Morgunblaðið - 05.06.1987, Síða 33

Morgunblaðið - 05.06.1987, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 33 Ragnheiður O. Bjöms- son — Kveðjuorð Minning: Óskar Sigurðsson bakarameistari Fædd 25. desember 1896 Dáin 21. maí 1987 Ragnheiður O. Bjömsson hefir kvatt þetta líf í hárri elli og þar sem undirrituð gat ekki komið því við að fylgja henni síðasta spölinn em nokkur orð sett á blað til þess að þakka löng og góð kynni. Þessi glaðlega og góða kona er raunar einn þáttur minningar frá unglingsámm á Akureyri. Þegar komið var í verslun hennar til að kaupa dúk eða púðaborð og velja gam sem vel færi saman var tekið á móti manni með svo mikilli hlýju og elskusemi að aldrei gleymist. Móðir mín hafði gaman af að sauma út og ég man eftir ferðum eftir bandspotta til Ragnheiðar til að vera viss á að telpan keypti réttan lit. Þessar sendiferðir vom famar án nokkurra undanbragða og skokkað létt niður Brekku og Hafn- arstrætið í hannyrðaverslunina, sem þar stóð allan minn uppvöxt og var hluti af svip bæjarins. Mót- tökumar vom alltaf þær sömu og góðu óskimar fylgdu manni alla leið heim. Ekki tel ég að Ragn- heiður hafi gert sér grein fyrir því, hve hlýtt viðmót getur haft djúp- stæð áhrif á börn og unglinga, en henni var þetta eðlislægt og ég man hana best brosandi. Við Ragnheiður 0. Bjömsson kynntumst fyrir alvöru þegar til stóð að stofna Zontaklúbb á Akur- eyri. Hún kom heim til mín og kynnti mér þennan félagsskap, sem hún hafði þá þegar mikinn áhuga á. Óhætt er að fullyrða að það var hennar verk fyrst og fremst, að klúbburinn var stofnaður. Hún varð fyrsti formaður og undirrituð fyrsti ritari, svo að kynnin urðu fljótt meiri og af öðmm toga. En sökum þess að ég fluttist alfarin frá Akur- eyri 1952 varð samstarfið ekki ýkja langt en nógu langt til þess að kynnast þessari mætu konu allnáið. Ekki bar fundum oft saman eftir það, en vinátta hennar og hlýja var gleðiefni hverju sinni. Meðan hún bjó enn á gamla heimilinu sínu inni í Fjöm var boðið til fagnaðar. Þar stóð gömul menning föstum fótum, en nýjum viðhorfum heilsað af skilningi, t.a.m. vom manneldismál mjög hátt sett. Vel man ég kökur og fínustu tertur á borðum Ragn- heiðar, sem höfðu annað yfirbragð en almennt tíðkaðist þá, en það var sökum þess að hún bakaði allt sitt brauð, líka dýrindis kökur úr heil- hveiti. Hún var snemma mikil áhuga- manneskja um hollustufæði og var raunar langt á undan samtíð sinni í skilningi á mikilvægi þess að borða gijón og baunir, gróf brauð, ávexti og grænmeti og kannski var hún fyrst hér til að skilja og framkvæma þessa svonefndu „makrobiotisku" fæðu, sem nú er svo ofarlega á blaði víða um lönd. Við Zontasystur vomm vanar að borða saman einu sinni í mánuði á Hótel KEA og mér er minnisstætt, að Ragnheiður lét bera sér hollustufæði, hvað svo sem var á boðstólum á meðan við hinar vomm enn í sósu-sulli og endalausu kjöti, því að fiskur þótti ekki hátíða- matur á þeim ámm. Nú hefir síðasta bam Odds Bjömssonar prentsmiðjustjóra og konu hans, frú Ingibjargar, kvatt. Allt þetta fólk setti svip á Akureyri á uppvaxtarámm mínum og ég var kunnug þeim öllum nema sr. Bimi en hitti síðar á lífsleiðinni böm hann. Ragnheiður giftist ekki og á ekki afkomendur en bræðrabömin vom henni sem hennar eigin böm. Faðir minn, Snorri Sigfússon, hafði miklar mætur á Oddi Bjömssyni og ég man vel að það var a.m.k. um skeið venja að fara með fullnað- arprófsbömin í heimsókn niður í prentsmiðju til Odds og sýna þeim leyndardóma prentlistarinnar. Odd- ur tók ævinlega á móti hópnum, sýndi og sagði frá. Það var mikil reisn yfír þessum manni eins og raunar börnum hans og afkomend- um, og Ragnheiður með sína ljúfu framkomu bar merki menningar- legs uppeldis. Hún var í raun „grand dame“. Síðast bar fundum