Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1987, Blaðsíða 44
78ei ívstjl m flUDAaujxnfl4 .aiOAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 5b 44 HYDRANOR STJÓRNVENTLAR FYRIR VÖKVAKERFI ÁRATUCA REYNSL* í ÍSLENSKUM FISKISKIPUM 0 Rörtengdlr — flanstengdlr □ Handstýrölr — flarstýrðlr O Hagstaett verð □ Varahlutaþjónusta □ Hönnum og byggjum upp vökvakerfl VÉLAVERKSTÆÐI SIC. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelðarásl, carðabæ símar 52850 - 52661 Herraskór 1.395,- kr. Stærð: 40-46 Efni: Skinn Litur: Svart 5% staógralðnluafsláttur Póstsandum ToreJ| St^^SEÖRIHli VHLTUSUNDI1 21212 Vid höfum opnað nýja fullkomna Olís-smurstöð að Fosshálsi l. Þar fæst smurþjónusta fyrir allár stærðir og gerðir bfla, frá stærstu vörubílum til minnstu fólksbíla. Fljót og örugg þjónusta! ! i BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1.S.68 12 99. „Án samspils ljóss og skugga verður engin mynd“ Steingrímur St. Th. Sigurðsson ræðir við Úlf Ragnarsson lækni, sem opnar 7. málverkasýningu sína í Eden Hvera- gerði i kvöld. Læknirinn var kominn suður yfir heiðar enn einu sinni — í þetta skipti til þess að sýna málverk eftir sig austur í Eden í Hveragerði. „Þetta er töluverð ákvörðun, af því að ég er ekki haldinn sýnimer.nsku í bókstaflegum skilningi, heldur sýni ég meira af þörf á því að gera hreint borð — til þess að losa mig við það, sem er fyrir aftan mig...“. Úlfur Ragnarsson, læknir, sem nú heldur einkasýningu í sjöunda sinn, er búsettur fyrir norðan, á Akur- eyri, en er oft á ferðinni hér og vfðar, þar sem hann á brýnt erindi. Hann var hittur að máli í gömlu húsi með karakter í hjarta Vestur- bæjarins, steinsnar frá norðvestur- hominu á gamla kirkjugarðinum og öndvert við húsið hans Einars heitins Kvarans á Sólvallagötunni, þar sem hið umdeilda Sálarransókn- arfélag hafði eitt sinn aðalbækistöð. Garðar f Vesturbænum eru í fullum skrúða, og þar er kyrrðin mest í Reykjavfk — trén hækka ár frá ári, þegar þau bæta við sig árum — þau eru eins og tákn fyir mann- eskjulega íhaldsemi, sem löngum hefur þótt prýða Vesturbæinn. Úlfur var að bjástra við allar þessar mörgu myndir sínar, ganga frá þeim í smáatriðum. Við fyrstu sýn komu myndimar fyrir sjónir sem breyting frá eldri mjmdum hans. „Heyrðu mig, Úlfur — hvað er það, sem ég sé — eru þetta reikn- ingsskil við tímamót?" „Ég er búinn að átta mig á því að árunum §ölgar, svo að nú get Morgunblaöið/s t g r. Úlfur Ragnarsson ég gert það að hugsjón að eldast ekki, fyrr en það verður ekki lengur umflúið". „Nú ert þú læknir og hefur lið- sinnt og líknað sjúkum og hrelldum, hvemig samhæfíst slíkt listrænni vinnu?" Hann gekk að einni myndinni, sem hann kallar Aldahvörf, svart- mynd, lyfti henni upp og bar hana að ljósinu frá glugganum. Svo sagði hann: „Mér flnnst nú við tímamót, að sammni sé að myndast milli læknislistar og lífslistar". Það er ekki óalgengt meðal lækna, að þeir stundi andann og listina, ýmsar greinar lista. Rithöf- undamir Cronin og Somerset Maugham vom báðir læknar að mennt, ennfremur mannvinurinn og Bach—túlkandinn Schweizer í Afríku. Þá ber að minnast Sigvalda Kaldalóns í tónlistinni, en hann var læknir við ísaflarðardjúp og í Grindavík. Og í seinni tíð hafa tveir íslenskir læknar haldið sýningar, þeir Guðmundur Bjamason og Nik- ulás Sigfússon — þeir þykja báðir liðtækir f kúnstinni. „Telurðu, Úlfur, nokkra hættu á flótta frá rútínustarfí læknis með þessari listrænu áráttu þinni?" „Síður en svo, því ég tek eftir því, að ef mér gefst ekki kostur á að stunda sjúklinga, þá kemur tóm- leikakennd. Ég hef takmarkalausan áhuga á manneðli og gegnum starf- ið hef lagt rækt við að skilja og meta einstaklinginn og læra á sál- fræði fjöldans og hvemig einstakl- ingar tengjast saman í djúpi sálarlffsins. Ég álít, að allt líf sé af einni rót mnnið og lúti sameigin- legu lögmáli. Hver, sem rýfur það lögmál, kemst ekki fram hjá and- svari". Hann hafði stillt