Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 pliíiruiltil Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrlfstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Kyndill handa þjóðinni Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks er eini raunhæfi möguleikinn til myndunar meirihlutastjómar eins og Alþingi er nú skipað. Þess vegna ber forystumönnum þessara þriggja flokka að halda áfram tilraunum til þess að ná endanlegu samkomulagi, þótt Jón Baldvin Hannibalsson, hafi talið sér skylt að skila umboði sinu til forseta í gær. Það er nánast óhugsandi, að þessir þrír gömlu lýð- ræðisflokkar geti ekki náð saman, ef vilji er fyrir hendi í flokkunum þremur. Ef svo illa færi, að formenn flokk- anna þriggja gæfust upp við þessa stjómarmyndun, nú þegar samkomu- lag er innan seilingar, blasir við upplausnarástand í landstjóminni. Sá kostur, að Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur taki höndum saman í ríkisstjóm með Framsóknarflokki eða Alþýðuflokki er ekki fyrir hendi af alkunnum ástæðum. Það tekur lengri tima en misseri að þau sár grói sem við hafa blasað. En sár gróa. Áframhald núverandi stjómar- samstarfs með stuðningi Stefáns Valgeirssonar þýðir að við völd sæti lömuð ríkisstjóm. Að sjálfsögðu getur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, gert tilraun til að mynda fjögurra flokka vinstri stjóm. En er það hugs- anlegt að forsætisráðherra einnar bezt heppnuðu ríkisstjómar, sem set- ið hefur frá lokum viðreisnar, vilji hætta pólitísku mannorði sínu með því að gerast oddviti verðbólgustjóm- ar? Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, hefur staðið vel að verki við stjómarmyndun und- anfamar vikur, þótt alltaf megi eitthvað flnna að vinnubrögðum þeirra manna, sem eru í forystu fyr- ir viðræðum um myndun ríkisstjóm- ar. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bauð fram af fullum heilindum að styðja hvom þeirra sem væri til forystu í ríkis- stjóm, formann Alþýðuflokks eða formann Framsóknarflokks. Sú stað- reynd, að þeir gátu ekki komið sér saman um hvor þeirra skyldi setjast í stól forsætisráðherra veldur því óhjákvæmilega að það hlýtur að koma í hlut formanns Sjálfstæðis- flokksins að axla þá ábyrgð. Það er ekkert sældarbrauð að taka við landstjóminni nú. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Það er áreið- anlega viss freisting hjá flestum stjómmálamönnum og flokkum að standa þannig að viðræðum að þeir losni við að taka á sig þessa erfíð- leika og ábyrgð. Það er t. d. fullkomið álitamál, hvort það er réttlætanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ganga til stjómarsamstarfs með jafn rýran hlut í ráðuneytum eins og að var stefnt í fyrrakvöld. En þótt freisting- in kunni að vera sterk að hlaupa út og suður, annaðhvort til Borgara- flokks eða Alþýðubandalags og þótt formenn flokkanna þriggja kunni að eiga erfítt með að kyngja hver öðr- um, eiga þeir Steingrímur Her- mannsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson, ekki annan kost en að taka höndum saman. Það er einfaldlega þjóðamauðsjm til þess að koma í veg fyrir ringulreið og upplausn. Og einmitt vegna þess að dökkt getur verið fram undan er nauðsyn- legt að tendra þá kyndla sem lýst geta upp. Það er í senn hlutverk og skylda stjómmálamanna, nema þeir telji stjómmál einungis skemmtun og uppákomur handa fjölmiðlum. Til þess verður að ætlast að for- ystumennimir þrír setji niður ágrein- ingsmál sín og myndi nýja ríkisstjóm. Það verður ekki vinsæl ríkisstjóm í upphafí a.m.k. og samstarfsandinn verður kannski dálítið erfíður til að byija með, en með myndun slíkrar ríkisstjómar hefði starfhæfur meiri- hluti á Alþingi sinnt því meginhlut- verki