Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 AS E A Cylinda þvottavélar ★ sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! JFQ nix HATUNI 6A SlMI (91)24420 ATHUGIÐ Lokað þriðjudagtnn 30. júní vegna vörntalningar. Opnnm kl. 10 miðvikudaginn 1. julí. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650 MONO-SILAN VATNSFÆLIGRUNNUR UNDIR MÁLNINGU Sérstaklega framleitt til að grunna hús-veggi undir málningu Það sem GRUNN-SILAN gerir er, að það... 1. Ver veggi, þannig að vatn fer ekki inn í steypuna gegnum málningu. 2. Eykur endingu málningu u.þ.b. tíu sinnum. 3. Sparar 30-50% af málningu. 4. Kemur í veg fyrir frostskemmdir, alkaliskemmdir og tæringu járnabindingar Prófad hjá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (rannsókn H85/216, type B). Fyrstir með vatnsfælni efni á íslandi (síðan 1960) Útsölustaðir óskast um allt land. KÍSILL HF. Lækjargötu 6B - rC 15960 BjamheiðurJ. Þórð- ardóttir — Minning Fædd 3. mars 1907 Dáin 22. júní 1987 Tengdamóðir mín Bjamheiður Jórunn Þórðardóttir lést aðfaranótt 22. júní, þá komin á níræðisaldur. Daginn áður hafði hún verið úti að vinna í fallega garðinum sínum á Sjafnargötu 6. Þrátt fyrir alvarlegan sjúkdóm og háan aldur féll henni aldrei verk úr hendi. Um það bera hannyrðir hennar og útsaumur best vitni. Ég fluttist á Sjafnargötuna fyr- ir um 27 árum síðan og bjó þar í 10 ár. í húsi Nóu eins og hún var ætíð kölluð voru samankomin öldruð móðir hennar, bróðir, böm og bamaböm. Þannig varði hún virki sitt fyrir sitt fólk. Þessi grannvaxna fíngerða kona hafði sérstakan hæfíleika til að setja sig inn í vandamál allra sinna, taka þátt í þeim og leita lausna á þeim. Hennar eigin vandamál vom aukaatriði þegar aðrir áttu í erfíð- leikum. Með stakri hógværð og miklum persónuleika ávann hún sér ómælda aðdáun mína, og betri tengdamóður gat ég ekki eignast. Það verður mikið tóm í hjörtum okkar þegar við áttum okkur á því að við höfum Nóu ekki lengur hjá okkur. Það verður margur sem horfír á eftir henni með söknuði. Ég leyfí mér að fullyrða nú, er leið- ir hafa skilið, að þeir sem henni kynntust verða alltaf þakklátir henni fyrir hin góðu kynni og blessa minningu hennar. Ásta Marteinsdóttir Vinkona mín Nóa er látin. Við kynntumst í Reykjavík ungar að árum, hún 11 ára en ég 13 ára. Báðar vomm við hjá fjölskyldum að gæta bama í nokkur ár. Einnig vomm við báðar frá Stokkseyri. Við hændumst fljótt hvor að ann- arri. Bamahópunum slógum við saman, fómm með þá um tún og engi og skemmtum okkur í galsa og gleði unglingsáranna. Að hausti sneri hún til baka til Stokkseyrar en fjölskylda mín hafði flust til Reykjavíkur. Nokkmm ámm síðar kom hún aftur til Reykjavíkur gift Hafliða M. Magnússyni, kennara. Við end- umýjuðum vinskapinn og milli fjölskyldna okkar tókst vinátta sem hélst og aldrei bar skugga á. Að Sjafnargötu 6 komu þau sér upp glæsilegu húsi með fallegum garði. Hafliði dó fyrir aldur fram. Nóa fór þá að vinna utan heimilisins og sá fyrir bömum sínum af miklum dugnaði og með hjálp móður sinnar. Síðar giftist hún Hálfdáni Ólafssyni sem einnig er látinn. Nóa var hljóðlát og hlý í við- móti, greiðvikin og hjálpfús. Hún var dugandi í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Þegar móðir henn- ar Sesselja, sem varð háöldmð, þurfti umönnunar við snéri hún sér eingöngu að