Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Sjómannsferíll Tryggva Ofeigssonar togara sem Einar var að kaupa. Það var Surprise. Einar fékk Tryggva eftirgefínn á Walpole. Þegar Tryggvi var í Hull til að sækja Surprise, gerði Owen Hellyer boð fyrir hann og fór með Tryggva útí Beverly-smíðadokkina að líta þar á skip, sem þeir Hellyersbræður áttu í smíðum. Tryggvi sá strax, að þetta var mesti togari, sem hann hafði séð og bar lof á skipið. Þá sagði Owen að honum væri ætlað skipið. Éinar Þorgilsson fékk Tryggva til að byija veiðamar á Surprise og vissi Tryggvi að það kynni að velta á miklu fyrir sig, hvemig honum gengju þær veiðar. Hann fór tvo túra og það urðu mettúrar. Tryggvi fór ekki úr fotum í hvor- ugum túmum, fleygði sér á brúar- gólfíð, ef færi gafst, svo sem ef vinna þurfti upp físk áður en kastað var aftur. Hann lét færa sér mat og át hann standandi við brúar- gluggann. í fyrri túmum fékk hann á sig ofsaveður á heimleið, svonefnt jólaveður, en þá fengu mörg skip áföll og gekk þetta næst Halaveðr- inu eftir áramótin, 7.-8. febrúar 1925, um veðurofsa og brimrót. í síáari túmum fylltu þeir skipið á fímm dögum og þá varð lítið um svefn hjá skipstjóranum. Hann var með óvana togaramenn og þurfti oft sjálfur að skreppa ofan á dekk að rétta þar hönd, en þetta vom fanta aðgerðarmenn, margir gömlu karlamir hans Einars af kúttemum Surprise, og þeim vannst vel fískað- gerðin og þurfti lítið að stoppa, og þá engin stund hjá skipstjóranum að fleygja sér. Það tóku margir útgerðarmenn aðSbera víumar í Tryggva, en nú var það of seint. Á hinu nýja skipi Hellyers-bræðra, Imperialist, hófst frægðarferill hans sem skipstjóra. Aflaferill Tryggva á Imperialist var þessi: 1925 langhæstur togar- anna, 1926 í hópi fjögurra hæstu, sem vom nær allir jafnir (Tryggvi, Guðmundur á Skallagrími, Guð- mundur Markússon á Hannesi ráðherra og Þórarinn Olgeirsson á Júpiter). 1927 hæstur ásamt Guð- mundi Markússyni á Hannesi ráðherra, 1928 í hópi fímm hæstu, sem vom allir með svipaðan afla og 1929 var Tryggvi einn hæstur. Tryggvi var frábærlega miða- glöggur, og lýsing hans á okkar lAstu þorskamiðum, Hrauninu á Selvogsbanka, við Jökul og í Faxa- bugt, eiga sér engan líka í íslenzkri fiskveiðisögu. Þeir vissu trúlega sumir togaraskipstjóramir ekki minna um fískimið, en Tryggvi hafði það orðfæri sem þurfti til að lýsa því sem hann vissi svo að bet- ur verður ekki gert af neinum. Athyglisgáfan og minnið samfara frásagnargáfu var allt svo jafn frá- bært. Árið 1926 var Tryggvi með Im- perialist á lúðuveiðum við Grænland og vann sér þá frægð sem navigat- ör. Áður er þess getið, að hann tók hæsta próf við Stýrimannaskólann, cg4)á hafði hann lagt sérstaka alúð við mælingar með sextanti. Þegar Imperialist hélt heim af lúðuveiðun- um höfðu þeir ekki lengi haft tandkenningu og fararstaður því „útreiknaður" sem kallað var, þegar staðarákvörðun var gerð eftir mæl- ingum á hæð stjama eða sólar. Þeir vom á miðunum norður af Holstensborg, og sigldu suður með Grænlandi án landkenningar og um 120 sjómílur suður fyrir Hvarf, vegna íss, áður en þeir gátu tekið stefnu austur yfír haf. Þeir höfðu fyrst landkenningu af vitanum Butt of 'Lewis á Skotlandi og Tryggvi þurfti ekki að breyta stefnu í Pent- il. Þessi langa og hámákvæma blindsigling eftir mælingu á himin tunglunum, koma nákvæmlega á réttan komustað, þótti sérstakt af- rek. Owen Hellyer keypti í London bezta og dýrasta sextant sem völ var á og gaf Tryggva sem verðlaun. Það var í febrúar 1929, að Tryggvi kom innúr túr til Hafnar- Qarðar, að Þórarinn Olgeirsson