Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 380. þáttur
Allmörg mannanöfn eru þannig
til komin að þau lýsa eiginleikum.
I fræðunum er þá ráð fyrir því
gert, að þau hafi upphaflega ver-
ið viðurríefni (uppnefni, auknefni)
og síðan hafí þau orðið að skímar-
nöfnum og menn þá oft hummað
fram af sér hina upprunalegu
merkingu, væri hún ekki af bestu
tegund. Nú skal nefna nokkur
þeirra nafna er telja má líklegt,
eða jafnvel víst, að hafí verið við-
umefni í upphafí:
Atli (= ötull, duglegur, grimm-
ur), Blængur (hrafnsheiti = hinn
svarti), Erpur (=jarpur), Fróði,
Gamli, Hrappur (= fengsæll),
Kári (= hrokkinhærður), Sverrir
(= óstýrilátur).
Þetta em karlmannsnöfn og
eðlileg að því leyti að viðumefnið
hefur verið karlkynsorð. En viður-
nefni karla þurfa alls ekki að vera
karlkyns, sbr. Sveinn dúfa, Bjöm
buna, Jón tígargjóla og Haraldur
hæna.
★
Tilefni þessa inngangs er bréf
frá Jóni Á. Gissurarsyni í
Reykjavík, þar sem hann biður
mig að taka fyrir karlmannsnöfn
sem eru kvenkynsorð og þá helst
Órækja, Skúta og Sturla. Skal
nú reynt að verða við þessu.
Fyrir mér er ekki vafí á því,
að þessi undarlegu karlmanns-
nöfn hafa upphaflega verið
viðumefni. Þótt þau séu gerð að
sérheitum karla eru þau eftir sem
áður kvenkyns og beygjast sam-
kvæmt því. Þau hafa öll veika
kvenkynsbeygingu, eins og t.d.
gola og keila, enda á -u í öllum
aukaföllum, og er þetta því ein-
faldasta og vandaminnsta beyg-
ing sem um getur. Sjálfsagt þykir
mér að halda þessari beygingu.
Skal nú reynt að segja nokkur
frekari deili á nöfnum þessum.
1. Órækja, það er óneitanlega
skrýtið nafn. Hinn mikli manna-
nafnadoktor, Assar Janzén,
heldur að nafnið þýði „várdslös-
het“ = kæruleysi, hirðuleysi;
Hermann Pálsson telur það
merkja „hefndarleysi“, en Jan de
Vries hefur það ekki í sinni upp-
runaorðabók. Einn maður heitir
Órækja í Landnámu, annar í
Sturlungu, ekki vel ræmdur sonur
Snorra Sturlusonar frilluborinn.
Árið 1703 er enginn með þessu
nafni óbreyttu, en þá hafa menn
karlkennt það í myndinni Óræki,
og heita svo þrír Skaftfellingar.
Hvorki var skírður Órækja né
Óræki áratugina 1921—1950.
Best gæti ég trúað því að nafnið
væri dautt.
2. Skúta. Það er hvorki hjá
Janzén né Vries, en Hermann
Pálsson telur það vera skylt orðinu
skúti = hellir. Það er þó engan
veginn víst. Þama gæti allt eins
verið á ferðinni skúta í skipsmerk-
ingu, létt og snarfært skip, skylt
skjóta; eða skylt sögninni að
skúta = skamma, ávíta. Og em
þá ekki allar tilgátur greindar.
Ekki þarf bæjamafnið Skútu-
staðir að vera dregið af karl-
n.annsnafni, og enginn heitir
Skúta í Landnámu né heldur
Sturlungu, nema Víga-Skúta.
Enginn heitir Skúta í manntalinu
1703, einn 1910, en síðan enginn
1921—1950. Ekki veit ég hvort
skírt hafí verið síðan.
3. Sturla er langþekktast þess-
ara nafna. í Landnámu em
nefndir sjö menn með þessu nafni,
að vísu fæstir frá landnámsöld, í
Sturlungu aftur sjö, og sumir
þeirra heldur en ekki frægir. I
manntalinu 1703 hefur farið fyrir
þessu nafni eins og Órælq'u, að
það kemur ekki fyrir í sinni réttu
mynd, en 20 karlar heita þá
Sturli, dreifðir vitt og breitt um
landið. Hafa menn þá ekki sett
fyrir sig, þótt sturli geti þýtt
koppur. Þetta er reyndar gmn-
samlegt, enda er nafnið komið í
samt lag í manntalinu 1801. Þá
er enginn Sturli, en 14 heita
Sturla. Árið 1910 hétu 23 Sturla,
og 1921—’50 vom 66 skírðir svo,
en enginn Sturli.
