Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 51 snotrir garðar með skrautblómum eru víða við húsin, og þorpsbúar flestir búa nú við nútímaþægindi. Hin síðari ár hefur íbúatala í Vík verið 3—4 hundruð og er hún sem áður verslunar- og samgöngumið- stöð sýslunnar. Síðan hringvegur- inn kom hefur umferð um þorpið stóraukist og hvort sem menn hafa dvalið lengur eða skemur hafa þeir tekið óvenjulegri tryggð við þetta vinalega sveitaþorp. Fáir hafa þó sýnt staðnum meiri tryggð en Einar Erlendsson, enda var hann meðal fyrstu landnemanna. Reynisdranga hafði hann fyrir augum allt frá bamæsku. Þeir vom vinir hans og Reynisíjall var fjallíð hans. í Víkur- kirkjugarði hafði hann kosið sér legstað, það er síðasti votturinn um tryggð hans við heimabyggðina, þar sem hann átti svo bjarta æskudaga og hafði unnið svo gott og mikið ævistarf. Hann hefði getað tekið undir þessi orð skáldsins Einars Benediktssonar. „Mér verður um hjarta svo heitt og kalt í hvamminum, þar sem urðin valt. Hér dvelur mín sál, hér dreymir mig allt, sem Drottinn oss gaf — til að unna.“ í dag verður Einar kvaddur hinstu kveðju í Víkurkirkju af ást- vinum sínum, frændum og vinum með virðingu og þökk og enn fleiri munu hugsa þangað, þegar þessi vinsæli merkismaður verður þar til grafar borinn. Nú er skammt í það, að byggð í Víkurkauptúni eigi 100 ára af- mæli og víst er að þá verður rifjuð upp, saga byggðarinnar og þeirra minnst, sem þar koma helst við sögu, þá mun nafn Einars Erlends- sonar verða ofarlega á blaði og víst munum við, vinir hans, minnast hans og hugsa hlýtt til hans, er við heyrum góðs manns getið. Guð blessi minningu hans og veiti ástvinum hans vernd og styrk í störfum og lífí. Oskar J. Þorláksson Mig langaði aðeins til að minnast hans langafa mins með nokkrum orðum. Hann var besti maður sem ég hef kynnst, hann var góðmenni, dýravinur og mjög vandvirkur, hvort sem var í starfi eða leik. Á síðari árum bjó hann ásamt langömmu, fýrst í Jökulgrunni í Reykjavík, en fluttist síðan á Hrafn- istu. Þar sem fjölskylda mín bjó um tíma á höfuðborgarsvæðinu, heim- sóttum við langafa og langömmu æði oft og voru þær heimsóknir jafnan ljósasti punkturinn í tilver- unni. Langafi minn kunni alltaf einhveija skemmtilega vísu eða sögu til að segja mér, og aldrei fór ég tómhent frá honum. Einum stað á jörðinni unni lang- afi minn meira en nokkrum öðrum, nefnilega Vík í Mýrdal, þar sem hann bjó lengstan part ævinnar. Þannig lýsir hann Víkinni sjálf- ur: „Hún er hvorki stór né mannmörg, Víkin, en hún er ætt- byggð okkar. Fyrst hún er ætt- byggð okkar erum við meira eða minna bundin við hana. Þar eru endurminningamar okkar — þær fegurstu og ef til vill líka þær döpr- ustu. Þar höfum við mörg dvalið bjartasta skeið æskuáranna, en sum líka horft á eftir okkar bestu fram- tíðarvonum. Ufinn sjórinn við sjávarströndina, svarti sandurinn fyrir framan og austan, fjallið og klettamir, Bakkamir, túnin, áin og loks fannhvíti jökullinn — allt þetta minnir okkur á eitthvað — eitthvað unaðsríkt og fagurt. Svarti sandur- inn skapar andstæðuna í þessa fögru mynd og minnir á lífið sjálft. En umgjörð Víkurinnar hefir samt alltaf sama svipinn — hinn hreina svip alvöru og áminninga. Það minnir mann á eitthvað háleitara og göfugra en þetta hverfula — daglega." Eg fann þessar setningar í bók sem langafí minn gaf mér, þær eru skrifaðar af honum sjálfum 22. febrúar 1920. Má af þeim lesa, hve vænt honum þótti um Víkina, þar sem hann verð- ur lagður til hinstu hvíldar í dag, laugardaginn 21. mars. Eg vil þakka honum langafa mínum ■ fyrir allar skemmtilegu stundirnar og góðu gjafimar. Blessuð