Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 26.05.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRi'ðJUDAGÍJR 26. MAÍ 1987 37 Mývatnssveit: Járniðnaðarmenn kæra Kísiliðiuna SVEINAFÉLAG jámiðnaðar- manna á Húsavík og í S-Þingeyj- arsýslu hafa kært Kísiliðjuna hf. i Mývatnssveit fyrir brot á iðnað- arlögnm. Lögreglan hefur tekið skýrslu af forsvarsmönnum fé- lagsins og stjórnendur Kísiliðj- unnar, og býst sýslumaður, Halldór Kristinsson, við að senda málið til ríkissaksóknara til fyr- irsagnar á næstunni. Sveinafélagið kærir Kísiliðjuna fyrir brot á 8. grein iðnaðarlaga nr. 42 frá 1978. Þar segir m.a. að iðngreinar, sem reknar eru sem handiðnaður og löggiltar sam- kvæmt iðnfræðslulögum og reglu- gerðum settum samkvæmt þeim, skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara. Þar segir einnig að rétt til iðnaðarstarfa i slíkum iðngrein- um hafi meistarar, sveinar og nemendur í iðngreininni. Burðarþol húsa: Yerkfræðistofnun falið að yfirfara útreikninga Verkfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur verið falið að yfir- fara teikningar og útreikninga á burðarþoli húsanna tíu sem Rannsóknarstofnun bygginga- riðnaðarins gerði athugasemdir við. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonar borgarverkfræðings kostaði könnunin félagsmálaráðuneytið um 1,5 milljónir króna og má búast við svipuðum kostnaði vegna þeirrar endurskoðunar sem Verkfræði- stofnun Háskólans hefur tekið að sér. Niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en eftir tvo til þijá mánuði. C20Uy, IRINN MEÐ DRIFIÁ ÖLLUM HJÓLUM FYRIR BÆNDUR - VERK- TAKA - BJÖRGUNARSVEITIR □ 250 cc fjórgengisvél □ Sjálf- stæð fjöðrun á hverju hjóli □ Drifsköft □ Val um drif aftan/ aftan + framan □ Handlæsing á drifi (100% læsing) □ 5 gírar áfram 1 afturábak □ 3 gíra lágadrif □ Hraðamælir □ 12 I. bensíngeymir □ Hæð undir lægsta punkt 20 sm. □ Þyngd 232 kg. UMBOÐID HF. Skútahraun 15, S: 65-17-25, P.o. Box 59,220 Hafnarfjörður. Kaupskipaflotinn: Skipin sífellt í siglingu og áhöfnin sinnir ekki viðhaldi -segir yfirmaður skipaeftirlitsins MEÐALALDUR íslenska kaup- skipastólsins er nú um 14 ár. Að sögn Páls Guðmundssonar yfir- manns skipaeftirlitsins hefur borið á því að viðhaldi skipanna sé minna sinnt en áður. Hleðslu og losunartími verður æ styttri þar sem útgerðirnar leitast við að gjörnýta skipin. Þá eru áhafn- ir orðnar fámennari og hafa skipverjar engan tíma til að huga að viðgerðum. „Þetta er rétt. Minniháttar viðhald eins og að fjarlægja rið er látið sitja á hak- anum. En hvað burð, búnað og sjóhæfni skipanna varðar er allt í góðu lagi,“ sagði Viggó Maack skipaverkfræðingur Eimskipa í samtali við blaðamann. Skipaeftirlit Siglingamálastofn- unar stöðvaði í síðustu viku tvö kaupskip sem ekki uppfylltu settar reglur. Annað skipanna fékk ekki afgreidd skipsskjöl fyrr en búið var að lagfæra ýmsan búnað. I hinu tilfellinu var um að ræða ofhleðslu. Páll kvað algengt að skip væru yfir- hlaðin. Ekki væru eftirlitsmenn í höfnum hérlendis til þess að fylgj- ast með að farið væri að settum reglum og hefði Siglingmálastofnun því engin tök á því að sinna slíku eftirliti. Meðalaldur kaupskipa er mun hærri hér á landi en í öðrum Evr- ópulöndum, að sögn Páls. Hann sagði að erlendis reyndu útgerðar- menn að selja skip við 6-8 ára aldur, en yngri skip en það hafa ekki verið keypt til landsins á síðustu árum. „Sá hraði sem er við- hafður í rekstri skipa hérlendis gefur tvfmælalaust tilefni til meira eftirlits en nú er viðhaft,“ sagði Páll. Eitt af þeim ráðum sem Siglinga- málastofnun hefur gripið til eru fyrirvaralausar skyndiskoðanir. Sagði Páll að það væri talið væn- legra til árangurs en reglubundið árlegt eftirlit. „Það er rétt að viðhald er öðru- vísi nú en fyrr á árum. Skipin eru mun styttra í höfn en áður og mann- skapur er minni um borð. Við söfnum því viðgerðunum saman og stoppum skipin þá í eitt skipti fyrir öll til að láta lagfæra þau,“ sagði Viggó Maack. Hann taldi að enga ástæðu til að óttast að skipinum væri eitthvað ábótavant þótt við- haldið væri ekki eins mikið og áður. „Þetta hefur aðallega komið fram í útliti skipanna, nú má sjá riðtauma á fossunum sem aldrei voru áður. Styrkleikinn og sjóhæfnin er hins- vegar eins og best verður á kosið og skipin eru í toppstandi." Hann sagði að Eimskip væru að kaupa tíu ára gamalt skip frá Þýskalandi. Það hefði verið yfirfar- ið frá kili upp í mastur og ekkert fundist athugavert. „Vissulega hefðum við áhuga á því að geta keypt yngri skip. En markaðurinn er það lítill að við stöndum ekki undir svo dým tæki. Nýtt skip sömu tegundar og það sem við erum nú að kaupa yrði fimmfalt dýrara og reksturinn stendur ekki undir svo háu kaupverði," sagði Viggó. Fékk vír í ennið ÞYRLA landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á haf út á sunnudagsmorgun. Um kl. hálf sex um morguninn barst landhelgisgæslunni tilkynning um að sjómaður á togaranum Arin- birni frá Reykjavík hefði fengið vír í ennið. Togarinn var þá að veiðum um ciO sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þyrlan fór í loftið um ki. 6.30 og sjómaðurinn var kominn um borð í hana hálfri stundu síðar. Allt gekk að óskum og um kl. 7 lenti þyrlan við Borgarspítalann, þar sem gert var að sárum manns- ins. Hann mun ekki vera mikið slasaður. Vorhappdrætti SÁÁ DREGIÐ ÍO. JÚNÍ Upplagmiða 100.000 VOSBOÐINN LJÚFISÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.