Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 52
T8<H IVfOf, 06 HUUA<JTJM31Htl ,GIGAtia>!!JDH()M MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 8ð 52 fclk f fréttum EIÐISTORG113 - SÍMI: 6113 13 v» Góðkunningjar lögreglunnar & lögreglustöðinni í Köln; Ivan sjö ára í miðið ásamt systur sinni Karibar, tólf ára t.v. og telpu úr þjófaflokknum. Fingralöng sígaunabörn í Köln MUnchen, fri Bergljótu Fríðríludóttur fréttaritara Morgunblaðsins. Imiðbæ Kölnar geta menn vart lengur gengið óhultir um götur borgarinnar því síðustu mánuði hafa um 30 sígaunaböm farið í fiokkum um borgina og rænt sak- lausa ferðalanga á götum úti. Lögregla og borgaryfirvöld standa ráðþrota frammi fyrir þessu vandamáli sem skiljanlega hefur mikil áhrif á ferðamannastrauminn til Kölnar. Bömin í þjófaflokknum sem eru á aldrinum sjö til fjórtán ára em öll úr sígaunabúðum sem reistar vom skammt fyrir utan Köln s.l. haust. Einn af góðkunningjum lög- reglunnar er hinn sjö ára gamli Ivan og hin tólf ára gamla systir hans Karibar. Þau vinna ævinlega saman og em vægast sagt afkasta- mikil. Ivan velur úr ferðamanna- straumnum eitthvert fómarlamb, oft eldri manneskju, og vekur á sér athygli. Viðkomandi hrífst oft af stóm brúnu bamsaugunum og síðum hárlokkunum og gefur sig á tal við Ivan. Á meðan notar syst- ir hans, Karibar, tækifærið og hirðir á augabragði peninga, ferða- tékka og annað slíkt úr vösum fómarlambsins, sem uppgötvar þjófnaðinn oftast ekki fyrr en systkinin em löngu á bak og burt. Þennan leik hafa þau tvímenn- ingamir, og tæpir þrír tugir sígaunabarna að auki, leikið í hálft ár og lögregluyfírvöld vita ekki lengur sitt ijúkandi ráð. Bömin em öll undir lögaldri svo ekki er hægt að refsa þeim eða setja þau í fang- elsi. Þegar þau em staðin að verki, og það gerist daglega, fara lög- regluþjónamir því með þau á bamauppeldisheimili í borginni og skilja þau þar eftir. Þar er hins vegar ekki hægt að loka þau inni og venjan er sú að þegar bömin em búin að borða sig södd, láta þau sig hverfa. Næsta morgun em þau svo kominn niður í bæ og tek- in til við fyrri iðju. Bömin hafa ekkert að óttast því þau vita að þeim verður ekki refsað og Ivan litli er vanur að glotta til lögreglu- manna þegar þeir koma að sækja hann, og segja á bjagaðri þýsku: „Ég ekki refsað, ég bara sjö ára“. Félagsmálafulltrúi Kölnar hefur nú ákveðið að veija stórfé og vinnu til þess að reyna að hjálpa þjófun- um ungu. Hópur uppeldisfraeðinga mun í framtíðinni annast bömin, reyna að vinna traust þeirra og ná sambandi við flölskyldur eða skyldmenni. Reynt verður að gera þeim ljóst að lifibrauð þeirra sé ólöglegt og allt gert til að koma undir þau fótum í lífínu. Þó að sígaunamir í Köln eigi vægast sagt litlum vinsældum að fagna meðal borgarbúa þá em sumir sem segja að borgaryfirvöld skuldi sígaunum félagslega og fjárhagslega aðstoð. Á uppgangs- tímum nazista í Þriðja rikinu var nefnilega geysilegum fjölda sígauna safnað saman í Köln og þeir síðan fluttir þaðan í útrýming- arbúðimar illræmdu í Auschwitz. Reuter Rainer fursti í golfi Rainer fursti af Mónakó brá sér golfmótið sem hófst á Jónsmessu- heimsfræga spænska golfleikara í golf daginn fyrir Monte Carlo dag. Hann leikur hér með hinum Severiano Ballesteros.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.