kom um borð og uppí brú til Tryggva og bauð honum í félag við sig um smíði á nýjum togara. Tryggvi Ófeigsson stefíidi nátt- úrulega að því að ráða algerlega sjálfur fyrir því skipi sem hann eign- aðist, en þetta gat orðið áfangi að því marki að komast í félag við mann, sem hann hafði tröllatrú á sem farsælum útgerðarmanni. Tryggvi sagi upp hjá Hellyers, sem buðu honum góð boð, og vildu fá hann til Englands með sér, en það var að losna um þá í Hafnar- fírði, þeim leizt orðið ekki á, af ýmsum sökum, að halda þar áfram rekstri, og Geir Zoega, sem gerst mátti vita, taldi að það hafí rekið smiðshöggið á að þeir hættu þetta ár, 1929, að missa mesta aflamann sinn. Ekki fór allt svo sem fastmælum hafði verið bundið með þeim Þór- ami. Hann ákvað að vera sjálfur með þann togara sem í smíðum var, en selja Tryggva hluta í Júpit- er sem var fímm ára gamall, og yrðu með í félaginu Joe Little, mágur Þórarins, og Loftur Bjama- son. Þetta voru Tryggva mikil vonbrigði. Hann hafði viljað stærra og meira skip, og kveið fyrir að fara af Imperialist, sem var 460 tonn og hin mesta sjóborg, en Júpit- er tæp 400 tonn og ekki ýkja gott sjóskip, en sá kosturinn við hann, að hann var sérlega gott togskip og mjög til hans vandað að styrk- leika. Þetta varð, að stofnað var Júpiterfélagið (formlega 26. júlí) og átti Tryggvi 3/8 hluta í félag- inu, og varð stærsti hluthafínn, og ráðinn skipstjóri til fimm ára, en Loftur framkvæmdastjóri. Kaup- viðjum á fyrri hluta aldarinnar. Tryggvi var höfðingi fæddur í koti. Höfðingsskapar gætti í öllu hans fari. Ef hann veitti mönnum, veitti hann vel, ef hann gaf af mannúð eða til sáluhjálpar sér, gaf hann stórt og bar ekki gjafír sínar á torg. Nirfílsháttur varð ekki fund- inn í hans fari, einungis skynsamleg meðferð fjár, ekkert óhóf né þýðing- arlaus eyðsla, hvorki til sjós né lands. Tryggva dreymdi draum í árs- byijun 1930. Honum fannst hann vera við bryggju í Hafnarfírði að búast út í túr. Þegar hann ætlaði að leggja frá bryggju var flörðurinn orðinn þurr, nema smálæna eða renna, sem lá frá bryggjunni út fjörðinn. Það þótti honum í draumn- um, sem vandsiglt myndi út þessa mjóu lænu. Báðum megin við hana var íjarðarbotninn risinn upp og hún reyndist rétt nógu breið fyrir skipið. Með gát komst hann útúr firðinum eftir lænunni. Þennan draum réð Tryggvi fyrir því, að úthaldið á Júpiter myndi flotast, en mikillar aðgæzlu yrði þörf. Hann reyndist rétt ráðinn draumurinn. Tryggvi sigldi Júpiter nýkeyptum beint inní Kreppuna miklu. Fyrsta útgerðarár Júpitersfé- lagsins, árið 1930, var jafnframt fyrsta Kreppuárið. Þetta var mesta aflaár landssögunnar til þessa, en verðfallið var voðalegt á árinu. í ársbyijun hafði verð á þurrfisks- pundi af málfiski verið 120 kr., en í árslok fór verðið allt niður í 40 kr. Mest af físki þeim, sem seljan- legur var, seldist á 75 kr. en um áramótin var landið fullt af óseljan- legum saltfiski. „Sjávarútvegurinn í molum," sagði forseti Fiskifélags- ins; í þennan tíma var afli togaranna tonn af fímm vikna stöðnum mál- físki, 177 tonn af millifíski og 180 tonn af físki undir 20 tommur, en ekki nema 11,5 tonn af ufsa. Það var rétt sem forseti Fiskifélagsins sagði, að sjávarútvegurinn var í molum eftir verðfallið, mörg fyrir- tæki fóru undir hamarinn, en ekki Júpitersútgerðin. Hún sýndi 70 þús. kr. hagnað. Það komst enginn betur frá þessum hörmungaráratug en Tryggvi á Júpiter. Aðeins eitt Kreppuáranna, 1930—39 (bæði meðtalin), var peningalegt tap á Júpiter og annað ár var reiknings- legt tap, ekki nóg fyrir fullum afskriftum. Það var mikið unnið