Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 21
skila verki á móti fullgildum manni, svo sem í róðri og það var langróið víða fyrir austan. Ut á Færabanka var þriggja tíma róður í logni. Eystra lenti pilturinn í róðrarþrek- raun mestri: „Þá var ekkert eftir nema viljinn til að gefast ekki upp,“ þegar lent var. „Ég kom heim með hvem einasta eyri af sumarkaupinu. Það var ekki fyrr en tveimur sumrum seinna, að ég keypti mér eina sítrónflösku á leið austur. Það var eini óþarfinn sem ég keypti öll þessi fjögur sum- ur, sem ég sótti róðra austur. Mikið sá ég eftir þessum tíeyringi, sem flaskan kostaði, þegar ég hafði drukkið úr henni. Tíeyringurinn var líka hálft tímakaup fullorðins manns. Foreldrum mínum afhenti ég kaupið, þegar ég hafði borgað tíu krónumar sem ég fékk lánaðar." Það var á vertíðinni 1914,_ sem Tryggvi fékk pláss á togara. A þau skip hafði hugur hans stefnt. Þegar hann kom í Leiruna var þar margt nýstárlegt að sjá, einkum til skipa- ferða: „Togarahópamir í Faxaflóa eru mér svo minnisstæðir að fátt eða ekkert finnst mér ég hafa séð merkilegra um ævina. Þessi miklu skip renndu sér í mót öldunni og klufu hana, hún stöðvaði ekki ferð þeirra. Það getur verið erfítt fyrir fólk nú að skilja, hvflík dásemdar- sjón þessi skip voru á árabáta- og skútutímanum." Þetta var frásögn Tryggva úr Leimnni 1906, hann þá 10 ára gamall, og 1914, þegar hann var sautján ára rættist draumurinn að komast á togara. Fyrir atbeina Ólafs foðurbróður síns fékk hann pláss á hollenzkum togara, sem Ocean hét og hollenzkt útgerðarfé- lag gerði út frá Hafnarfirði ásamt ijórum öðrum togurum. En svo kom styijöldin og hollenzku togaramir hurfu héðan. „Síðustu árin mín í Leirunni fór ég jafnan tvisvar fótgangandi á haustin til Reykjavíkur að falast eftir togaraplássi og eitt haustið fór ég fjórum sinnum.“ Það er stífur ellefu tíma gangur úr Leiru til Reykjavíkur. Þar kom að Tiyggvi fékk pláss á togaranum Braga. Þeim gengu vel veiðamar. A tveimur mánuðum hafði Tryggvi upp sex hundmð krónur „og þessar sex hundruð krónur hafði ég lagt inní íslands- banka, hafði ekki eytt eyri af hýmnni. Þær gengu til föður míns bara kynnst honum. Sú reynsla var nefnilega lærdómsrík. Hann gaf mér heilræði strax sem bami og unglingi. Margt skildi ég ekki sem ég skil nú. En þótt ótrúlegt megi virðast fannst mér um margt betra að leita ráða hjá honum um þau málefni sem ég hefði öðm jöfnu leitað til vina og jafnaldra með. Þegar foreldrar mínir slitu sam- vistir var ég óharðnaður unglingur sem átti um margt erfítt við að sætta mig við ýmsar staðreyndir lífsins. Þá var það afi sem benti mér á mikilvægi blóðbanda og að rækta tengsl við báðar ættir. „Það- an hefur þú erft margt,!“ sagði hann og átti við föðurfólk mitt. Milli hans og föðurafa míns, Þor- steins Jónssonar kaupfélagsstjóra á Reyðarfírði, ríkti ætíð gagnkvæm virðing. Þeir vom menn ólíkra póli- tískra skoðana en um margt líkra lífsviðhorfa. Þeir höfðu báðir góða kímnigáfu. Afi minn Þorsteinn átti til að spyija mig unga hvort afi minn Tryggvi væri alltaf jafn ríkur. Tryggvi hafði hugboð um þetta og þegar ég einhveiju sinni bað hann um lán til utanlandsferðar sextán ára gömul sagði hann: Skrifaðu afa þínum Þorsteini og biddu hann um lán til fararinnar. Segðu honum að ég hafí hvatt þig til þess. Afi Þorsteinn sendi umbeðið lán og bréf sem hann lauk með orðun- um: Að lokum bið ég að heilsa afa þínum Tryggva. Þá var afa Tryggva tamt að gefa manni ráð um hjónaband. Hann var bam síns tíma, hafði brotist úr sár- ustu fátækt og alið önn fyrir mörgum. Hann bar einstaka um- hyggju fyrir fjölskyldu sinni og vildi að sjálfsögðu að konur giftust „vel“ eða þyrftu með öðrum orðum helst ekki að kvíða fjárhagnum. Það tók MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Þegar bv. Marz var hleypt af stokkunum: Guðmann Hróbjartsson, vélstjóri, Tryggvi Ófeigsson, Rann- veig Tryggvadóttir, Bjarni Ingimarsson, skipstjóri, og Andrew Lewis, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar. uppí greiðslu á Ráðagerði, sem fað- ir minn hafði keypt 1906 fyrir 2.500 kr. ... Um sumarið borgaði ég svo 400 kr. uppí jörðina og varð nú föður mínum hægara að standa í skilum, enda lét ég nokkuð af hendi rakna síðar.