Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 43 Útskrift úr búvísindadeild á Hvanneyri: Mikíl eftirspurn eftir búfræðikandí dötum Nemendagarðar formlega teknir í notkun Hvannatúni í Andakíl. BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri útskrifaði 9 búfræðikandidata úr búvísindadeild skólans og við sama tækifæri var fyrri nem- endagarður deildarinnar form- lega afhentur við hátíðlega _ athöfn. Nemendagarðamir eru reistir úr forsteyptum einingum frá Loftorku hf. og frágangsvinnu að innan Ieysti Ásbrún hf. af hendi. Fyrra húsið er nú fullfrágengið í orðsins fyllstu merkingu og það síðara mun verða tilbúið í ágúst. Um byggingu og rekstur nem- endagarðana sér sjálfseignarstofn- un, en að henni standa Bændaskól- inn, nemendur búvísindadeildar og Nemendasamband búvisindadeild- ar. Bygging nemendagarðanna er fjármögnuð að 85% með lánsfé úr Byggingasjóði verkamanna en eig- endur sjá um aðra fjármögnum. Til þess að auðvelda byrjunarfram- kvæmdir efndu nemendur búvís- indadeildar til byggingahappdrætt- is sl. haust og skilaði það kr. 850.000 til framkvæmda. Þá hefur Nemendasamband búvísindadeildar á pijónunum áætlanir um fláröflun til verkefnisins. Kostnaður við fyrra húsið er tæplega 9 millj. kr. Húsin eru 225 fm að grunnfleti á einni hæð. í hvoru húsi er ein 40 fm íbúð og 5 einstaklingsherbergi með snyrtingu og sturtu. Sameiginlega fyrir ein- staklingsherbergin eru eldhús og setustofa. Magnús B. Jónsson kennari á Hvanneyri er frumkvöðull þessara framkvæmda og stjómaði öllu frá upphafí. Hann afhenti lyklana við hátíðlegt tækifæri föstudaginn 5. júní að viðstöddum félagsmála- og landbúnaðarráðherra og margra annarra gesta. Hann rakti í ræðu aðdraganda framkvæmdanna. Síð- an þakkaði Sveinn Hallgrímsson skólastjóri Magnúsi sérstaklega fyrir hans mikla framlag. Frá nemendagarðinum gengu menn í skólahúsið til að vera við brautskráningu kandídata úr búvís- indadeild. Í ræðu skólastjóra kom m.a. fram að enn vantar fjármagn til að ljúka við rannsóknahúsið, en ráðgert er að reisa gróðurskála f tengslum við það. Skólastjóri lýsti áhuga sínum á að koma á endur- menntun fyrir héraðsráðunauta og þörf ffamhaldsmenntun í loðdýra- rækt. Við þetta tækifæri hlutu nokkrir nýútskrifaðir kandídatar verðlaun. Búnaðarfélag íslands veitti Eddu Þorvaldsdóttur og Valdísi Einars- dóttur verðlaun fyrir áhuga á nýbúgreinum. Rannsóknastofnun landbúnaðarins veitti þeim Víkingi Gunnarssyni og Eiríki Loftssyni verðlaun fyrir aðalverkefni. Félag íslenskra búfræðikandídata veitti Hannesi Gunnlaugssyni verðlaun, en hann var með hæstu meðalein- kunn. Búfræðikandídatar útskrifaðir 1965 og 1975 gáfu bændaskólanum við þetta tækifæri 3 loftmyndir af Hvanneyri og höfðu þekkt ömefni verið merkt inn á myndimar. Tíu ára kandídatar afhentu skólanum tölvuforrit sem byggt er á íslensku hugviti til notkunar við áætlanagerð fyrir nemendur búvísindadeildar. Að sögn eins kandídats er nú mikil eftirspum eftir starfsfólki með þessa menntun og virðast margar mismunandi stöður lausar víða á landinu. Það vantar héraðsráðu- nauta hjá búnaðarsamböndunum, kennara við bændaskólann og starfsmenn við fyrirtæki og stofti- anir landbúnaðarins. DJ. Þórólfur Sveinsson bóndi á Feijubakka afhendir Sveini Hailgrims- syni skólastjóra gjöf, skrá örnefna með loftmyndunum af Hvanneyri, fyrir hönd búfræðikandídata útskrifaða 1965 og 1975. Hvaða kostur er bestur? margnota rakvélar em ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver ^fBáC) rakvél dugar jafii- lengi og eitt rakvélarblað. Nemendagarður búvísindadeildar Bændaskólans. Morgunblaðið/D.J. Fjöldi slysa 70 og tákjúkum hjá körlum á höfuðborgarsvæöinu a Heimild: Læknablaðiö. ^ i \t> 1 \i Álveriö í Straumsvík Málm- og skipasmlðar Beint a tana! Vinnuslys gera ekki boö á undan sér. Samkvæmt könnun Vinnueftirlits ríkis- ins þá voru támeiðsl mjög algeng í hverskonar málmiönaöi — undantekn- ingin var Álverið í Straumsvík en þar eru starfsmenn skyldaöir til aö vera í öryggisskóm viö vinnu sína. Tryggðu öryggi þitt og starfsmanna þinna. Veldu Jallatte og þér er sama þó þú fáir högg á tána! Dynjandi selur Jallatte öryggisskóna sem eru leiðandi á markaönum í dag. Skeifan 3h - Sími 82670 ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.