Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 50

Morgunblaðið - 05.06.1987, Side 50
1*1 VSpl í'^'l •! H’jr;,'1í ''V-nn íf'l'M 50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987 Margar spurningar vakna eftir „rassskeHinn“ ífyrrakvöld - hver eru viðbrögðin? Erum við á villigötum, eða var þetta bara stórslvs? „HVAÐ er maðurinn að geral Sjá nú þetta, það er eins og þeir hafi aldrei spilað fótbolta! Vlð erum betri á sunnudagsmorgnum niðri við Laugardalslaugl" Upp- ^ hrópanir sem þessar heyrðust Vneðal þeirra tæplega níu þúsund áhorfenda sem sáu landsleik ís- lands og Austur-Þýskalands á Laugardalsvelllnum á miðviku- daginn. Áhorfendur, leikmenn og landsmenn allir voru óhressir með leikinn, enda full ástæða til. Sex sinnum lá boltinn í netinu hjá fslenska liðinul Hver er ástæðan fyrir því að slfkt gerist? Er lands- liðið á einhverjum villigötum? Er ástæða fyrir forystumenn KSÍ að hugsa sinn gang varðandi fram- tfðina eða er slakt gengi liðsins ef til vill leikmönnum að kenna - eða þjálfaranum? Einhverjar skýringar hljóta að vera á þessum -_jhrakförum. íslenska landsliðiö byrjaði vel í Evrópukeppninni eins og menn muna eflaust. Jafntefli við Frakka og síðan Sovétmenn hér heima en síðan komu tveir slakir leikir erlendis, fyrst í Austur-Þýskalandi og síðan í Frakklandi, og lokst þessi hörmung sem fólk sá á mið- vikudaginn. Ef svo heldur fram sem horfir og mið er tekiö af þróun leikja okkar í keppninni er svart- nætti framundan. Vonandi tekst landsliðsstrákunum að gleyma þessum leik sem fyrst og mæta tvíefldir til leiks í september þegar við mætum Norðmönnum, ekki veitir af. Auðvitað megum við ekki gleyma að við erum fámenn þjóð og fræðilega ættum við ekki að geta staðið í stórþjóðum í íþróttum en við höfum gert það að undanf- örnu og ef við berum knattspyrn- una saman við handknattleikinn þá er ekki að undra þó fólk geri miklar kröfur, ef til vill of miklar á stundum. Undirritaður hefur áður látið þá skoðun sína í Ijós aö leikur islands ‘og Frakklands í París hafi verið slakur og leiðinlegur á að horfa. Leikurinn hér á miðvikudaginn var énn leiðinlegri, ekki fyrir það að viö töpuðum stórt, heldur vegna þess að enginn barátta var í leik- mönnum okkar og „þetta jaðraði viö áhugaleysi", eins og Pétur Pétursson sagði i samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Ef leik- menn, sama hvort það eru atvinnu- menn eða áhugamenn, hafa ekki áhuga á að leika fyrir fslands hönd eiga þeir ekki að gefa kost á sér í slíka leiki. Það eru margir fram- bærilegir leikmenn sem eru reiðu- búnir að leika landsleiki. Þáttur þjálfarans Hver er þáttur Sigfried Held - ijendsliðsþjálfara? Hefur honum mistekist í hinu erfiða starfi sínu? Eðlilegt að menn velti því fyrir sér eftir þrjá tapleiki í röð þar sem markatalan er 10:0! Margir þeir er rætt var við í gær voru þeirrar skoðunar að Held hefði mistekist. Menn spyrja sig hvert sé hlutverk þjálfara þegar hann sér ekki leikmenn nema tveimur dögum fyrir leik. Þegar þannig háttar hlýtur þjálfari fyrst og fremst að þurfa að leggja upp leikkerfi hverju sinni og koma leik- mönnum í „rétt" skap fyrir leikinn. Þessi tvö atriði voru ekki í lagi í leiknum á miðvikudaginn. Strák- arnir voru daufir alveg frá fyrstu mínútu og þó svo Held segi í við- tali eftir leikinn að það sé ekki spurning um leikkerfi, heldur hug- arfar, sér hver maður að leikkerfið skiptir auðvitað miklu máli í heilum Morgunblaðið/Bjarni • Nei, ekki bakvörður elnu sinni ennll Þessi skemmtilega mynd var tekin á æfingu fyrir landsleik- inn og hvort sem Slgurður Jónsson er að hugsa um „bak- varðarstöðuna" eða ekki er Ijóst að hann nýtist ekki sem skildi á þeim stað sem hann leikur nú með landsliðinu. knattspyrnuleik. Val á þeim mönn- um sem leika í liðinu hverju sinni skiptir einnig miklu. Hvar var vörnin? Vörn íslenska landsliðsins á miðvikudaginn var úti á þekju. Sævar Jónsson var að vísu þokka- legur en Gunnar og Ágúst Már náðu sér aldrei á strik. Reyndar var það skoðun margra að Guðni Bergsson hefði