“ Á Braga lenti Tiyggvi í því sem hann jafnan kallaði „hátekju- mannaverkfallið". Togaramenn höfðu svo miklu meiri tekjur en Tryggvi hafði þekkt á árabátunum og mótorbátunum, að honum fannst ekki ná neinni átt að fara í verk- fall haustið 1916. Eitthvað reyndist þó hægt að hækka lifrina því að hún hækkaði úr 35 kr. í 60 kr., en það tapaðist unginn úr vertíðinni. Á Braga lenti Tryggvi í hinum sögu- fræga Spánartúr, þegar Þjóðveijar hertóku Braga á leið til Englands með físk, 24. október, og létu hann fylgja kafbátum eftir og hirða upp skipbrotsmenn, af þeim skipum sem kafbátamir kynnu að sökkva. Þegar svo Þjóðveijamir slepptu Braga nið- ur við Spán, hertóku Englendingar hann skammt frá Vestmannaeyjum á heimleið og sném til baka til Orkneyja. Til Reykjavíkur komu þeir á Braga 22. desember. Þessi saga öll er víða rituð. 1917 fór Tryggvi I Stýrimanna- skólann og aftur haustið 1918 og lauk þar prófi vorið 1919 með hæstu einkunn, sem þá hafði verið tekin við skólann, „og hefði hún þó kannske orðið enn hærri, ef ég hefði ekki kynnst henni Herdísi þennan vetur." Tryggvi var á togurum næstu árin, ýmist sem stýrimaður eða bátsmaður og 1921 var hann físki- skipstjóri á skoskum togara (Reed), sem gerður var út frá Hafnarfirði (Bookless) og fiskaði ágætlega. Þá var hann og nótabassi á mótorbát 1922 og reyndist mikill síldarmað- ur. Sumarið 1924 var hann einnig á sfld sem nótabassi og skipstjóri. Hann var með togarann Helga magra fyrir Ásgeir Pétursson, og var toppmaður í sfldarflotanum. Tryggvi þoldi snemma illa drykkjuskap á skipum sínum, en átti nokkuð við það að stríða á sfldinni. Sagt er að hann hafi átt það til að sækja háseta á knæpur og halda á einum og einum um borð, ef þurfti, en svo brá hann á það ráð að liggja útá og væri hann að landa á Siglufirði, eða að liggja af sér veður, lá hann útundir Siglu- nesi, sem trúlega hefur ekki verið vel þokkað af skipshöfninni, en Tryggvi Ófeigsson fór strax sínu fram í skipstjóminni. Árið 1922 réðst Tryggvi stýri- maður til Jóns Otta á togaranum Walpole og þar um borð beið hans örlagadísin góða, að hann sagði, sem breytti lífshlaupinu. Walpole var gerður út frá Hafn- arfirði og það var einhveiju sinni er hann lá við bryggju að stýrimað- urinn var að handlanga bobbinga niður i lest, og þeir voru engin létta- vara. Niður á bryggjuna höfðu gengið tveir menn og stóðu á bryggjukantinum og horfðu á stýri- mann handleika bobbingana og þótti hann handtakagóður, nema annar þeirra segir: 21 „Þama er skipstjóraefni fyrir þig-“ Það var Geir Zoega, fram- kvæmdastjóri hjá Hellyersbræðr- um, sem svo mælti við Owen Hellyer, annan Hellyersbræðra. Þeir bræður hófu útgerð sína frá Hafnarfirði vertíðina 1924 með sex togurum, og vom skipstjórar enskir þá vertíð, en Hellyersbræður vildu íslenzka fiskiskipstjóra. Togarar þeirra áttu að stunda hér veiðar í salt, og til þeirra veiða kunnu ís- lendingar allt betur en Englending- ar, bæði þorskmiðin og vinnubrögð- in, en þeir aftur á móti kunnu meira við ísfiskveiðar, þekktu betur kola og ýsubleyðumar. Nú tók að snúast örlagahjól stýri- mannsins á Walpole og þótti honum mál til komið, því maðurinn var framgjam og farinn að una sínum hlut illa að komast ekki