Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 1>7 Gumiar G. Schram féll á prófinu eftirJóhönnu Sigurðardóttur Ekki hafði ég ætlað mér að hefja skrif um „eignarrétt“ þingmanna á tillöguflutningi um lífeyrisréttindi heimavinnandi eins og nokkuð hef- ur verið rætt um á undanförnum dögum og m.a. gerð ítarleg skil í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. En greinarskrif Gunnars G. Schram í Mbl. sl. fimmtudag undir fyrirsögn- inni „Tilefnislaust upphlaup þingmanna Alþýðuflokksins" knýr mig að sjálfsögðu til þess. Upphafs- maður „upphlaupsins", sem er Gunnar G. Schram sjálfur, leyfir sér nefnilega að hagræða sannleik- anum í þessu máli, og leiðir hjá sér að ræða tilefni þess að þingmenn Alþýðuflokksins gerðu athuga- semdir við vinnubrögð hans í þinginu. Kjarninn í þessu máli snýst ekki um eignarrétt eins eða neins á máli eða tillöguflutningi á Al- þingi. Kjarni þessa máls snýst um vinnubrögð og heiðarleika í samskiptum þingmanna. A því prófi féll Gunnar G. Schram. Frásögn Mbl. af málinu 18. mars er þar gleggsti vitnisburðurinn. Lágkúruleg vinnubrögð í upphafi þings, eða 15. október sl., endurflutti ég tillögu til þings- ályktunar um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks. Um það hef ég flutt þingmál allt frá árinu 1979. Ég reyndi ítrekað að fá afgreiðslu á málinu úr félagsmálanefnd SÞ þar sem Gunnar G. Schram er for- maður. Gunnar hafði ávallt um það góð orð að afgreiða málið og aftur og aftur fékk ég þau svör að bíða yrði með afgreiðslu þess, þar sem málið væri til athugunar hjá þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Beiðni minni um afgreiðslu málsins úr nefnd var síðan svarað af hálfu formanns nefndarinnar, Gunnars G. Schram, með því að tveim dögum fyrir þingslit leggur hann sjálfur fram tillögu efnislega samhljóða þeirri tillögu sem ekki hafði fengist afgreidd úr nefnd — sem hann er sjálfur formaður í. Ástæðan — jú, þingflokkur sjálfstæðismanna var að athuga málið. Og þar með er ekki öll sagan sögð. Gunnar G. Schram tók einnig í sína greinar- gerð tölulegar upplýsingar úr greinargerð með tillögunni um lífeyrisrétt heimavinnandi fólks sem ég hafði unnið upp úr Nafnaskrá lífeyirssjóða. — Nú en hvað um það, maðurinn er mjög hrifnæmur að sögn Páls Péturssonar. Eignarréttur skiptir ekki máli heldur heið- arleiki í vinnubrögðum Augljóst var á þessum vinnu- brögðum að ekki átti að afgreiða málið úr nefnd. Enn einu sinni átti að fresta því að taka á lífeyrisrétt- indum heimavinnandi fólks. Þess í stað þjónaði það lund Gunnars og kosningaskjálfta að flytja sjálfur tillögu um sama efnið, sem ljóst var að hvorki var tími til að mæla fyrir eða vísa til afgreiðslu í nefnd. Það eru fyrst og fremst þessi vinnubrögð Gunnars sem eru ámæl- isverð, því þau eru ljóslifandi dæmi um óheiðarleika í samskiptum þing- manna og vinnubrögðum á Alþingi. Það er þessum þingmanni vissulega til háðungar að hann sem formað- ur nefndarinnar tefji fyrst að málið fái afgreiðslu úr nefnd og svari síðan beiðni um að afgreiða nú málið með því að leggja sjálfur fram í þinginu efnislega sömu til- lögu. 1 þessu sambandi skiptir „eign- arréttur“ þingmanna á tillögum, sem svo hefur verið orðað, engu máli, — heldur að þingmenn sýni ögn af heiðarleika í vinnubrögð- um og samskiptum sin á milli. Hafðu það sem sannara reynist Gunnar reynir í grein sinni að breiða yfir þennan óheiðarleika, sem hann hefur berlega orðið uppvís að, með því að vísa til þess að Kvennalistinn hefði flutt frum- varp um þetta efni, áður en þingmenn Alþýðuflokksins lögðu fram sína tillögu í málinu sl. haust. Með því hafi Alþýðuflokksmenn nákvæmlega gert það sama og þeir deila nú á þingmenn Sjálfstæðis- flokksins fyrir, segir Gunnar í grein sinni. Það eru sennilega engin tak- mörk fyrir því hve langt Gunnar getur gengið í ósvífni sinni og lág- kúru. Hann getur þess ekki einu orði í grein sinni að Kvennalistinn var þá í fyrsta sinn að flytja málið inn á Alþingi og í þeim búningi að lítil von var til að stjómarflökkam- ir myndu fallast á það, en tillaga Alþýðuflokksins var endurflutt frá síðasta þingi, og fylgdi henni nú sama greinargerð. Hvað þá að Gunnar bæri það við að geta þess að þingmenn Alþýðuflokksins hafa allt frá 1979 flutt tillögur á Alþingi um að tryggja heimavinnandi fólki lífeyrisrétt. Áftur og aftur fellur því þing- maðurinn á því prófi sem kallast heiðarleiki í samskiptum þing- manna. Ekki bara í þessu máli, heldur fleiri málum, sem ég skal hlífa Gunnari við að rifja upp, nema hann gefi tilefni til. Ekki af baki dottinn Eftir að Gunnar hafði hlaupið á sig með þeim hætti sem hér er lýst, var hann nauðbeygður til að halda fund í nefndinni vegna afgreiðslu málsins að ósk forseta Sameinaðs þings og reyndar að kröfu ýmissa þingmanna. Þar lagði Gunnar G. Schram til mjög óvenjulega málsmeðferð á því þingmáli sem ég flutti ásamt Kol- brúnu Jónsdóttur um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks, sem sennilega er einstæð í þingsögunni við þessar aðstæður. Enn féll Gunnar á próf- inu. Eðlileg málsmeðferð á tillögu sem afgreiða á úr nefnd með ein- hveijum minni háttar breytingum er að gera breytingartillögu við þá tillögu sem nefndin hefur til með- ferðar og vísað hefur verið til hennar til umfjöllunar. Nú brá svo við að formaður nefndarinnar, Gunnar G. Schram, lagði til að þingnefndin afgreiddi ekki þá tillögu sem til afgreiðslu var í nefndinni um þetta mál, held- ur flytti nefndin nú öll nýja tiUögu i málinu, efnislega samhljóða þeirri sem var í nefndinni. M.ö.o. hefði það þýtt að þessi nýja tillaga þurfti að ganga gegnum tvær umræður í þinginu sem nýtt þing- mál. Lagaprófessorinn hélt sig greinilega ekki af baki dottinn. Þrátt fyrir að formanni væri bent á að hér væri óeðlilega að verki staðið kom allt fyrir ekki. Nýtt þing- mál, það fjórða í röðinni á þessu þingi, skyldi nú flutt um þetta mál. — Þar sem aðrir nefndarmenn voru mjög einhuga um að afgreiða þyrfti þetta mál um lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks urðu þeir við eindreginni ósk formanns nefndar- innar, Gunnars G. Schram, um að flytja nýtt þingmál, að því tilskildu TÓNFRÆÐIDEILD Tónlistar- skólans í Reykjavík heldur árlega tónleika sína að Kjarvals- stöðum mánudaginn 23. mars nk. kl. 21.00. Á tónleikunum verða flutt frum- Jóhanna Sigurðardóttir „Gunnar G. Schram tók einnig í sína greinar- gerð tölulegar upplýs- ingar úr greinargerð með tillögunni um lífeyrisrétt heimavinn- andi fólks sem ég hafði unnið upp úr Nafna- skrá lífeyrissjóða.