Morgunblaðið - 30.06.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.06.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987 Coldwater er risafyrirtæki á íslenskan mælikvarða Ræða Guðmundar H. Garðarssonar f lutt í til- efni 40 ára afmælis fyrii*tækisins á aðal- fundi SH Hér fer á eftir ræða, sem Guð- mundur H. Garðarsson flutti á aðalfundi SH fyrir skömmu í til- efni af 40 ára afmæli Coldwater Seafood Corporation: Það er ekki oft, sem fjallað er um sögu SH eða fyrirtæki hennar heima fyrir og erlendis. Það er því við hæfí að á merkisafmælum SH og Coldwater sé sagan nokkuð rifj- uð upp. Ég hef átt þess kost að fylgjast með þessum fyrirtækjum í aldaifyórðung og verið ráðinn ritari stjómar síðan 1962. Það er ekki orðum aukið þótt ég segi, að það hefur verið ævintýri lfkast að starfa í þessu fyrirtæki, réttara sagt að starfa í þessari atvinnugrein — fisk- iðnaðinum á þessu tímabili. Frystihúsamenn og helstu starfs- menn þeirra heima fyrir og erlendis hafa í orðsins fyllstu merkingu margir hveijir verið frábærir menn. Þeir hafa verið framúrstefnumenn í íslensku atvinnulífí og langt á undan síi.um tíma í sölu- og mark- aðsmálum, eins og aldur þessara fyrirtækja segir til um. Aldurinn segir ekki allt einn út af fyrir sig. Það sem máli skiptir er niðurstaðan — árangurinn. Coldwater Seafood Corp. Hjálpartæki frystihúsanna í sölu- og markaðsmálum á mesta sam- keppnismarkaði heims hefur reynst frystihúsamönnum vel. Coldwater hefur frá upphafí skilað gífurlegum árangri. Það þeklqum við. Við höf- um upplifað þessa staðreynd. SH og Coldwater hafa markað djúp spor í sögu íslensku þjóðarinnar á þessari öld. Stór orð, en sönn. Ekk- ert fslenskt fyrirtæki hefur numið land á erlendri grund með jafn hressilegum og jákvæðum hætti og Coldwater Seafood Corp. Saga þess og saga íslensks hraðftystiiðnaðar er samofín. Fyrirtækið er mikilvæg- ur þáttur í góðri lífsafkomu íslend- inga. Uppbygging þess og árangur er mikilvægt öryggisatriði fyrir sjávarútveg og fískiðnað. Með sölusamtökunum og Cold- water ruddu íslenskir frystihúsa- menn brautina á mikilvægu sviði í sjálfstæðri framfarasókn þjóðarinn- ar. Þessi fyrirtæki og starfsemi þeirra var rökrétt framhald af stofnun lýðveldisins íslands, 17. júní 1944. Fiystihúsamenn hófu verkið um og eftir 1940 og byggðu upp stóriðnað; matvælaiðnað á heimsmælikvarða. Það voru stór- huga menn, sem stóðu að þessu verki og seldu físk frá Volgubökk- um í austri að Kyrrahafsströnd í vestri. Þeir stofnuðu sölufyrirtæki og reistu verksmiðjur í mestu sam- keppnisríkjum heims og þeir náðu glæsilegum árangri. íslenskar vör- ur, íslensk matvæli, íslenskur fískur hlaut viðurkenningu á kröfuhörð- ustu mörkuðum heims sem greiða hæst verð fyrir sjávarafurðir. Ár- lega var um að ræða tugir þúsunda smálesta ftystra sjávarafurða í §öl- breytilegum umbúðum. Vörumerkið „Icelandic" hlaut alþjóðaviðurkenn- ingu sem gæðavara. íslendingxun til sóma Coldwater Seafood Corp. er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum og stærsta fyrir- tæki sem Islendingar eiga erlendis hvað nettóeign og umsvif áhrærir. Við getum verið stoltir af því. Cold- water er ftystihúsamönnum og íslendingum til sóma. Á sl. ári varð sala fyrirtækisins USD 235,0 millj. eða tæplega 10 milljarðar króna. Undanfarin fímm ár hefur Coldwater selt fyrir sam- tals