sé minning hans. Erla Einarsdóttir yngri, Sauðárkróki. Þá er loks á leið til þín, Ijúfa æskubyggðin, í faðmi þínum, fóstra mín, fersk er gamla tiyggðin. Mig hefur lengi langað það að litast um hér á vorin. Getur nokkur gleymt þeim stað, er gekk hann fyrstu sporin. (B.E. Vestur-skaftfellsk ljóð) I dag kveð ég kæran vin. I hug- ann koma minningar liðinna ára. Allt eru það ljúfar minningar um góðan mann. Það var um vor fyrir um fjörutíu ámm að ég og fjölskylda mín flutt- um til Víkur í Mýrdal. Á móti okkur tóku hjónin Einar Erlendsson og Þorgerður Jónsdóttir. Þau tóku okkur eins og við værum þeirra eigin böm og frá þeim degi hefur vinátta okkar haldist. Og ótaldar em stundimar sem við höfum átt með þeim á heimili þeirra og í sum- arhúsinu við lækinn (kofann); stundum var líka spilað fram á morgun. Ifyrir allar þessar stundir og tryggð við fjölskyldu mína vil ég þakka mínum góða vini sem nú er farinn í ferðina miklu sem við öll fömm í að lokum. Fæddur 25. júlí 1957 Dáinn 15. mars 1987 Af eilífðar Ijósi bjarma ber, sem brautina þunga greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Hann Kiddi mágur er geng- inn af sviði veruleikans og skilur eftir sig stórt gat í tilvemnni. Það er svo erfitt að sætta sig við að hann skuli aldrei koma aftur. Mað- ur sem stormaði hér inn og lífsorkan gneistaði af, stríðnin og glaðværðin streymdi frá honum, að hann skuli ekki framar vera á meðal okkar. Oft fékk ég að kenna á stríðninni hans, því hann fann að hann gat hreyft við mér. Ég gat þó aldrei reiðst honum eða móðgast í alvöru, því hann meinti aldrei neitt illt. Hann Kiddi mágur var alltaf uppfullur af hugmyndum, og þó svo að sjómennskan og smábátaútgerð- in væri honum efst í huga lét hann sér ekkert óviðkomandi og hugur- inn mddist inn á aðrar brautir, þó svo að aldrei yrði úr framkvæmd- um, enda útgerðin nóg fyrir einn mann. Binni sér nú ekki aðeins eftir bróður sínum heldur sínum nánasta félaga, enda ekki nema árið á milli þeirra og þeir alla tíð mjög sam- rýndir. Nú síðast höfðu þeir hug á að fara saman út í grásleppuútgerð en af því verður nú ekki. Elsku Sjöfn, Viggi og Aron, miss- ir ykkar er mikill en minningin um góðan og lífsglaðan mann er mikil eign og vonandi hjálpar hún ykkur gegnum sorgina. Eg bið algóðan guð að styðja ykkur. Hildur Hann Kiddi mágur er dáinn. Þessi frétt beið okkar eins og hnefa- högg í andlitið þegar við komum heim úr helgarbílferðinni, sem hafði orðið óvenjulega löng. Þá var ekki liðinn sólarhringnr frá því við Kiddi sátum heima hjá Einari bróður hans og spjölluðum. Hann var m.a. að reyna að fá mig til að koma með sér í Stýrimannaskólann í haust. Það er ótrúlegt að þessi gáska- fulli maður sé allur. Manni virtist hann eiga eftir að gera svo mikið. Hvílíkan hafsjó af hugmyndum hann fékk. Það hefði þurft heilan Einar Erlendsson bjó mestan hluta ævi sinnar í Vík í Mýrdal. Þeim stað unni hann og þangað verða jarðneskar leifar hans fluttar. Ég hygg að varla hafi liðið svo dagur í lífi Einars, eftir að hann flutti hingað til Reykjavíkur, að hann hafi ekki hugsað til Víkur. Hann naut þess er sveitungar hans komu í heimsókn og spjallað var um gang mála þar austur frá. Síðastliðinn áratug hafa þau Ein- ar og Þorgerður átt heimili að Hrafnistu í Reykjavík. Þar hafa þau verið í skjóli bama sinna og tengda- bama. Öll hafa þau reynt að gera þeim ævikvöldið sem léttbærast, en þó held ég að á engan sé hallað þótt minnst sé á hlut Margrétar, tengdaóttur þeirra. Hún hefur vak- að yfir öllum þeirra þörfum og ekki talið eftir sér sporin í þeirra þágu. Ég ætla ekki að rekja starfsferil Einars. En þess má geta að hann vann alla sína starfsævi hjá sama fyrirtæki, Kaupfélagi Vestur-Skaft- fellinga, og hafði trúlega aldrei áhuga á að skipta um vinnustað. Hann helgaði samvinnuhreyfing- unni, sem hann trúði á, alla sína starfskrafta. Einu sinni heyrði ég Þorgerði segja: „Svona tekur Vestur-Skafta- fellssýsla á móti sonum sínum.