Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Annika Idström - draum- órar o g raunveruleiki eftir Timo Karlsson Rithöfundurinn Annika Idström er heiðursgestur á finnskri bóka- kynningu, sem bytjar í dag, 21. mars, kl. 16 í Norræna húsinu. Hún ætlar að segja frá verkum sínum og vinnu sem rithöfundur. Annika Idström (f. 1947 í Hels- inki) hefur sent frá sér þrjár skáldsögur: Sinitaivas (Himinblár 1980); Isáni, rakkaani (Pabbi minn, ástin mín 1981) og Veljeni Sebastian (Bróðir minn Sebastian 1985). Isáni, rakkaani hefur kom- ið út í danskri og norskri þýðingu, en Veljeni Sebastian í sænskri þyðingu. Veljeni Sebastian var í ár útnefnd fulltrúi Finnlands til bókmenntaverðlauna Norðurland- aráðs. Annika Idström er í röð athyglisverðustu og umdeildustu rithöfunda í finnskum nútímabók- menntum. Eftir að hafa gefíð út þtjár skáld- sögur hefur Annika Idström náð föstum sessi í fínnskum bókmennt- um. Það er talað um hana og um verk hennar er deilt — bæði meðal lesenda og gagnrýnenda — og hún hefur haft mikil áhrif á unga kven- rithöfunda og afstöðu þeirra. Verk Anniku Idström hafa líka vakið mikla athygli erlendis. Þegar Isáni, rakkaani kom út á dönsku fyrir tveimur árum töluðu gagnrýn- endur um tungumál draums og martraðar, um ofsafenginn styrk og bræði o.s.frv. Verk Anniku Annika Idström Idström einkennast af baráttu milli raunveruleika og ímyndunar, angist og ofsafengnum árásum. Sálarlífi aðalpersónanna ræður ástarþrá og óuppfyllt þörf til að elska og vera elskaður. Úr þessum hráefnum skapar Annika Idström áhrifamikla heild, sem neyðir lesandann til að bregðast við. Þungamiðja fyrstu bókar Anniku Idström Sinitaivas er fjórar konur og draumórar þeirra. Líf þeirra byggist á lygum, en þegar bókinni lýkur er ekkert eftir af þessari sjálfsblekkingu. Sami einmanaleiki og aðgerðaleysi og fyrr taka við. Isáni, rakkaani, sem hefur sem sagt komið út í danskri og norskri þýðingu, fjallar um samskipti innan fjölskyldunnar á magnaðan og hneykslandi hátt. Aðalpersónan er bam sundraðrar fjölskyldu. Hún vinnur sem þjónustustúlka í krá og reynir að lifa eins tilfínningalausu lífí og hægt er. Dulin ástarþrá henn- ar ryðst út, þegar faðirinn kemur fram á sviðið. Skáldsagan verður að næstum því súrrealískri lýsingu á umkomuleysi, ástarþrá og við- bjóði. Greining á samskiptum milli dóttur og móður annars vegar og milli dóttur og föður hins vegar myndar blæbrigðaríkt tilfínninga- net, sem vefst um lesandann. Afbrýði og barátta um ást föður virðast vera allan tímann til staðar, en Annika Idström er dugleg að blekkja lesandann: hvar eru tak- mörkin á milli raunveruleikans og ímyndunarinnar? Með Veljeni Sebastian sló Ann- ika Idström endanlega í gegn, og er hún ekki bara umdeildur, heldur líka viðurkenndur rithöfundur. Veljeni Sebastian var árið 1986 meðal þeirra verka, sem kepptu um stærstu bókmenntaverðlaun Finn- lands, Finlandia-verðlaunin. í ár var bókin valin fulltrúi Finnlands til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Það má segja, að einkenni fyrstu verka Anniku Idström — harka, kaldranaháttur, kæfð ástarþrá og sambland af hinu raunverulega og óraunverulega — eru óbreytt í Velj- eni Sebastian, en mannlýsingin er dýpri. Bókin fjallar um 11 ára strák, Útdráttur úr bókinni VELJENI SEBASTIAN (Bróðir minn Seb- astian) eftir Anniku Idström: Hann greip um úlnlið Kaarinar, keyrði hönd hennar aftur fyrir bak. Kaarina féll fram og öskraði af sársauka. Mika lamdi hnefanum í hnakka Kaarinar, það gerðist snöggt eins og elding, augnabliks dauðakyrrð og Kaarina rétti úr sér. Mika hélt í hnakka hennar, ýtti henni inn í baðherbergið, henti henni í baðkerið og þrýsti henni niður í vatnið, í óhrein fötin. Ég öskraði, öskraði svo hátt að gler- augu mín flugu af nefinu, ég henti mér í átt að Mika. Hann sparkaði í magann á mér, _ég datt um koll, ég reyndi aftur. Ég sparkaði í fót hans en hann var harður sem stál. Mika þreif Kaarinu upp úr vatninu, lét hana hanga á hárinu, togaði í það og hristi, Kaarina saup hveljur, ég heyrði hraeðilegt hljóð þegar hún náði ekki andanum, ég sá bláa hönd hennar fálma út í loftið í leit að sem er