Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 3

Morgunblaðið - 30.06.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 3 það sem all- ir hefðu gert - segir Óskar Óskarsson sem með snar- ræði bjargaði sex manns úr Krossá „ÉG hafði engan tima til að hugsa mig um, í raun gerði ég ekki annað en það sem allir hefðu gert,“ sagði Óskar Óskarsson, sem á sunnudag bjargaði sex manns úr Krossá. Um hádegi á sunnudag var fólk- ið á leið yfir Krossá í jeppabifreið þegar straumurinn velti bifreiðinni. „Ég er bifreiðastjóri hjá Austurleið og var á leið inn í Þórsmörk með 20 farþega," sagði Óskar. „Við fór- um yfir Krossá, sem var ekki óvenju vatnsmikil og óhætt fyrir kunnuga á góðum bflum að fara yfir hana. Þegar ég hafði ekið um 2-300 metra frá ánni varð mér litið í baksýnis- spegilinn og sá þá að Range Rover jeppa var ekið út í ána. Svo sá ég að ljósin á jeppanum hurfu og þá vissi ég að ökumaðurinn hafði ekki farið út í ána á réttum stað. Ég sneri þegar við og sá að jeppinn var farinn að fljóta. Síðan stöðvað- ist hann skamma stund, en straum- urinn gróf undan honum og hann valt heila veltu." Óskar ók í loftköstum aftur niður að ánni og þegar hann stöðvaði rútuna á árbakkanum sá hann aft- urglugga jeppans opnast. „Karl- maður og bam flutu út um gluggann og ég óð upp í mitti út í ána og náði taki á þeim báðum," sagði Óskar. „Þegar ég hafði náð þeim á þurrt voru ung hjón komin upp á þak jeppans, með son sinn 4-5 ára og með þeim var fullorðin kona. Ég bað farþegana um að hlúa að þeim, sem ég náði úr ánni, og fór að huga að því að ná fjórmenn- ingunum á land.“ Þar sem jeppinn var nokkuð langt frá árbakkanum ákvað Óskar að aka yfir ána aftur og freista þess að ná fólkinu í land hinum megin. „Þegar ég var kominn yfir ána náði ég í kaðal og útbjó stóra lykkju á endann á honum," sagði Óskar. „Mér tókst að kasta kaðlin- um til þeirra og dró þau svo í land, hvert af öðru. Þetta tókst allt sam- an mjög vel og það var mikið lán að jeppinn skyldi velta á hjólin, í stað þess að stöðvast á toppnum. Þegar ég sá hann velta var ég í fyrstu sannfærður um að enginn kæmist lífs af, en til allrar ham- ingju fór þetta vel,“ sagði Óskar Óskarsson, sem með snarræði sínu bjargaði sex manns. Frjálsræðið virðist ekki skila sér nægilega vel Morgunblaðið/Ámi Páll Ámason Óskar Óskarsson sýndi mikið snarræði þegar hann bjargaði sex manns úr Krossá í Þórsmörk. Fólkið var hætt komið þegar bifreið þeirra valt i ánni, en eins og sést á þessum myndum fór bifreiðin á bólakaf. Náði að tefla mig upp á mótinu , - segir Jóhann Hjartarson, sem lenti í 3.-5. sæti á alþjóðlega skákmótinu í Moskvu ALÞJÓÐLEGA skákmótinu í Moskvu Iauk um helgina. Sigurvegari var Sovétmaðurinn Gurevich, annar Sovétmaðurinn Romanishin, Jóhann Hjartarson hafnaði í þriðja tíl fimmta sæti ásamt Sovétmönn- unum Dolmatov og Malanjuk. Mótið, sem var í tólfta styrktarflokki, fór fram á Hótel Sport en þar hafa mörg skákmót verið haldin, m.a. seinni hluti fyrra einvígis þeirra Karpovs og Kasparovs. Mar- geir Pétursson ienti í ellefta sæti á mótinu. Jóhann Hjartarson sagði í sam- í flórtánda styrktarflokki. Ellefu - segir Kristján Ragnarsson um þró- un frjálsrar verð- myndunar á fiski „ÞAÐ ftjálsræði ( verðlagningu á fiski, sem menn vonuðust til að næðist með þvi að gefa fiskverð fijálst, virðist ekki ætla að verða að raunveruleika. Nú hafa sjó- menn á fjórum skipum á Akranesi neitað að fara út, fyrr en gengið hefur verið frá samningum við þá um verð á aflanum. Það er lögbrot að hindra með þeim hætti veiðiferðir skipanna. Ennfremur hefur viða verið samið um fast verð, sem ekki tekur mið af fram- boði og eftirspum. Því lítur út fyrir að við verðum að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags, sem ég tel mjög miður,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, i sam- tali við Morgunblaðið. „Menn gerðu sér grein fyrir því að viðbrigðin og breytingin yrði mik- il frá því er Verðlagsráð sjávarút- vegsins ákvað fiskverð og_ til þess að verð yrði gefið frjálst. Ákvörðun verðlagsráðs hafði lagagildi. Menn urðu þá að hlíta ákvörðun þess og með því móti var komið í veg fyrir verkföll og vinnudeilur vegna hugs- anlegra deilna um fiskverð. Það er því mjög miður að áhafnir fjögurra skipa á