Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987 Minning: Einar Erlendsson frá VíkíMýrdal Fæddur 1. febrúar 1895 Dáinn 13. mars 1987 Ein af fyrstu æskuminningum mínum er frá þeim tíma, er foreldr- ar mínir fluttu búferlum til Víkur í Mýrdal árið 1911, en þá var ég á fimmta ári. Er mér enn sérstaklega minnisstætt hve mér þótti húsin mörg og stór. Ég held ekki að ég hafi hrifist meir af ýmsum stórborg- um sem ég hefi séð síðar á ævinni en ég hreifst af litlu húsaþyrping- unni í Vík við fyrstu sýn, en þá mun þorpið hafa haft um 150 íbúa og var sem óðast að byggjast og var þegar orðið verslunar- og sam- göngumiðstöð fyrir V-Skaftafells- sýslu. Fyrstu landnemar þorpsins voru þau hjónin Einar Hjaltason og Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stóru- Heiði og böm þeirra, er þau settust að undir Víkurbökkum 1896. En tveimur árum síðar fluttust þangað hjónin Erlendur Bjömsson, bóndi og smiður í Engigarði, og kona hans Ragnhildur Gísladóttir með fjölskyldu sína og byggðu sér lítið hús vestarlega á sandinum. Voru böm þeirra 5 og öll ung að árum og yngstur þeirra var sonurinn Ein- ar Sigurgísli, sem lést hér í Reykjavík 13. mars sl. Hann var fæddur í Engigarði 1. febr. 1895 og var þriggja ára er hann fluttist með foreldrum sínum til Víkur. Ekki spáðu menn í byijun vel fyrir byggð þarna á sandinum undir bökkunum, svo skammt frá hinni brimasömu úthafsströnd. Erlendur Björnsson var þjóðhagasmiður bæði á tré og járn og fékkst jöfnum hönd- um við húsa- og skipasmíðar. Hann var mikill dugnaðarmaður og varð strax gott til vinnu við smíðar er byggð tók að vaxa, enda munu fá hús hafa verið byggð þar á fýrstu ámnum, að Erlendur kæmi þar ekki við sögu. Einar ólst upp hjá foreldrum sínúm í Vík og vann þar ævistarf sitt meðan heilsan leyfði, en til Reykjavíkur fluttust þau hjónin árið 1975 og voru síðan vistmenn á dvalarheimilinu Hrafnistu. Einar var snemma efnilegur ung- ur maður, sem allir litu upp til og dáðu, vegna ljúfmennsku hans, reglusemi og drengilegrar fram- komu á öllum sviðum. I æsku hafði Einar ekki aðstöðu til langrar skóla- göngu, en var prýðilega sjálfmennt- aður í skóla lífsins. Hann var glaðvær og félagslyndur og hvers manns hugljúfí. Hann mun hafa verið rúmlega fermdur er hann gerðist verslunarmaður við Brydes- verslun í Vík og var það mjög óvenjulegt, að unglingar fengjust við verslunarstörf á þeim árum, en hann óx jafnt og þétt með starfínu. Síðan starfaði hann hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í áratugi og var elsti starfsmaður þess. Það má telja al- veg sérstakt happ fyrir kaupfélagið, þegar Einar réðst í þjónustu þess, bæði sakir hæfíleika hans og mann- kosta og mikils kunnugleika á högum Skaftfellinga. Verslunar- og skrifstofustörf voru síðan ævistarf hans og var hann lengi aðalbókari félagsins og munu verslunarbækur félagsins lengi bera honum vitni um vandaðan frágang og snyrti- mennsku, enda má segja, að Einar hafí aldrei skrifað svo staf, að ekki væri alveg sérstaklega til hans vandað. Ég veit ekki hvort Einar hefur nokkru sinni gert sér það ljóst hve