Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Hrönn Hafliðadóttir, óperusöngkona: Söngnr er vinna og aftur vinna HRÖNN Hafliðadóttir, óperu- söngkona, heldur tónleika í Gamla bíói, laugardaginn 21. mars og hefjast þeir klukkan 15.00. A efnisskránni eru ljóð eftir Brahms, Schubert, Wagn- er og Strauss, auk þess sem Hrönn syngur þrjár óperuarí- ur, eftir Gluck, Ponchielli og Tschaikowsky. í viðtali við Morgunblaðið sagði Hrönn að þetta væri feykilega mikið „prógram“ og tæki það 1 1/2 tfma í flutningi. „Fyrir svosem tveimur árum hefði ég ekki vogað mér að leggja út í það,“ sagði Hrönn, „ég hafði ekki nóga reynslu. Þetta er mjög krefjandi og þar sem ég er nú búin að syngja nokkur óperuhlutverk, sem gera kröfu til raddar og túlkunar, legg ég út í þetta núna.“ Hrönn á, eins og hún segir sjálf, nokkur óperuhlutverk að baki. Fyrsta hlutverk hennar var 3. hirðmey Næturdrottningarinn- ar í Töfraflautunni. Síðan söng hún Katishu í Mikado, þá frú Nóa í Nóaflóðinu, Orlofsky greifa í Leðurblökunni og Azucenu, sígaunakonuna í II Trovatore. Öll þessj hlutverk hefur hún sungið hjá Islensku óperunni. Auk þessa söng hún hlutverk Úlriku í Grímu- dansleik Verdis í Þjóðleikhúsinu. „Gegnum þessi hlutverk hefur maður öðlast bæði söng— og sviðsreynslu" segir Hrönn. „Ég er ekki lærður leikari, en ég hef notið þess að hafa góða leikstjóra, sem, hafa kennt mér það sem ég hafði ekki fyrir. Þegar við vorum að æfa II Trovatore, sagði Þór- hildur Þorleifsdóttir einu sinni við mig, „Heyrðu, þú trítlar um eins og amma mús. Þú verður að læra að ganga." Ég fór ti Kristínar Kristjánsdóttur, sýningarstjóra og hún kenndi mér að ganga, það er að segja að ganga á öllum fætinum, ekki bara tánum. Svo gekk ég með þessu lagi um alla ganga, niður stiga, um allt hús, svo göngulagið yrði eðlilegt þegar að sýningum kæmi.“ Hrönn hóf nám við Söngskól- ann í Reykjavík árið 1974 og útskrifaðist með einsöngvarapróf vorið 1981, „en þar áður var ég búin að vera hjá Engel Lund í fi mm ár,“ segir hún. „Haustið 1981 bauðst mér síðan að fara til Vínar, til náms hjá Helene Karusso. Már Magnússon og Ólöf Kolbrún Harðardóttir höfðu fengið hana til að koma og halda námskeið Hrönn Hafliðadóttir, óperu- söngkona þetta sumar. Þá uppgötvuðust ýmsar hliðar á mér, sem ég vissi ekki að væru til. Ég var síðan samtals í 13—14 mánuði í Vín, þó ekki samfleytt. Eftir fyrsta veturinn minn þar fannst mér eg ekki hafa lært nóg, svo ég lagði drög að því vera þar annan vetur. Um haustið fór ég svo út, en rétt fyrir jólin var hringt og mér boðið hlutverk í Töfraflautunni. Eftir það var ég þama mjög slitrótt. Ég var alltaf að syngja eitthvað hér heima og hafði gott af því.“ Hrönn hefur rödd sem kallast kontra—alt, „en það var próf- dómari hjá söngskólanum, sem ég held lað hafi hitt naglann ansi vel á höfuði, þegar hann kallaði hana mezzó—kontralt," segir hún. „Mér finnst það sjálfri vera nokk- uð rétt, en maður getur víst lítið dæmt um það sjálfur." Er sú raddtegund algeng í óper- um? „Já, það er nokkuð mikið um hlutverk fyrir þá rödd í óperum og þau eiga það sameiginlegt að vera mjög erfið. Þau gera miklar kröfur til raddstyrks og radd- sviðs. Þessi rödd er skrifuð fyrir dálítið sérstaka tegund af kven- fólki í óperum. Þær em oft ástríðumiklar og skapheitar, gjaman sígaunar. Svo eru það buxnahlutverkin. Þar sem kona er í karlmannshlutverki, er það hlutverk skrifað fyrir þessa rödd. Og þau eru mörg. En þótt þetta séu erfið hlut- verk, hef ég aldrei óskað þess að vera neitt annað en ég er, sérstak- lega afþví þessi tegund raddar er ekki algeng. En það er með söng- inn eins og aðrar listgreinar. Þetta er vinna og