Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 35 * Arsfundur Qrkustofnunar: Leitar verkefna utan hefðbundins sviðs vegna lægð- ar 1 virkjunum Kannaðir mögnleikar á útflutningi raforku um sæstreng ÁRSFUNDUR Orkustofnunar var haldinn á miðvikudag. Gerð var grein fyrir fjármálum og- mannafla stofnunarinnar á síðasta ári, og verkefnum jarðhitadeildar og vatnsorkudeildar i nútíð og framtíð. Á seinni hluta fundarins voru flutt fræðsluerindi um fjóra mála- flokka. Meðal annars kynnti Sigurður Þórðarson hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng. Þar kom fram að kostnaður við virkjun 500 MW og streng til Skotlands er næstum því jafn mikill og heildarfjárfesting raforkukerfis landsins. Orkustofnun verður tvítug í sum- stofnkostnað virkjanna. Svo virtist ar. Á starfstíma hennar hefur orkunotkun aukist að jafnaði um rúm 5% á ári. í frétt sem blaðinu barst í tilefni ársfundarins segir að afköst orkuvinnslufyrirtækja hafi aukist hraðar en eftirspum markað- arins; því sé raforkukerfíð nú rekið með 8% umframgetu. Vegna lægðar í virkjun vatns- orku hefur stofnunin leitað inn á önnur svið og tekið að sér verkefni þar sem tæknileg og vísindaleg reynsla hennar nýtist. Má þar nefna leit að heitu og köldu vatni fyrir fiskeldi og ráðgjöf í Kína, Grikkl- andi, Tyrklandi og Kenya. Árin 1986-86 var einnig unnið að þyngd- armælingum á íslandi fyrir Korta- gerðarstofnun Bandaríkjahers. í erindi Sigurðar Þórðarsonar var greint frá niðurstöðum „hugar- flugsfundar“ um leiðir til að virkja „ódýrt“ á íslandi. Orkustofnun hef- ur kannað betur ýmsar hugmyndir sem fram komu á fundinum er hald- inn var síðastliðið vor. Sigurður drap á leiðir til spamaðar í raforku- iðnaðinum og sagði að mikilvægt væri að finna leiðir til að iækka sem hagkvæmni aukist við sam- rekstur orkukerfa með mismunandi orkjugjafa, til dæmis vatnsorku og jarðhitaorku. Þessi atriði hafi ekki verið fullkönnuð. Orkustofnun hefur gerí lauslegar áætlanir um útlfutning raforku um sæstreng til Skotlands. Talið er hugsanlegt að hægt yrði að nýta vatnsaflsvirkjanir mun betur með breyttri sölutækni á grundvelli út- flutnings. Sigurður sagði að kostn- aður við virkjun 500 MW af raforku og lagningu sæstrengs yrði um 52 milljarðar króna, en raforkukerfið í heild er metið á 55 milljarða króna. Erindi Hákons Aðalsteinssonar fjallaði um áhrif virkjana á líf í ám og vötnum. Hann fjallaði fyrst og fremst um jökulár, en úrþeim kem- ur megnið af vatnsafli Islendinga. Hákon sagði að jökulár væru ekki annálaðar fyrir lífríki. Jökulaurinn veldur því að ljós kemst ekki niður fyrir 3-4 metra dýpi við bestu skil- yrði. Þar sem gruggið fellur að hluta út í miðlunarlónum virkjana gæti líf átt auðveldara með að dafna í jökulám neðan þeirra. Stuðningsyfir- lýsingar við mál- stað kennara FORELDRAFÉLÖG, nemendafélög, Skólameistarfélag íslands og Landssamband öldungadeilda eru í hópi þeirra sem sent hafa frá sér ályktanir vegna verkfalls Hins íslenska kennarfélags. Þessir hópar hvetja ríkisvaldið til að ganga strax til samninga og tryggja að hæft fólk fáist til kennslustarfa í framtíðinni. Á íjórða tug nemenda í Þroska- þjálfaskóla Islands undirrituðu áskorun sem afhent var fjármála- ráðherra á Alþingi. Þar er hann hvattur til að leysa yfirstandandi kjaradeilu hið fyrsta og ganga þannig frá málum að jafnan fáist hið hæfasta fólk til kennslustarfa. u Skólameistarfélag íslands beinir þeirri áskorun til ríkisvaldsins að þau bæti launakjör kennara þannig að samningar náist. I ályktun sinni lýsa skólameistarar yfir áhyggjum af því ástandi sem hefur skapast í skólum landsins vegna verkfallsins. Foreldarfélög Hagaskóla, Laug- arnesskóla og Hólabrekkuskóla hvetja til skjótrar lausnar á kjara- deilunni. I ályktunum er lýst áhyggjum yfir ástandi skólamála í landinu. Brýnt sé að þannig semjist að kennarastarfið verði aftur eftir- sóknarvert. Nemendur í Kennaraháskóla ís- lands sendu frá sér stuðningsyfir- lýsingu við félaga í Hinu íslenska kennarfélagi. Þar segir að nauðsyn- legt sé að almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess starfs sem kennarar inna af hendi. Skorað er á stjómvöld að taka viðhorf sín til kennara til gagngerrar endur- skoðunar. Blaðinu hefur einnig borist stuðningsyfirlýsing þings Lands- sambands öldungadeildanema við kennara í kjaradeilunni. Lýst er yfir áhyggjum vegna menntunar í landinu verði kjör kennara ekki bætt verulega. „Skomm við á samn- ingsaðila að reyna að ná samkomu- lagi hið fyrsta svo ekki komi til frekari vinnustöðvunar," segir orð- rétt í yfirlýsingunni. Robert W. Becker og David Knowles. Vestursalur Kjarvalsstaða: Endurteknir tónleik- ar á málverkasýningu Guðrún Tryggvadóttir. MÁLVERKASÝNING Guðrúnar Tryggvadóttur myndlistarkonu stendur nú yfir í vestursal Kjar- valsstaða. Við opnun sýningar- innar 14. mars sl. héldu Robert W. Becker baritónsöngvari og David Knowles píanóleikari tón- leika. Nú er ráðgert að endur- taka þessa tónleika sunnudag- inn 22. mars og hefjast þeir kl. 15.00. Fyrst á dagskrá tónleikanna er „Astir skáldsins" eftir Robert Schumann við texta Heinrich Heine. Einnig syngur Robert aríur úr óperum eftir Richard Wagner. Robert er búsettur hér á landi og hefur sungið m.a. með Sinfóníu- hljómsveit Islands og í Þjóðleik- húsinu. David Knowles býr einnig á íslandi og er þekktur sem unir- leikari auk þess að vera organisti í Kristskirkju. Þetta er 6. einkasýning Guð- rúnar og eru verkin unnin á undanfömum fjórum árum. Sýn- ingin er opin til 29. mars og er opin daglega frá kl. 14.00 til 22.00. Aðgangur er ókeypis bæði á sýninguna og tónleikana. 72,2% mjög hlynntir aðild Islands að kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum Umræðufundur á sunnudaginn og útifundur á miðvikudaginn SAMKVÆMT könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands hefur gert, eru 72,2% íslendinga, sem afstöðu taka, mjög hlynntir því að ísland gerist aðili að norrænu samstarfi um að lýsa Norðurlöndin kjarnorkuvopnalaust svæði. 17,4% eru frekar hlynntir þessu en 6,2% mjög eða frekar mótfallnir. Þatttakendur í könnuninni, sem gerð var dagana 5. til 12. mars, vom 1.500 manns um land allt. Samband náðist við 1.115 manns, en þar af neituðu 7 að svara og 29 höfðu engin svör. Nánar tiltekið reyndust 779 (69,9%) mjög hlynntir aðild ís- lands að norrænu samstarfi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, 188 (16,9%) frekar hlynntir, 45 (4%) hvorki hlynntir né mótfallnir, 37 (3,3%) frekar mótfallnir og 30 (2,7%) mjög mótfallnir. imskringla Landnáma r Síðasta sýningarhelgi hjá Guðbergi SÝNINGU Guðbergs Auðunssonar í Nýlistasafninu lýkur nk. sunnudagskvöld. Sýningin er opin frá kl. 14.00-20.00. Skipting þátttakenda eftir kynj- um leiðir í ljós, að konur em mun eindregið hlynntar samstarfí um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd en karlar. 81,6% þeirra segjast mjög hlynntar slíku samstarfi en 62,5% karla. Þá er mun meiri stuðningur við hugmyndina meðal yngstu kjósendanna en þeirra sem elstir em. 77,8% kjósenda á aldrin- um 18-24 ára er hlynntur sam- starfínu en 59,4% kjósenda á aldrinum 61-75 ára. Stuðningsmenn norræns sam- starfs um kjarnorkuvopnalaus Norðurlands em flestir úr hópi kjósenda Alþýðubandalags eða 91,2%, síðan Kvennalista 90,6%, Alþýðuflokks 76,5%, Sjálfstæðis- flokks 67,2% en kjósendur Framsóknarflokksins reka lestina, 67,2%. Á blaðamannafundi, sem nokkr- ar íslenskar friðarhreyfingar stóðu að, kom fram, að næstu daga hyggjast þær efna til aðgerða til að opna augu almennings og stjómmálamanna fyrir því að ís- land geti orðið dragbítur á undir- búning að kjarnorkufriðlýsingu Norðurlanda, eins og komist var að orði á blaðamannafundinum. Liður í því er umræðufundur á Hótel Borg á sunnudaginn kl. 15:00, þar sem fulltrúar stjóm- málaflokkanna munu skýra af- stöðu sína til þessa máls í framsöguerindum og pallborðsum- ræðum. Annar þáttur í þessu starfí er söfnun undirskrifta þjóðkunnra einstaklinga undir áskomn til ríkisstjómarinnar um að hún taki höndum saman við þjóðþing og stjómir annarra norrænna ríkja um stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum. Áskomn- in verður birt sem auglýsing í einu dagblaðanna eftir næstu helgi. Þá hyggjast íslenskar friðarhreyfíng- ar efna til útifundar í Reykjavík 25. mars, en þann sama dag hefst fundur utanríkisráðherra Norður- landanna í Reykjavík. Ávörp á fundinum flytja Pétur Gunnars- son, rithöfundur, og Erik Alfsen, stærðfræðiprófessor við Oslóar- háskóla, sem er í forystu fyrir hreyfíngu gegn kjamorkuvopnum í Noregi. Úthlutað úr Tónlistar- sjóði Armanns Reynissonar ÚTHLUTAÐ verður úr Tón- listarsjóði Ármanns Reynis- sonar í fjórða sinn í byrjun júní nk. Úthlutunarfé sjóðsins nemur kr. 175.000 og er óskað eftir umsóknum aðila sem hafa tónlist að aðalstarfi og hafa hug á að semja eða flytja tónverk, innanlands eða utan. Stjóm Tónlistarsjóðsins skipa: Þuríður Pálsdóttir, Anna Snorradóttir, Mist Þorkelsdóttir, Halldór Hansen og Ármann Reynisson. Þeir sem hyggjast sækja um úthlutun úr sjóðnum em beðnir um að senda skriflegar umsókn- ir, þar sem gerð er grein fyrir fyrirhuguðum verkefnum, fyrír 1. maí nk. til Tónlistarsjóðs Ár- manns Reynissonar, Laugavegi 97, Reykjavík. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.