mikil áhrif hann hafði á umhverfi sitt, bæði á æskuárum sínum og síðar á ævinni. Við unglingarnir lit- um upp til hans sökum glaðværðar hans, góðmennsku og grandvars lífs og í störfum og félagslífi hinna fullorðnu var hann vinsæll og eftir- sóttur, þar sem allir treystu honum til góðra verka. Þáttur Einars í fé- lags- og framfaramálum Skaftfell- inga var bæði mikill og góður. Auk starfa sinna við Kaupfélag Skaft- fellinga var hann lengi vigtarmaður hjá Sláturfélagi Suðurlands í Vík, afgreiðslumaður vélb. Skaftfellings, sem flutti vörur til bænda á vorin, og sótti afurðir þeirra á haustin. Var Skaftfellingur hinn mesti bjargvættur Skaftfellinga um ára- bil og áttu þar margir góðan hlut að, ekki síst Einar Erlendsson, enda hafði hann gott vit á veðurfari og sjólagi með ströndum fram. í fé- lagsmálum Víkurbúa tók Einar mjög virkan þátt, bæði á yngri árum sínum og síðar. Á fýrstu tugum þessarar aldar var furðu ijölbreytt félagslíf í Víkurkauptúni. Héraðs- mót voru haldin í sýslunni, oftast í Mýrdalnum, og félagslíf blómgaðist í þorpinu. Þá þýddi ekki að leita út fyrir byggðina eftir skemmti- kröftum þegar stofnað var til mannfunda og skemmtana og allir lögðu sitt besta fram, í tónlist og íþróttalífí og öðrum greinum. Einar var áhugasamur félagi í Ung- mennafélaginu Skarphéðni, St. Eygló, málfundarfél. Ármanni, svo nokkuð sé nefnt. í söng og tónlist- arlífí áttu þeir bræðumir Bjami og Siguijón Kjartanssynir, samverka- menn Einars við kaupfélagið, sinn mikla og góða þátt. Það má telja til menningar í þessu litla þorpi, að þar var lengi starfandi lítil lúðra- sveit, sem gladdi þorpsbúa um helgar á góðviðrisdögum og við sérstök tækifæri. Mun það hafa verið dálítið sérstakt að lúðrasveit skyldi hafa starfað í svo litlu þorpi á þessum ámm (fyrir 60—70 ámm). í hreppsnefnd Hvammshrepps starfaði Éinar um skeið og var odd- viti hreppsnefndar. Hann tók virkan þátt í safnaðarmálum kauptúnsins og átti góðan þátt í því, að þar var reist ný kirkja, sem þótti afrek á sinni tíð, og var hann lengi með- hjálpari við kirkjuna. Hann tók virkan þátt í lífí þorpsbúa á flestum sviðum, var t.d. lengi formaður á fiskibátum við Víkursand á vetrar- vertíðum. Hann þótti slyngur veiðimaður { fuglabjörgum og brá sér oft til gamans í Heiðarvatn til silungsveiða, hvort heldur var að sumri eða vetri og varð gott til fanga. Aldrei heyrði ég þess getið, að fundið væri að störfum Einars Er- lendssonar, svo réttsýnn var hann og samvinnuþýður til allra góðra Jóhannes Guðmunds- son bóndi - Minning Fæddur 31. desember 1923 Dáinn 10. mars 1987 Þriðjudaginn 10. mars fékk ég miklar sorgarfréttir sem ég átti alls ekki von á. Hann Jenni á Jörfa er dáinn, sagði mamma mér þegar ég kom heim úr skólanum. Ég trúði því ekki, hann sem var alltaf svo hress. Þegar ég var yngri langaði mig að fara í sveit, þar sem pabbi minn var í sveit, og úr því varð og dvald- ist ég á Jörfa rúmlega þijú sumur. Var það á allan hátt dásamlegur tími, ég lærði margt og alltaf var Jenni til taks ef eitthvað bjátaði á. Með honum og fyrir hann var gam- an að vinna. Hann var