Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 1 «• Reuter Bjargað ísementsfötu Á MYNDINNI má sjá byggingarverkamenn bjarga skrifstofumanni af níundu hæð brenn- andi 13 hæða byggingar í miðborg Nýju Delhl á Indlandi í gær. Sementsfata og krani voru notuð við björgunina þar sem stigar slökkviliðs- manna náðu aðeins upp á sjöundu hæð. Her- þyrlur björguðu einnig um 30 manns af þaki hússins. Tveir menn létust í eldsvoðanum og nokkrir voru enn lokaðir inni í byggingunni í gær. ROSE-ráðstefnan: Vesturlönd flytja afvopnimartillögn Vín, Reuter. VESTRÆN riki ætla að leggja fram langþráða tillögu um af- vopnun á ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu nú í vikunni. Akveðið hefur verið að ráðstefnunni verði haldið áfram í haust. Sendimenn NATO-ríkja og hlut- lausra landa á ráðstefnunni sögðu að tillagan mjmdi fela í sér öll at- riði, sem nauðsynleg væru til að he§a umræður um lokaályktun ráð- steftiunnar. Einn vestrænu sendi- mannanna brá fyrir sig siglingamáli og sagði: „Nú geta skútumar kom- ið sér fyrir við rásmarkið. Fram að þessu hafa þær verið að hringsóla hver í kring um aðra.“ Sendimennimir segja að tillagan myndi hafa það í för með sér að Stokkhólms-ráðstefnunni, sem lauk í september síðastliðnum, yrði hald- ið áfram. Einnig myndi hún hafa áhrif á afvopnunarviðræður Atl- antshafs- og Varsjárbandalagsins og samkvæmt henni ætti að tengja þær við RÖSE-umræðumar. Ráðstefnufulltrúar sögðu að þeir væm orðnir vonlausir um að ráð- stefnunni lyki á tilsettum tíma 31. júlí. Þá yrði gert hlé á viðræðunum, en þeim haldið áfram í september. Meðal vestrænna ríkja er enn ekki orðið ljóst, hvaða lönd muni styðja tillöguna formlega, þar sem Frakkland, sem tekur takmarkaðan þátt í samstarft Atlantshafsbanda- lagsríkjanna, vill hvorki taka þátt í afvopnunarviðræðum við austan- tjaldsríki né augljósu framkvæði bandalagsríkjanna á RÖSE. De Cuellar í Moskvu Moskva. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, er um þessar mundir i opinberri heimsókn í Sovétrikjun- nm í gær kom hann til Moskvu og tók Eduard Shevardnadze, utanríkisráð- herra, á móti honum á flugvellinum. De Cuellar ræddi í gær við Mikhail Gorbachev, aðalritara sovéska kom- múnistaflokksins, en ekki var látið uppi hvert umræðuefni þeirra var. f síðustu viku heimsótti framkvæmda- stjórinn Sovétlýðveldin Hvíta-Rúss- land og Úkralnu, sem bæði era fullgildir meðlimir að S.þ. Olíuverð hækkar í kjöl- far OPEC- fundarins Osló, London, Reuter. VERÐ á olíu á skyndimarkaðin- um í London hækkaði I gær og komst upp í 20 dollara tunnan. Var þetta almennt talið tákn um þá skoðun, að taka bæri alvar- lega tilraunir OPEC, samtaka olíuútflutningsríkjanna, til að halda uppi olíuverðinu í heimin- um. Á fundi OPEC-ríkjanna, sem lauk í Vínarborg á laugardag, náðist samkomulag um nokkru minni olíuframleiðslu, en upphaflega hafði verið ákveðið fyrir síðari hluta þessa árs. Nú er áformað, að heildarframleiðsla aðildaríkj- anna 13 verði 16,6 millj. tunnur á dag tímabilið júlí - desember, en áður hafði verið gert ráð fyrir, að hún yrði 18,3 millj. tunnur. Þetta mun hafa í för með sér minni olíu- birgðir í heiminum næsta vetur. Norðmenn hyggjast halda áfram takmörkunum á olíufram- leiðslu sínni það sem eftir er ársins og styðja þannig tilraunir OPEC- samtakanna til þess að ná fram hærra heimsmarkaðsverði á olíu. Skýrði Egil Helle, talsmaður norska olíu- og orkumálaráðuneyt- isins, ffá þessu í gær. Norðmenn minnkuðu olíuffamleiðslu