Jan de Vries setur nafnið
Sturla í samband við fomdönsku
styrl = órói og hjaltnesku stjurl
sem merkir eitthvað svipað, svo
og íslenska orðið styr(r) = ófrið-
ur. Assar Janzén dregur ekki í
efa að Sturla hafí upphaflega ver-
ið viðumefni, en hefur á því
þýðingamar „förvirrad" eða „av-
sigkommen person", þ.e. mglaður
eða maður sem er illa á sig kom-
inn. Sú skýring er nú svona og
svona, og sé hún rétt hefur heldur
en ekki verið farið að fymast yfír
hana meðal frægra afkomenda
Snorra goða Þorgrímssonar,
Sturlunganna. Ætli skýring Her-
manns Pálssonar sé ekki nær lagi:
„óeirinn maður". Og rekur hann
þetta þá vafalaust til orðsins
8tyr(r) eins og Jan de Vries. Ann-
ars er þess getandi að -la er oft
smækkunar- eða gæluending, sbr.
surtla, meyla og dóttla (= litla
svört, lítil mær og lítil dóttir). Er
þá í bili útrætt um karlanöfn sem
hafa kvenkynsútlit.
★
Haukur Eggertsson í Reykjavík
skrifar mér aftur með bestu kveðj-
um og hefur nú látið sér detta í
hug orð fyrir bypass í raffræð-
inni, sbr. bréf frá iðnskólakennara
í 376. þætti. Haukur stingur upp
á orðinu afleiðniþéttir, og er því
hér með komið á framfæri. Gott
væri að fá styttra heiti, ef mögu-
legt reynist.
★
Og enn verð ég að fetta fíngur
út í stafsetningu á texta sjón-
varpsins okkar allra. í kvöldfrétt-
um hinn 8. þessa mánaðar var
skrifað „að nokkra leiti“ (auð-
kennt hér). I íslensku em bæði
til leyti og leiti, og á hið fyrra
við í dæminu á undan. Það stend-
ur fyrir ’hleyti, sbr. hljóta, hlaut,
hlutum, hlotið. Að nokkm leyti
merkir því = að nokkmm hluta.
Leiti er haft um hæð í landslagi,
enda skylt sögninni að líta,
leiti = sjónarhóll. í fyrstu hljóð-
skiptaröð (sbr. líta, leit, litum,
Iitinn) kemur y ekki til greina.
Að sjálfsögðu var Leitið hennar
Gróu með einföw.i
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH Þ0ROARS0N HOL
Þjóðleikhúsið:
Miðnætur-
Til sölu var að koma á fasteignamarkaöinn m.a.:
Góð íbúð við Eyjabakka
4ra herb. af meðalstærð vel skipulögð. Sólsvalir. Þvotta- og vinnu-
herb. viö eldhús. Mikið útsýni. Ágæt sameign. Laus 1. júlí nk.
Sanngjarnt verð.
Úrvalsgóð einstaklingsíbúð
í lyftuhúsi viö Kríuhóla. Sólsvalir. Mikil og góð sameign. Útsýni. Verö
mjög sanngjarnt.
Rétt við Sæviðarsund
4ra herb. úrvalsgóð íb. 107,7 fm á 3. hæð innst við Kleppsveg. Sér-
hfti. Tvennar svalir. Sérþvhús. Útsýni. Ágæt sameign.
Ennfremur nokkrar úrvalsgóðar 4ra herb. íb. á eftirsóttum stöðum i
borginni.
2ja herb. stórar íbúðir við:
Jöklasel á 2. hæð 64,7 fm nettó. Sérþvhús. Ágæt sameign. ib. er i
enda. Langtimalán kr. 1,2 millj. fylgja. Ákv. sala.
Básenda lítið eitt niðurgr. í kj. 75,3 fm nettó. Mikiö endurn. Rúmgóður
skáli. Sérhiti. Trjágarður. Þribýii. Ákv. sala.
Hagkvæm skipti
Til kaups óskast góð 4ra herb. ib. helst i Laugarneshverfi eöa ná-
grenni. Skipti mögui. á 6 herb. mjög góöri íb. i Laugarneshverfi með
miklu útsýni. Nánari uppl. trúnaðarmál.
Helst í Vesturborginni eða á Nesinu
Fjöldi fjársterkra kaupenda óskar eftir íbúöum, sérhæðum, raö- og
einbhúsum á þessu svæði. Margskonar eignaskipti mögul.