“ her manna til að framfylgja þeim. Það var alveg sama hver í fjölskyld- unni átti við erfiðleika að etja, alltaf var Kiddi kominn á kaf í að leysa vandamálið. Hann lagði sig þá allan fram þó verkefnin væm næg hjá honum sjálfum. Við íjölskyldan fluttum hingað til Grindavíkur fyrir rúmu ári. Síðan hefur vart liðið sá dagur að Kiddi kæmi ekki, annað- hvort einn eða með Aron litla og stundum Vigga með sér. Mér fannst þetta afskaplega gott því á þessum tíma hef ég verið löngum stundum úti á sjó og ég vissi þá að það var litið til Beggu á meðan. Þetta gerði Kiddi, þó hann væri sjálfur á sjó. Hann kom í land á hveijum degi og alltaf fann hann sér tíma til að heimsækja Beggu systur. Það var því ekki undarlegt og lýsir tilfinn- ingum okkar allra þó sonur minn segði grátandi: „Nú kemur hann Kiddi frændi ekki oftar í kaffi til niömmu." Já, þó söknuður okkar sé sár, er hann þó enn tilfinnanlegri hjá öðr- um. Elsku tengdamanna, Sjöfn, Viggi og Aron, ég bið Guð að styrkja ykkur og hjálpa gegnum sorgina. Við skulum muna að það væri ekki í anda Kidda að leggjast í sorg og sút. Við skulum ganga ótrauð fram á veginn með minning- ar um ljúfan dreng í veganesti. Guð blessi ykkur öll. Svenni í dag er til moldar borinn vinur okkar og mágur, Óskar Kristinn Óskarsson frá Firði, Múlahreppi. Óskar Kristinn var fæddur 25. júlí 1957 og ólst upp í Firði hjá foreldr- um sínum, Óskari Þórðarsyni og Kirstínu Þorsteinsdóttur og er hann næstyngstur af sjö bömum þeirra, en þau era Jens, Þorsteinn, Einar, Þórður, Bergljót og Brynjólfur. Óskar Kristinn trúlofaðist Sjöfn Ágústsdóttur frá Hraunteigi í Grindavík 1976 og hófu þau búskap á Efstahrauni 20, Grindavík, og eiga þau tvo syni, Vigni 9 ára og Aron 3 ára. Það má með sanni segja að slíkt reiðarslag sem þetta vekur mann til umhugsunar um tilganginn og það er sú hugleiðing sem fær mig til að setjast niður og skrifa minn- ingu um okkar ástkæra mág og vin „Kidda", eins og við kölluðum hann alltaf. Kiddi ákvað fljótlega eftir lok skólagöngu að læra rafvirkjun og lærði. hann hjá Tómasi Guðmunds- Mín von er sú að hún taki einnig vel á móti einum af sínum bestu sonum þegar hann kemur heim aft- ur. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín Þorgerði og bömunum, tengdabömum og barnabömum og fjölskyldum þeirra. Helga Einarsdóttir í dag er til moldar borinn frá Víkurkirkju í Mýrdal afi minn, Ein- ar Erlendsson. Afi fæddist 1. febrúar 1895 í Engigarði í Mýrdal. Foreldrar hans vora Erlendur Björnsson og Ragn- hildur Gísladóttir er þá bjuggu í Engigarði en fluttu síðar til Víkur og vora ein af fyrstu landnemunum. Þar sleit afi bamsskónum. 24. júlí 1920 kvæntist afi Þor- gerði Jónsdóttur. Tveimur áram síðar reistu þau sér hús fyrir ofan bakkana í Vík og nefndu Grand. Þaðan var gott útsýni og sást fugla- bjargið í Reynisfjalli sem hann ungur seig í, drangamir og sjórinn sem hann sótti nokkra vetur. Þessi staður, Vík í Mýrdal, var afa ætíð mjög kær. Þar vildi hann hvíla. Afi • og amma eignuðust þijú börn og einnig ólu þau upp bróðurson afa sem sitt eigið bam. I Vík starfaði afi sem bókari við syni í Grindavík. Hann vann við rafvirkjun hjá Tómasi í nokkur ár, en einhvem veginn togaðist á í honum sjómennskan og fagið og varð sjómennskan yfirsterkari. Hann réðst út í smábátaútgerð og átti hún hug hans