átt að hefja leikinn í stað Ágústs Más. Guðni hefur leikið vel það sem áf er íslands- mótinu og auk þess lék hann mjög vel með ísienska ólympíuliðinu gegn Hollendingum á dögunum. Held stjórnaöi þeim leik og sá Guðna og Ágúst Má, en aðspuröur um möguleikann á að láta Guðna byrja sagði Held: „Nei, Ágúst Már hefur leikið þessa stöðu í undanf- örnum leikjum. Guðni lék ekki nákvæmlega þessa stöðu gegn Hollandi og þvf vildi ég ekki skipta." Jæja, svo það er nóg aö hafa leikið stöðuna áður, þá ert þú ör- uggur um hana. Þá verður núver- andi landslið ekki burðugt eftir svo sem áratug ef aldrei má breyta til. Það er rétt hjá Held að Guðni lék ekki nákvæmlega sömu stöðu gegn Hollandi en það munaði ekki miklu og ef Held er þeirrar skoðun- ar að Guðni geti ekki gætt leik- manns þá er það mesti misskiln- ingur. Guðni hefur gert það með ágætum árangri og þar sem Guðni og Sævar þekkja hvorn annan vel, vegna þess að þeir leika með sama liði, hefði útkoman varla getað orð- ið verri. Það heföi ekki gert mikið til þó einhverjir hefðu talað saman í vörninni á miðvikudaginn. Stöðubrengl Það hefur löngum verið deilt á Held fyrir að láta menn leika í allt öðrum stöðum með landsliðinu en þeir eru vanir með sínum félagslið- um. Þannig leikur Sigurður sem hálfgerður bakvörður, þó svo á pappírnum eigi hann að vera hægra megin á miðjunni, Ragnar leikur sem miðjutengiliður en á hvergi annars staðar heima en í fremstu víglínu og Arnór leikur sem fremsti maður en á auðvitað að vera á miðjunni. I leik íslands og Spánverja á Spáni í september 1985, en það var síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Tony Knapp, lék Sigurður á miðjunni og þeir sem sáu þann leik hljóta að vera sammála um að þar lék Sigurður einn sinn besta leik. Hann var eins og kóngur í ríki sínu á miðjunni. Eftir það var hann settur í „bakvarðarstöðu" og þó svo hann hafi staðið sig vel þar er ég ekki í nokkrum vafa um að kraft hans og tækni mætti nýta mun betur fyrir liösheildina. Hvað varðar rangar stöður þeirra Ragnars og Arnórs liggur í augum uppi, fyrir þá sem fylgst hafa með þeim í gegnum árin, að þeir eiga að leika í þeim stöðum þar sem þeir nýtast best. Ragnar í framlínunni og Arnór hægra meg- in á miðjunni. Sigurður á miðjunni og þeir Arnór og Ásgeir við hlið hans væri sterkasta miðja sem við gætum haft. Það hefur oft verið sagt að þjálf- arar breyti aldrei sigurliði. Það er ágætt sjónarmið út af fyrir sig en eftir að hafa leikið fimm leiki í Evrópukeppninni, jafntefli í fyrstu tveimur og síðan þrjú töp, er full ástæða til að gera einhverjar breytingar. Þær sem hér að fram- an hafa veriö nefndar eru þær sem fyrst koma uppí hugann og eflaust mætti hressa aðeins upp á liðið með fleiri breytingum, en við því er varla að búast á meðan Sigfried Held ræður ríkjum því hann hefur lýst því yfir að íslensk knattspyrna sé léleg og því vill hann sjálfsagt ekki velja áhugamenn héðan til að leika ef við eigum í lið með atvinnu- mönnum. Til hvers er Guðni? Guðni Kjartansson er aðstoðar- maður Sigfried Held og hefur verið það frá því hann var ráðinn til starfa. Þegar Ellert B. Schram formaður KSÍ var spurður um hvernig verkaskiptingin ætti að vera á milli Held og Guðna svaraði hann því til að Held bæri að stjórna í landsleikjum en Guðni sæi um undirbúninginn á milli leikja. Þetta fyrirkomulag minnir einna helst á þegar handknattleikslandsliðið var æft fyrir HM í Danmörku á sínum tíma með bréfaskriftum frá Pól- landi. Daginn fyrir leik íslands og Frakklands á Parc des Princes leik- vanginum í París í apríl fékk íslenska iiðið að æfa á leikvellinum sjálfum í eina og háifa klukku- stund. Blaðamenn þeir sem fylgdu liðinu fengu að fylgjast með æfing- unni og satt best að segja kom dálítið furðulegur svipur á flesta viðstadda. Landsliðþjálfarinn tók nokkra bolta og skaut á Bjarna í markinu mestan hluta æfingarinn- ar á meðan aðstoðarþjálfarinn sá um að stjórna æfingunni. „Til hvers er landsliðsþjálfarinn?" varð einum að orði og lái honum hver sem er. Held ráðinntil