Látið Almennu fasteignasöluna annast skiptin eöa söluna og kaupin.
Miðsvæðis í borginni óskast
3ja-4ra herb. íb. með bílsk., 5-6 herb. sórhæð, einbhús á einni hæð,
gott raöhús kemur til greina. Margskonar eignaskipti mögul.
Opiðídag laugardag
kl. 10-12 og kl. 13-16
AIMENNA
FflSTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
sýningar á
Hallæris-
tenórnum
Rómulusi frestað
til haustsins
NOKKRAR breytingar hafa
orðið á sýningaráætlunum
Þjóðleikhússins í vor og eru
ástæður fyrir þeim mikil að-
sókn og jöfn á allar sýningarn-
ar á stóra sviðinu í vetur.
Þar sem aðsókn er mest um
helgar, hefur verið ákveðið að
hefja miðnætursýningar á Hall-
æristenómum og fresta frumsýn-
ingu á Rómulusi mikla, eftir
D“urrenmatt til næsta hausts.
Fyrsta miðnætursýningin verður
í kvöld klukkan 23.30.
Hallæristenórinn er gaman-
leikur eftir bandaríska leikskáldið
Ken Ludwig. Þýðinguna gerði
Flosi Ólafsson og Benedikt Arna-
son er leikstjóri. Með hlutverkin
í sýningunni fara Örn Ámason,
Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Erlingur Gíslason,
Helga Jónsdóttir, Árni Tryggva-
son, Lilja Þórisdóttir og Herdís
Þorvaldsdóttir.
Háskólinn XIX:
Félagsvísindadeild
eftirÞórð
Kristinsson
„Félagsvísindadeild
hefur vaxið jafnt og
þétt hin síðari ár og
er fjöldi nemenda nú
um 550 og fastir kenn-
arar 19 talsins, auk 50
stundakennara. Unnt
er að ljúka BA-prófi í
þeim greinum sem að
framan eru taldar og
einnig í mannfræði.“
í þessum pistlum um Háskóla
íslands hefur verið vikið að öllum
deildum skólans nema félagsvís-
indadeild sem tók til starfa í
september 1976. Enda þótt hún
sé ekki yngsta deildin ef talið er
í árum, þar sem raunvísindadeild
varð sérstök deild 1985, þá nær
saga hennar skemmra aftur í
tímann en annarra deilda háskól-
ans. Árið 1970 var stofnuð
námsbraut í almennum þjóðfé-
lagsfræðum með það markmið að
veita stúdentum kennslu til BA-
prófs í félagsfræði og stjóm-
málafræði og sinna rannsóknum
á íslensku þjóðfélagi. Fyrstu nem-
endurnir luku prófi 1973 og við
lok skólaársins 1975 hafði náms-
brautin útskrifað 35 þjóðfélags-
fræðinga. Er félagsvísindadeild
var stofnuð haustið 1975 vom þar
fímm greinar á námsskrá sem
aðalgreinar til BA-prófs, félags-
fræði og stjómmálafræði, sem
áður höfðu verið í hinni sérstöku
námsbraut í þjóðfélagsfræðum,
bókasafnsfræði (sem nú er nefnd
bókasafns- og upplýsingafræði),
sálarfræði og uppeldisfræði; en
hinar þijár síðarnefndu fluttust
úr heimspekideild. Nemendur
þetta fyrsta ár deildarinnar vom
samtals 294.
Félagsvísindadeild hefur vaxið
jafnt og þétt hin síðari ár og er
fjöldi nemenda nú um 550 og
fastir kennarar 19 talsins, auk
50 stundakennara. Unnt er að
ljúka BA-prófi í þeim greinum
sem að framan em taldar og einn-
ig í mannfræði. Þjóðfræði og
félagsráðgjöf em kenndar sem
aukagreinar og kostur er á við-
bótamámi í félagsráðgjöf til
starfsréttinda að loknu BA-prófi
í félagsfræði, sálarfræði eða upp-
eldisfræði. Þá skipuleggur deildin
nám í uppeldis- og kennslufræð-
um til kennsluréttinda í gmnn-
skóla og framhaldsskóla sem
kemur til viðbótar BA eða BS-
námi. Þeir sem lokið hafa námi
við deildina hafa ráðist til
margvíslegra starfa, s.s. kennslu,
rannsókna- og stjómsýslustarfa
hjá ýmsum opinberum aðiljum,
fréttamennsku, félagsráðgjöf o.fl.
