Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 15

Morgunblaðið - 30.06.1987, Page 15
h ■! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 15 „Coldwater Seafood Corp. er stærstla fyrir- tæki sinnar tegxmdar í Bandaríkjunum og stærsta fyrirtæki sem Islendingar eiga er- lendis hvað nettóeign og umsvif áhrærir. Við getum verið stoltir af því. Coldwater er frystihúsamönnum og Islendingum til sóma.“ Einar segir: „Árið 1944 ákváðum við í Sölu- miðstöðinni að koma á fót skrifstofu í New York til þess að vinna að sölu á frystum fiski í Bandaríkjun- um. Réðum við Jón Gunnarsson, verkfræðing, framkvæmdastjóra Síldarverksmiðju ríkisins á Siglu- firði, til þess að veita skrifstofunni forstöðu. Við undirrituðum samning við Jón Gunnarsson 18. júní, daginn eftir lýðveldistökuna. Það var í þann mund sem Reykvíkingar og aðrir voru að fagna á Austurvelli fyrsta forseta sínum, Sveini Bjömssyni, en hann kom þá fram á svalir Al- þingishússins. Jón Gunnarsson bjó þá á Hótel Þorsteinn Gíslason Borg og þar gengum við frá samn- ingnum, á meðan fagnaðarlætin glumdu fyrir utan. Það æxlaðist þannig að ég var staddur í New York þegar skrif- stofa Sölumiðstöðvarinnar var opnuð þar. Þetta var á stríðsámn- um. Og þó að Jón Gunnarsson væri heima á íslandi þegar ég lagði upp í ferðina, var hann kominn til Bandaríkjanna á undan mér. Hann fór með flugvél, en ég með skipi. Það var ekki auðhlaupið að því að komast með flugvélum á milli á þessum tímum.“ Eftir 32 daga svaðilför með ms. Lagarfossi kemur Einar loksins til New York nokkrum dögum fyrir jólin 1944 og hann segir: „Það voru ömurleg jól. Ég var svo einmana í þessari stóru borg, New York. Þegar ég var að fara frá Reykjavík, kom maður til mín um borð til að kveðja mig. Það var Jóin Gunnarsson, sem við í Sölumiðstöð- inni höfðum ráðið til að annast sölu á frosnum fiski í Bandaríkjunum, sem fyrr segir. Ég þekkti Jón þá lítið. Hann ætlaði líka til Ameríku og gerði sér vonir um að komast með flugvél, en það var ekki auð- sótt á stríðsárunum. Til þess þurfti sérstakt leyfi frá Bandarílq'astjórn. Þó að ég færi á undan Jóni frá ís- landi, var hann samt fyrsti íslend- ingurinn sem ég hitti í Bandaríkjun- um. Okkar fundi bar þó ekki saman fyrr en eftir jól. Hann bjó á litlu herbergi á Hótel Pennsylvaníu, her- bergi nr. 208. Þetta var lítil vistar- vera og hálffull af pappakössum. Jón var þá að viða að sér sýnis- homum af umbúðum keppinaut- anna í Bandaríkjunum í því skyni að afla sér hugmynda að umbúðum utan um físk, sem hann ætlaði að láta pakka heima á íslandi til sölu í Bandaríkjunum. Því var það, að fyrst framan af voru allar umbúðir fluttar frá Bandaríkjunum til ís- lands og ekki fyrr en mörgum árum seinna, að farið var að framleiða þær hér heima. Þeta var fyrsta „skrifstofa" Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, en hún átti eftir að fæða af sér stórfyrirtækið Cold- Magnús Gústafsson water Seafood Corp., sem er að öllu leyti eign Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Ég var ekki farinn frá Banda- ríkjunum þegar Jón opnaði skrif- stofu í byggingu Chemical Bank, niðri á Manhattan. Starfsliðið var ein frú, Connors að nafni. Þetta voru tvö herbergi að nafninu til, einu skipt í tvennt. Það var ekki stórt af stað farið. Það var hátíðleg stund þegar Mrs. Connors birtist á skrifstofunni í fyrsta sinn, 20. jan- úar 1945. Við Jón tókum á móti henni. Þar með var skrifstofan opn- uð.“ Coldwater og Icelandic heimsþekkt Einar Sigurðsson og SH-menn áttu eftir að upplifa það að byggja upp stærsta físksölufyrirtæki Bandaríkjanna, Coldwater Seafood Corp. Þeir byggðu upp tvær stórar og fullkomnar fiskiðnaðarverk- smiðjur, komu á laggimar full- komnu sölu- og dreifingarkerfi um öll Bandaríkin. í tengslum við þessa starfsemi eru þúsundir manna, í eigin fyrirtælq'um og hjá umboðsað- ilum. Coldwater og vörumerkið Icelandic er heimsþekkt í fískiðnað- inum. í því felst viðurkenning á íslandi og því sem íslenskt er. Hvemig var fyrsti dagurinn hjá einum helsta forystumanni Cold- water, Einari Sigurðssyni, þegar hann hóf frystingu og lífsferil sinn á þessu sviði í Vestmannaeyjum árið 1937. Einar segir í bók sinni „Fagur fískur í sjó“: „Laugardaginn 23. febrúar 1937 hraðfrystum við í pækli í ískarinu 2 rauðsprettur og 3 ýsur. Var pækillinn 18 gráðu kaldur, og tók frystingin klukku- stund og heppnaðist vel.