Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 46
 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 + Bróðir okkar og mágur, JÓN ODDSSON, Brautarholti 22, lést í Borgarspítalanum 14. mars. Jaröarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Magnús S. Oddsson, Ásta S. Oddsdóttir, Hans Blomsterberg, Sigrfður O. Oddsdóttir, Gunnar Ásmundsson. Móðir okkar, ANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Gunnhildargerði Hátúni 10, lést í Borgarspítalanum 20. mars. Börn hinnar látnu. + Eiginkona mín og móöir, HILDUR ÞURÍÐUR BÓASDÓTTIR, andaðist að morgni 20. mars. Hlööver Kristinsson, Hermann Hlööversson. + Unnusti minn og faðir okkar, ÓSKAR KRISTINN ÓSKARSSON, frá Firði, Efstahrauni 20, Grindavfk, veröur jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Sjöfn Ágúctsdóttir og synir. + Innilegar þakkir sendum viö ölium þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför STEFNIS RUNÓLFSSONAR, Þangbakka10. Regfna Stefnisdóttur, Þóra Stefnisdóttir, Hrönn Stefnisdóttir, Anna Nfna Stefnisdóttir, Fanný Stefnisdóttir, Hugrún Stefnisdóttir, Auður Berglind Stefnisdóttir, Runólfur Stefnisson, Valur Jóhann Stefnisson, Elfas V. Ágústsson, Howard Thornton, Böðvar Björgvinsson, Hilmar Eggertsson, Sigurður Elfnbergsson, Þórður V. Njálsson, Marta Grettisdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkar samúð við andlát og útför ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, Blikabraut S, Keflavfk. Inga Kristjánsdóttir, Birgitta Þórðarson, Pótur Þórðarson, Elfn Þórðardóttir, Kristján Þórðarson, Guðbjörg Samúelsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Guðfinna Arngrfmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Einar Kr. ísfeld — Kveðjuorð Fæddur 25. júlí 1946 Dáinn 12. mars 1987 Konan mín, + INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Hlíðarhvammi 7, Kópavogl, lést í Landakotsspítala 8. þ.m. Bálför hefur farið fram að ósk hinnar látnu. Jón Vilhjólmsson. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem) Með þessu versi vil ég kveðja góðan dreng, vin og fyrrverandi mág. Manni verður orða vant er svo ungur maður er hrifínn burt í blóma lífsins frá unnustu og bömum. Hvers vegna Einar? Við vissum að hann hafði lengi átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða. En lífskraftur og lífsvilji einkenndi svo hans per- sónuleika að maður hafði það á tilfínningunni að hann gæti sigrað allt. Einar vinur okkar var glað- sinna maður og hjálpsamur. Ekki bar skugga á vináttu okkar þótt hann og systir mín, Hrafnhildur, slitu samvistir. I 7 ára hjónabandi eignuðust þau tvö böm: Kristján Hauk, 5 ára, og Ólöfu Sigríði, 10 ára. Einar reyndist bömum sínum ætíð ástríkur faðir sem og foreldr- um mínum sem besti sonur. Við sem eftir stöndum eigum okkur minningu um mann sem var sem betur fer ekki gallalaus né skoðanalaus, enda aldrei leiðinleg- ur. Minningin um hann mun gleðja hugann þótt hann sé horfínn sjónum vomm. Við kveðjum hann með þakklæti. Megi Guð styrkja unnustu hans, böm og foreldra. Vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Lilla og Ómar. Kveðja frá knatt- spyrnudeild KR Þann 12. mars sl. lést í Landspít- alanum í Reykjavík langt fyrir aldur fram Einar Ísfeld Kristjánsson, að- eins liðlega fertugur að aldri. Það mun hafa verið fyrir rúmu ári að í ljós kom að Einar gekk ekki heill til skógar og á rúmu ári lagði krabbameinið, sá skæði vágestur, hann að velli. Einar sleit bamsskónum í Vest- urbænum og gekk ungur í KR og lék knattspymu með öllum yngri flokkum KR og einnig í meistara- flokki. Á þeim ámm átti knatt- spyman hug hans allan og hann reyndist hinn ágætasti félagi og traustur liðsmaður í hveijum leik. Hann var afreksmaður í íþrótt sinni og vann marga titla á ferlinum en hæst bar þó þegar hann ásamt fé- lögum sínum í KR hrósaði sigri í íslandsmóti fyrstu deildar, þá að- eins 19 ára gamall, árið 1965 og ári seinna eða 1966 var hann í meistaraflokksliði félagsins sem sigraði í bikarkeppni KSÍ það ár. Næstu ár var Einar síðan leikmaður í meistara- og fyrstaflokki KR þar til að hann hætti knattspymuiðkun u.