Morgunblaðið - 05.06.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.06.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 43 Hart bað Donnu að verður vart ofsögum sagt af hrakförum Gary Harts, nóg- ar eru þær samt. Um daginn var birt mynd á þessum stað, en á henni var forsíða hins óábyrga slúðurrits National Enquirer, og mátti þar sjá Gary kappann með fyrirsætuna Donnu Rice í fanginu. Myndin ku hafa verið tekin á Bahama-eyjum, meðan þau eyddu þar viku saman. Donna segist ekkert í því skilja hvaðan myndimar eru komnar, því þær áttu vitaskuld ekki að komast í hendur ókunnugra, síst gerókunn- ugra blaðamanna lygasnepilsins fyrrnefnda. „Mér finnst ég hafa verið niður- lægð með öllum þessum skrifum og það fer ekki milli mála að ein- hveijir andstæðingar Garys hafa notfært sér samband okkar á hinn auðvirðilegasta hátt. Umræðan hef- ur öll verið á sömu bókina lærð og nú er svo málium komið að ég horfi ekki einu sinni á sjónvarpsfréttir." Síðast en ekki síst hefur Donna nú upplýst að Hart hafi beðið sín, en hún hryggbrotið hann til þess að hún yrði honum ekki fjötur um fót á leið hans til Hvíta hússins. Endalok þeirrar sögu þekkja all- ir. Fram að þessu hefur Donna harðneitað að hafa átt í ástarsam- bandi við Hart og ekki rætt um samband þeirra opinberlega, en eft- ir að áðurnefndar myndir birtust telur hún sig hafa litlu að leyna, enda má pólítískur Harts heita á enda. MJÚKUR YST SEM INNST Þegar þú heldur á rauðum poka af Merrild-kaffi í hendinni, finnst þér þú næstum geta fundið kaffigæðin gegnum mjúkan pokann. Merrild — gæðakaffi, sem bragð er af, enda framiejtt úr bestu fáanlegum kaffibaunum frá Brasilíu, Kólumbíu og Mið-Ameríku. Óvenjulega höfugur kaffiilmur og bragð, sem varir lengur í munni, en þú átt að venjast, eru meðal þess, sem gerir kaffið svo sérstakt. Merrild setur brag á sérhvern dag. (^) MYNDAMÓT ff Fegurðar- drottningar íslands og Fegurðar- drottningar Reykjavíkur 1987 ÍKVÖLi 10,20. Takmarkaður miðagöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.