góður og umhyggjusamur bæði við menn og dýr. Næst þegar ég kem á Jörfa verð- ur enginn Jenni á hlaðinu eða úti í fjósi á morgnana. Ég minnist þess helst að á sumrin þegar Jenni kom til að vekja okkur krakkana í Qós eða til annarra starfa, og fólk var þreytt og erfíðlega gekk að ná því á fætur, sagði hann oft: „Ja, ég veit nú að þú kemur fyrst, Magga mín,“ og þá gat maður ekki annað en drifíð sig fram úr og beint út í fjós að hjálpa honum. En Jenni er dáinn og við getum ekkert gert og ekkert sagt, bara hugsað um allt sem liðið er og kem- ur aldrei aftur. Minning hans lifir, það er góð minning, mjög góð. Hans er og verður sárt saknað og honum gleymum við aldrei. Ég bið góðan Guð að styrkja alla ástvini hans sem hann unni svo heitt. Fjölskyldu hans, þeim Hönnu, Gauju, Kristínu, Nonna, Guddu, Munda og Önnu, votta ég samúð mína alla. „Margs er að minnast, margt er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð." Magga Hinn 10. mars sl. lést í Akra- nesspítala Jóhannes Guðmundsson bóndi, Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi. Hann fæddist 5 Syðstu-Görðum í sama hreppi 31. desember 1923, sonur hjónanna Guðmundar Jó- hannessonar bónda þar og Kristínar Þórðardóttur. Ólst Jóhannes upp þar í glaðlyndum systkinahópi. Eft- ir lát föður hans bjó hann með systkinum sínum í Syðstu-Görðum. Árið 1953 fluttist Jóhannes, eða Jenni eins og hann var alltaf kallað- ur, að Jörfa og kvæntist Hönnu Jónasdóttur, frænku minni, dóttur hjónanna Jónasar Ólafssonar bónda og Guðbjargar Hannesdóttur ljós- móður. Jónas lést árið 1978 en Guðbjörg er húsfrú á Jörfa. Voru þau hjónin mjög samhent og hjónaband þeirra einstaklega farsælt. Eignuðust þau 5 böm: Kristínu söngkennara og organista, fædda 1953, gifta Sigurði Kr. Sig- urðssyni guðfræðinema; Jónas bónda, fæddan 1955; Guðbjörgu bónda, fædda 1961; Guðmund nema, fæddan 1967 og Önnu nema, fædda 1973. Keyptu þau hjónin jörðina og bjuggu þar ásamt þeim Jónasi og Guðbjörgu. Samstarf þeirra tengdafeðga var mjög gott enda báðir dagfarsprúðir og skapléttir að eðlisfari en þó ólík- ir. Jónas var frægur fyrir að vera hrókur alls fagnaðar en Jenni vildi síður vera í sviðsljósinu eða reyna á nokkurn hátt að koma sér á fram- færi. Þó gat ekki hjá þvi farið að honum væru falin trúnaðarstörf hjá sveitungum sínum vegna hans trausta persónuleika, góðra gáfna og því að rasa ekki um ráð fram. Hann var lengi formaður búnaðar- félagsins, fjailkóngur og deildar- stjóri kaupfélagsins í sinni sveit. Af sömu ástæðum þótti mörgum sveitungum gott að ræða við hann um vandmeðfarin mál og þiggja góð ráð. Þeir tengdafeðgar voru einnig báðir miklir hestamenn og áttu af- burða gæðinga. T.d. fékk aðalreið- hestur Jenna, Þytur, silfurskeifuna á fjórðungsmóti, hestamanna á Vesturlandi á Faxaborg 1971 sem besti alhliða gæðingur. Heimilisfólkið á Jörfa er vina- og ættrækið með afbrigðum. Og Jörfaheimilið var og er þekkt að því að vera mikið menningarheim- ili. Sést það best á því að þau ungmenni skipta nú mörgum tugum sem heimilisfólkið hefur verið beðið fyrir til lengri eða skemmri dvalar. Er