“ að tryggt væri að málið næði fram að ganga. Eftir að grundvöllurinn fyrir afgreiðslu á þessari nýju hug- myndasmíð Gunnars hafði verið kannaður í þingsölum varð niður- staðan vitaskuld sú að rétt og eðlilegast væri að afgreiða með breytingartillögu þá tillögu sem lá fyrir nefndinni. Þannig var málið síðan afgreitt sem ályktun Alþingis. Ég skildi raunar hvar hurðin skall í öllu þessu máli eftir að hafa heyrt að mikil andstaða væri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins við að afgreiða þingmál frá Jóhönnu Sigurðardótt- ur og Guðrúnu Helgadóttur. Þau orð komu mér að vísu ekki á óvart, því á fyrra þingi háfði ég einnig heyrt þessar raddir úr stjóm- arherbúðunum. Af minni hálfu hefði þetta þó legið í þagnargildi hefði ekki komið til þessara makalausu skrifa af hálfu Gunars G. Schram í Mbl. sl. fimmtudag. Hrifnæmi formannsins Þetta „afgreiðslubann" skýrir líklega hvað erfiðlega gekk að ná fram frumvarpi sem við Guðrún Helgadóttir höfum flutt sl. 3 ár á Alþingi, um að greiða framlag vegna menntunar og starfsþjálfun- ar barna einstæðra foreldra og öryrkja á aldrinum 18—20 ára. Um þetta mál voru raunar allir sam- mála. En „afgreiðslubann" réð ferðinni. Skyldi það hafa verið t-il- viljun að ekki var unnt að fá málið afgreitt öðmvísi en að ganga að ósk formanns nefndarinnar um að nefndin flytti um það sjálf sérstakt nýtt þingmál? Ekkert var þó því til fyrirstöðu að gera breytingartil- lögu við frumvarp okkar Guðrúnar Helgadóttur og færa það í það horf sem það endanlega var afgreitt sem lög, þ.e. að efnisatriði frumvarpsins yrðu tekin inn í lög um almanna- tryggingar. — Ekkert — nema e.t.v. eitt — „afgreiðslubannið". Skyldi það hafa verið tilviljun að formaður þeirrar nefndar var líka Gunnar G. Schram, sem Páll Pétursson sagði á Alþingi að væri mjög hrif- næmur og léti stundum prenta upp tillögur og flytja sem sínar eigin á Alþingi. Að lokum þetta. Það sem þó skiptir öllu máli er að fyrsta skref- ið hefur verið stigið í átt til þess að tryggja heimavinnandi fólki lífeyrisréttindi. Um það er nú breið samstaða á Alþingi, a.m.k. í orði kveðnu. Og nú er bara að bíða og sjá hvort hrifnæmið og áhuginn fyrir lífeyrisréttindum heimavinn- andi fólks endist lengur en út kosningabaráttuna. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Alþýðuflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. KOSNINGAVAKA FATLAÐRA HVER KÝS HVAD? Hótel Sögu sunnudaginn 22. mars 1987 kl. 15-17. PÓUTÍK GRÍNOGALVARA <%• Spyrjum formenn \ spjörum úr! l 03 O o- o $ Svipmyndir úr lífi fatlaðra Nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika að Kjarvals- stöðum nk. mánudag. Jafndægurtónleikar Tónlistarskólans samin verk nemenda, einleiksverk, kammerverk og raftónlist. Öll verkin eru flutt af nemendum Tónlistarskólans og eru tónleikamir öllum opnir. FJÖLMENNUM OG LEGGJUM BARÁTTUNNI LIÐ! ÚRYRKJABANDALAG ÍSLANDS • LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.