar blaðanna eru brúnleitir og ekki mjög hvassir. Getur orðið um 2 m á hæð og þykir mjög tilkomu- mikil. Þessi pálmaliljutegund hefur náð miklum vinsældum á íslandi. Til eru minni tegundir, yngri í ræktun t.d. yucca gu- atemalensis (y. elephantipes) og mætti reyna þær í stofu. Allar þessar framanskráðu tegundir hafa stofn, en einnig er í ræktun stofnlaus tegund, yucca filamentosa, „adams- nál“, sem ber margar hliðar- blaðhvirfíngar. Blöð hennar eru upprétt og hörð, blágræn að lit, með hangandi trefjum á jöðrum. Þetta voru nokkur dæmi en margar fleiri tegundir eru til. Algeng tegund í miðríkjum Bandaríkjanna er yucca glauca, sem vex þar út um all- ar engjar oft hátt upp til fjalla. Hún er sögð allharðgerð og væri fróðlegt að vita hvort ein- hver hefur reynt að rækta hana hér utandyra. Oft má fjölga pálmaliljum með hliðarhvirfíngum eða rót- arsprotum. Einnig með fræsán- ingu. Þriðja aðferðin er fjölgun með toppgræðlingum eða jafn- vel með sneiðum af stönglinum. Hentugar jarðvegur er sendin eða ögn leirkennd gróðurmold. Góð framræsla pottanna eða keijanna er nauðsynleg. Græð- lingamir þurfa að vera í hlýju til að mynda rætur. Best er að fjölga þeim á vorin. Gott er að úða pálmaliljur með ylvolgu vatni. Á sumrin þurfa þær sól og hita en vetrar- geymsla er best í fremur röku herbergi við 7—12° hita. Best er að hafa pottaskipti á ungum jurtum á hveiju vori. Síðan er oft nóg að skipta bara um mold efst í pottinum. Hafíð ekki pál- maliljur nærri miðstöðvarofnum og varist langvarandi ofvökvun. Pálmaliljan vex oft fremur hægt. Ef hún er í góðum vexti á björtum stað þarf alltíða vökv- un, á sumrin en sjaldnar á vetmm t.d. 10. hvem dag. Gott er að vökva með daufu áburðar- vatni á sumrin, viku- eða hálfsmánaðarlega. Ingólfur Davíðsson. PS. Þeir félagar GÍ sem bú- settir em í Reykjavík og nágrenni og hafa pantað vor- lauka hjá félaginu, geta sótt pantanir sínar á skrifstofuna á Amtmannsstíg 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.