“ Svo segja menn að engin ævin- týri gerist. Þannig er saga Coldwater Sea- food Corp. Hún er saga bjartsýnna íslenskra athafnamanna fyrir norð- an, austan, sunnan og vestan. Saga íslenskra frystihúsamanna, skráð af þeim sjálfiim og samstarfsmönn- um þeirra til sjós og lands, heima fyrir og erlendis. Coldwater var byggt upp með þrotlausu stafi. Þar að baki er lífsstarf tveggja kyn- slóða. Sjómenn á hafí úti, útgerðar- menn og fískverkendur, físk- vinnslufólk, sölumenn o.fl. Allt hefur þetta fólk lagt fram sinn skerf. Starfsemi Coldwater og upp- bygging hvílir því á traustum gmnni, sem ekki má raska. Nú háttar svo til að ýmsir óskyld- ir segja: „Nú get ég.“ En þá skulum við staldra við og virða betur fyrir okkur það mikla starf og þá miklu uppbyggingu sem felst í sölu- og markaðskerfi Coldwater Seafood Corp. Það hefur skilað miklum ár- angfri og það hefur skilað hrað- frystihúsunum í heild jafnari og betri hlutdeild í afrakstrinum, held- ur en ef þeir hefðu staðið einir og sér, háðir duttlungum erlendra umboðsaðila. Coldwater Seafood Corp. er fjöregg frystihúsanna. Að því er sótt úr ýmsum áttum af mis- vitrum mönnum. Ég treysti því að frystihúsamenn slái skjaldborg um þetta merka fyrirtæki, sem mun undir stjóm góðra og hæfra manna, skila enn betri árangri. Að lokum. Fortíðin segir okkur að frystihúsamenn voru menn framtíðarinnar. Ég treysti því að svo verði áfram. Frystihúsamenn voru menn sem kunna glögg skil á aðalatriðum og aukaatriðum. Öll uppbygging frystihúsanna, SH og Coldwater byggist á þvi að í fram- tíðarsýn og ákvörðunartöku sam- einast menn um það sem mestu máli skiptir. Coldwater Seafood Corp. er tákn þess. Ég óska ykkur ágætu frystihúsamenn til hamingju með 40 ára afmæli fyrirtækisins og áma ykkur heilla. Á næstu dögum verður glæsilega útbúinn sýningarbíll frá MOBIRA á hringferð um landið. Þá sýnum við og seljum MOBIRA TALKMAN farsímann, kynnum fjölda nýjunga á borð við textaprentara, brenglara o.fl. fylgihluti sem einungis fást með MOBIRA TALKMAN og sýnum MOBIRA CITYMAN handsímann, sem nánast kemst í brjóstvasann hjá eigendum sínum. DAGUR STAÐUR m Þriöjud. 30. júni: BORGARNES AKRANES m Miðvikud 1. júlí: KEFLAVÍK GRINDAVÍK SANDGERÐI a Fimmtud. 2. júli: Föstud. 3. júlí: REYKJAVÍK REYKJAVÍK m Laugard. 4. júli: HELLA HVOLSVÖLLUR It Hátæknlhf. Ármúla 26, simar: 91 -31500 - 36700 Núverandi MOBIRA eigendur eru minntir á að með i för verða þjónustuaðilar sem veita fúslega allar upplýsingar og umbeðna aðstoð. MALLORKA SJÖUNDA SUMARIÐ í RÖÐ. VIÐ BJÓÐUM YKKUR „KLASSA HÓTEL“ r.«riT ' ***2,!*íSH *’ iirirj ,w * ■ * i Já, vegna þúsunda ánægðra ATLANTIK- farþega, sem margir hverjir fara ár eftir ár! - Og þeir biðja um sömu gisti- staðina, Royal Torrenova (ógleymanlegt andrúmsloft); Royal Jardin del Mar (stór- kostleg aðstaða fyrir unga sem alÚna); Royal Playa de Palma (glæsileiki, gæði - frábær staðsetning!) Og alls staðar sama góða þjónustan. - Þar eru hinir þrautreyndu íslensku fararstjórar ATLANTIK, engin undantekning. Þeirstanda fyr- ir skoðunarferðum, sem Ijóma i minningunni um ókomin ár. Og nú einnig íbúðahótelið Royal Magaluf á samnefndri strönd. mdfVTiK FERÐASKRIFSTOFA. HALLVEIGARSTÍG 1. SÍMAR 28388-28580. 25. júlí laus sæti- fjölskyldutilboð. 3. ágúst 8 sæti laus. 15. ágúst uppselt-biðlisti. 24. ágúst 12 sæti laus. 5. sept. 10 sæti laus. 14. sept. laus sæti- aukaferð fyrir aldraða. 26. sept. uppselt- biðlisti. 5. okt. uppselt- biðlisti. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.