Akranesi skuli hafa sett út- gerð þeirra stólinn fyrir dymar og neitað að fara út fyrr en samið yrði um ákveðið verð fyrir aflann. Útgerð skipanna fer með ráðstöfun aflans fyrir hönd sjómanna og sjómenn verða að una því, enda er útgerðin skuldbundin til að ráðstafa aflanum á sem arðbærastan hátt. Þessu verða menn að una og segja upp ella. Það er lögbrot að hefta sjóferðir skipanna með því að krefjast samninga um ákveðið verð áður en haldið er út. Það skiptir ekki máli í þessu tilfelli, að útgerð og fiskvinnsla í þessu til- felli er á sömu hendi og sjómönnum og útgerð hafi verið boðið mjög hátt verð fyrir aflann. Ég hafði vænzt þess, að ftjáls verðlagning á fiski yki fijálsræði ( viðskiptum með hann. Svo virðist því miður ekki vera i nægilegum mæli, þar sem víða um land hefur verið samið um fast verð, ekki fyllilega f samræmi við aðstæður hveiju sinni. Því hækkar verð ekki eða lækkar eftir framboði eins og hefði átt að vera. Haldi sjómenn áfram að krefl- ast fasts verðs með þessum hætti, bera þeir ábyrgð á þvf, að þessi þarfa tilraun verður að engu og við verðum að hverfa til fyrra fyrirkomulags." tali við Morgunblaðið að það hefði komið sér á óvart hversu góðum árangri hann náði á mótinu. Hann hefði verið nýkominn úr prófum en náð að tefla sig upp eftir því sem leið á mótið. Hann sagði það hafa verið einkennandi fyrir mótið hversu jafnir menn hefðu verið að styrkleika. Meðalstigafjöldinn hefði verið 2530 stig og var sá stiga- hæsti með 2575 stig en sá lægsti með 2500 stig. Þetta væri óvenju- legt á fjórtán manna móti. Af þessum sökum hefði orðið mikið um jafntefli á mótinu. Jóhann sagði þetta hafa verið næst sterkasta mót sem hann hefði tekið þátt í en það sterkasta hefði verið IBM-mótið á íslandi, sem var stórmeistarar tóku þátt í mótinu og þrír alþjóðlegir meistarar, en einn þeirra býður eftir formlegri útnefningu sem stórmeistari. Jarðskjálftakipp- ur á Suðurlandi SelfouL VÆGUR jarðsbjálftakippur, 3,5 stig á Richter, fannst á Suður- landi um klukkan hálf ellefu á mánudagsmorgun. Upptök skjálftans voru í Holtum. Skjálftinn fannst á Selfossi og víðar í Amessýslu en mun greinilegar í Rangárvallasýslu vestanverðri. Sig. Jóns. Suðurnes: Frá Helguvík til ísraels í hafnarframkvæmdir Grindavik. TVEIR bræður voru um helgina að gera prammann Novio Magum sjó- kláran ( Njarðvíkurhöfn áður en dráttarskipið Goðinn dregur hann til ísraels. Þar á hann að flytja 700 þúsund rúmmetra af gijóti til styrk- ingar á hafnargarði i borginni Ashdodd i grennd við Tel Aviv. Það eru þeir Kristinn Þormar og Sigfús Þormar Garðarssynir, sem eru á' förum með fjölskyldur sínar ásamt þrem öðrum fjölskyldum til ísrael eftir eins árs starf við Helguvíkurhafnarframkvæmdiraar á vegum ístaks hf. „Þetta er mest ævintýraþrá sem er í blóðinu," svaraði Kristinn, en hann er skipstjóri prammans og er að fara til útlanda í fyrsta skipti til að vinna við slíkt verkefni. Sigfús hefur hins vegar starfað áður í Isra- el í þijú ár og í Færeyjum í rúm tvö ár við hafnargerð, en í Suður-Jemen í 14 mánuði við landfyllingu. „íslend- ingar þykja traustir og áreiðanlegir starfsmenn og því er sóst eftir þeim í slík verkefni erlendis hvort sem um er að ræða einstaklinga eða heilu verktakafyrirtækin," sagði Sigfús og bætti við að þeir færu að vinna nú Bræðurnir Kristinn Þormar og Sigfús Þormar Garðarssynir fremst á prammanum Novia Magum sem hefur burðargetu á við 900 tonna loðnuskip. Morgunblaðið/Kr. Ben hjá erlendu fyrirtæki næstu 18 mán- uði við styrkingu á tveggja kflómetra löngum haftiargarði í borginni Ash- dodd nálægt Tel Aviv. Flytja á 700 þúsund rúmmetra af kjama og gijóti á prammanum til að styrlqa garðinn og nú þegar er byijað að flytja efni að höfninni. í Helguvík flutti pramminn síðast- liðið ár eina milljón tenna af gijóti í nýja hafnargarðinn fyrir utan sand og drullu, sem grafið var upp úr hafnarstæðinu og flutt í burtu. Þeir bræður fara flugleiðis núna næstu daga og töldu að erfiðara yrði nú að dvelja í útlöndum við slík verkefni þar sem böm þeirra væm orðin eldri, en eldri bömin fara ( enskan skóla og þau yngri í hebreskan skóla. Samt vom þeir bjartsýnir á að allt myndi ganga þeim í haginn. „ Kr.Ben. Gerði aðeins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.