Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 21

Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 21
MÖRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 21 „Þær verða að vera í toppformi enda eru miklar kröfur gerðar í þessari keppni,“ sagði þjálfarinn og gaf engin grið. Hildur Guðmundsdóttir og Fjóla Grétarsdóttir í léttum lóðalyftingum. Á bak við þær er Katrín þjálfari og fylgist með að rétt sé að farið. hefðu lagt mjög hart að sér til að ná þessum árangri. Eigandi World Class, Bjöm Leifsson, sem lánaði aðstöðuna, var ekki síður ánægður með „innrás" allra þessara fallegu stúlkna í stöðina og sagði að það hefði verið virkilega gaman að hafa þær þama undanfama tvo mánuði. Raunar hefur hann boðið öllum keppendunum tíu frítt námskeið í hálft ár. „Það er nauðsynlegt fyrir alla að halda sér í þjálfun, hvort sem þeir taka þátt í fegurðarsam- keppni eða ekki,“ sagði Bjöm. Kennsla í framkomu og tjáningu Þáttakan í fegurðarsamkeppn- inni hefur þó ekki aðeins lagt á stúikumar erfiða þjálfun í líkams- rækt og mataræði. Þær hafa einnig Sigríður Guðlaugsdóttir fer létt með lóðin eftir tveggja mánaða þjálf- un. Það er eins gott að missa þetta ekki í andlitið á sér svona rétt fyrir úrslitakeppnina. Magnea Magnúsdóttir handleikur lóðið. gengið í gegnum þjálfun í fótaburði og framkomu undir leiðsögn Sóleyj- ar Jóhannsdóttur danskennara. Þá hefur Gunnar Eyjólfsson leikari kennt fegurðardísunum að tjá sig á skýran og skilmerkilegan hátt. I svona keppni er það nefnilega ekki útlitsfegurðin ein sem gildir heldur einnig framkoma og tjáning. Allir þessir þættir í sameiningu móta persónuieikann, sem endanlega ræður úrslitum um hver hrepjnr tit- ilinn Fegurðardrottning Islands 1987. Tveggja kvölda keppni Segja má að sjálf úrslitakeppnin fari fram á tveimur kvöldum. Á kynningarkvöldinu í kvöld velja stúlkumar sjálfar úr sínum hópi vinsælustu stúlkuna og dómnefnd skipuð blaðaljósmyndurum tilnefnir bestu ljósmyndafyrirsætuna. Þá verður einnig boðið upp á rokksýn- inguna „Allt vitlaust“ og á eftir mun hljómsveit Grétars Örvarsson- ar leika fyrir dansi. Krýning Fegurðardrottingar ís- lands og Fegurðardrottningar Reykjavíkur fer svo fram á Gala- kvöldi í Broadway næstkomandi mánudag, annan í hvítasunnu. Heiðursgestir þess kvölds verða Johnny Logan, ísrski söngvarinn sem sigraði í söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva nýverið og tískufrömuðurinn Gunnar Larsen frá París, sem mun setja upp sér- staka tískusýningu með íslenskum fyrirsætum og innlendum fatnaði í tilefni kvöldsins. Starfsfólki Dúks berast atvinnutílboð arslag fyrir starfsfólkið. „Við vomm þó fljótar að sjá að þetta var ekkert tiltökumál og teljum okkur ekki í nein- um vanda staddar," sagði Hlíf. „Það er frekar hægt að segja að okkur taki sárt að sjá fyrirtæki sem starf- andi hefíir verið í 40 ár, og gengið vel, leggja upp laup- ana. Sumar okkar hafa verið starfandi hér í um 20 ár og þykir því bagalegt að þurfa að skilja við fyrirtækið. En hér er ekki vart neinnar óánægju og við kviðum ekki atvinnuleysi," sagði Trúnað- armaðurinn að lokum. STARFSFÓLKI verk- smiðjunnar Dúks í Reykjavík eru þegar farið að berast atvinnutilboð víða að, og að sögn Hlífar Gestsdóttur, trúnaðar- manns starfsfólksins hjá Dúk, hafa nokkrir starfs- menn fengið fleiri en eitt tilboð. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu þá hefur öllu starfsfólki verksmiðj- unnar Dúks, um 40 manns, verið sagt upp störfum. Hlíf Gestsdóttir sagði f samtali við Morgunblaðið að þetta hefði í fyrstu verið sem reið- tj Morgunblaðið/Sverrir Verksmiðjan Dúkur hefur um árabil saumað ullarvörur fyrir Álafoss hf. en nú leggur það niður starfsemi eftir 40 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.