Húsnæði félagsvísindadeildar
er nú í nýbyggingunni Odda vest-
an við Norræna húsið. Þar hafa
flestir kennarar skrifstofur sínar,
en fram til þess að flutt var í
húsið höfðu skrifstofur þeirra ver-
ið á víð og dreif um bæinn; t.a.m.
vom kennarar í félagsfræði,
mannfræði og stjómmálafræði
með skrifstofu á Sóleyjargötu 1,
fluttust þaðan árið 1979 á Skóla-
brú 2 og í Odda 1985 — og
kennarar í sálarfræði höfðu áður
um skeið vinnuherbergi á Smyrils-
vegi 22 og í tveimur íbúðum við
Hjarðarhaga; hjá öðmm kennur-
um deildarinnar var ástandið
svipað. En nú er komin betri tíð,
a.m.k. um sinn. Kennslan er ýmist
í Odda, Árnagarði eða Lögbergi.
Fyrir tæpum tveimur ámm var
sett á laggimar sérstök stofnun
við félagsvísindadeild, Félagsvís-
indastofnun, til að annast rann-
sóknir í þeim fræðum er heyra
undir deildina, en stofnunin tekur
einnig að sér ýmis þjónustu- og
ráðgjafarverkefni fyrir aðilja utan
skólans, auk markaðskannana,
neyslurannnsókna og skoðana-
kannana, s.s. fjölmiðlakannana
sem nokkuð hafa sett hana í sviðs-
ljósið undanfarið. Með stofnuninni
er leitast við að koma föstu formi
bæði á fræðilegar rannsóknir sem
stundaðar hafa verið innan deild-
arinnar og einnig hin margvíslegn
þjónustuverkefni sem þar hefur
verið sinnt fyrir opinbera aðilja,
stjórnarráð, stofnanir o.fl. Dæmi
um slík þjónustuverkefni em jafn-
réttiskönnun fyrir félagsmála-
ráðuneytið og nokkur bæjar- og
sveitarfélög, rannsóknir á fast-
eignamarkaði og kaupum á
notuðu húsnæði, rannsókn á ár-
angri af skólastarfi og markaðs-
könnun fyrir Ríkisútvarpið svo
eitthvað sé nefnt.
En svo sem fyrr gat em þjón-
usturannsóknir einungis hluti
starfsins; kennarar félagsvísinda-
deildar hafa unnið og vinna að
margvíslegum fræðirannsóknum
í tengslum við stofnunina, aðrar
stofnanir og einstaklinga eða á
eigin vegum. Verður fáeinna verk-
efna getið hér til að varpa nokkm
ljósi á starfsemina: Rannsóknir á
kenningum í bókfræði og hugsan-
leg beiting mismunandi kenninga
við greiningu á íslenskum heimild-
um, bókfræðirannsóknir varðandi
Vestur-íslendinga, efnisorð í
bókasafnsfræði, leiðbeiningar um
menntun skólasafnvarða, kjara-
þróun og velferðarríki á íslandi,
notkun ríkisfjölmiðlanna, félags-
legar afleiðingar upplýsingabylt-
ingarinnar, böm og fyölmiðlar á
íslandi, lögskilnaðir á íslandi, fé-
lagsfræði menntunar, aflabrögð
og hugmyndir um fiskni, sam-
semd og aðlögun íslendinga í
Norður-Dakóta. Ritsafn um
íslenska þjóðmenningu, könnun á
meintri reynslu fólks á látnum,
samband dulskynjunar og varnar-
hátta, rannsóknir á áhuga og
vinnusemi og geðheilbrigði barna
í Reykjavík, stefnumótun í
íslensku stjómkerfi, afvopnunar-
mál, íslensk kosningarannsókn,
pólitísk forysta, vitsmunaþroski,
kynferði og stéttarstaða, rann-
sóknir á lestri, tölvuvit og nám
og fleira.
Höfundur er prófstjóri við Há
skóla íslands.
Hringnr sýnir í Vest-
mannæjjum um helgina
OPNUÐ hefur verlð sýning
Hrings Jóhannessonar listmálara
í Akoges húsinu í Vestmannaeyj-
um á vegum Gallerí Borgar.
Hringur mun sýna um 40 verk í
Eyjum; olíumálverk, svart-krítar-
myndir, lit-krítarmyndir og pastel-
myndir.
Hringur hefur nýlokið sýningu í
Gallerí Borg á rúmlega 40 myndum,
en það var 22. einkasýning hans.
Sýning Hrings verður opin laug-
ardag og sunnudag kl. 14.00 til
22.00 en henni lýkur á sunnudags-
kvöld.