afar gáfaður eftir aldri. Hann lifír í einangrun og virðir umhverfíð fyrir sér, en heldur sig fyrir utan samfélagið. Móðir stráks- ins er meira eða minna rugluð og sár og er hún í stöðugri leit að ást og sjálfsvirðingu. Annika Idström greinir nákvæmlega samskiptin og ofbeldið innan fjölskyldunnar. Sam- bandið milli móður og sonar er fjötur sem háir báðum. Þau not- færa sér hvort annað grimmdar- lega. Móðirin bætir sér upp kynferðisleg vonbrigði sín, en strák- urinn auðmýkingu sem hann upplif- ir utan heimilisins, og minnimáttar- kennd sína. Elskhugi móðurinnar brýtur upp þetta munstur, og strák- hjálp, ég reyndi að stökkva upp í baðkerið, en þá lamdi Mika mig í andlitið, svo fast að ég missti með- vitund, datt og hann tróð mig niður, undir fótum sér. Þegar ég vaknaði voru tveir fíngur í maski. Eftir móðurmálstímann bað Siv- onen mig um að verða eftir í skólastofunni. — Þú ert orðinn latur Antti, sagði hún vingjamlegri röddu. Áður varst þú með þeim áhugasömustu í bekknum. Hvað hefur gerst? Er eitthvað að? Þú getur trúað mér fyrir því ef það hjálpar til. Ég brosti, Sivonen kennslukona er einkum of vingjamleg. — Þú ert góður drengur. Ef þú átt bágt, láttu það þá ekki eitra huga þinn og gera þig bitran, vertu held- ur duglegur eins og þú átt vanda til. Það borgar sig. Ég lyfti brúnum, áhugasamur. — Færðu nægan svefn? Á þínum aldri þarf strákur minnst átta tíma svefn. — Ég stækka ekkert fröken Siv- Bróðir minn Sebastian Um kjör háskólamemit- aðra starfsmanna ríkisins eftirHrefnu Ólafsdóttur Eins og alþjóð er kunnugt var kveðinn upp í júlí síðastliðnum kjaradómur um kaup og kjör há- skólamenntaðra starfsmanna í þjónustu ríkisins. Þessi kjaradómur var lokaáfanginn á langri leið svo- kallaðrar vísindalegrar kjarabar- áttu þessara starfsmanna. Kj ar arannsóknir í lögum um þessa starfsmenn ríkisins stendur að þeir skuli njóta sambærilegra kjara og starfsbræð- ur þeirra hjá öðrum vinnuveitendum en ríkinu, og þess vegna var lagt út í samvinnu milli þessara hópa og ríkisins, til að kanna hver kjör há- skólamanna á almennum vinnu- markaði væru. Stofnuð var samstarfsnefnd sem innti af hendi geysilega vinnu, og sendi frá sér heljarstóra skýrslu um niðurstöðu þeirrar athugunar sem fram fór. Það ber að taka það fram, að þótt könnun þessi væri samstarfs- verkefni var hún framkvæmd algerlega eins og samninganefnd ríkisins lagði til. Samtök háskóla- manna samþykktu allar forsendur ríkisins, og meira að segja það sem fram kemur í skýrslunni, að ríkis- starfsmenn séu um það bil 5 prósent latari en aðrir starfsmenn. (Stað- hæfíng sem er algerlega ósönnuð.) Þegar lokaniðurstaða skýrslunn- ar er skoðuð kemur í ljós, að um það bil 60% launamunur var þá á háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins og þeim er störfuðu á al- mennum markaði. Nú mun þessi munur vera að nálgast 100%. Sam- tök háskólamanna gerðu því þá kröfu fyrir kjaradómi að þessi mun- ur yrði leiðréttur, eins og lögin um háskólamenntaða starfsmenn ríkis- ins gefa fyrirmæli um. Væntu menn þess að leiðrétting yrði nú gerð, sérstaklega þar sem fyrir lágu yfírlýsingar, m.a. frá for- sætisráðherra, um að svo skyldi gert, þegar niðurstöður saman- burðarkönnunarinnar væru tilbúnar. Enhvað gerðist? Kjaradómur dæmdi þessum starfsmönnum á bil- inu 3—9% kauphækkun. Ekki orð um launaleiðréttingu þá farið var fram á. Það segir sig sjálft að þetta var ömurleg niðurstaða, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að háskólamenntaðir starfsmenn ríkis- ins hafa dagvinnulaun að meðaltali tæpar 40.000 krónur á mánuði núna þegar þessi orð eru skrifuð. Viðbrögð Hingað til hafa háskólamenntað- ir starfsmenn ríkisins ekki látið mikið í sér heyra opinberlega um þá stöðugu kjaraskerðingu sem þeir hafa mátt þola undanfarin ár. Hvers vegna er auðsvarað. Þeir hafa þar til nú trúað því að ráðamenn í okk- ar velferðarþjóðfélagi gerðu sér grein fyrir því, að án menntunar væri þjóðfélagið illa á vegi statt miðað við önnur þjóðfélög í hinum vestræna heimi, og að á þeim grundvelli myndu þeir meta mennt- un starfsmanna sinna að verðleik- um. Háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins hafa valið sér starfsmennt- un af áhuga á ákveðnum störfum, og störf hjá ríkinu af áhuga fyrir því að mega koma samfélaginu að gagni. Það sem þeir telja að þurfi til að viðhalda þessum áhuga er, að erfíði það sem þeir hafa lagt á sig, vegna menntunar sinnar og munu leggja á sig í framtíðinni, sé metið í verki til sómasamlegra kjara. Þess vegna hafa þeir farið fram á að vinnuveitendur þeirra fari að fyrmefndum lögum. Flótti frá ríkinu Það sem það þykir margsannað, í ljósi kjaraþróunar undanfarinna ára, að ríkisvaldið sýni ekki minnstu viðleitni til að rétta hlut háskóla- menntaðra starfsmanna sinna hafa mjög margir einstaklingar á einum stærsta og veigamesta vinnustað ríkisins, Ríkisspítölunum, sagt upp störfum. Venjulegum uppsagnar- fresti lauk um áramót, en hann var framlengdur um þtjá mánuði og ganga uppsagnimar því í gildi þann 1. apríl 1987. Fyrir okkur sem vinnum á ríkis- spítölum er þessi ákvörðun þung- bær. Við höfum öll að baki langan og strangan námsferil, þar sem við öfluðum okkur þekkingar og hæfni, bæði hér heima og erlendis, til að geta sinnt sérhæfðum störfum, sem Hrefna Ólafsdóttir Lausn á þessu vanda- máli virðist því miður ekki innan sjónmáls og því mun flóttinn frá ríkinu halda áfram og magnast. Auðvitað er þetta til mikilla hags- bóta fyrir hinn almenna markað, þar sem ríkið þjálfar fyrir hann sér- hæft starfsfólk á ódýran hátt. En hversu lengi getur þetta haldið áfram? þjóðfélag eins og okkar getur ekki verið án. Til 'að afla þessarar þekk- ingar lögðum við á okkur sult og seym, fyrir utan mjög langan og strangan vinnudag. Hver em svo launin? Okkur er sagt að við eigum að halda áfram að lifa sama sult- arlífinu og námsárin kröfðust, um ieið og við gemm okkar besta í þjónustu við þjóðfélag sem getur ekki án okkar verið. En ekki nóg með það. Heldur er okkur sagt að við eigum ekki betra skilið vegna þess að við séum latari og sinnum störfum okkar verr en starfsmenn er starfa hjá öðmm en ríkinu. Hvaða starfs- menn hverfa? Þeir háskólamenntuðu starfs- menn sem em lægst launaðir hjá ríkisspítölum hafa flestir sagt upp störfum. Þetta er meginþorri þeirra starfsmanna sem þiggja laun skv. kjarasamningum BHMR við rikið. Em það einstaklingar innan margra starfsgreina. Félagsráðgjafar, hjúkmnarfræðingar, iðjuþjálfar, líffræðingar, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfar. Þessir starfsmenn njóta í flestum tilfellum aðeins sinna föstu dag- vinnulauna og er nú svo komið að þeim tekst ekki lengur að sjá fyrir sér og sínum með þeim. Lengi vel höfðu þessir starfsmenn trú á sann- gimi og velvilja ríkisins í sinn garð og þeirra stofnana sem þeir vinna hjá. En sú trú er nú brostin og því virðist aðeins vera eitt ráð tiltækt, að reyna fyrir sér annars staðar, við önnur störf. Málið snýst nefni- lega um það hvort þessum starfs- mönnum á að vera kleift að sjá fyrir sér við þau störf, sem hafa kostað þá áralangan undirbúning og vinnu, eða ekki. Lausn á þessu vandamáli virðist því miður ekki innan sjónmáls og því mun flóttinn frá ríkinu halda áfram og magnast. Auðvitað er þetta til mikilla hagsbóta fyrir hinn almenna markað, þar sem ríkið þjálfar fyrir hann sérhæft starfsfólk á ódýran hátt. En hversu lengi get- ur þetta haldið áfram? Þar til svar fæst við þeirri spumingu virðist því miður ekkert annað að gera fyrir starfsmenn ríkisins en leita á önnur mið, þar sem meiri aflavon er. Það er ekki góður fiskimaður sem held- ur áfram að renna til fískjar á miðum þar sem hann hefur sann- reynt að ekki fæst bein úr sjó. Höfundur er félagsráðgjafi á barna-og unglingageðdeild geð- deiidar Landspítalans. Umskipti á tíðarfari SbnrraatrnnH Skagaströnd NÚ er meiriháttar umskipti á tíðarfari frá því að vera blíðu veður á hverjum degi síðan fyrir áramót svo að vorgróður var byijaður að skjóta. Fólk var hreint orðið forviða á tíðarfar- En nú er norðan kuldagjóstur með frosti og éljagangi á hvetjum degi og er síst að búast við áfram- haldandi vorviðri. Lítið hefur verið stundaður sjór vegna storma en togarar hafa aflað sæmilega. Björn í Bæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.