KSÍ Að lokum iangar mig til að rifja aðeins upp aðdraganda þess að Held var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins. Nokkur fjöldi sótti um stöðu landsliösþjálfara og kom það mörgum á óvart. Engu að síður var aðeins rætt við Held, eða við vitum ekki betur. Vel má vera að rætt hafi verið við fieiri í síma en aðeins Sigi Held kom hingað til lands til viðræöna og einhvern vegin hafði maður á tilfinningunni að eftir að hann kom inn í myndina hafi enginn annar átt möguleika. Hvers vegna veit ég ekki en varla getur það verið vegna árangurs Held sem þjáfara því sá ferill er ekki glæstur ef marka má hið virta þýska íþróttablað Kicker. Hvernig í ósköpunum er hægt að ráða þjáifara þannig að hann komi aðeins í leiki og ekki söguna meir. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að sá sem á að velja íslenska landsliðið, í hvaða íþrótt sem er, sé á landinu öðru hvoru, að minnsta kosti, og sjái einn og einn leik í deildunum þannig að hann sé dómbær á hverja eigi að kalla til. Nema allt sé ákveðið fyrirfram og góð frammistaða leikmanna breyti þar engu um. Erfiðara sé að komast úr liöinu en í þaö. Von- andi er það ekki raunin. Vonandi var þessi leikur bara slys! Loks tapaði Moses EDWIN Moses, bandaríski grindahlauparinn frábæri, laut í lægra haldi í gær í 400 metra grindahlaupí eftir 122 sigra í röð. Hann hafði ekki tapað í þessari sérgrein sinni í tæp 10 ár, síðan 26. ágúst 1977 er Vestur-Þjóð- verjinn Harald Schmidt varð á undan honum á móti í Dusseld- orf. í gær var það landi Moses, Danny Harris, sem vann hann en Moses varð annar. Mótið í gær fór fram í Madrid á Spáni... Navratilova og Graf í úrslitum MARTINA Navratilova og Steffi Graf mætast í úrslitaleiknum í einliðaieik kvenna á opna franska meistaramótinu í tennis á morg- un. Navratilova tók sinn gamla keppinaut Chris Evert í kennslu- stund í öðrum undanúrslitaleikn- um, 6:2, 6:2, og í hinum sigraði Steffi Graf argentínsku stúlkuna Gabriela Sabatini, 6:4, 4:6, 7:5. Það vakti nokkra athygli er móts- haldarar rööuðu keppendum í . • Martinn Navratilova f sigur- leik sínum gegn Chris Evert í gær. Hún sigraði auðveldlega. styrkleikaröð að Steffi Graf var í öðru sæti á eftir Navratilovu og Evert í þriðja sætinu. Þeir frönsku voru því væntanlega án- ægðir í gær. Evert hefur sjö sinnum sigrað á móti þessu, síðast i fyrra en nær ekki að verja titilinn. Hún átti aldrei möguleika gegn Martinu, en viðureign Graf og Sabatini var stórskemmtileg og æsispennandi. í síöasta sett- inu náði Graf að sigra 7:5 eftir að hafa verið undir 3:5... EM í körfubolta ÚRSLITAKEPPNI Evrópumóts landsliða í körfuknattleik hélt áfram í Aþenu í gær. í B-riðli voru eftirtaldir þrír leikir: Holland sigraði ísrael 61:60 eftir að hafa verið 43:24 yfir í hálfleik. Þá vann Ítalía Pólland 99:85 (51:44) og Tékkóslóvakía vann Vestur Þýskaland 95:72 (48:31). í Á-riöli voru eftirtaldir leikir: Sovétmenn sigruðu Júgoslava 100:93 (44:41), Grikkir unnu Rúmena 109:77 (60:49), Rúmenar töpuðu einnig fyrir Spánverjum í gær, 98:116 (51:70) og Sovétmenn unnu Frakka 107:78 (55:37)... Knattspyrna í kvöld Þrír leikir verða í kvöld í 2. deild karla í knattspyrnu. KS og Víking- ur mætast á Siglufiröi, ÍR og ÍBV leika á Gervigrasvellinum í Laug- ardal og Breiðablik fær Selfoss í heimsókn í Kópavoginn. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Þá er einn leikur í 1. deild kvenna. Á Akranesi leika lA og (BK. Kvenna- leikurinn hefst einnig kl. 20.00. íþróttanámskeið í Hafnarfirði INNRITUN í (þrötta- og leikja- námskeið Hafnarfjarðar stendur nú yfir í Víðistaðaskóla, á Hörðu- völlum og við Öldutúnsskóla. Námskeiðið er fyrir 9 - 12 ára krakka. Verður Real Madrid tvöfaldur Meistari? REAL Madrid, sem er með tveggja stiga forystu í spænsku deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir, vann Atletico Madrid 3:2 i fyrri undanúrslitaleik bikarkeppn- innar. Real Sociedad og Bilbao gerðu markalaust jafntefli í hinum und- anúrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.