aftur vinna og maður verður að leggja á sig óskaplega mikið púl ef maður ætlar sér eitt- hvað með þetta. Kristín Ólafsdóttir, Alþýðu- bandalagi. Lára V. Júlíusdóttir, Alþýðu- flokki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista. Hvað eiga þær sameiginlegt? eftir Sólveigu Pétursdóttur í Alþýðublaðinu h. 14. marz sl. er viðtal við Jón Sigurðsson, efsta mann á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosn- ingum. Þar segir hann m.a.: „Alþýðuflokkurinn vill ganga lengra í valddreifíngu og fijálsræði í markaðsmálum en Sjálfstæðis- flokkurinn og draga úr ríkisafskipt- um í atvinnumálum og viðskiptum." Þetta er nokkuð athyglisverð yfir- lýsing og nýjar fréttir, einkum í ljósi þess, að árið 1967 lá fyrir Alþingi til afgreiðslu fmmvarp um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Fmmvarpið skyldi tryggja fijálsa verðlagningu þar sem samkeppni væri næg. Þetta fmmvarp var fellt með eins atkvæð- is mun og skipti þar öllu andstaða alþýðuflokksmannsins Eggerts G. Þorsteinssonar. Málið var ekki tekið upp að nýju fýrr en í ríkis- stjórnartíð Geirs Hallgrímssonar, 1974—1978, ogþá afgreitt sem lög frá Alþingi. í vinstri stjórninni, Loðnuhrognafrystingn lokið í Eyjum: Útflutningsverðmætið um 250 milljónir króna Vestmannaeyjum. Loðnuhrognafrystingu var hætt í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Hjá fjórum frystihúsum voru frystar tæp- lega 1.800 lestir á vertíðinni, sem er mesta magn sem fryst hefur verið frá upphafi. Aætlað út- flutningsverðmæti þessa magns mun vera um 250 milljónir króna. Hjá Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja voru frystar liðlega 1.000 lestir, sem mun vera mesta magn sem eitt frystihús hefur framleitt. Vinnslustöðin, Fiskiðjan og Frysti- hús FIVE frystu samtals liðlega 1.700 lestir, en þessar stöðvar voru með sameiginlega móttöku og hreinsun. Sigurður Einarsson, forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hrognavinnslan hefði gengið hreint út sagt mjög vel. Loðnan hefði hent- að vel til vinnslu og hún borist jafnt og þétt á land, engar fratafir skap- ast vegna veðurs. - hkj. sem komst til valda 1978, var fram- kvæmd þessara laga skotið á frest og komu þau ekki til framvæmda aftur fýrr en sjálfstæðismenn fengu viðskiptaráðuneytið árið 1983. Það má því segja, að Alþýðuflokkur- inn hafi staðið í vegi fyrir því, að neytendur nytu hagkvæmni fijálsrar samkeppni og fijálsrar verðmyndunar í 15 ár. Jón Sigurðsson segir ennfremur í sama viðtali, að Alþýðuflokkurinn eigi margt sameiginlegt með Al- þýðubandalaginu í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum. Það er vafalaust mikill sannleikur í þessari yfirlýsingu þjóðhagsstofustjórans. Hann útilokar heldur ekki stjómar- samstarf með Alþýðubandalagi, þrátt fyrir ákafar yfirlýsingar nafna hans Hannibalssonar um viðreisn að kosningum loknum. Það hlýtur að vera erfitt fyrir formann Alþýðuflokksins, þegar skjólstæðingar hans og frambjóð- endur Alþýðuflokksins eru honum ekki sammála. Þeir virðast nefni- lega margir hveijir stefna leynt og ljóst að nýrri vinstri stjórn. Er ekki úr vegi að benda á nokkur atriði þessu til stuðnings: 1. Á afmælisþingi Alþýðuflokks- ins í október sl. flutti Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, ræðu. Þessum núverandi frambjóðanda Alþýðubandalagsins varð mjög tíð- rætt um nauðsyn á því að þessir tveir flokkar næðu saman. 2. Samstarf Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins víða um land eftir sveitarstjómarkosningarnar 1986 og samstarf þeirra í borgar- stjórn Reykjavíkur bendir til þess, að þeir kunni að taka höndum sam- an um stjóm landsins í nýrri vinstri stjórn að kosningum loknum, gefíst þeim nokkurt færi á. 3. Innan Alþýðuflokksins er sterk hreyfing ungra jafnaðarmanna, sem berst gegn vem Islands í Atl- antshafsbandalaginu og vill varnar- liðið af landi brott. 