heimilinu. Hún var listagóð saumakona og féll aldrei verk úr hendi. Mikið yndi hafði Nóa af ferðalög- um og hafði sérstakt dálæti á Þórsmörk, þar sem hún átti margar unáðsstundir. Margar ferðimar fór- um við saman en áhugi hennar á ferðalögum var líka stundum meiri en svo að éggæti fylgt henni eftir. Ég vil þakka elskulegri vinkonu minni vináttu og samleið í 70 ár og allt gott sem hún hefur gert fyrir mig og mína. Guð fylgi henni á hinsta ferðalaginu. Ég veit að við hittumst í nýrri Þórsmörk handan hafsins mikla. Laufey Bjamheiður Jómnn fæddist 3. mars 1907 að Sjólyst á Stokkseyri. Foreldrar hennar vom hjónin Sess- elja Steinþórsdóttir frá Amarhóli og Þórður Bjömsson frá Suður- hjáleigu í Hvolhreppi. Eftirlifandi systkini hennar em Sigursteinn, Oskar og Lovísa. Rúmlega tvftug fluttist Bjam- heiður til Reykjavíkur og giftist Hafliða M. Sæmundssyni, síðar kennara við Austurbæjarskólann. Á ámnum 1929 til 1932 eignðust þau þijú böm, Dagbjörtu, Sjöfn (nú búsett í Bandaríkjunum) og Þórð Bjamar (nú iðnrekandi í Kópavogi). Árið 1930 hófu þau byggingu á Sjafnargötu 6 og hefur þar verið óðal fjölskyldunnar. Þegar dró til ófriðar á ámnum fyrir heimsstyijöldina reistu þau húsið Þórsmörk á Seltjamamesi, og bjuggu þar er landið var hemum- ið í maí 1940. Hafliða missti hún þá um haustið. Sat hún eftir ekkja með þtjú böm á bamaskólaaldri. Starfaði hún við fatasaum og hann- yrðir, en hvort tveggja var henni mjög lagið. Hún fluttist aftur í hús- ið við Sjafnargötu með bömin 1941 en giftist árið 1946 æskuvini sínum, Hálfdáni Ólafssyni frá Stóra- Hrauni, en hann var bróðir konu minnar, Sigríðar. Hálfdán var verk- stjóri hjá Skeljungi hf. Lést hann 1951. Eftir lát Hálfdáns starfaði Bjam- heiður fyrst í KRON á Skólavörðu- stíg og síðar í bókaverslun ísafoldar í Austurstræti, en hafði saumaskap í hjáverkum. Kynni við Bjamheiði, eða í dag- legu tali Nóu, hófust 1948 og síðar kom hún nokkmm sinnum heim til okkar Sigríðar á meðan við bjugg- um á Akureyri. Gegnum árin sem fylgdu vom samskiptin nokkuð gloppótt, en vináttan bilaði aldrei. Föður sinn misst Bjamheiður 1931 og móður sína 1968, sem þá var orðin háöldmð og ósjálfbjarga, annaðist hún hana fram á sfðustu stund. Árið 1970 meiddist hún al- varlega í bílslysi, ennfremur gekkst hún undir mikla skurðaðgerð fyrir tveim ámm. Hinn sterki þráður í ævi Bjam- heiðar var spunninn úr tveim þáttum, vinnu og fómfysi. Gerði hún ávallt miklar kröfur til sjálfrar sín en engar til annarra. Húri ávann sér ást og virðingu bama, bama- bama, tengdabama sem og allra þeirra sem kynntust henni. Oft blés á móti í lífi Bjamheiðar, en hún var af þeirri kynslóð sem alltaf bjóst við að þurfa að beijast. Síðustu árin tók hún mikinn þátt í félags- skap eldra fólks, og þá helst í spilamennsku og dansi. Að eðlisfari hlédræg undi hún sér alltaf best í litlum hópi góðra vina. Á björtustu nótt ársins, 22. júní sl., lést Bjamheiður snögglega og var henni því hlíft við langri og erfíðri sjúkralegu. Að sjálfsögðu hefði konan mín, Sigríður, skrifað þessar lfnur, væri hún enn nærstödd og má segja að þetta sé ritað fyrir hennar hönd. Er ég þakklátur fyrir góð kynni og ekki síst fyrir þær stundir sem við áttum saman þijú. Votta ég ijölskyldu og ættingjum fyllstu samúð. Per Krogh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.