saman vetur- inn 1984, þegar ég var nokkra daga á Akureyri. Zontasystur buðu mér til fagnaðar á heimili Guðríðar Eiríksdóttur og Gunnar Ragnars. Þar var Ragnheiður með okkur, glöð og kát, þótt heym væri tekin að dofna. Á eftir kom ég til hennar á heimili hennar í Hlíð og þar kvödd- umst við. Hún settist við hljóðfærið sitt og lék svolítið fyrir mig, en hún var músíkölsk og listelsk kona. „Ég spila alltaf svolítið á hverjum degi, og þakka Guði fyrir meðan ég get það,“ sagði hún og svo kyssti hún mig á báðar kinnar. Nú grípur hún ekki oftar í píanóið sitt eða gleður á annan hátt, en minningin um hana lifír með þeim sém þekktu hana. Blessuð sé minning Ragn- heiðar O. Bjömsson. Anna S. Snorradóttir Fæddur 15. maí 1911 Dáinn 31. maí 1987 í dag er til moldar borinn vinur minn og félagi, Óskar A. Sigurðsson bakarameistari. Okkar fyrstu kynni vom 1. apríl 1938 er ég gerðist sendisveinn hjá fyrirtækinu G. Ólafsson & Sandholt, en hann starf- aði þá sem bakari þar. Unnum við þarna saman í þijú ár eða til ársins 1941, er hann stofnsetti sitt fyrsta bakarí á Bárugötu 11. Nokkm síðar flutti hann sig um set og opnaði bakarí á Skúlagötu 61 og rak það af miklum myndarbrag þar til hann keypti bakaríið á Laugavegi 5 af Óskari Thorberg Jónssyni. Hann rak bakaríið á Laugavegi 5 þar til Brauð hf. hóf starfsemi sína 1965. Hinn 6. september 1963 stofnuð- um við þrír félagar, Óskar A. Sigurðsson, Kristinn K. Albertsson og Haukur L. Friðriksson, fyrirtæk- ið Brauð hf. í 12 ár rákum við þetta fyrirtæki saman félagamir þrír eða til ársins 1977 er Óskar heitinn seldi okkur sinn hlut vegna heilsubrests. Á þessum 12 ámm varð þetta fyrir- tæki að því stærsta í sinni grein. Öll þessi ár var samstarf okkar félaganna hið besta. Síðastliðin 12—15 ár hefur Óskar heitinn átt við erfiðan og illvígan sjúkdóm að stríða, sem að lokum yfirbugaði hann. Þegar ég lít yfir farinn veg, þá er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti því láni að fagna að starfa með Óskari heitnum. Okkar sam- starf var mjög gott og minnist ég ekki annars en að samstarf okkar félaganna þriggja hafí ávallt verið snurðulaust. Nú þegar ég kveð vin minn, þá sendum við hjónin og fjölskylda okkar okkar dýpstu samúðarkveðj- ur til eftirlifandi eiginkonu hans, Hrefnu Pálsdóttur, dætra hans og fjölskyldna þeirra. Við biðjum góðan guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Haukur L. Friðriksson t Ástkær móöir okkar, ELENORA ÞÓRÐARDÓTTIR, Þórufelli 10, Reykjavik, lést á Vífilsstaðaspítala miövikudaginn 3. júní. Böm hinnar látnu. t Maðurinn minn, SIGURÐUR MÁR PÉTURSSON, Borgarhottsbraut 78, Kópavogi, lést í Landspítalanum þriöjudaginn 2. júní. Fyrir hönd aöstandenda, Steingeröur Sigurðardóttir. t Faðir okkar, JÓN B. ÓLAFSSON óður bóndi Fffustöðum, Arnarfirði, lést i sjúkrahúsi ísafjaröar 29. maí. Jaröarförin ferfram frá Bfldudalskirkju laugardaginn 6. júníkl. 14.00. Bömin. t Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróöir og mágur, GfSLI SIGHVATSSON, Birkihvammi 13, Kópavogi, sem lést miövikudaginn 27. maí, verður jarösunginn frá Lang- holtskirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Ólöf Helga Þór, Gunnar Sveinn, Elín Ágústsdóttir, Sighvatur Bjamason, Krístín Sighvatsdóttir Lynch, Charies Lynch, Bjami Sighvatsson, Viktor Sighvatsson, Ásgeir Sighvatsson, Aurora Friðriksdóttir, Elín Sighvatsdóttir. 10% staðgreiðsluafsláttur Dúndur rýmingarsala! hælaháir skór dömumokkasínur herraspariskór kínaskór og espadrillur úrval af barnastrigaskóm nokia stígvél í sveitina 20-30% verðlækkun á nýjum og gömlum vörum mr nú 500 4495 nú 090 499T nú 1300 Frá 195 Frá 310 SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 sporið í rétta ótt! ◄

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.