um USD 1.100 milljónir eða um 32 milljarða króna. Á íslenskan mælikvarða er Coldwater risafyrir- tæki. Fyrirtæki þessarar stærðar og umsvifa eru ekki byggð upp á einni nóttu. Það gerist ekki af sjálfu sér. Það þarf kjark, áræði, fram- sýni og þor til að bijótast áfram úti í hinum stóra heimi. Það verður að ríkja gagnkvæmt traust milli manna og markmiðið verður að vera hið sama. Þ.e. að sækja sem stærstan hlut í búið fyrir hvem ein- stakan og þjóðina í heild. Fyrir fámenna þjóð tekst það því aðeins að menn standi saman, eigi sér hugsjón og metnað í því að vera íslendingar. Við erum fískframleiðendur og við seljum físk. Lífíð er saltfískur, segir Kiljan. En í öllu brauðstritinu eigum við okkur einnig ýmsar vænt- ingar. Við viljum ráða okkar eigin málum. Við viljum ná lengra. Fá sem mest af afrakstrinum inn í landið. Tryggja og stækka eignar- hlutann. Styrlq'a stoðir fyrirtækj- anna og samfélagsins. Við viljum byggja upp ísland. Þannig hugsuðu brautryðjendur sem stofnuðu SH og Coldwater Seafood Corp. fyrir tæpri hálfri öld. Þótt þeir væru á sfna vísu miklir efnishyggjumenn, vom þeir rómantískir, þjóðemis- sinnaðir íslendingar í anda sjálf- stæðishugsjóna aldamótaskáld- anna. Meðal þessara manna var Einar Sigurðsson frá Vestmanna- eyjum. Einar kom mjög við sögu Cold- water þegar í upphafí og æ síðan meðan honum entist heilsa og ald- ur. Einar var varaformaður SH í fjölda ára og formaður stjómar Coldwater á þeim tíma sem fyrir- tækið tók sín stærstu skref í uppbyggingunni í Ameríku. Að sjálfsögðu var hann ekki einn. í stjóm Coldwater vom margir menn, sem og í stjóm SH þar sem endan- legar ákvarðanir vom teknar. Hugmyndir em lítils virði ef þeim er ekki fylgt vel eftir. Úrslitum ræður að valinn maður sé í hveiju rúmi. Tryggvi Ófeigsson sagði einu Sigurður Agústsson sinni: „Það er ekki nóg að skipstjór- inn sé góður. Vélstjórinn þarf einnig að vera fyrsta flokks." Sama gildir um SH og Coldwater. Yfír þessum fyrirtækjum hefur hvílt það lán að í brúnni hafa verið menn eins og Sigurður Ágústsson, Einar Sigurðs- son og Guðfínnur Einarsson sem stjómarformenn. í stjóm Coldwater vom einnig Ingvar Vilhjálmsson, Gunnar Guðjónsson, Gísli Konráðs- son og Ólafur Jónsson. Þetta vom menn sem ég myndi nefna fyrstu kynslóðina. Eg nefni ekki yngri stjómarmenn sem ég flokka undir aðra kynslóð. Við hlið þessara manna í forstjórastörfum Cold- water hafa aðeins verið 4 menn: Jón Gunnarsson 1944—1962, Gunnlaugur Pétursson 1953—1954, Þorsteinn Gíslason 1962—1984, Magnús Gústafsson 1984. M t Guðfinnur Einarsson Jón Gunnarsson Saga Coldwater og íslands er samofin Það segir sína sögu að á 40 ámm skuli aðeins fjórir, raunvemlega aðeins þrír menn, hafa gegnt þessu ábyrgðarmikla starfí. Jón Gunnars- son, verkfræðingur og Þorsteinn Gíslason, verkfræðingur em kaflar út af fyrir sig. Saga Coldwater og físksölumál lslendinga í Banda- ríkjunum em svo samofín þessum tveimur mönnum, að hvomgt verð- ur skráð án þess að þeir skipi þar veglegan sess. Báðir vom þeir um- deildir, en þeir vom svo sérstæðir, að meðan þeir komu við sögu físk- sölumála í Bandaríkjunum vom þeir í fremstu röðum þar í landi. Þeir vom virtir af viðskiptavinum og samstarfsfólki. Þeir höfðu for- ystuna og ákvarðanir þeirra giltu fyrir allan markaðinn. Einar Sigurðsson Gunnlaugur Pétursson Eigi er við hæfí