í „hólinn", sem skipstjóri á togara, en það var þéttskipað þar fyrir á íslenzka flot- anum, yfirmenn almennt ungir, fátt um að menn væm að hætta fyrir aldurssakir, og á flestum skipum margir prófmenn á dekki, sem mændu á brúna, ef þar yrði manns vant. Stýrimaðurinn á Walpole var jafnvel farinn að hugleiða mögu- leika á kaupum á togara. Það var ekki meining hans, að eiga það endalaust undir geðþótta annarra að hann réði fyrir skipi. Ekki vissi stýrimaður að örlagadísin væri að vinna að hans málum og leið svo einn túr, en þá verður það þegar hann kemur næst að landi að hann er boðaður upp á skrifstofu Helly- ers í Svendborg og honum boðin skipstjóm á Hellyerstogaranum Kings Grey, sem ekki minni karlar en Olav Henriksen og Jón Oddsson höfðu verið á skipstjórar. „Ég var alls ekki óánægður að taka þetta skip á næstu vertíð, 1925, en gæfudísin hafði þó ekki fullgert við mig.“ Um sumarið fór Tryggvi sem bassi og skipstjóri á Helga magra sem áður er nefnt, en um haustið fór hann aftur stýrimaður á Wal- pole, því að hann átti ekki að taka Kings Grey fyrr en eftir áramót eða í byijun vertíðar. En 19. nóvember var Tryggvi staddur í landi og þá var hringt til hans, og það var Einar Þorgilsson að biðja hann að sækja fyrir sig Sjá nánar bls. 50-51. hann hins vegar tíma að átta sig á því að margar nútímakonur treysta ekki endilega á eiginmenn í þeim efnum. Hann hafði enga sérstaka trú á langskólanámi og þótti eflaust hart að enginn afkomendanna hafði áhuga á útgerð. Þegar ég sagði honum að ég hyggðist stofna mitt eigið fyrirtæki og spurði hvort ég mætti leigja skrifstofumar í Aðal- stræti 4 bjóst ég hálft í hvom við neikvæðu svari. En því fór fjarri. Hann varð glaður þótt hann sýndi merki varfærinnar tortryggni og leigði mér húsnæðið með þeim skil- málum að ég notaði gömul húsgögn sem til staðar væm í geymslum fyrirtækis hans. Hélt hann virkilega að ég ætlaði að fara að reka fyrir- tæki í hans húsnæði með yfirbygg- ingu og sérhönnuðum tískuhús- gögnum? Það hefði ekki aðeins verið móðgun við hans lífsstarf og alls óviðeigandi hér í Aðalstræti 4, heldur og sýnt að ég hefði nákvæm- lega ekkert lært af honum. Það er einmitt viðhorf afa til reksturs fyrir- tækja sem endurspeglar gmndvall- ar lífsviðhorf hans sjálfs, að fyrirtæki rekur maður á eigin ábyrgð en ekki með annarra fé. Þannig fyrirleit hann illa rekin fyr- irtæki sem skattborgarar stóðu undir. Sannleikur orða hans sem höfundar Reykjavíkurbréfs vitnar í síðasta sunnudag um að banka- stjórar og ýmsir aðrir lánveitendur fylgdust ekki nógu vel með rekstri fyrirtækja sem þeir lánuðu til er hveijum deginum ljósara nú, þegar þjóðin situr uppi með Hafskips- Utvegsbankamál og fleiri slík, langþreytt á því ábyrgðarleysi sem lengi hefur einkennt íslensk stjóm- völd og samtryggingu kunningja- þjóðfélagsins. Afi stóð hins vegar einn. Að sjálf- sögðu hafði hann með sér gott fólk en hann átti ekki heima í kerfi póli- tískrar samtryggingar. Enda hafa ýmsir ömgglega reynt að láta hann gjalda þess. Það er hyldýpi á milli þess sem hann stóð fyrir í íslensku atvinnulífí og margir stresstösku- milliliðimir sem spígspora í fjár- málaheiminum nú. Saga hans er vitnisburður um árangur sem bygg- ir á eigin verðleikum. Ein mynd sem kemur upp í huga minn nú þegar ég kveð hann er frá síðastliðnu sumri. Afí lá rúmfastur á Hávallagötunni þegar ég kom í heimsókn. Sólin skein inn um gluggann og þegar ég var að fara leit hann á mig, hló við og sagði: Vertu sæll, klikkaði kall. Þar var hann að vísa til orða minna sjálfrar þegar ég þriggja ára telpuhnokki kvaddi hann með þessum orðum þegar hann yfirgaf fjölskylduboð þar sem hann hafði víst verið nokk- uð þungbrýnn og áhyggjufullur. Það em liðnir þrír