Morgunblaðið - 05.06.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987
Bretland:
Ræðismannsskrif-
stofu Irana í Man-
chester lögð af
ERLENT
VORBOÐEVN
LJÓFISÁÁ
Vorhappdrætti SÁÁ
DREGIÐ ÍO. JÚNÍ
Upplagmiða 100.000
Fjármálahneyksli
komið upp í Svíþjóð
Stokkhólmur, fr& Erik Liden fréttaritara Morgunblaðsins.
PER-ERIK Nilson, sem gegnir
embætti stj ómsýslueftirlits-
manns í Svíþjóð, varð við rann-
sókn uppvís að því að hafa
misnotað greiðslukort það sem
hann fékk til að nota í starfi sínu.
Nilson fór til Portúgal síðasta
haust. Hann hélt því lengi fram að
portúgalski stjómsýslueftirlitsmað-
urinn hefði boðið sér sérstaklega
að koma en í ljós hefur komið að
svo var ekki. Þeir hittust aðeins
einu sinni til að borða saman hádeg-
isverð. í för með Nilson var
Gengi
gjaldmiðla
London, Reuter.
LITLAR breytingar urðu á gjald-
eyrismörkuðum i gær. Banda-
ríkjadollari hækkaði lítillega, en
viðskipti einkenndust af hóflegri
bjartsýni fyrir fund leiðtoga
helstur iðnríkja heims, sem hald-
inn verður í Feneyjum í næstu
viku.
í London kostaði sterlingspundið
1,6265 dollara á hádegi í gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla var
með þeim hætti að dollarinn kost-
aði:
1,3397 kanadíska dollara,
1,8155 vestur-þýsk mörk,
2,0465 hollensk gyllini,
1,5025 svissneska franka,
37,62 belgíska franka,
6,0690 franska franka,
1313 ítalskar lírur,
144,10 japönsk jen,
6,3300 sænskar krónur,
6,7225 norskar krónur og
6,8300 danskar krónur.
Únsa af gulli kostaði 450,10 doll-
ara.
kvenkyns samstarfsmaður hans og
greiddi embætti stjómsýslueftirlits-
manns farseðil þeirra beggja. Þau
dvöldu á hóteli á vinsælum ferða-
mannastað í Portúgal. Per-Erik
Nilson hefur nú greitt fyrir það sem
hann tók út af greiðslukortinu.
Stjómsýslueftirlitsmaður er um-
boðsmaður sænska þingsins sem á
að hafa eftirlit með störfum emb-
ættismanna. Nilson var einnig
talsmaður þeirrar nefndar sem hef-
ur rannsakað starfsaðferðir sænsku
lögreglunnar og saksóknara við leit
að morðingja Olovs Palme.
Búist er við því að Nilson verði
að segja af sér.
Þrettán
Kúbumenn
flýðu til
Flórída
Key West, Florída, Reuter.
ÞRETTÁN Kúbumenn báðu um
pólitískt hæli í Bandarikjunum í
dag eftir að hafa flúið á litlum
fiskibáti frá heimalandi sínu.
Kúbumennimir komu að landi á
Stock-eyju skammt frá suðurodda
Flórída eftir 14 stunda siglingu, en
145 kflómetrar eru á milli Kúbu og
Flórída. Lagt var upp síðla kvölds
í skjóli náttmyrkurs.
Hópurinn er einn sá stærsti um
langt árabil sem flýr frá Kúbu með
þessum hætti. Ein kona var meðal
bátsvetja. Karlmennimir voru á öll-
um aldri.
Hér er japanski kaupsýslumaðurinn að bragða á „stærsta ismola
í heimi“.
Grænlenskur ísjaki
á leiðinni til Japans
JAPANIR hafa lært að meta grænlenska ísjaka. Af þeim ástæð-
um kom japanskur kaupandi þessarar vöru til Álaborgar í
Danmörku fyrir skömmu til þess að kanna gæði „stærsta ísmola
í heimi“, en jakinn tyllti aðeins niður tá á Norður-Jótlandi á
leið sinni frá Grænlandi til Japans. Japaninn hefur fest kaup á
40 tonnum af ís, og svamlar meginið af honum enn í söltum sjó
við Nuuk (Godtháb). „ísmolinn", sem áður getur, fer með skipi
til Japans, en þar á hann að draga til sín áhorfendur á mikiili
iðnsýningu i júlímánuði. Kostnaðurinn: 250.000 danskar krónur
(um 1.425.000 ísl. kr.).
Fimm sendierindrekum vísað úr landi
London, Reuter.
BRETAR skipuðu írönum i gær
að loka ræðismannsskrifstofu
sinni í borginni Manchester og
ráku fimm íranska embættis-
menn úr landi, að því er tilkynnt
var í breska utanríkisráðuneyt-
inu. Gripið var til þessa ráðs til
að hefna fyrir það að háttsettum
breskum stjórnarerindreka var
rænt í Teheran og hann barinn
til óbóta.
íranamir í ræðismannsskrifstof-
unni fengu sjö daga til að hafa sig
á brott. Þessi ákvörðun hefur ekki
áhrif á starfsemi íranska sendiráðs-
ins í London.
Akhunsadeh Basti, fyrsti sendi-
ráðsritari Irana, var kvaddur í
utanríkisráðuneytið í London og
sagt að íranar bæru fulla ábyrgð á
þessu máli.
Deilan snýst um stjómarerind-
rekan Edward Chaplin. Sex íranskir
byltingarverðir drógu hann út úr
bifreið sinni í Teheran með byssur
á lofti. Honum var haldið í einn
sólarhring og hafa íranar hótað að
draga hann fyrir rétt. Ákænlr á
hendur honum hafa ekki verið gefn-
ar upp.
Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Breta, sagði að Chaplin hefði
verið veitt þessi meðferð vegna
þess að Ahmed Ghassemi, íranskur
sendierindreki, var handtekinn fyrir
búðaþjófnað í Manchester. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins sagði
að Ghassemi hefði átt að koma fyr-
ir rétt 11. júní vegna búðahnupls,
ógætilegs aksturs og árásar á lög-
regluþjón. Af því yrði ekki og væri
Ghassemi einn mannanna fimm,
sem vísað hefði verið úr landi. Ghas-
semi hefur neitað öllum ásökunum.
Sendiráðsritaranum var sagt að
ekki væri viðunandi að mál Ghas-
semis og Chaplins væm spyrt
saman og breska stjómin yrði ekki
beitt þrýstingi.
„Þetta er alvarlegt mál. Breska
stjómin beitir nítjándu aldar vinnu-
brögðum," sagði sendiráðsritarinn
Basti þegar hann gekk út úr breska
utanríkisráðuneytinu. Hann kvaðst
telja að írönsk stjórnvöld myndu
grípa til gagnaðgerða innan nok-
kurra daga.
Stjómmálasamband er milli
Breta og írana. Ellefu manns starfa
í íranska sendiráðinu í London.
Bretar hafa ekki sendiráð í Teher-
an. Þess í stað hafa nítján breskir
stjómarerindrekar aðsetur í sænska
sendiráðinu þar í borg. Ástæða þess
er sú að Bretar töldu að íranar
gætu ekki tryggt öryggi sendierind-
reka sinna eftir að Iranskeisara var
steypt af stóli árið 1979.