ég undirritaður í þeim hópi, móðir mín og systkini. Ef til vill eru lítil börn næmust á það hvern mann fólk hefur að geyma. Jenni var einstaklega barn- góður og einkennandi með öll börn sem komu að Jörfa hversu vel þau undu sér fljótt í návist hans. Vildu t.d. sitja hjá honum við matborðið eða í fangi hans, láta hann skera fyrir sig matinn, mata sig o.s.frv. Énda gaf hann sér góðan tíma til að ræða við þau og hafði ákaflega gaman af að fylgjast með tilsvörum þeirra og þroska. Þannig lagði hann vel að manni lífsviðhorf eftirlitsmannsins í Brekkukotsannál, að ekkert starf væri ógeðslegt nema illa unnið starf. Eins að fara vel með hlutina og að meira væri leggjandi upp úr gæðum t.d. hverrar skepnu en fjöld- anum. Og að alls ekki væri sjálfgef- ið að aukin velta á búinu væri ávísun á betri afkomu en hins veg- ar á meiri vinnu og stress. Jenna fannst líka meira um vert að fara rólegar yfir en ljúka því sem tekið var fyrir. Þannig skiptist hann á skoðunum við okkur ungviðið sem fannst að byggja ætti sem stærst og hafa sem flestar skepnur og æddum í verkin með bægslagangi og látum. En af- köstin kannski ekki alltaf eftir því, s.s. ef allar dráttarvélarnar og jepp- inn voru föst í drullu af því að teknir voru fimm galtar á vagn í stað þriggja. En með hófsemisstefnu sinni var Jenni með pálmann í höndunum á tímum óðaverðbólgu og fram- leiðslukvóta. Honum var meinilla við skuldir og lagði kapp á að greiða lán upp sem fyrst. Það ásamt því að byggja hæfilega stór útihús varð til þess að hann stóð ekki uppi með ónotaða fjárfestingu né verðtryggðan skuldahala þegar framleiðslukvótinn kom til sögunn- ar. Jenni var nú síðustu árin með alvarlegan hjartasjúkdóm; vissi að hveiju dró og átti að hlífa sér við vinnu samkvæmt læknisráði. Það var honum lítt að skapi að eiga að standa hjá þar sem verið væri við verk og heldur vildi hann ganga á fund almættisins en að eiga að vist- ast á sjúkrahúsi til dvalar. Og þegar hann leit yfir dagsverk- ið gat hann verið harla ánægður. Á sinni búskapartíð var hann, ásamt fjölskyldu sinni, búinn að endurnýja allan húsakost, stækka túnin í þau stærstu í sýslunni og tækjavæða búið á besta mögulegan máta. Þessu fylgdi að sjálfsögðu styttri vinnutími og léttari verk en einnig stórum minni áburðar- og fóður- bætiskaup að tiltölu. Jenni var þannig fremstur meðal jafningja í flokki góðbænda. Það er nú svo að ekki hélt ég að ég væri að hitta Jenna í síðasta sinn er ég gisti á Jörfa á leið frá Akureyri fyrir stuttu. Jenni var með gamanyrði á vörum sem hann laum- aði út úr sér á sinn rólega hátt með verka og þótt öldumar risu stundum hátt í stjómmálum Skaftfellinga á fyrri árum naut Einar jafnan trausts og vinsælda langt út yfir raðir allra stjórnmálaskoðana. Einar kvæntist 24. júlí 1920 Þorgerði Jónsdóttur, dóttur Jóns Brynjólfssonar, trésmiðs og verk- stjóra frá Litlu-Heiði, og Rann- veigar Einarsdóttur frá Strönd í Meðallandi og byggðu þau sér myndarlegt hús á Víkurbökkum í félagi við foreldra Einars, er þau nefndu Grund. Þar áttu þau frið- sælt og fagurt heimili. Börn þeirra em 