Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Nokkrar hugleiðingar um mark mið og leiðir í skattamálum staða traust, en atvinnuleysi mikið. Þar er ekki sú ástæða, sem hér hefír verið til þess að hvetja fólk til þess að leggja fyrir peninga, heldur er það þvert á móti talið æskilegt, a.m.k. að vissu marki, að fólk auki neyzlu sína og auki þann: ig eftirspumina eftir vinnuafli. í Danmörku, þar sem ég bezt þekki til af þessum löndum, er talsvert um það að fólk getur eignazt skatt- fijálsar innstæður á sérreikningum, en þá peninga verður að nota í nánar tilteknum tilgangi og hámark mun jafnan vera sett á það, hve háar fjárhæðir einstaklingar mega eiga á slíkum reikningum. Með þessu er þó ekki sagt, að ákvæðin, sem sett voru 1954 um skattfrelsi sparifjár, séu heilög kýr í þeim skilningi, að þau megi ekki taka til endurskoðunar vegna breyttra aðstæðna frá því sem var fyrir 33 árum. í umræðum þeim, sem átt hafa sér stað að undan- fömu um skattlagningu sparifjár hafa ýmsir vitnað í grein er birtist hér í blaðinu þann 27. jan. sl. eftir Jón Sigurðsson, fyrrv. forstjóra Þjóðhagsstofnunar, og talið þar gerðar tillögur um að skattfrelsi sj)arifjár skuli afnumið sem fyrst. Eg hefi nú ekki lagt þann skilning í þau ummæli Jóns, þar sem að þessu er vikið, heldur skoðað þau sem ábendingu um það, að vegna breyttra forsendna í vaxta- og verð- lagsmálum, svo og misræmis, sem fyrir hendi sé varðandi skattlagn- ingu eigna og eignatekna, sé tímabært að taka þau mál til endur- skoðunar í heild. Að niðurstöðum þeirra athugana fengnum, komi svo til kasta stjómvalda að taka ákvarð- anir um æskilegar breytingar skattalaga. Jón leggur áherzlu á tengslin milli eignaskatta og skatt- lagningar eignatekna og hlýt ég samkvæmt áðursögðu að vera því sjónarmiði sammála. Þó að hér verði ekki gerðar tillög- ur um þetta frekar en annað, þá tel ég að vara beri mjög við því að afnema þær hömlur, sem settar hafa verið við vexti verðbólgunnar, þar með talið skattfrelsi spariQár, nema þá að aðrar jafn virkar höml-x ur komi í staðinn. Þó að verulegur árangur hafí síðustu misseri náðst í baráttunni við verðbólguna á það langt í land að búið sé að vinna bug á verðbólguhugsunarhættinum, þannig að lítið má út af bera til þess að í sama horfíð sæki og fyrir 4 ámm, þegar vöxtur verðbólgunn- ar var í hámarki. Vissulega hafa raunvextir af sparifé, en með því er hér átt við innstæður á innlánsstofnunum og ríkisskuldabréf, hækkað frá því sem t.d. gerðist á 8. áratugnum. Mjög eru þessir vextir þó mismunandi og má t.d. nefna, að hæstu vextir á almennum óverðtryggðum spari- sjóðsbókum eru nú 10%, en bjart- sýnustu spár um þróun verðlags á þessu ári gera ráð fyrir 11-12% verðbólgu. Raunvextir af þessum stóra þætti innstæðna sparifjáreig- enda eru þannig enn neikvaeðir. Það má ekki láta blekkjast af því, þótt lítill hluti spariQárins hafí undan- farin tvö ár eða svo verið á uppboði hjá innlánsstofnunum og borið all- háa raunvexti. Yfírleitt skuldbinda innlánsstofnanir sig þó ekki nema mjög stuttan tíma til þess að greiða slíka vexti. Það sjónarmið hefír komið fram í umræðum um þessi mál, að með því að skattleggja eignatekjur meira en nú er gert, megi stíga spor í þá átt að leiðrétta