Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 SjómannsferiII B.v. Imperialist. eftirÁsgeir Jakobsson Með Tryggva Ófeigssyni er látinn einn af „mestu afburðamönnum þessarar aldar“, eins og Jón á Akri skrifaði um Tryggva sjötugan. Þetta munu þeir, sem þekktu Tryggva og athafnaferil hans, ekki telja ofmælt, og gildir þá einu, þótt um þá sé að ræða, sem ekki komu við hann skapi. Tryggvi bar af flest- um mönnum að líkamsatgervi, greind, karlmennsku og dugnaði, en hann var þannig skapi farinn, að um hann stóð styrr, og ekki ein- mælt um hann. Ég minnist hans hér sem mikils manns í þjóðarsögunni fremur en náins vinar, vitandi að þeim er tek- ið að fækka, sem kunna þess full deiii, hver hann var og hver hlutur hans var í því nýja íslandi, sem reis á hans öld og er nú orðið mjög annað en það land, sem hann fædd- ist í og önnur þess þjóð. Tryggvi hafði látið rita sögu sína og þar má lesa allt ítarlegar um hann en hér er skrifað saman til að minnast hans á útfarardaginn sem sjómanns og útgerðarmanns, en það held ég að Tryggvi hafí ætlað mér að gera, sjá um þann hluta ferils síns. Hann var meðvit- undarlítill undir það síðasta. Aðfaranótt þriðjudagsins þann 16da júní dreymir mig hann koma að stokknum til mín og halda á pappírsörk, útskrifaðri og undirrit- aðri nafni hans með eigin hendi, ég kenndi skriftina. Hann rétti mér blaðið og sagði: „Tveir dagar." Það kom mér ekki á óvart, að hann lézt á fímmtudeginum þeim 18da — Tryggvi Ófeigsson fór aldrei með fleipur. Mér þótti vænt um að hann vitj- aði mín með þessum hætti, því að fátt hafði verið með okkur, en ég mat Tryggva mikils. Vetrarmorgun síðari hluta góu 1905 hafði fyrsti togari íslendinga, Coot, lagzt fram af Hvaleyrarhöfð- anum til að gera til afla sinn. Þeir hirtu ekki sundmagann, karlamir á Coot, það dundur passaði ekki á togara, og hryggurinn úr Coot- fískinum flaut á sundmaganum uppí flöru í norðvestan kælunni, sem lagði um fjörðinn. í flæðarmálinu stjáklaði níu ára strákur og greip hryggina, þegar þeim skolaði uppí fjöruna og skar frá þeim sundmagann. Þegar hon- um þótti seint ætla að ganga, að hryggir bærust á þurrt, óð hann eftir þeim og óð í sjálfum sér, eng- in voru vaðstígvélin. Hann fékk nokkra aura fyrir sundmagann. Þessi drengur var úr „örreytis- koti frá bláfátæku fólki" og bar ekki utan á sér þann auð, sem hann átti í kolli sér. Hann var öllum böm- um betri í reikningi og betur máli farinn. „Þessa var von,“ var sagt um bömin í Vesturkoti, „hann Ófeigur faðir þeirra talar ekki um annað en reikning." En Ófeigur talaði um fleira við böm sín en reikning, hann var fræðaþulur og íslenzkumaður góður. Þótt Ófeigur karlinn væri reikni- meistari, gat hann ekki reiknað sig úr fátæktinni. Það mátti heita ógemingur fyrir ómegðarmann. Þau hjón Ófeigur og Jóhanna áttu alls 10 böm. Þau byijuðu búskap sinn efnalaus í húsmennsku norður í landi og áttu ört bömin. Fjölskyldunni búnaðist ekki vel í Vesturkoti á Hvaleyri, en með hjálp bróður síns, Ólafs kaupmanns í Keflavík, og Ingibjargar systur sinnar, sem gift var formanni í Keflavík, festi Ófeigur kaup á sjáv- arbýlinu Ráðagerði í Leiru og sigldi einn vordag í góðum byr suður Fló- ann á sexæringi, með fjölskyldu sína og búslóð. Ófeigur var ágætur sjómaður, en sonur hans taldi sfðar að nokkuð hafí þetta verið glannalegt, að fara með alla fjölskylduna á hlöðnum báti og engan í áhöfninni sem neitt gat hjálpað við segl eða árar. Nú var fjölskyldan loks komin í höfn sem reyndist henni skjólgóð. Það var tveggja kúa tún í Ráðagerði og gott kálgarðsstæði, og fólk á sjávarbýlum með landnytjar og góð fískimið grunnt undan bjargaðist bezt