við veiðar- færin um borð í togurunum á tíma Tryggva, það sparaði kaup á vinnu í landi, vírar splæstir, troll fíxuð, og allt sparað: „Þó vissi ég enga nema okkur á Júpiter rekja upp gamlan togvír til að nota sem baujuvír. Baujuvfr var dýr og í stað akkers eða dreka notuðum við stór- an stein við Hraunið, saumuðum utanum hann pokabyrði. Steinninn var á stærð við olíutunnu, og gat fremur kallast klettur en steinn, og í stað belgja, sem flot með baujum notuðum við olíutunnur, það var ódýrara." Rosskúlumar við Vignon- og Dahl-trollið voru dýrar, stórar og miklar og illmeðfærilegar. Tryggvi fékk þá hugmynd í spamaðarskyni að nota hálfar kúlur, þær gerðu sama gagn og voru meðfærilegri og náttúrulega ódýrari, ekki sízt eins og Tryggvi fór að, tók ónýta bobbinga í sundur og sauð botn í þá. Það var ekki bruðlað með neitt á Júpiter í Kreppunni. Árið 1936 gengust þeir Tiyggvi og Loftur fyrir því að stofnað var Venusarfélagið og fengu til liðs við sig annan mesta aflamann flotans, Vilhjálm Ámason á Gylli (Kveld- úlfstogara). Þeir vom skólabræður, Vilhjálmur og Tryggvi, og þegar þeir Loftur voru að fá hann í félag við sig, sagðist Tryggvi hafa minnt Vilhjálm á „hversu oft íslenzku tog- araskipstjóramir færu í iand út- slitnir menn og ættu ekkert nema húsið sitt.“ 313 tonna togara, smíðuðum 1919, Ólafur hafði keypt togarann fyrir 300 þús. kr. á uppboði. Þeir bræður áttu 52% hlutafjárins. Ólafur varð sjálfur skipstjóri á Hafsteini, og tókst svo lánlega til fyrir honum, að hann bjargaði í fyrsta túr allri áhöfn, 62 mönnum, af þýzku skipi, sem rekizt hafði á ísjaka í nátt- myrkri og foráttuveðri út af Látrabjargi og höfðu önnur skip talið björgun ófæra. Hafsteinn reyndist happaskip þótt lítill væri oggamall. í ágúst 1940 fór Tryggvi alfarinn í land. Hann var tekinn að letjast, enda vom liðin 30 ár frá því hann réðst háseti til Ólafs í Steinum í Leiru, og 25 ár frá þvi hann fór fyrst á togara. Hún kom við skrokk- inn togaramennskan. Ekki var þó Tiyggvi slitinn, það var tvennt um togaramennina, þeir biluðu ýmist snemma, oftast bakið, eða þeir ent- ust öllum lengur teinréttir og bombrattir fram á háan aldur. Þá var það önnur ástæðan að Tryggvi var með stýrimann, Bjarna Ingimarsson, sem hann treysti ekki síður en sjálfum sér fyrir skipinu, „það er hægt að fá annan Júpiter en ekki annan Bjama," og loks var það, að Ttyggvja fannst mál að fara í land til útgerðarreksturs meðan hann var enn á góðum aldri, því að hann hafði alltaf hugsað sér feril sinn þann, að enda sjómennsk- una til að gerast útgerðarmaður. Skipstjóraferill Tryggva Ófeigs- sonar var með því bezta sem gerðist. Jafnt og hann var mikill aflamaður, var hann mikill sjómað- ur, hann var harðsækinn, en hann var jafnframt gætinn. Það tók einu sinni út mann hjá honum, og hann tók það mjög nærri sér, og eftir það lét hann menn aldrei vera við vinnu á dekki á stímum, ef eitthvað var að veðri, bannaði þeim að vinna í vörpunni, þótt þeir vildu fá að ljúka þar viðgerð, þegar farið var að keyra. Þá hélt hann allra manna beztri reglu á skipi sínu. Óregla leiðst ekki, nema einum manni sem gat ort vísur góðar. Tryggvi var vísna- sjór sem faðir hans, og þó hann Tryggvi Ófeigsson ásamt skipstjórunum Markúsi Guðmundssyni, Jóhanni Sveinssyni og Sverri Erlendssyni. verð var kr. 300.000 og þar af var hlutur Tryggva kr. 112.500. Hann átti langleiðina fyrir þessu, en fékk nokkuð að láni. Tryggvi hafði oftast haft góðar sjómannstekjur og ágætar þessi fímm ár á Imperialist, en sparlega hefur hann haldið á því sem aflað- ist. Hann átti orðið hús og kaupin