3, Erlendur, fyrrv. forstjóri Sambands íslenskra samvinnufé- laga, kvæntur Margréti Helgadótt- ur frá Seglbúðum í Landbroti. Steinunn, hjúkmnarkona, gift bandarískum lækni, búsett í Banda- ríkjunum og Erla, íþróttakennari, gift Gísla Felixsyni, kennara á Sauðárkróki. Auk þess ólst upp að nokkm á heimili þeirra Björn Berg- steinn Bjömsson, verslm., bróður- sonur Einars, kvæntur Ólöfu Helgadóttur frá Seglbúðum, en hann lést af slysfömm 24. nóv. sl. Um barnalán þeirra Einars og Þor- gerðar efast enginn sem til þekkir. Gestrisni og góður andi ríkti jafnan á heimili þeirra ogþaðan eiga marg- ir ógleymanlegar minningar. Seint munum vio hjónin t.d. gleyma þeim hlýju móttökum, sem við fengum á Gmnd á brúðkaupsferð okkar aust- ur á Síðu, haustið 1934. Miklar breytingar hafa orðið í Vík hin síðari ár, þorpið hefur bók- staflega tekið stakkaskiptum. Sandurinn undir Víkurbökkum hef- ur verið græddur upp og er nú löngu hættur að fjúka til og frá um þorp- ið, eins og áður var. Sjórinn hefur færst fjær og er löngu hættur að gera þorpsbúum óskunda; mörg nýtísku íbúðarhús hafa verið byggð, verslunarhús og verkstæði hafa ris- ið upp, eftir þörfum, jafnvel stein- steypt breiðgata liggur nú um þorpið frá austri til vesturs og smástríðnissvip. Og þannig var hann enn er Hanna kona hans og Jónas sonur hans vom hjá honum á Akranesspítala daginn sem hann lést. Nú að leiðarlokum þakka ég, foreldrar mi'nir og systkini, sam- fylgdina sem varað hefur alla okkar tíð og aldrei borið skugga á. Hönnu frænku og öðmm aðstandendum vottum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúð. Viggó Jörgensson Jenni er dáinn. Enn emm við áþreifanlega minnt á gang lífsins. Söknuðurinn nær tökum á okkur um stund. Síðan streyma minning- arnar fram í hugann. Góðleg glettni í augum hans þegar rætt var um menn og mannleg samskipti. Sam- an sáum við spaugilegar hliðar á hlutunum. Svo sem eitt sinn sem oftar er við komum í heimsókn, og það átti að vera kóræfíng á heimili hans, og vom kórfélagamir mættir. En hann var að sinna kúnum í fjós- inu með bömum sínum og fleiri gestkomandi meðhjálpurum. Þegar æfíngin byijaði fór ég út í fjós til að spjalla og athuga gang mála, þá spyr Jenni „Jæja, Gerða, hveijir vom nú mættir?“ Og þar sem ég þekkti ekki þetta fólk með nafni lýsti ég því eins og það kom mér fyrir sjónir, og viti menn, hann þekkti sveitunga sína einn af öðmm af lýsingunum og hafði mikið gam- an af. Fleiri svona góðar og skemmtilegar minningar eigum við, og ekki síst Gylfi sem var í sveit í Jörfa sem strákur hjá Jónasi móður- bróður sínum og Guðbjörgu, konu hans, tengdaforeldmm Jenna. Þeg- ar dætur okkar langaði að fara í sveit þá lá beinast við að tala við Hönnu og Jenna, hvort í lagi væri að leyfa stelpunum að vera. Allar áhyggjur og ótti um hætturnar í sveitinni urðu minni og smærri þeg- ar við kvöddum og handtakið hans hlýtt og traust sagði „ég skal gæta þeirra". Nú biðjum við góðan Guð að gæta hans og allra hans ást- vina. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Þorgerður Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.