að fjalla mikið um núverandi forstjóra Coldwater, en vert er þó að minna á að í tíð Magnúsar hafa sölur í verðmætum stóraukist og höfuðstóllinn aldrei verið sterkari. Segir það sína sögu. Til gamans vil ég rifja upp for- sögu þessa glæsilega fyrirtækis Coldwater Seafood Corp. Ég sagði áðan að upphafsmennimir hefðu verið rómantiskir hugsjónamenn. Fátt lýsir því betur en frásögn Ein- ars Sigurðssonar um upphaf þessarar starfsemi. Einar var ekki aðeins mikill athafna- og hugsjóna- maður, heldur einnig frábær penni. Hann ritaði dagbækur í áratugi og hefur sumt af því sem þar er ritað, birst í ævisögu hans sem Þórbergur Þórðarson skráði. Lýsing Einars Sigurðssonar, upphafsmannsins, er frábær í einfaldleika sínum, en jafn- framt í sögulegum skilningi. Ný stjóm kosin fyrir íslenska Lionsmenn Á 32. umdæmisþmgi lions- hreyfingarinnar á Islandi, sem haldið var á Hótel Sögu 5.-6. júní síðastliðinn, var kosin ný forysta fyrir hreyfinguna. Ingi Ingimundarson var kosinn fjöl- umdæmisstjóri og Halldór Svavarsson og Sigurður V. Bernódusson umdæmisstjórar. í fréttatilkynningu frá Lions kemur fram að það hafí verið mik- ill heiður fyrir íslenskt lionsfólk þegar Sten Ákestans, alþjóðafor- seti, afhenti frú Vigdfsi Finnboga- dóttur, forseta, svokallaða Melvin Jones-slqöldinn í upphafí Ijölum- dæmisþingsins. Er hún fyrsta konan og fyrsti þjóðhöfðinginn sem hlýtur þessa æðstu viðurkenningu lionshreyfíngarinnar. Vegna samstarfs Lionssamtak- anna á Norðurlöndum skiptast þjóðimar á fulltrúa í alþjóðastjóm Lions. Á næsta alþjóðaþingi, sem haldið er á Taiwan 1. til 4. júlí í ár, mun Svavar Gests, fyrrverandi fjölumdæmisstjóri, taka við störfum í stjóminni. Fyrrverandi fulltrúar íslands í alþjóðastjóm em þeir Þor- valdur Þorsteinsson og Bjöm Guðmundsson, sem em þekktir af starfí sínu fyrir Norðurlönd á þess- um vettvangi. Svíinn Sten Ákestans, alþjóða- forseti Lions, var heiðursgestur þingsins. Einnig sóttu það umdæm- isstjórar frá hinum Norðurlöndun- um ásamt eiginkonum, en þeir fluttu kveðjur hver frá sínu landi. Fráfarandi umdæmisstjórar fluttu ársskýrslur sínar, en þeir em: Egill Snorrason, lionskl. Fjölni, Reykjavík, flölumdæmisstj., Þór- hallur Arason, lionskl. Ægi, Ingi Ingimundarson fjölnmdæmisstjóri. HaUdór Svavarsson umdæmisstjóri 109a. Sigurður V. Bernódus- son umdæmisstjóri 109b. Svavar Gests sem á næstunni mun taka sæti í alþjóðastjóm Lions. Reykjavík, umdæmisstj., 109 A, Ingi Ingimundarson, lionskl. Borg- amess, umdæmisstj. 109B. Vom þeim þökkuð góð störf á starfsár- inu. Viðtakandi embættismenn vom kosnir á þinginu en þeir em: Ingi Ingimundarson, lionskl. Borgar- ness, fjölumdæmisstjóri; Halldór Svavarsson, lionskl. Hafnarfjarðar, umdæmisstj., 109A; Sigurður V. Bemódusson, lionskl. Bolungarv., umdæmisstj., 109B; Daníel Þórar- insson, lionskl. Nirði, Reykjavík, varaumdæmisstj., 109A og Her- mann Ámason, lionskl. Hæng, Akureyri, varaumdæmisstj., 109B. Nú em forystumenn Lionshreyf- ingarinnar á leið á alþjóðaþingið í Tarpei á Taiwan sem hefst 1. júlí næstkomandi. Lionsklúbburinn Týr í Reykjavík sá um skipulagningu þingsins. í landinu em nú starfandi 87 lions- klúbbar og 18 lionessuklúbbar með yfir 3.500 félögum. Á síðastliðnu starfsári fjölgaði um þijá lions- klúbba og níu lionessuklúbba í umdæmunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.