Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 60
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Símamynd/Júlíus Siguijónsson Heimsmeistararnir lagðir að velli íslendingar sigruðu heims- og ólympíumeistara Júgóslava 18:15 f landsleik í handknattleik í gærkvöldi f borginni Prilep. Leikurinn var liður í Júgóslavíumótinu f handknattleik. Á myndinni fagnar íslenska liðið inni í búningsklefa eftir frældlegan sigur. Lengst til vinstri er Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, og við hlið hans er þjálfarinn, Bogdan Kowalzcyk. Sjá nánar/B 1 og B 4-5 Jón Baldvin skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í gær: Sjálfstæðisflokkur vill halda tílraunmm áfram Undirritaður samningur um rekstur íslensku óperunnar: Ríkið greiðir laun fastra starfsmanna SAMKOMULAG hefur verið undirritað milli menntamála- ráðuneytisins, fjármálaráðu- neytisins og íslensku óperunnar um rekstrargrundvöll hennar, þar sem kveðið er á um að greitt verði úr málum óperunn- ar. Að sögn Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra mun rfkið greiða laun fastra starfsmanna við óperuna og sjá um kostnað við rekstur hús- næðis hennar. „í samkomulaginu eru einnig ákvæði um ógreidd gjöid til ríkisins frá fyrri árum," sagði mennta- málaráðherra í viðtali við Morgun- blaðið. „í þriðrja lagi er í samkomulaginu ákvæði um §ár- magn til óperunnar svo hægt sé að hefja störf á hausti komanda, _wiuk þess sem greitt verður úr ' lausaskuldum hennar. Við höfum einnig áhuga á að koma á sam- starfí milli Þjóðleikhúss, Sinfóníu- hljómsveitar íslands og íslensku óperunnar í framtíðinni. Við teljum mjög mikilvægt að ná þeim kröft- um sem þar starfa saman. Ég er ákaflega ánægður með þennan samning," sagði Sverrir Hermannsson ennfremur, „og geri mér von um að framtíð Islensku óperunnar sé tryggð. Þetta sam- komulag tókst fýrir mikinn velvilja fjármálaráðherra, Þorsteins Páls- sonar, og þeirrar neftidar sem hafði verið skipuð til að greiða úr þessum ■ -»málum.“ JÓN Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins gekk á fund forseta íslands kl. 16 í gær og skilaði af sér umboði til stjórnarmyndunar, sem hann hefur haft í tæpar fjórar vikur. Jón Baldvin lagði áherslu á það f samtali við fréttamenn að fundi hans með forseta loknum, að hann liti þannig á að svo lftið væri eftir til þess að mynda ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, að ekki væri stætt á því að hans mati, að hætta þessari tilraun nú. EJcki var í _gærkveldi búist við því að forseti Islands tæki ákvörð- un um það hver fái næstur umboð til sljómarmyndunar fyrr en í dag, en Ijóst var af máli Jóns Baldvins í gær að hann taldi ekki óeðlilegt að Þorsteinn Pálsson fengi umboð- ið næstur. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins kom saman til fundar kl. 18 í gær og þar varð niðurstaðan sú að leggja til að tilraunum til mynd- unar þessarar þriggja flokka ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks verði haldið áfram og vom þing- menn á einu máli um að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa frá þess- ari tilraun þegar svo skammt væri í það að stjómarmyndun geti tek- ist. Það sem strandaði á í fyrrinótt, þegar viðræðumar fóm út um þúfur var ný krafa framsóknar- manna um að fá Qóra ráðherra- stóla í sinn hlut. Nú kann að fara svo að sjálfstæðismenn séu reiðu- búnir til þess að sætta sig við það að framsókn fái fjóra ráðherra- stóla, svo fremi sem hún gefur eftir sjávarútvegsráðuneytið og tekur þess í stað iðnaðarráðuneyt- ið. Sjá Af innlendum vettvangi á miðopnu. t-r+ Fomleifafundur á Bessastöðum: Mannvistarleif - ar frá miðöldum Mann vistarleifar frá mið- öldum fundust á Bessastöð- um þegar hafist var handa við að breikka aðkeyrslu Bessastaðastofu í síðustu viku. Að sðgn Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings er um að ræða eitt elsta mannvistarlag sem enn hefur fundist á þessu svæði. Þá var komið niður á rústir Kon- ungsgarðs sem byggður var um 1721. „Þetta er að öllum líkindum frá 15. öld og hefur varðveist ótrúlega vel, þéttur jarðvegurinn hefur séð til þess. Á þriggja metra dýpi fundum við mann- vistarlag, fullt af stórgripabein- um, leðri og viðarleifum. Beinin segja sína sögu um breytingar, sem orðið hafa á mataræði, því ofar f jarðveginum eru aðallega smærri bein, bein af sauðfé, og fískbein. Þetta er mjög merkileg- ur fundiu-,“ sagði Guðmundur Ólafsson. Konungsgarður var embættis- mannabústaður Danakonungs á Bessastöðum í aldaraðir, teikn- aður um 1720. í vor fundust fyrstu leifamar af Konungsgarði þegar verið var að skipta um gólf í Bessastaðastofu, en nú hafa komið í ljós aðrir hlutar byggingarinnar, veggjarústir og heUulagnir. Auk þess ýmislegt muna úr keramiki og postulfni, sem að sögn Guðmundar er aðal- lega frá 18. og 19. öld. Unnið verður áfram við uppgröft rúst- anna á Bessastöðum. Morgunblaðið/KGA Guðmundur Ólafsson fomleifa- fræðingur við Bessastaði. Á þriggja metra dýpi fundust mannvistarleifar frá miðöld- Morgunblaðið/KGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.