sína um 7.5% á fyrri hluta þessa árs. Lundúnum, Reuter. GENGI Bandaríkjadals styrktist nokkuð á gjaldeyrismörkuðum i gær, en breska sterlingspundið féll óvænt. Gull hækkaði lítið eitt í verði. Gengi gjaldmiðla á hádegi í Lundúnum í gær var þannig háttað að sterlingspundið kostaði 1,6000 dali, en dalurinn kostaði: 1,3325 kanadíska dali, 1,8280 vestur-þýsk mörk, 2,0565 hollensk gyllini, 1,5180 svissneska franka, 37,88 belgiska franka, 6,0950 franska franka, 1325 ítalskar lírar, 146,45 jápönsk jen, 6,3875 sænskar krónur, 6,7050 norskar krónur og 6,9550 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 446,90 dali. Milanó//Skóver// Stjörnuskóbúðin// Skósel//Mikligarður//Herraríki// Skóbúöin Keflavík//Samkaup//M.H.Lyngdal// KEA//Skagfirðingabúð og kaupfélög víða um land. „Ég var bara að athuga hvað hægt væri að gera með kfkinum svo að ég beindi honum að vel- þekktum hlutum", sagði Sheldon við fréttamenn. En þegar hann framkallaði film- umar úr kíkinum sá hann ljós- glampa sem ekki hafði komið fram á myndum sem teknar höfðu verið dagana á undan. Þetta var birta frá risastórri sprengistjömu (sup- emovu) sem stjömufræðingar hafa síðan verið gagnteknir af. Yfirmaður stöðvarinnar sagði ekkert merkilegt við það að upp- götvunin skyldi gerð með hálfgerðu fomaldarverkfæri. Hann benti á að flestar halastjöraur væra uppgöt- vaðar af leikmönnum sem væra að leita að halastjömum og engu öðru. Sprengistjaman, sem að líkind- um verður nefnd í höfuðið á Sheldon, er nær jörðu en nokkur önnur sem uppgötvuð hefur verið síðastliðin 400 ár. Hún er svo skær að nú, fjórum mánuðum seinna, er hún enn sýnileg með beram augum. „Þetta er ekki ósvipað því að vera vitni að því sem hlýtur að hafa gerst fyrstu andartökin í sköp- unarsögu alheimsins", sagði ítalski stjömufræðingurinn Cristian Stef- ano frá athugunarstöðinni ESO í grenndinni. „Skilyrðum sem þess- um, óstjómlegum hita og þrýstingi, yrði aldrei hægt að líkja eftir á jörð- inni. Þetta hefur þjónað sem til- raunastofa fyrir kjameðlisfræð- inga“, bætti hann við. Sprengingin, sem Sheldon varð vitni að, varð fyrir um 150 þúsund ljósárum sem merkir að stjaman er í nokkur hundrað trilljón kílómetra Qarlægð frá jörðu. Það finnst stjömufræðingum ekki langt. Stjörnufræði: Uppgötvun aldarmnar gerð með „safngrip“ La Serena, Reuter. HÁTT uppi i eyðilegu fjalllendi umhverfis borgina La Serena i Cliile getur að líta þyrpingu bygginga sem hýsa einhver full- komnustu tæki til stjömuathug- unar sem fyrirfinnast á jörðinni. Stjörnuklkjar, sem kostað hafa hundmð mil(jóna Bandaríkja- dala, rýna út i himingeiminn á hverri nóttu. Þarna em þijár miklar, alþjóðlegar stöðvar sem mannaðar em tugum visinda- manna frá Bandarfkjunum og Evrópu. Samt var sú uppgötvun, sem kölluð hefur verið „uppgötvun ald- arinnar" og gerð var á staðnum fyrir fjórum mánuðum, ekki gerð með þessum nýtískulega hátækni- búnaði heldur gömlum stjömukfki frá því um síðustu aldamót. Kíkirinn er sjaldan notaður en aðfaranótt 23. febrúar síðastliðinn beindi kanadfski vfsindamaðurinn Ian Sheldon f bandarfsku Las Campanas athugunarstöðinni safn- gripnum að gamni sínu að Magell- an-skýjunum svonefndu en það Reuter Á myndinni sést Sheldon við gamla stjömukikinn sem hann notaði til að gera hina stórkostlegu uppgötvun sfna. stjömukerfi er næst Vetrarbraut- skýin sjást aðeins af suðurhveli inni okkar í geimnum. Magellan- jarðar. Gengi gjaldmiðla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.