allan. Fyrir um það bil ári eftir mikla umhugsun ákvað hann að gera hlé á smábátaútgerð sinni og réð hann sig til sjós hjá Þorsteini bróður sínum og vann þar þegar stóra kallið kom. Margar ánægjustundir höfðum við átt saman á heimilum okkar á kvöldin yfir kaffíbollum og ræddum við landsins gagn og nauðsynjar. Minnist ég þá allrar þeirrar kátínu sem í Kidda bjó. Alltaf sá hann spaugilegu hliðamar á hlutunum. Það var alveg ómetanlegt hvað ánægjulegt það var að koma á heimili Sjafnar og Kidda, sama hvort heldur var um nótt eða nýtan dag. Já, það væri hægt að skrifa langa Kaupfélagið um 60 ára skeið en þegar aldur færðist yf.r fluttu afí og amma á Hrafnistu í Reykjavík. Ófá sumur dvaldi ég hjá afa og ömmu á Grand. Þar var gott að vera og þaðan á ég góðar minning- ar. Afi var einkar geðgóður maður, það var ungum uppstökkum strák þung þraut að skilja slíkt jafnaðar- geð, og eitt sinn spurði ég ömmu mína: „Reiðist hann afi aldrei?" Um margra ára skeið var það fastur liður hjá Einari afa að setj- ast niður við stofuborðið á Grand og skrá í dagbók, það tilheyrði hveijum degi. Oft fylgdist ég með þessum færslum. Ég var handviss að þetta væri besta dagbók í öllum heimi. Því svo vandvirkur var afi að hvergi sást misfella. í huga mínum var dagbókin hluti af hveij- um degi — rétt eins og hver dagur var hluti af henni. Þessi bók bar eiginleikum afa glöggt vitni: sam- viskusemi og nákvæmni sem svo mjög einkenndu öll hans störf. Þá var rithöndin falleg. Einar var bömum sínum og barnabörnum góður faðir og afí og öll mátu þau hann mikils. Ég minnist afa með þakklæti fyrir hjálp hans og góðvild. Blessuð sé minning hans. Logi sögu um um okkar ánægjulegu samverastundir, en við Ægir eigum Kidda mikið að þakka. Alltaf gátum við hringt í hann og beðið um hjálp í húsbyggingu okkar og aldrei stóð á hjálpsemi hans. Slíka minningu veit ég að fleiri hafa um okkar ágæta vin. Aðeins nokkrir dagar era síðan Kiddi kom og hjálpaði okkur að lagfæra lýsingu í húsi okkar og þá áttum við okkar síðustu ánægjulegu stund. „Hvem gat granað það“. Við ræddum eins og oft áður yfir kaffibol'um um mál- efni líðandi stundar og síðast en ekki síst hlógum við dátt þegar við voram að rifja upp þær sameigin- legu stundir sem við áttum á skemmtun nú nýlega. Glaðværð hans á slíkum stundum var ómetan- leg. Sú minning mun seint gleymast hjá flölskyldu minni og er þakklæti okkur efst í huga. Kiddi var traustur og góður fé- lagi og alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Því kynntust þeir sem hann þekktu. Mikil eftirsjá er að svo góðum félaga og missir því mikill hjá unnustu hans, Sjöfn, og sonum þeirra, Vigni og Aron. Eftir svo stuttan tíma sem þau fengu að vera saman er svo mikið að þakka og er það huggun sú sem þú hefur, elsku Sjöfn mín, og gefur þér styrk til að sinna dagsverkum þínum með sonum ykkar. Minning hans lifir og biðjum við góðan Guð að gefa ykkur og öllum ástvinum ykkar styrk í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning hans. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (V. Briem) Ægir og Kolla. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýnu okkur hlýhug og samúö viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- fööur og afa, BJARNA PÉTURSSONAR WALEN, Furugrund 34, og heiöruöu minningu hans á einn eða annan hétt. Svanborg Sæmundsdóttir, Elísabet Berta Bjarnadóttir, Magni S. Bjarnason, Barbara Bjarnason og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför RAGNHEIÐAR ÞORGRÍMSDÓTTUR. Leifur Halldórsson, börn og móöir. Minning: OskarK. Óskars- son frá Firði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.