sínu að sjá landinu fyrir ríkisstjóm. Þótt einhver vinna hafí verið eftir við stjómarsáttmála er ljóst, að sam- komulag var komið í öllum megin- atriðum um málefni. Stjómarmynd- unartilraun Jóns Baldvins Hannibalssonar strandaði því ekki á ágreiningi um málefni, heldur deilum um ráðuneyti og ráðherrastóla. Flokksformennimir þrír hljóta að sjá, að það er ekki frambærilegt fyrir þá að koma fram fyrir alþjóð og upplýsa að helzta ástæða fýrir þvi, að þeir gátu ekki náð samkomulagi hafí verið sú, að þeir komu sér ekki saman um ráðherrastóla! Nú er svo langt um liðið frá kosn- ingum, að takist Alþingi ekki að mynda nýja ríkisstjóm, sem hafí meirihluta að baki sér, hlýtur að koma að því að forseti íhugi aðra kosti. Einn er sá, að fela einhverjum flokksformanna umboð til myndunar minnihlutastjómar. Ekki er sennilegt að slík ríkisstjóm hefði erindi sem erfiði í kjölfar þeirra átaka, sem orð- ið hafa milli flokkanna um myndun meirihlutastjómar. Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi, að forseti ákveði að skipa ut- anþingsstjóm. Slík ríkisstjóm sat að völdum hér 1942-1944. Haustið 1979 lá í loftinu að ákvörðun forseta um myndun utanþingsstjómar væri á næsta leiti, ef Alþingi tækist ekki að mynda nýja ríkisstjóm á skömm- um tíma. Þess vegna er alls ekki útilokað, að forseti sæi sig knúinn til slíkra aðgerða, ef í ljós kæmi, að stjómmálaforingjum væri um megn að mynda starfhæfa ríkisstjóm. Þegar á allt þetta er litið hlýtur niðurstaðan að vera sú, að flokks- formennimir þrír láti hendur standa fram úr ermum í dag og á morgun og nái samkomulagi um nýja ríkis- stjóm. Það er ekki nóg að veifa friðar- kyndli framan í allar þjóðir aðrar en íslendinga. Það er leikaraskapur.að vísu saklaus og heldur geðfelldur, en leysir ekki viðblasandi vandamál íslenzku þjóðariiinar. Hún þarf nú á að halda þeim eldi sem eyðir þeim stólum sem ekkert eru annað en tákn um hégóma og misskildan metnað. Við þurfum á að halda þeim friðar- eldi sem bræðir saman ólík sjónarmið og persónulega hagsmuni. Þá hags- muni sem stjómmálamenn eru kvaddir til. Hagsmuni þjóðarinnar. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Jón Baldvin skilaði umboðinu í gær: Framsókn sprc á elleftu stundi Þó er ekki talið útilokað að samkomulag geti enn tei Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svarar spi nótt, þegar stjómarmyndunarviðræðumar vom komnar í hní FULLTRÚAR þeirra þriggja flokka sem staðið hafa í stjórnar- myndunarviðræðum undanfarn- ar vikur funduðu stíft um helgina, en án þess að myndun ríkisstjórnar tækist. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, skilaði þvi umboði til stjórnarmyndunar til forseta ís- lands í gær. Samkvæmt mínum heimildum er ljóst að það var Framsókn sem sprengdi þessar viðræður með nýjum kröfum á miðnætti, þegar frestur sá, sem forseti íslands hafði veitt til þess að niðurstaða fengist, var að renna út. Talsmenn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks eru ómyrkir í máli í garð Framsókn- ar og segja að Steingrímur Hermannsson hafi allan þennan tíma verið í þessum viðræðum, meira til málamynda, en af fullri alvöru og einlægni. Alaugardagsmorgun áttu þeir Þorsteinn Pálsson og Jón Bald- vin með sér fund og að honum loknum fóru þeir á hádegi í Ráð- herrabústaðinn við Tjamargötu þar sem Steingrímur Hermannsson beið þeirra. Þeir snæddu þar hádegisverð og ræddust við, en lítið miðaði í samkomulagsátt. Þingflokkur Framsóknarflokksins kom svo saman til fundar kl. 15.30 í eftirmiðdaginn og stundu síðar kom þingflokkur Sjálfstæðisflokksins saman. Á laugardagskvöld ræddust þeir Þorsteinn og Jón Baldvin við á nýjan leik og sömuleiðis ræddu þeir símleiðis við Steingrím