4. Þingmenn Alþýðuflokksins ýmist sátu hjá eða vom á móti fmm- varpinu um fijálsan útvarpsrekstur. 5. Eitt af áhersluatriðum Al- þýðuflokksins, komist þeir til valda, er stóreignaskattur. Svavar Gests- son lét hafa það eftir sér, að þessi hugmynd væri gmnnur að stjómar- myndunarviðræðum við Álþýðu- flokkinn. Það er því greinilegt, að gmndvöllur nýrrar vinstri stjórnar verður sem jafnan áður aukin skatt- heimta og vaxandi ríkisumsvif. 6. Alþýðuflokkurinn reyndi eftir föngum að tefja fyrir framgangi fmmvarps um staðgreiðslukerfí skatta. Með því hefur hann sýnt andstöðu sína við raunvemlegar aðgerðir til einföldunar og lækkun- ar á sköttum. 7. í nýafstöðnum kosningum til stúdentaráðs Háskóla íslands vann Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, glæsilegan kosningasig- ur. í kosningabaráttunni sjálfri reyndu nokkrir stjómmálamenn og frambjóðendur til Alþingiskosninga nú í vor að hafa áhrif á stúdenta, og þar með á úrslit kosninganna. Rituðu þeir nöfn sín undir áskomn til stúdenta um að kjósa lista Fé- lags vinstri manna. Með þessum líka glæsilega árangri, eða hitt þó heldur! Þessir aðilar vom: Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, Kristín Ól- afsdóttir, varaformaður Alþýðu- bandalagsins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi fyrir Kvennalistann og mikil forystukona þar í bæ, en Kvennalistinn er af mörgum talinn vera Iengst til vinstri í pólitísku litrófi á íslandi. Guð- mundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri krata í Hafnarfírði, og Lára V. Júlíusdóttir, fjórði maður á lista Alþýðuflokks í Reykjavík og lög- fræðingur ASI. Lám hefur ugglaust mnnið blóðið til skyldunnar, enda fyrrverandi stúdentaráðsmaður fyr- ir Verðandi, hið gamla félag vinstri manna í háskólanum. Lára gekk síðan til liðs við Kvennalistann og er nú komin í framboð fyrir Al- þýðuflokkinn. Mönnum er að sjálf- sögðu frjálst að valsa á milli stjómmálaflokka. Leiða má að því Sólveig Pétursdóttir „Það virðist því ljóst, að það er vinstri stjórn, sem er sámeiginlegt hugðarefni þeirra Steingríms, Kristínar, Ingibjargar Sóirúnar, Guðmundar Árna og Láru V. Júlíusdóttur.“ líkur, að svona flakk, frá félagi vinstri manna og Kvennalista og yfir til krata, sýni breytta pólitíska afstöðu. í Lám tilviki sýnist ekki hafa orðið breyting á afstöðu þrátt fyrir flakkið. Þessum frambjóðanda Álþýðuflokksins er greinilega ekk- ert um samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn gefíð. Enda lét hann hafa það eftir sér, að Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, væri lítið annað en útungunarstöð fyrir íhald- ið. Fróðlegt væri að heyra skoðun Jóns Braga Bjamasonar, prófessors og fímmta manns á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, á því. Jón Bragi er nefnilega fyrrverandi emb- ættismaður fyrir Vöku og starfaði töluvert fyrir Vöku á námsámm sínum í háskólanum. Það virðist því ljóst, að það er vinstri stjóm, sem er sameiginlegt hugðarefni þeirra Steingríms, Kristínar, Ingibjargar Sólrúnar, Guðmundar Áma og Lám V. Júlíus- dóttur. Því sýnist einu gilda hvort það er Alþýðubandalagið, Kvenna- listinn eða Alþýðuflokkurinn, sem fær atkvæði þitt, lesandi góður, í komandi kosningum. Stuðningur við hvern þessara flokka sem er er ávísun á vinstri sljórn! Höfundur er lögfræðingvr og skipnr 8. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykja vík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.