allrar alþýðu til matfanga. Það varð hlutskipti Tryggva, sem oft varð í þennan tíma hlutur elztu sonanna, að vinna foreldrum sínum, og var honum ekki eftirsjón að því, nema það mátti merkja á hon- um öldruðum að honum hafí verið sárt um hestinn sinn. Afí hans, Frímann í Hvammi, hafði gefíð Tiyggva folald og alið það upp fyrir hann. En þegar Frímann fréttir að fjölskyldan sé búin að fá jarðnæði, sendir hann hestinn suður. „Þetta var fallegur hestur og gæðingur. Hann var líka seldur á háu Verði, á 160 krónur, sem voru tvö kýrverð og söluverðið gekk upp í kaupin á Ráðagerði." Tryggvi fann alltaf mikið til með foreldrum sínum, einkum móður sinni: „Betri móðir hefur ekki verið til.“ (Allar tilvitnanir innan gæsa- lappa eru úr Tryggvasögu). Tryggvi fór sem krakki að róa í þarann í Leirunni og vorið eftir ferminguna fékk hann pláss á fjögra manna fari með góðum for- manni og lenti þá í þrekraun, sem hann gleymdi seint, en það var róð- ur uppí Hvalfjörð á beitufjöru. Það var 10 klukkustunda sleitulaus róð- ur úr Leiru og uppí Laxvog og voru teknir að dofna grannir handleggir unglingsins, um það lauk róðrinum. Ekki var langt í það, að meira yrðu þeir reyndir. Það verður jafnan að hafa í huga, þegar sagt er frá ýmsu sem á unglinga var lagt fyrr- um, að þeir hvorki gátu né máttu gefast upp. Það gekk ekki í þennan tíma, var andstætt tíðarandanum að leggja upp árina og segjast vera hættur, eða ekki geta meira. Skap- miklir og metnaðarfullir unglingar eins og Tryggvi Ófeigsson unnu sér heldur til tjóns, oftlega ofreyndu sig eða slitu eitthvað í sér. Ekki varð það þó um Tryggva, þótt hann gengi nærri sér við ýms sjóverk sem unglingur, enda var hann traust- lega byggður, en þó nokkuð sein- þroska að kröftum, en vöðvamir stæltust, sinamar gildnuðu og skapið harðnaði. Gegn vilja föður síns fór Tryggvi austur á fírði til róðra um sumarið, en austurferðir stunduðu Sunnlendingar mikið um þessar mundir, því að físksælt var fyrir Austfjörðum á summm og þá var þar hægast um róðra, minnstir straumar. Tryggvi átti ekki fyrir farinu austur og varð að fá lánaðar 10 krónur hjá óskyldum manni. Óráðinn fór Tiyggvi austur, en fékk strax skiprúm hjá útvegsbónda á Stöðvarfírði og skyldi hann hafa 35 krónur á mánuði og frítt fæði, og var það sem næst hálft kaup fullgilds háseta. Hann varð þó að _ > Tryggvi Ofeigsson — Kveðjuorð „Staðreyndin segir máski mest um söguna", segir afí minn á einum stað í Tryggva sögu Ófeigssonar þegar hann lýsir foreldrum sínum, hvemig þau komu hjálparlaust á erfíðum tímum upp stóram bama- hópi, um og eftir síðustu aldamót. Það sama segi ég um hann. Staðreyndin um líf hans, baráttu, sigra og framlag til togaraútgerð- ar, er þeim sem þekkja atvinnusögu þessarar þjóðar á 20. öld þegar kunn. Þar hef ég engu við að bæta. Enda er það líf sem hann lýsir á fyrstu áratugum þessarar aldar, hvemig hann var ungur sendur að heiman í vinnumennsku, stundaði róðra á haf út „aðeins bam“ með fullorðnum mönnum og að hann var ráðinn ungur skipstjóri á stærsta og nýjasta skip enska togaraflot- ans, mér og flestum af minni kynslóð framandi. Það er framandi vegna fjarlægðarinnar, ólíkra lífshátta, lífsbaráttu og erfiðleika þeirrar kynslóðar sem lagði grunn- inn að íslensku nútímaþjóðfélagi. Saga hans er enn fremur framandi vegna þess að hún er saga frum- kvöðuls, stórbrotins manns, sem hafði mikil áhrif á atvinnulíf í Reykjavík fyrir og um miðbik þess- arar aldar. Þegar ég, bamabarn hans, fletti upp í sögu hans sem Ásgeir Jakobs- son skráði líður mér svipað og „augnabliksmanni", svo ég grípi til orðalags afa míns, fyrir að ætla mér að tjá mig í stuttu máli um