þ.b. 25 ára gamall, sem var alltof fljótt að flestra mati. Ekki hætti Einar þá alveg að iðka íþróttir held- ur tók hann þá til við „trirnm" og var með dugmeiri skokkumm hér á höfuðborgarsvæðinu meðan heils- an leyfði slíkt. Einar var ekki aðeins góður knattspymumaður, eins og áður hefur verið minnst á, heldur var hann einnig góður félagi, glett- inn og skemmtilegur og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Og þannig munum við gömlu félagamir úr KR geyma í huga okkar minninguna um Einar og þökkum jafnframt fyrir þær mörgu ánægjulegu sam- vemstundir er við áttum saman. Það er því með söknuði og harmi sem Einar er kvaddur en sárastur hlýtur harmur hans nánustu að vera og em þeim hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Einars ísfeld Kristjánssonar. GP Það er okkur eftirlifandi óskiljan- legt að hinn ljúfí drengur, Einar ísfeld, sé ekki lengur meðal vor. Trúi ég því að þeim er kallaðir em svo skyndilega sé ætlað annað og stærra hlutverk, en við búum yfir hér á jörð. Einari kynntist ég 1975 er hann tengdist fjölskyldu minni. Þá eignaðist ég góðan vin og traustan. Einar var hrókur alls fagnaðar, skemmtilegur og ræðinn, enda greindur mjög og virtur. Það var gott ið leita til Einars. Mér þykir verst að geta ekki endurgold- ið honum þá aðstoð sem hann veitti mér í mínum erfíðleikum. Mér em þau orð minnisstæð sem hann sagði við mig fyrir nokkmm vikum um ferðina erlendis sem við ætluðum að fara, að við yrðum sennilega að bíða eitthvað með það og leit svo á mig og fór að tala um daginn og veginn eins og honum var tamt. Þá sá ég að hann vissi að hverju stefndi þótt hann léti ekki á því bera, enda var styrkur hans mikill í þeirri hörðu baráttu sem hann átti í. Einnig veit ég að hann fékk góðan styrk frá unnustu sinni, Irisi. Já, Einar var einstakur maður og margs er að minnast. Nú þegar leiðir skilja, í bili að minnsta kosti, er mér efst í huga þakklæti. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan vin. Bömum, írisi, foreldmm, Hrafnhildi, systkinum og öðmm vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Bið ég algóðan Guð að blessa ykkur og styrkja. Guðjón Ómar Hauksson Rey ðarfj örður: Allt upp í þriggja daga vatnsleysi Reyðafirdi. TOGARINN Snæfugl SU 20 kom nýlega inn með 84 tonn af þorski eftir 7 daga veiðiferð. Það er alltaf mikill áhugi hjá Reyðfirð- ingum að togarinn veiði vel og komi heim með gott hráefni. Ef mikill afli berst á land missir það fólk sem býr upp á Heiðarvegi og Hæðargarði allt neysluvatn meðan verið er að vinna að aflan- um, vegna mikils vatnsrennslis hjá fiskvinnsluhúsunum. íbúar á Heiðarvegi og Hæðar- garði hafa búið við þetta ástand í mörg ár. Það má teljast furðulegt að ekki skuli vera búið að virkja nýja holu eða kaupa sterkari vatns- dælu, nóg er af vatninu. Mikið er byggt í Hæðargerði, mest er það ungt fólk með lítil böm. Kemur því tveggja til þriggja daga vatnsleysi sér mjög illa. Ungmennafélagið Valur hélt ný- lega upp á 50 ára afmæli sitt með skemmtun í Félagslundi. Góð þátt- taka var og margt til skemmtunar. Meðal annars fóru þeir á kostum með gamansöng bræðumir Helgi Seljan og Þorlákur Friðriksson. Leikfélag Reyðarfjarðar fór með glefsur úr tveim leikritum sem það hafði sett upp. Bryndís Steinþórs- dóttir las upp gamansögur. Þá voru veitt viðurkenningarskjöl fyrir dyggan stuðning við félagið á liðn- um árum. Þeir sem hlutu skjölin vom Marinó Sigurbjömsson full- trúi, Sigmar Ólasson, Hraðhreinsun Reyðarfjarðar, og kaupfélagið á staðnum. Skemmtunin fór vel fram og var ekki annað að sjá en fólk væri al- mennt ánægt þegar upp var staðið. Leikfélag Fáskrúðsfjarðar sýndi gamanleikritið Allir í verkfall eftir Duncan Greenwood í félagsheimil- inu eitt laugardagskvöldið, Reyð- fírðingum til mikillar skemmtunar. Leikendur voru allir sem einn frá- bærir. Það vom ánægðir leikhús- gestir sem fóm heim að lokinni sýningu. - Gréta Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ r ■ a a a Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. mars verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson formaður bygg- inganefndar Reykjavíkur og í stjórn Verkamannabústaða, Sólveig Pétursdóttir formaður barnaverndarnefndar. ■ a ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ a ■ ■ ■ ■ ■ a a ... -Æ J-’ÍBSUrJti^ tí *.,J ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.