misræmið í skattlagningu atvinnurekenda og launþega hvað tekjuskattinn snertir og rætt hefír verið um hér að fram- an. Ef með eignatekjum er hér átt við vexti af sparifé, er þetta hin, mesta fírra. Mikill meirihluti spari- fjár er vafalaust í eigu launþega. Bankar og sparisjóðir gera að vísu lítið af því að birta heildaryfirlit um það, hvemig sparifé það sem þar er ávaxtað skiptist á eigendur. Samkvæmt upplýsingum er ég tel áreiðanlegar, eiga um 80% inn- stæða í innlánsstofnunum að vera í eigu launþega en hitt í eigu ýmissa sjóða og stofnana og svolítið brot, sem er sjóðeign fyrirtækja. Þetta þarf engum að koma á óvart, því að atvinnurekendur ávaxta sínar eignir yfírleitt í fyrirtækjum sínum en ekki sem innstæður í innláns- stofnunum eða ríkisskuldabréfum. Hins vegar má gera ráð fyrir því, að eignir launþega umfram það sem fest er í íbúðarhúsnæði og innbúi séu yfírleitt í mynd sparifjár eins og það er skilgreint hér. Skattlagn- ing sparifjár myndi því, ef að líkum lætur að líkindum fremur auka hlut- deild launþega í skattbyrðinni en hið gagnstæða. Hitt er svo annað mál, að hlut- deild launþega í öðrum eignatekjum en vöxtum af sparifé er vafalaust önnur og minni en ofangreindar tölur sína, þó að engar upplýsingar um það séu mér kunnar. Óbeinir skattar Með óbeinum sköttum er átt við skatta, sem seljendum vöru og þjón- ustu er gert að greiða, en jafnframt er gert ráð fyrir því að þeir velti skattinum af sér yfír á r.eytendur hinnar skattlögðu vöru og þjónustu. Helztu dæmi um þetta eru sölu- skattur, tollar og framleiðslugjöld, sem greidd eru af vörum, framleidd- um innanlands. Það eru því neyt- endumir sem i raun bera skattinn. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að beinir skattar, svo sem tekju- og eignaskattar, séu bomir af þeim, sem þeir eru lagðir á. Hér á landi eru óbeinir skattar, svo sem kunnugt er, langstærsti tekjustofn ríkisins og hefír svo ver- ið um alllangt skeið. Sú breyting hefir þó á orðið siðustu 2-3 ára- tugi, að þar sem óbeinir skattar voru einkum á lagðir sem tollar, er söluskattur nú langstærsti þáttur þeirra. Er þessi þróun m.a. sprottin af þátttöku Islands í alþjóðlegu samstarfi um frjálsa verzlun þjóða í milli. Því var áður haldið fram, að óbeinir skattar væru óæskilegir vegna áhrifa þeirra á tekjuskipting- una, þar sem þeir hlytu að hvíla þyngra á lágtelqufólki en efnafólki. A fyrstu áratugum þessarar aldar var það því gjaman stefna verka- lýðssamtaka og verkalýðsflokka að leggja áherzlu á það, að skattar ættu að vera beinir fremur en óbein- ir. Á þessu hefir hins vegar orðið breyting, þar sem launafólk hefír áttað sig á því, að háir tekjuskattar em því ekki hagstæðir af ástæðum, sem ræddar hafa verið hér að fram- an, en í öðru lagi er hægt að byggja upp kerfí óbeinna skatta, þannig að lágir eða engir skattar séu lagð- ir á almennar nauðsynjar, en hærri skattar á „lúxusvörur" sem gert er ráð fyrir að séu einkum keyptar af efnafólki. Það óhagræði fylgir þó því að mismuna í söluskatti, að slíkt tor- veldar eftirlit með innheimtu skattsins. Nú má spyija sem svo, hvemig það geti samrýmst þvi hlutverki skattanna að vera hemill á verð- bólgu, sbr. hér að framan að leggja á óbeina skatta, því hlýtur