áratugir síðan og mikið vatn runnið til sjávar. Afi er farinn þótt ég efist ekki um að hann lifi með okkur mörgum lengi, lengi. Minningamar sem ég á um hann munu endast mér út lífið. Kannski verð ég svo lánsöm ein- hvem tíma að eignast eigin afkomendur sem ég get miðlað ein- hveiju af minni reynslu og forfeðra minna eins og hann miðlaði mér. Og ég á vonandi eftir að geta sagt einhveijum frá afa. Hann var stórbrotinn maður. Herdís Þorgeirsdóttir Það var minnisstæð sjón að sjá togarann Imperialist vestur á Hala- miðum hér áður fyrr. Hann bar langt af öðrum togurum sem þar voru á veiðum hvað stærð og fríðleik skipti, en á þessum árum mun hann hafa verið stærsti togar- inn sem sótti hingað á íslandsmið og önnur hér í norðurhöfum. Brúin þótti eftirtektarverðust sakir stærð- ar sinnar. ímyndunaraflið fór af stað: Hvað skyldi nú vera innan- borðs þar og þar hlyti að halda um stjómvölinn dugmeiri skipstjóri og aflamaður en almennt gerðist. Jú, í brúnni á þessum togara var íslend- ingur, Tryggvi ófeigsson. Þetta var talin næg skýring og hún ekki frek- ar útlistuð. Ekki grunaði mig þá að ég myndi eiga eftir að kjmnast þessum togaraskipstjóra hvað þá heldur svo náið sem raun varð á. En okkar fundum bar fyrst saman í enska útgerðarbænum Grimsby haustið 1932. Ég fékk far með Tryggva á togaranum hans, Júpit- er, en hann var þar í söluferð. í matsal togarans bar ég upp erindið við skipstjórann. Tryggvi gaf sér góðan tíma. Mér fannst hann rann- saka mig inn að innstu hjartarótum, svo fast var augnaráð hans. Þessum fundi okkar gleymi ég aldrei. Fram- an af voru kynni okkar og samskipti slitrótt, en eftir að Tryggvi kom í land urðu þau brátt nánari. Þegar við fyrstu kynni var ljóst að hér var mjög óvenjulegur maður. Hversu mjög hann bar af öðrum á svo mörgum sviðum kom í ljós við hin áralöngu kynni okkar. Hann var mjög seintekinn maður og opnaði ekki hug sinn fyrir hveijum sem var. Kemur þetta líka mjög greini- lega fram í hinni miklu ævisögu hans Tryggva sögu Ófeigssonar. Ég hef spurt sjálfan mig þeirrar spumingar: Eru ekki í þessari bók kaflar sem em tilvalið efni í gmnn- skólum landsins. Vissulega væri það verðugt lesefni ef ævisaga slíkra manna væri kynnt skólaæsk- unni. Á góðum stundum með Tryggva er á góma bar lífsreynslu hans og farið var út fyrir mörk hins daglega lífsmynsturs, kynntist maður djúp- hygli og yfirveguðum hugsunum. Það var innsýn í mikinn skapgerð- armann með markvissar skoðanir, oft stórar í sniðum og kom mér það á óvart hve vel og ljóst hann rök- studdi hugmyndir sínar. Á vissan hátt var hann bjartsýnismaður, en hafði þó ávallt hemil á hlutunum. Öll óskhyggja var honum fram- andi. Maður fór jafnan léttur í spori og glaður af fundi hans. Glögg- skyggni Tryggva var eitt af því sem ekki fór framhjá neinum sem hon- um kynntist, enda hafði hann einstakt lag á að finna einfaldar lausnir á flóknum málum. Verður manni þá hugsað til frægra skák- manna þegar sagt er um þá að leikir þeirra virðist svo einfaldir — eftir á, en enginn bjóst við þeim. Um skipstjórann og útgerðar- manninn Tryggva Ófeigsson munu aðrir rita svo sem maklegt er. En um manninn Tryggva verður aldrei sagt nógu vel frá því hve hjarta hans var stórt né frá þeim áhrifum sem geisluðu frá honum. Nærvera hans ein var eins og heitur lífsandi ósýnilegrar og víðfeðmrar orku sem greip mann og studdi. Á langri starfsævi komst mikill fy'öldi fjólks í meiri og minni snert- ingu við Tryggva. Margir úr þessum hópi bundust honum tryggðarbönd- um. Og virðast hér vel við eiga orð Snorra Sturlusonar um Erling jarl Skjálgsson á Sola um samskipti hans við sína menn: Öllum kom hann þeim til nokkurs þroska. Úlfar Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.