upp fjörutíu smámyndum, sem vom allar af sömu stærð, þær minna einhvem veginn á kínversk ljóð, hvemig sem á því stendur. Úlfur sagði: „Fyrir mér er bara einn heimur, þar sem náttúran er eins konar speglun hins innri heims. Ég hugsa sí og æ um örlög mann- kyns, djúpt inni er maður tengdur sfnum uppruna, sfnu fólki, sinni fjöl- skyldu, sinni stóm fjölskyldu, sem er lífríki jarðar_“ „Ef þú lítur jrfír mjmdir þínar — hvað er þeim sameiginlegt?" „Ég er að rejma að sýna dulúð náttúmnnar. Ég er að leitast við að lýsa því hvemig náttúran orkar á mig. Mér fínnst eins og það sé sál landsins, sem ég er að reyna að gera skil". „Einhver önnur áhrif á myndgerð þína?“ „Ég hef aldrei reynt að stæla og heldur hef ég aldrei reynt að skapa minn eigin stfl. Ég hef alltaf ætlast til, að hann yrði til af sjálfu sér. En þú spurðir um áhrif — málverk mitt hefur áreiðanlega sumpart orð- ið til fyrir áhrif frá þeim máluram, sem ég kjmntist í föðurhúsum — það vom þeir Kjarval, Gunnlaugur Scheving og Höskuldur Bjömsson, og eins og þú manst höfðum við alltaf fyrir augum alla bestu málar- ana okkar f gamla skólanum á Akurejri, en þar héngu verk þeirra á veggjum sem liður í menntun. Flug og bíll á Gullfoss og Geysi Þremenningamir, sem standa að flugferðunum til Gullfoss og Geysis (f.v.): Birgir Sumarliðason framkvæmdastjóri Ferðabæjar, Bjarni Sigurðsson bflstjóri og Ingi Sverrisson, deildarstjóri inn- anlandsdeildar Ferðabæjar. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ferðaskrifstofan Ferðabær, f samvinnu við Amarflug og Bjarna Sigurðsson á Geysi, býður nú upp á flugferð til Geysis og Gullfoss. Meðal nýjunga, sem Ferðabær býð- ur upp á, má einnig nefna lunda- skoðun f Lundey og snjóbílsferð á Snæfellsjökul. Fyrsta flugferðin til Gullfoss og Geysis var farin 13. júnf sfðastliðinn. Flogið er frá Reykjavík sem leið ligg- ur í útsýnisflug austur yfir Mosfells- heiði, Þingvallavatn og Laugarvatn og að Geysissvæðinu. Lent er á flug- vellinum við Geysi og þaðan ekið að Gullfossi. Gengið er að fossinum og svæðið skoðað. Að lokinni skoðunar- ferð við Gullfoss er ekið að Geysi og hverasvæðið skoðað. Að því búnu er áð á Hótel Geysi og boðið upp á hress- ingu. Á leiðinni til baka er flogið inn á hálendið að Hlöðufelli. Ferð þessi tekur f allt um þijá tíma, en venjuleg rútuferð tekur um níu tíma. Að sögn Inga Sverrissonar er þessi ferð aðallega hugsuð fyrir þá, sem vija sjá mikið á sem stystum tíma, auk þess sem margir þeirra ferðamanna, sem hingað koma treysta sér ekki f jafn langa rútuferð og ferð að Gullfoss og Geysi er. „Þeir em líka margir, sem vilja sjá þetta úr lofti.“ Að sögn Inga fer öll ferðamanna- aðstaða við Geysi stórbatnandi. Þar er nýrisið hótel og verið að ganga frá svæðinu umhverfís það og flugvöllur- inn hefur verið endurbættur, auk þess sem rafmagnslína, sem var við enda vallarins og hamlaði aðflugi, hefur verið grafín niður. Flogið er hvenær sem vel viðrar og er lágmark í ferðina þrír. Lundaskoðun og jökulferð Það hefur komið þeim á Ferðabæ nokkuð á óvart hve aðsókn í að sjá lunda er mikil; mun lundinn vera orð- inn tákn fyrir ísland í ferðabækling- um erlendis. „Helstu lundaskoðunar- staðimir hafa fram að þessu verið Vestmannaeyjar og Vík í Mýrdal, en nýlega uppgötvuðum við að rétt utan borgarinnar er sannkölluð lundaný- lenda, það er að segja í Lundey, sem er rétt norðaustan við Viðey. Við bjóðum nú upp á skoðunarferðir í Lundey tvisvar í viku og hafa þessar ferðir slegið í gegn.“ Önnur nújung, sem Ferðabær býð- ur upp á er átta tfma ferð á Snæfell- sjökul. Flogið er að Rifi og þaðan kejrrt í bíl hringinn í kringum jökulinn og upp að jökulröndinni. Flogið er til baka um kvöldið, en ef menn vilja er einnig hægt að taka nítu til baka og er þá ferðin samtals tíu tfmar. Einnig er sá kostur fyrir hendi að fá gistingu og fara síðan daginn eftir með snjóbfl upp á topp jökulsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.