þann persónuleika sem hann var eða þá sögu sem liggur að baki og nú er lokið. Fáum hef ég kynnst um ævina, ef nokkram, sem hafa haft eins djúpstæð áhrif á mig, gefíð mér eins mörg heilræði og skilið eftir sig eins djúp spor eins og afa mínum Tryggva Ófeigssyni. Hann lést þann 18. júní síðastliðinn á Borgarspítalanum í Reykjavík næstum 91 árs gamall eftir tæpra níu mánaða sjúkdómslegu. Dauða- stríð hans var eins og lif hans allt, háð með reisn. Tryggvi Ófeigsson og kona hans Herdís Ásgeirsdóttir eignuðust 5 böm og 24 bamaböm. Þegar ég kom í þennan heim voru afí minn og amma þegar komin undir sex- tugt. Þótt ég byggi ásamt foreldr- um mínum í húsi þeirra á Hávallagötu fyrstu æviárin man ég að sjálfsögðu lítið eftir þeim þá. Afí minn var þá löngu hættur að vera togaraskipstjóri, kominn í land og rak útgerð sína í Aðalstræti 4, þar sem mitt fyrirtæki er nú til húsa og þar sem skrifstofa hans stendur nú tóm og lokuð. Löngum og merkilegum lífsferli er lokið. Ákveðnu tímabili er lokið. Eitthvað af sjálfum manni fer með. Eftir stendur minningin og reynslan af kynnunum við hann, jafnvel kraft- urinn sem frá honum streymdi og mér fínnst enn vera til staðar í þessu litla íburðarsnauða skrif- stofuhúsnæði þar sem ein öflugasta útgerð landsins var rekin áratugum saman. Mig langar að minnast afa eins og ég kynntist honum fyrst bam og síðan unglingur þegar ég dvaldi hjá honum og ömmu á sumrin og síðast en ekki síst þegar ég var komin í fullorðinna manna tölu og hann orðinn ekkjumaður, einn og oft einmana í húsi sínu á Hávalla- götunni. Um líf hans vissi ég sitthvað, bæði frá honum sjálfum og öðram. Þegar ég ri§a upp atvik úr sögu hans geri ég mér stöðugt betur ljóst hvað gerði hann svo sér- stakan. Hann var sér alla tíð mjög meðvitaður um hver hann var, hvaðan hann kom og fyrir hvað hann stóð. Hann var sjálfum sér samkvæmari en flestir sem ég hef kynnst. Hann var maður orða sinna. Mér fínnst kaflinn úr bók hans sem birtur var í Reykjavíkurbréfí Morg- unblaðsins síðastliðinn sunnudag lýsa afa einstaklega vel, viðhorfum hans í viðskiptum sem mannlegum samskiptum. „Reynslan er eini skól- inn,“ sagði hann einu sinni. Hans skóli veitti honum, eins og mér verð- ur æ ljósara, ótrúlegt innsæi í mannlegt eðli. Hroki var ekki til í fari hans en sagan um samskiptin við bankastjórann sem sveik hann um lán ungan og þóttist svo vera góðkunningi hans þegar hann var orðinn einn af stærstu athafna- mönnum þjóðarinnar er táknræn. Því miður er hún táknræn fyrir stór- an hóp fólks sem aldrei lærist að greina hismið frá kjamanum. Afí var ekki margmáll maður og málalengingar vora honum ekki að skapi. Hann kom yfirleitt strax að því sem honum fannst kjami máls- ins. Hann varð mildari með áranum er mér sagt en gat verið skapstór og stirfínn í umgengni á köflum. Á löngum starfsferli sínum var hann engu að síður mannsæll, eins og hann sagði mér sjálfur og ég hef reyndar orðið vitni að. Frá því að ég kom með skrifstofur mfnar í Aðalstræti 4 fyrir einu og hálfu ári hafa þeir ekki verið ófáir gömlu sjómennimir, margir háaldraðir og hramir, sem hingað hafa komið og spurt eftir honum. Sjálfur lagði hann leið sína niður á gömlu skrif- stofuna sína allt fram að þeim tíma er hann fór á spítaiann síðasta haust. Hér drakku þeir saman kaffi, hann og Bjami Ingimarsson skipstjóri og samstarfsmaður hans í áratugi. Hann gekk hægt og hann gekk við staf, sjónin var farin að daprast en hér var hans lífæð. „Þetta er flottur eldri maður," sagði ungur maður á minni skrifstofu þegar afí gekk fram hjá. Ég hló við og hugsaði: Ef hann hefði nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.