á Júpiter sýna, að hann hefur verið orðinn fjáður maður á þessum tíma almenns peningaleysis, tímakaup rúm króna, og góðar árstekjur 2.000—3.000 kr. Það hafa verið nefnd dæmi um sparsemi hans sem unglings, og hann gætti sömu spar- semi, þótt hann væri orðinn skip- stjóri. Hann hafði reykt um skeið, en reykti þá ekki nema hálfa sígar- ettu í einu í spamaðarskyni, en svo fannst honum líka það vera of mik- il eyðsla og óþörf, og hætti alveg að reykja. Hann bragðaði vín og bjór en ekki meira. Tryggvi Ófeigs- son hataði fátæktina, fannst hún niðurlægjandi fyrir gott fólk. Hann hafði ekki skaplyndi til að lifa á bónbjörgum, Tryggvi Ófeigsson. En það voru ekki allir svo af guði gerð- ir sem hann til að bijótast úr þeim reiknaður eftir tölu lifrarfata og skipstjómarmenn sóttu því oft mik- ið í ufsann á vertíðinni, því að hann gaf mikla lifur. Þetta var eins og þegar fískur var talinn á skútunum, að þá sóttu margir meira en gott þótti útgerðarmönnunum í smáfísk. Hellyer hafði ekki tekið því vel ■ að sótt væri mikið í ufsann, og vanið Tryggva strax af því fyrstu vertíðina á Imperialist, og nú var Tryggvi sjálfur orðinn útgerðar- maður og lagði nú enn meiri áherzlu á að veiða sem beztan físk í salt og þá var enginn fískur betri en feiti stóri þorskurinn við Hraunið. Þar kunni enginn betur að veiða en Tryggvi, og sama var við Jökul- inn. Tryggvi gat eytt í það löngum tíma að koma sér niður við Hraun- ið, þótt hann vissi skip vera í físki úti á bankanum, af því að Hrauna- fískurinn var feitari og betri í salt. Þetta gerði strax mikinn gæfumun fyrsta árið, ásamt snarráðum fram- kvæmdastjóra Júpitersfélagsins, Lofti lánaðist að vera búinn að selja áður en versti skellurinn kom. Tryggvi var þetta ár með langmest- an þorsk allra togaranna eða 784 Tryggvi og Loftur höfðu viljað láta smíða fyrir Júpitersfélagið tog- ara í Þýzkalandi, þar gerðust þeir orðið stærstir og beztir, en Þórarinn lagðist gegn því, og varð ekki af þeirri framkvæmd. Þórarinn vildi draga sig útúr út- gerð hérlendis, svo hart sem útgerðin var leikin í ofhátt skráðu gengi öll Kreppuárin sem þjakaði útgerð landsmanna til viðbótar afla- leysi og markaðsvandræðum. Þórarinn seldi Venusarfélaginu skip sitt, en var áfram hluthafí. Hlutir voru jafnir. Loftur var fram- kvæmdastjórinn. Vilhjálmur var ekki minni afíamaður en Tryggvi og gekk Venusarútgerðin vel. Sam- valdari menn háfa ekki verið í útgerðarfélagi til sjós og lands en þessir fjórir í Júpiters- og Venusar- félaginu, en það mátti búast við því, að til átaka drægi fyrr eða síðar. I lok Kreppunnar, eða 1939, stofnuðu þeir bræður, Ólafur og Tryggvi, hlutafélagið Marz hf. með félögunum úr Júpiters- og Venusar- félaginu, og var þetta félag stofnað um kaup á togaranum Hafsteini, kynni að meta manna bezt snjallar ferskeytlur voru honum öllu kærari þær vísur sem voru dýrt kveðnar, reknar kenningum fomum. Hann kunni að meta: Sléttu bæði og Homi hjá heldur Græðir anda meðan hæðir allar á aftan klæðum standa. En snjallar sjósóknarvísur kallaði hann: Lundar branda láta án stanz í leiði á heiði ránar undan Strandar skeijaskans skundar banda hérafans. Stáli völdu stynur súð straums við köldu sköllin vélagöldrum grimmum knúð gegnum ölduföllin. Tryggva hélzt vel á mönnum. Hann valdi sér menn á Imperialist og kom sér upp góðum kjama mik- illa verkamanna í skipshöfn sinni, sem síðan fylgdi honum yfir á Júpit- er. Þessum mönnum gat hann boðið mikið ef þurfti, og honum þótti vænt um þessa menn, dáði suma þeirra fyrir þrek þeirra og karl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.