Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 61

Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 ÍÞRÓTTIR UIMGLIIMGA • Hvernig fór hann Alfreð aftur aft þessu? Sjötta flokks Selfysslngur tekur aukakast aö loknum leiktfma gegn Stjörnunni. Félagar hans skima eftir glufum á varnarmúrnum. Handbolti 6. flokkur: Blikar meistarar fyrstu umferðar KEPPNI r 6. flokki 6 íslandsmót- inu er með þelm hœtti aö fyrst er ieikin forkeppni. Að henni lok- innf er raðað f riðla eftir árangri. { riðlunum er sfðan leikin ein umferð og að henni lokinni er leikin úrslitaumferð um íslands- meistaratitilinn. Um seinustu helgi var leikin riðlaumferðin. í raun var B-riðilskeppnin mun mikilvægari því efstu liðin þar öðl- ast rétt til að taka þátt i úrslitunum um íslandsmeistaratitilinn. Liðin sem kepptu í A-riöli höfðu unniö sér þann rétt með því að vinna sér sæti í A-riðli i forkeppninni. Samt var til bikars að vinna í A-riöli þvi það lið sem vann hann fékk sæmd- arheitið 1. umferðarmeistari eða deildarmeistari. Það var lið Breiða- bliks sem vann þann bikar. Slagur um annað sætið [ B-riðlinum hafði Stjarnan mikla yfirburði og mætir greinilega með sterkt lið [ úrslitin. Mikill slagur var aftur á móti um annað sætið milli UMFN og HK. í innbyrðisleik félag- anna voru mikil átök. HK-strákarnir höfðu yfir í leikhlói, tvö mörk gegn einu. Mikil harka færðist i leikinn í seinni hálfleik. Strax á upphafs- minútunum var einum leikmanni úr hvoru liði vikið af leikvelli. HK- menn fengu kjörið tækifæri til að auka forskot sitt fljótlega í hálf- leiknum þegar þeir fengu vítakast en þrumuskotið hafnaði i stöng. Rúnar Ágústsson hörkuskemmti- legur hornamaður sá þó til að UMFN náði ekki að nýta sér mögu- leikann til að jafna því stuttu seinna skoraöi hann stórglæsilegt mark úr horninu. Rafn Júlíusson svaraði fljótlega fyrir Njarðvíkinga. Seinasta mark leiksins var HK- mark. Það skoraði Halldór Magnússon. Leiknum lauk því með HK-sigri fjögur mörk gegn tveimur. Mörk HK í leiknum skoruðu Einar Þorvarðarson 2, Halldór Magnús- son og Rúnar Ágústsson eitt mark hvor. Mörk UMFN skoruðu Rafn Júliusson og Sigurður Kjartansson. MorgunblaðiðA/IP • Breiðabliksmenn unnu 1. umferðarbikarinn og til þess þurftu þeir að þruma boltanum oft í mark andstæðingánna eins og þessi Bliki er að gera. Körfubolti: Úrslitakeppnin um helgina ÚRSLITAKEPPNIN f íslandsmóti yngri flokka f körfuknattleik hefst núna um helgina. Þessa helgi verða úrslitin ráðin f minnibolta, 4. flokki karla og 3. flokki kvenna. í minniboltanum verður keppt i Njarðvík og er leikið bæði laugar- dag og sunnudag. Keppni hefst klukkan 13.00 báða dagana og er hver leikur 4x10 minútur. Lið ÍBK- a, ÍBK-b, Vals, UMFN og UMFG taka þátt í þessum lokaspretti. Hagaskóli verður vettvangur úr- slitakeppninnar í 4. flokki karla og er keppt laugardag og sunnudag og hefst keppnin klukkan 12 báða dagana. UMFN, Haukar-b, iBK, Vikingur Ólafsvík, Valur og Hauk- ar-a verða í baráttunni í Haga- skóla. Stelpurnar í 3. flokki leika til úrslita i Grindavik og hefst fyrsti leikur klukkan 12:30 á laugardag. Á sunnudaginn verður dagurinn tekinn snemma og verður flautað til fyrsta leiks klukkan 10:00. Hauk- ar, (R, UMFG, KR, UMFN og (BK taka þátt í slagnum. Körfuknattleiksáhugamenn eru hvattir til að mæta á þessa leiki og sjá efnilegustu leikmenn lands- ins í hörku keppni. Tuttugu og tveggja ára gamall háskólanemi, sem hefur gaman af kvikmyndum, íþróttum og alls kyns útiveru: Khalid Essaouari, Rue 15 N-25, E1 Hassania 2, Casablanca 04, Morocco. Þrettán ára Irskur piltur vill skrifast á við 11-13 ára pilta og stúlkur. Hefur margvísleg áhugaál: Seamus Sheehy, Laurencetown, Kilfinane, Co. Limerick, Ireland. Sextán ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Kayo Matsuura, 222-2 To-nokoga, Dazaifu City, x Fukuoka-ken 818-01 Japan. Tvítugur marokkanskur tækni- skólanemi, sem langar að eiga bréfavini í sem flestum löndum, ferðast eins og hann getur og safn- a>- frímerkjum: Lánaya Abdelhak, Rue Koutoubia 4, Tabriquet-Sale, Morocco. Sautján ára veslkur piltur með áhuga á tónlist, kvikmyndum o.fl.: David Thomas, 43 Russell Street, Roath, Cardiff, CF2 3BG, South Glamorgan, Wales, United Kingdom. Rúmlega tvítugur Marokkóbúi, sem hefur áhuga á að vita sem mest um ísland, hefur gaman að tónlist og ferðalögum: Karkab Zitouni, Bousselham, Rue 115, bis Maison 9, E1 Jadida, Morocco. Bandaríkjamaður,- sem getur ekki um aldur, vill skrifast á við karla og konur 17 til 35 ára. Hefur margvísleg áhugamál: Ken Henry, 120 Ocean Pkwy, Apt.lc, Brooklyn, New York, 11218 U.S.A., Frá Flórída skrifar 29 ára Kúbu- maður, sem er bandarískur ríkis- borgari. Er sálfræðingur og tungumálakennari: Orlando Chirino, 450 79th Street, Apt.5, Miami Beach, Florida 33141, U.S.A. Tuttugu og eins árs piltur í Ma- rokkó, háskólanemi, sem hefur gaman af íþróttum, tónlist og að skrifast á við jafnaldra: Mohamed Youzi, Bine Lamdoune Rue 27 N-28„ Casablanca 02, Morocco. Átján ára japönsk stúlka með áhuga á sundi, kvikmyndum og bókalestri: Shiga Murasawa, 203 Espoir, Hyotanyama, 125 Nishishin Obata, Moríyama-ku Nagoya, Japan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.