slík skattaálagning ekki einmitt að magna verðbólguna og vinna þann- ig gegn tilgangi skattaálagningar- innar? Svarið við þessu verður háð því, hvort launþegum og öðmm er bætt sú rýmum kaupmáttar, sem af óbeinu sköttunum leiðir með því að hækka kaup eða aðrar peninga- tekjur til samræmis við verðhækk- anir. Ef svo er ekki ætti jafnvægi að nást þannig að þegnar þjóðfé- lagsins taka á sig þær byrðar, sem útgjöld hins opinbera hafa í för með sér í mynd minni kaupmáttar pen- ingateknanna í stað þess skila því opinbera hluta af ráðstöfunartekj- um sínum eins og á sér stað þegar lagðir em á beinir skattar. Ef verð- hækkanir em hins vegar bættar með hækkun kaupgjalds og annarra peningatekna verður afleiðingin gjama sívaxandi verðbólga, þannig að segja má að tilgangurinn með álagningu skattanna náist ekki. Auðvitað tekst borgumm þjóðfé- lagsins ekki með því móti að hrinda þeirri kjaraskerðingu sem af opin- bemm útgjöldum leiðir, nema síður sé, og einmitt þess vegna er skatta- leiðin talin hagkvæmari fláröflun en verðbólguleiðin. Annars er sú afstaða launþegasamtakanna til skattálagningar, sém verið hefír ríkjandi hér á landi og víðar, að krefjast fullra bóta í launum, ef lagðir em á óbeinir skattar en engra bóta þó beinir skattar séu hækkað- ir, engan veginn rökræn, eins og þegar hefír verið gerð grein fyrir. Pyrir 25-30 ámm vom mjög til umræðu bæði meðal hagfræðinga og stjómmálamanna hugmjmdir um hinn svokallaða almenna neyzlu- skatt, sem lagður skyldi á þann hluta teknanna, sem ráðstafað hafði verið til neyzlu. Sá hagfræðingur, sem öðmm fremur hefír mótað hinn fræðilega gmndvöll þessarar hug- myndar var hinn kunni ungverski hagfræðingur Nicholas Kaldor, er fyrir nokkmm árum kom til íslands í boði Háskóla íslands og Seðla- bankans. Hér væri um að ræða neyzluskatt, sem gagnstætt þeim neyzlusköttum, sem hér að framan hafa verið ræddir, myndi ekki hafa áhrif á verðlagið til hækkunar. Slíkur skattur myndi þó þurfa að vera mjög stighækkandi til þess að koma í veg fyrir það að hann bitn- aði með óhæfilegum þunga á lágtekjufólki. Stjómmálamenn víða um heim sýndu þessari hugmynd mikinn áhuga og dæmi vom þess að reynt væri að framkvæma hana, t.d. í Indlandi. En ljóst var að mjög miklir erfíðleikar yrðu á því að framkvæma slíka skattaálagningu, og dvínaði áhugi fyrir henni því fljótlega. Óneitanlega hefír slíkur skattur þó mikla kosti sem liður í opinberri íjáröflun og e.t.v. getur fullkomnari tækni við söfhun upp- lýsinga leyst að meira eða minna leyti þá framkvæmdaörðugleika sem á slíkri skattlagningu em. Höfundur er fyrrverandi prófess- or við viðskiptafræðideild Háskóla íslands. Hann var um langt árabil alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjavík og einn hetztí talsmaður flokksins í efnahags- málum, svo og ráðunautur ríkis- stjómarinnar um áratuga skeið. Dýrfirðingaf élagið: Árlegur „kaffi- dagur“ í Bústaðakirkju ÁRLEGUR „kaffidagur" Dýr- firðingafélagsins í Reykjavík verður í Bústaðakirkju sunnu- daginn 22. mars. Hefst hann með messu í kirkjunni ld. 14.00 og kaffiveitingar verða síðan í sam- komusal kirkjunnar á eftir. Allur ágóði af kaffísölunni renn- ur til byggingar dvalarheimilis aldraðra í Dýrafirði, eins og á und- anfömum ámm, segir í frétt frá félaginu. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar em velkomnir. Gretar Reynisson. Sýnir í Gallerí Svart á hvítu GRETAR Reynisson opnar sýn- ingu á olíumálverkum laugar- daginn 21. mars kl. 14.00 í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14.00-18.00, og stendur til 5. apríl. Morgunblaðið/Haraldur Már Þátttakendur á námskeiðinu. Fremri röð frá vinstri: Bergur Atla- son, Kristjana Bergsdóttir, Baldur Sveinbjömsson kennari, Smári Brynjarsson, Siguijón Viktorsson, Ami Jón Sigurðsson. Aftari röð frá vinstri: Brynjólfur Sigurðsson, Aðalbjörn Haraldsson próf- dómari, Haraldur Sigmarsson, Alfreð Sigmarsson, Albert Geirs- son, Jón Þorsteinsson, Jóhann Grétar Einarsson, Brynjar Júlíusson, Jón Guðmundsson og Þorgeir Sigurðsson. eldvamarmál, Jóhann Grétar Einarsson símstöðvarstjóri hélt fyrirlestur um fjarskiptamál og Sigríður Júlíusdóttir hélt fyrir- lestur um hjálp í viðlögum. Prófdómari var Aðalbjöm Har- aldsson. Sumir þátttakenda á námskeiðinu vom menn, sem lengi hafa stundað sjóinn án þess að hafa lokið svona prófí og einnig vom þama menn, sem lítið hafa verið á sjó. Ein kona var á námskeiðinu, Kristjana Bergsdóttir félagsmálafulltrúi, en hún hefur ásamt manni sínum, Atla Ámasyni lækni, gert hér út bát síðastliðið ár. Þátttaka á þessu námskeiði var góð og það sýndi sig að full þörf var á að halda það. Eftir að námskeiðið byrjaði var mikið spurt um það og má því búast við að annað slíkt verði haldið á næsta skólaári. Að lokum má 30 tonna skipsljórnar- námskeið á Seyðisfirði Seyðisfirði. Seyðisfjarðarskóli hélt nú fyrir skömmu námskeið til skipstjórnarréttinda að 30 tonnum, svokallað „punga- próf“, í samráði við Stýri- mannaskólann í Reykjavík. Námskeiðið stóð í þrjár vikur, hvert kvöld og um helgar. Kennari var Baldur Svein- björnsson. Kennd var sigl- ingafræði sem aðalfag, en auk þess voru alþjóðasiglingaregl- ur kenndar og um stöðugleika skipa. Davíð Gunnarsson slökkvi- liðsstjóri hélt fyrirlestur um geta þess að Seyðisfjarðarbær, umboð Brunabótafélagsins á Seyðisfírði og Tryggingamið- stöðin í Reykjavík styrktu námskeiðið, en önnur trygginga- félög sáu sér ekki fært að taka þátt í því. — Garðar Rúnar Landsmót vél sleðamanna í Kerlingafjöllum LANDSSAMBAND íslenskra vél- sleðamanna mun halda sitt árlega landsmót í Kerlingarfjöll- um 28. og 29. mars. Fjölbreytt dagskrá verður á þessu lands- móti og gert er ráð fyrir að fjöldi vélsleðamanna hvaðanæva af landinu sæki mótið að vanda. Leiðrétting í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 18. mars sl. þar sem sagt var frá úrslitakeppni félagsmiðstöðvarinn- ar Tónabæjar í fijálsum dansi kom fram að sigurvegari í þriðja sæti einstaklingskeppninnar og sigur- vegarar í öðru sæti í hópriðli væru frá Djassneistanum. Hið rétt nafn er Dansneistinn í Garðabæ. Beðist er velvirðingar á þessu. Sýnir í Gallerí Skip í VIKUNNI opnaði Sigurrós Baldvinsdóttir sýningu í Gallerí Skip, Skipholti 50c, á 38 olíumál- verkum. Þetta er fyrsta einkasýning Sig- urrósar og eru flest verkin til sölu. Sýningin er opin frá kl. 13.00- 17.00 virka daga en frá kl. 15.00- 18.00 um helgar. Sýningin stendur til 1. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.