Hermanns- son. Sömu sögu er að segja af gangi mála á sunnudagsmorgun. Menn hringdust á og reyndu að nálgast, án sýnilegs árangurs. Báðír vildu frekari eftir- gjöf Sjálfstæðisflokks Þingflokksfundir flokkanna hóf- ust kl. 13.30 á sunnudag og laust fyrir kl. 15 var gert fundarhlé og formennimir þrír komu saman til fundar. Á þeim fundi óskar Jón Baldvin eftir því við Þorstein að Sjálfstæðisflokkurinn falli frá kröf- unni um viðskiptaráðuneyti, en fái þess í stað sjávarútvegsráðuneyti. Steingrímur óskar á sama fundi eft- ir því að Sjálfstæðisflokkurinn falli frá kröfunni um fjármálaráðuneytið, en fái þess í stað utanríkisráðuneyt- ið. Þessar óskir flokksformannanna vom settar fram til þess að auðvelda verkaskiptingu á milli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Þorsteinn svaraði því til að þeir Jón Baldvin og Steingrímur skyldu ræða það sín í milli og fá úr því skorið hvort að önnur hvor tilslökunin, sem þeir fóru fram á við hann, gæti leitt til þess að lausn fengist á verkaskiptingu þeirra í millum. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur töldu það ógeming á grundvelli þeirra sjö ráðuneyta sem til skiptanna vom, að ná innbyrðis samkomulagi um skiptingu ráðu- neyta. Sögðust talsmenn Framsókn- ar og Alþýðuflokks líta þannig á, að það hefði verið samþykkt af aðil- um allra flokkanna að allir flokkamir ættu að hafa sín ítök í hagstjóm og að hver flokkur um sig ætti að fara með eitt atvinnuráðuneyti, jafnframt því sem útgjaldafrek ráðuneyti, eins og félagsmála-, heilbrigðis-, menntamála- og landbúnaðarráðu- neyti, ættu einnig að skiptast á milli flokkanna. Bentu þeir Steingrímur og Jón Baldvin Þorsteini á, að einn- ig þyrfti að taka tillit til pólitískra vandamála og jafnvel mannlegs þáttar flokkanna, eftir því sem fram hefði komið í viðræðum. Þar með vom þeir að vísa til þess að Sjálf- stæðisflokkurinn, vegna stærðar sinnar, þyrfti fleiri ráðuneyti en hin- ir flokkamir og að Steingrímur þyrfti að fá utanríkisviðskiptin með utanríkisráðuneytinu til þess að hljóta nógu mikinn sóma sem fráfar- andi forsætisráðherra, auk þess sem hann yrði að fá sómasamlegt hag- stjómar- eða atvinnuráðuneyti fyrir sinn næstráðanda, Halldór Ásgríms- son. Var það orðað þannig á sunnudag, að Halldór hefði sagt við Steingrím, að hann kynni á sjó og peninga. Því sæktist hann ekki eftir ráðherrastól, nema sem sjávarút- vegs-, viðskipta- eða fjármálaráð- herra. Hvarf Þorsteinn við svo búið af fundi formannanna sem ræddu málin fram og aftur sín á milli, þar til kl. 22 á sunnudagskvöld. Vildi mynda blokk með Framsókn Síðla sunnudags leggur Steingrímur til við Jón Baldvin að skipting ráðuneyta verði með þeim hætti að Framsókn fái forsætisráðu- neyti, sjávarútvegsráðuneyti og heilbrigðisráðuneytið og þrjá ráð- herra. Sjálfstæðisflokkurinn fái fjármál, landbúnaðarmál, mennta- mál, dómsmál og samgöngumál og ij'óra ráðherra. Alþýðuflokkurinn fái utanríkismál, viðskiptamál, félags- mál og iðnaðarmál og þijá ráðherra. Til vara lagði Steingrímur til að Sjálfstæðisflokkurinn fengi forsæt- ið, en skiptingin yrði þá fjórir, fjórir, þrír. Jón Baldvin hafnaði fyrri tillögu Steingríms, þegar á þeirri forsendu, að með hann f forsæti og Þorstein í sæti fjármálaráðherra væri komin upp sú staða sem Alþýðuflokkur hefði frá öndverðu hafnað, þ.e. að koma inn í ríkisstjómina undir óbreyttri ráðherraskipan í forsæti og fjármálum, og vera þar með orð- ið þriðja hjólið undir vagni gömlu ríkisstjómarinnar. Jón Baldvin stingur upp á því við Steingrím að Framsókn fái fjármál, landbúnaðarmál, heilbrigðis- og samgöngumál. Alþýðuflokkur fái forsætið, sjávarútveg og félagsmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.